Morgunblaðið - 15.01.1949, Side 10

Morgunblaðið - 15.01.1949, Side 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 15. janúar 1949. Fyrir utan það, að hann vissi, að heimilisfriðurinn mundi verða úti eftir aftöku Kits, þá var Don Luis það mjög þungbært, að þurfa að dæma hann til dauða, og það af enn annarri ástæðu. Sjálfur skammaðist hann sín fyrir það. Ástæðan var sú, að hann gat ekki annað en látið sjer þykja örlítið vænt um þennan unga óskilgetna son sinn. Hann hafði að vísu átt í ill- deilum við Kit, en það var að- eins vegna ánægjunnar af að hitta góðan bardagamann, sem var jafningi hans að öllu leyti. Hann hafði aldrei hatað eins innilega og Kit hataði hann. Hann hafði frekar verið hreyk inn af vopnafimi og dirfsku Kits. Ljóst hár hans minnti svo mikið á Jeanne Girade- aux, að Don Luis minntist allt af æsku sinnar, þegar hann sá hann og þráði að vera ungur aftur. Hann hafði leikið móð- urina illa. Mundi hann nú neyðast til að dæma soninn til dauða? Nei, það mundi ekki vera auðvelt að láta hengja Kit. En hvað gat hann gert? Drengur- inn var sjóræningi, enginn gat neitað því, og. hann hafði marga Spánverja og spönsk skip á samviskunni. Ef til vill ætti hann að gleðjast yfir því, að Kit mundi ganga hnarreist- ur og djarfur upp á gálgapall- inn. Þegar hann gekk inn í her- bergi konu sinnar sat hún þar og beið hans hin.rólegasta. — Hann hafði búist við að koma áð henni hágrátandi í rúminu. Hún gekk á móti honum. Hreyfingar hennar voru örugg ar og tígulegar. ,,Er það satt, að það sje búið að taka hann fastan?“. spurði hún rólega. „Já, og enn sannara, að hann verður hengdur á morg- un“, sagði Don Luis. Bianca virti fyrir sjer and- lit manns síns. ÞáS var eins og hún horfði á óargadýr á bak við járngrindur. „Hann hefur þá þegar mætt fyrir dómstólunum?“, sagði hún. „Nei, það verður ekki fyr en í kvöld. En útkoman verður óhjákvæmilega sú, að hann veruður dæmdur til dauða“. Hún horfði beint í augu hans. „Og þú, sem forseti Auden- cia, samþykkir það auðvitað, eða hvað?“. ,,Já‘, sagði Don Luis, „hvers vegna spyrðu að því?‘. „Vegna þess, að þú verður að sjá um að hann verði ekki hengclur“, sagði Bianca. „Og ef jeg geri það ekki“?. „Þig langar til að eignast son. Ef Kit deyr,' verður þjer aíldrei að þeirri. ósk. Þú færð ekki eiiu sinni að snerta mig“. Don Luis hnyklaði brúnir. „Jeg býst við því, að jeg geti sjálfur stjórnað því á einhvern hátt“, sagði hann. „Þar sicjátlast þjer, Luis. Ef þú heldur að þú getir tekið mig með valdi þá skjátlast þjer hrapallega. Um leið og Kit 56. dagur deyr á gálganum frem jeg sjálfsmorð“. „Þú mundir ekki þora það“, sagði Don Luis. „Ekki það?“, sagði Bianca. „Fyrst þú ert svo ákveðinn í því að láta drepa hann, þá er best að jeg gangi á undan .... núna strax ....“. Dön Luis tók undir sig stökk og greip um úlnlið henn ar. Hann sneri upp á hendur hennar, svo að litla flaskan, sem hún hjelt á snerist við og grænn vökvinn rann úr henni. Nokkrir dropar fjellu á rós, sem stóð í vasa á borðinu. Blómið fölnaði strax og varð brúnt og skrælnað eftir hálfa mínútu. „Þannig ætla jeg að deyja1, sagði Bianca lágri röddu, „og enginn getur hindrað það. Jeg hef falið tuttugu svona flöskur hingað og þangað í húsinu og þú finnur þær aldrei. Ef jeg er þjer nokkurs virði, þá hlífir þú honum. En ef þú kveður upp dauðadóm yfir honum, þá mundu það, að það verður lika minn dauðadómur“. I Don Luis virti fölt andlit konu sinnar fyrir sjer. Hugs- anirnar flugu í gegn um huga hans. Hann vissi þegar, að hann varð að láta undan. Hjer eftir þúrfti hann aðeins að láta sem minnst bera á ósigrinum. „Hvað skeður ef jeg hlífi honum?