Morgunblaðið - 19.01.1949, Blaðsíða 14
14
MORGVISBLAÐIÐ
Miðvikudagur 19. janúar 1949«
eftír TRMK
var eins og hún væri orðin ró-
legri. Hún hafði ekki horfið að
heiman síðan snemma um vor-
ið 1695. Þá hafði hún verið fjar
verandi um tíma, en komið svo
aftur og stjórnað síðan endur-
hyggingu á búgarðinum.
Nú var komið langt fram í
júlí og verkinu var senn lokið.
Sykurreyrinn var orðinn há-
vaxinn á frjósömum ekrum
Jiennar. Þrælar henryar voru
feitir og þrifalegir og sungu
oft við vinnu sína, en það var
sjalfgæft á nágrannabúgörðun
um. Hvaðan svo sem allir þess
ir peningar komu, var auð-
sjeð, að auður hennar fór stöð-
ugt í vöxt. Það varð til þess
að biðlarnir urðu enn ákafari.
Er þó voru margir, sem báðu
hennar aðeins vegna hennar
sjálfrar.
Hún leit upp að húsinu. —
Tveggja mílna þráðbeinn veg-
ur lá upp að því. Hún hallaði
sjer áfram í stólnum. Það vildi
jeg að guð gæfi, að það væri
ekki lengra á milli mín og
raannsins, sem jeg elska, hugs-
aði hún.
Hún hnyklaði brúnir. Ef hún
væri út á rúmsjó og skyggnið
væri lítið, gæti Kit verið innan
íveggja mílna svæðis frá
henni, og hún þyrfti ekki að
hafa minnstu hugmynd um
það. Það var barnaleikur að
íinna saumnál í heystakk, sam
anborið við að finna skip úti á
rúmsjó, þegar hún vissi ekkert
um stefnu þess eða birgða-
stöðvar. ,
Birgðastöðvar! Hún þaut á
fætur og greip báðum hönd-
um um kinnar sjer.
Mikill bölvaður kjáni gat
hún verið. Hvers vegna hafði
henni ekki dottið það fyrr í
hug? Kit hafði siglt frá Saint-
Domingue með Ducasse. Meðal
annars hafði það líka komið í
ljós við rjettarhöldin þegar
)sann var dæmdur til henging-
ar ásamt öllum skipverjunum,
að hann var vinveittur Frakka
konungi. Auðvitað hefði hann
birgðarstöðvar einhversstaðar
á Saint-Domingue, á Martini-
que eða Guadelope. Kit hafði
verið með Ducasse og Ducasse
var landsstjóri á Saint-Domin
gue, svo að rjettast mundi að
leita til hans.
Hún rauk af stað upp að hús
inu. Loksins mundi hún geta
fengið einhverjar frjettir af
Kit. Það var aðeins nokkur
hundruð sjómílna breitt sund
á milli Jamaica og Saint-Do-
mingue. Hún mundi ekki sitja
lengur auðum höndum. Ef guð
væri með henni og Frakkar
væru jafn kurteisir við kven-
fólk og orð fór af — þó að
ltonan væri frá óvinaþjóð —
þá mundi hún bíða Kit Gerado
í þeirri höfn, sem hann mundi
koma til fyrr eða síðar. Hún
varð gagntekin fögnuði við
hugsunina.
Þegar hún kom til svefnher-
bergis síns, reif hún utan af
sjer silkikjólinn í miklum
flýti. Síðan opnaði hún kistu,
sem stóð í herberginu, og opn-
aði hánn með lykli. Fyrst tók
hún upp úr henni gríðarstóra
eyrnarhringi úr gulli og festi
þeim í eyru sjer. Hún vatt
rauðum silkiklút úrh nai'’ si'tx,
59. dagur
smeygði sjer síðan í tötralega
skvrtu og stuttar drengjabux-
ur.
Hún var ekki komin í stíg-
vjelin, þegar trúnaðarþræll
hennar barði að dyrum. Hún
hafði sent herbergisþernu sína
eftir honum. Þrem mínútum
síðar kom hann á harðahlaup-
um út úr herberginu hennar
og hljóp niður í hesthúsin og
fór að leggja á tvo hesta. —
Lafði Jane var að draga stíg-
vjelin upp granna fótleggi sína,
þegar hann lagði af stað á þeysi
reið í áttina til Port Royal.
Þar þaut hann á milli sóðaleg-
ustu veitingakránna niðri við
höfnina og hvíslaði einhverju
í eyra sjómannanna sem sátu
þar að sumbli. Þeir ruku þeg-
ar á fætur, svo að margar veit-
ingakrárnar urðu næstum
mannlausar á augabragði. —
Þegar dimma tæki mundu þeir
læðast aftur út á götuna vopn-
aðir byssum og hnífum og
fylgja trúnaðarþræli hennar
þangað sem hún hafði mælt
sjer mót við þá.‘ Jane Golphin
vissi, að þeir mundu bregða
skjótt við og hún brosti við
tilhugsunina.
,.Ó, Kit minn, elsku Kit,
þú varst einu sinni með þess-
um Ducasse", sagði hún í hálf-
um hljóðum við sjálfa sig.
„Guð gefi, að þú sjert með hon
um ennþá“.
Hún þaut niður stigann og
stökk á bak hestinum, sem
beið hennar. Síðan geistist hún
af stað eftir þjóðveginum í átt-
ina þangað sem „Máfurinn“
lá falinn á milli kletta.
Fimm dögum síðar komst
allt í uppnám á friðsamlegu
landsbýli Jean-Baptist Du-
casse landsstjóra. En hann var
fljótur að átta sig á því, hvern
ig á því stóð.
„Kvenmaður“, tautaði hann.