“, spurði hann þurr- lega. Roði færðist 1 kinnar Bi- öncu. „Þá skal jeg verða skyldu rækin eiginkona, í einu og öllu“, sagði hún lágt. Don Lflis brosti hæðnislega. „Kærar þakkir“, sagði hann og hneigði sig fyrir framan hana með miklum tilburðum.' „Þjer eruð sannarlega göfug- lyndar, lafði mín. En þú verð- ur að afsaka. Jeg verð að fara upp í dómshúsið“. Hjartað barðist ótt um í brjósti Biöncu, þegar hún horfði á eftir manni sínum. Örlög Kits voru í höndum þessa stolta manns. Guð einn og hin heilaga móðir vissu hver úrslitin mundu verða. — Bianca sneri sjer undan og gekk hægum skrefum að helgi myndinni á veggnum. Hún kraup á knje fyrir framan hana og fór að biðjast fyrir. Don Luis var ekkert að kenna í brjósti um sjálfan sig á leiðinni til dómhússins. — Hann var orðinn of gamall og reyndur til þess að slíkar hugs anir þyngdu skap hans. Hann var með allan hugann við það, sem hann þurfti að gera. Hvernig átti hann að bjarga syni sínum frá hengingu? Það var fyrst eftir að Kit hafði við urkennt það, að hann hefði verið skipstjóri á Seaflower, að dómararnir samþykktu að höfða mál gegn honum. Hann komst að raun um það, að hann yrði að fá fangelsisvörð- inn og pyndingameistarann í Tenaza til þess að vera vitni. Það var liðið meira en ár, síð- an S.eaflower hafði átt í orust- um við önnur skip. Don Luis var alveg viss um, að hann. væri sá eini í Cartagena, sem hafði orðið fyrir barðinu á Kit. Hann vissi ekki til, að Sea- flower hefði komið á þessar slóðir áður. Þess vegna var það mikil bót í máli fyrir Kit, að hann var ekki um borð í skipinu, þegar árásin var gerð, og hann hafði skipað mönnum sínum að halda kyrru fyrir. Litli sjóræninginn, sem Don Luis hafði talað við, hafði svarið og sárt við lagt, að Kit hefði aðeins ætlað að hitta gamla kærustu í Cartagena. Don Luis hnyklaði brúnirn- ar. Til allrar hamingju hafði litli sjóræninginn ekki nefnt nafn konunnar annað hvort ekki vitað það, eða haft vit á því að þegja yfir því. Það gæti hjálpað. Jafnvel hinum harð- skeyttustu dómurum gat snú- ist hugur, ef ást á milli karls og konu var annars vega. Já, hann mundi geta notað sjer af því. En honum þótti verra, að yrði Kit sýknaður, mundi Gyð ingurinn, sem var í fylgd með honum, einnig verða sýknað- ur. Don Luis hefði feginn vilj- að láta pynta Bernardo til dauða, en hann var röksýnn maður, og hann sá. að yrði Bernardo dæmdur til dauða, mundi aðstaða Kits versna um allan helming. Auk þess þekkt ust varla Gyðingaofsóknir hjer í nýja heiminum, því að Gyð- ingar voru fáir og það var eng inn skaði að þeim. En Don Luis vissi, að væru þeir stadd- ir í Madrid eða Sevilla, mundi það hægur vandi að fá hann dæmdan til dauða. En hjer var öðru máli að gegna. Því miður mundi hann neyðast til að láta Bernardo einnig lifa. Útgangurinn á Kit og Bern- ardo var allt annað en glæsi- legt, þegar þeir gengu inn í dómsalinn. Þeir voru hlekkj- aðir bæði á höndum og fótum, skrámaðir og blóðugir í and- liti og fötin voru hálftætt utan af þeim. Þeir stungu mjög í stúf við virðulega dómarana og forseta þeirra. Kit leit upp og horfði ís- köldu augnaráði beint í augu Don Luis. Svipur hans var fyrirlitlegur og augnaráðið stingandi, svo að Don Luis roðnaði undir þungu dómara- hárkollunni. Hann sat í háu sæti fyrir ofan hina dómend- urnar. Hann hafði einu sinni ásakað landsstjórann sjálfan úr þessu sæti og hafði unnið málið. En nú þegar hann leit í augu sonar síns var honum lítil bót að þessu hásæti. Hon- um fannst hann sjálfur vera sá ákærði, og hávaxni. Ijós- hærði maðurinn og Gyðingur- inn væru sækjendur í máli hans. j | Kaupi gull hæsta verði. | Sigurþór, Hafnarstræti 4. I í leit að guili eftir M. PICKTHAAX, 64 óargadýr. Jeg hef heyrt ýmsar sögur um Grizzla frá Indí- anunum. Einn Indíáni bað bænir sínar alltaf til Grizzla. vegna þess að þeir voru ægilegustu skepnur, sem hann þekkti. Þeir koma aftan að mönnum hljóðlaust og slá þá um koll. — Já, já, sagði Leifur, en það er ekki mikill vandi að hæfa þá með skoti. — Þjer þekkið ekki mikið til Grizzla, sagði Villi, án þess að nokkurt bros sæist á andliti hans. Þegar jeg sá þetta, iór kaldur hrollur um mig af ótta. — Jæja, jæja, sagði Leifur. Seinna í kvöld fer jeg aftur niður að vatni að reyna að veiða nokkra laxa. Síðan skal það vera mjer hin mesta ánægja að heilsa herra Grizzla, ef hann vill. — Hann lætur víst ekki á sjer standa, sagði Viíli ógn- þrungið. Hann kemur aftan að okkur og slær höfuðkúpuna í mola. Menn eiga ekki að gera að gamni sínu með þessi ógurlegu rándýr. Leifur hló, en Villi var þögull. Eftir að þeir höfðu borðað fór Leifur af stað niður að vatninu. Hann hafði meðferðis veiðistöng. Villa skildi hann eftir hjá Brown. Eins og drengurinn hafði sagt, fór Leifur meðfram lækn- um spottakorn. Þá kom hann auga á dökkblátt vatnið niðri í kvosinni. Allt í kring náði furuskógurinn fram á bakka vatnsins, og Leifi fannst þetta ein fegursta sjón, sem hann hefði augum litið. Hann fann brátt hylinn, sem Villi hafði sagt honum af og tók þegar í stað til að veiða. — Þetta er næstum því of mikið af því góða, sagði hann stuttu seinna við sjálfan sig. Þetta er ekki að veiða finnst mjer næstum því. Það er frekar slátrun. Þeir gripu undir eins á krókinn. — Jæja, nú ætla jeg aðeins að fá einn enn. Og hann kastaði línunni út. Það var farið að rökkva, þegar Leifur lagði af stað upp í hlíðina. Jeg vissi ekki, að það væri orðið svo framorðið. sagði hann. Vona að ekkert slæmt hafi komið fyrir þfátt fyrir það. Jeg hef alveg gleymt, hvað tímanum leið. Hann OTjJxT TnðhnumAaf' íi'-ruj í skorti af þvottasnúrum. ★ — Fyrir hvaða mönnum tek urcju allt af ofan? — Fyrir rökurum. ★ í bókabúðinni — Jeg ætla að fá þessa bók hjerna 4 glugganum. Hún heit- ir „Hvernig á að handtaka menn“, sagði lítil stúlka, sem kom inn í bókabúð. Afgreiðslumaðurinn leit undrandi á stúlkuna. — Þetta er áreiðanlega ekki bók fyrir þig. Hvers vegna viltu einmitt kaupa hana? — Jeg ætla að gefa pabba hana í jólagjöf. — Já, en það er áreiðanlega fjöldinn annar af bókum, sem hann vill heldur — Nei, jeg veit, að hann verður feginn, þegar hann fær hana. Hann er nefnilega lög- regluþjónn. Losnar ekki við skattinn, þótt hann sje „dáinn“ Samkvæmt opinberum skýrsl um hefur hinn 35 ára gamli Giovanni Villa í Palermo verið dáinn í fjögur ár, en hann hef- ur samt alltaf orðið að borga skattinn sinn. Fyrir tveimur árum þurfti Villa á fæðingar- vottorði að halda og ætlaði að fá það í viðkomandi opinberri skrifstofu. En vottorðið fjekk hann aldrei. heldur var honum tilkynnt að hann hafði dáið í mars 1944 í þorpinu Patrica. Hann hafði aldrei til Patrica komið, og þegar hann skýrði frá því, ypti fólkið í skrifstof- unni aðeins öxlum og svaraði: „Niente da fare“ (Það er ekk- ert við því að gera). Síðan er sagt, að Villa hafi farið frá einni stjórnarskrif- stofu í aðra, til þess að fá það viðurkennt, að hann væri í tölu lifenda, en áranguislaust. Nýlega eignaðist kona hans barn, og hann reynir nú af mætti að fá sig viðurkenndan sem faðir þess, en stjórnarvöld- in segja aðeins: „Dáinn maður getur ekki eignast börn“. En þrátt fyrir allt þetta, er Giovanni Villa sllt af sendur skattreikningurinn og hann verður hann að borga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.