„Enskur kvenmaður? Þá hlýt -
ur hún að vera njósnari. Takið
hana strax og hengið hana“.
Foringi landvarnaliðsins
brosti í kampinn. ,.Ef jeg
mundi láta hengja svo fagra
konu, er jeg hræddur Um að
jeg þurfi seinna að svara til
saka fyrir landsstjóranum“,
sagði hann.
Ducasse leit upp og kímni-
glampa brá fyrir í augum hans.
„Er hún falleg? Já Englend-
ingarnír eru engir kjánar. Þeir
hafa vit á því að senda okkur
ekki neina fuglahræðu. Nei,
fegurðardís mundi vera þeim
gagnlegri. Þeir þekkja okkur
Frakkana“.
Foringinn hneigði sig „Feg-
urðardís, segið þjer? Jeg full-
vissa yður um, að hún er feg-
urri en nokkur fegurðardís,
sem þjer hafið augum litið.,
Ducasse gat ekki varist
hlátri. „Ef málinu er þannig
varið“, sagði hann, „þá er það
kannske ekki fyrir neðan virð-
ingu mína að skoða gripinn
sjálfur“.
„Landsstjórinn þekkir skyldu
störf sín“, sagði foringinn bros-
andi. „En jeg ætla að leyfa
mjer a^ taka það fram, að það
'ef ékki' oft, sem landsstjórinh
hefur tækifæri til að vinna svo
ánægjuleg skyldustörf“.
„Þjer kunnið að koma orðum
að hlutunum", sagði Ducasse.
„Hvar er hún?“.
„Hún er í anddyrinu og bíð-
ur þar eftir áheyrn hjá lands-
stjóranum“.
„Vísið þjer henni inn, mað-
ur. Vísið þjer henni strax inn“.
Ducasse hafði rjett tíma til
að strjúka lokkana á hinni
gríðarstóru hárkollu sinni, áð-
ur en Rouge gekk inn. Hún var
í grænum kjól úr dýrindis
silki með grænan hatt og stóra
páfagauksfjöður í honum. —
Hún hneigði sig djúpt fyrir
landsstjóranum um leið og hún
kom inn. Ducasse var veraldar
vanur maður en þó varð hann
sem steini lostinn. Þó náði
hann sjer brátt.
„Það er ekki hægt að segja
annað en að landsmenn yðar
heiðri fegurðartilfinningar
okkar, með því að senda yður
til okkar“, sagði hann.
Rouge brosti. „Enginn hefur
sent mig‘í, sagði hún. „Jeg
kem hingað á eigin vegum og í
einka erindagerðum“.
Ducasse hristi höfuðið. „Jeg
er gagntekin af fegurð yðar“,
sagði hann, „en jeg er ekki svo
gagntekinn, að mjer detti í hug
að trúa þessari kjánalegu lyga-
sögu“.
Rouge'stirðnaði. Hún leit upp
og horfði beint í augu lands-
stjórans.
„Ef þjer vilduð hlusta á mál
mitt ....“, byrjaði hún.
,Mjer er sönn ánægja af að
heyra rödd yðar“, sagði Du-
casse. „Hún er blíð og fögur
eins og þjer sjálfar. Haldið
þjer áfram“. ~
„Einn af landssetum yðar er
ungur skipstjóri að nafni
Cristopher Gerado, er ekki
svo?“.
„Christophe“, sagði Ducasse,
„vissulega. Eruð þjer kunnug-
ar honum?“.
„Hvar er hann?“, sagði hún.
„Segið mjer, hvar hann er.
Þjer veitið mjer lífshamingj-
una á ný, ef þjer fylgið mjer
til háns“.
„Hann er ekki hjerna“,
sagði Ducase. „En hann tekur
birgðir í Petit Goave og hann
kemur oft þangað“.
„Þá ætla jeg að bíða“, sagði
Rouge. „Þó að jeg þurfi að
bíða í hundrað ár þá skal jeg
bíða hans þar“.
Ducasse virti fyrir sjer fag-
urt, andlit hennar. „Og þjer
haldið að jeg muni leyfa yður,
frá óvinaþjóð, að dveljast á
mínu yfirráðasvæði?“, sagði
hann.
Rouge rjetti biðjandi út
höndina. „Gerið það fyrir mig,
lávarður minn, að senda mig
ekki í burtu“, sagði hún með
tárin í augunum. „Ef þjer hald
ið, að jeg hafi komið hingað
til að vinna Frökkum eitthvert
mein, þá setjið mig í fahgelsi.
Jeg mundi fara þangað með
glöðu geði, en þjer megið bara
ekki senda mig í burtu ....
Jeg .... Jeg elska hann svo
innilega. Án hans get jeg ekki
lifað .... Hafið þier nokkurn
tímánn orðið ástfanginn?“.
í leit að gulli
eftir M. PICKTHAAi
En Leifur vissi, að það var of seint. Hann lokaði augunum
og bjóst við að fá höggið á hverri stundu. Snöggt högg af
hrammi villidýrsins.
Hann sá ekki mannveruna, sem hafði skriðið út úr ræksn-
unum af tjaldinu. Þessi mannvera greip byssuna af jörðinni,
stóð síðan upprjett og miðaði. Skotið reið af. Björninn sneri
við og ætlaði að ráðast á þennan nýja óvin. Maðurinn miðaði
þá aftur. Annað skot reið af og björninn fjell dajiður til
jarðar.
Leifur hafði aftur litið upp og hann sá, að Brown, riðaði
nokkra stund með byssuna í höndunum. Síðan fjell hann
við. Leifur hljóp yfir dauða björninn, lagðist á hnje við hlið
Browns. Það leið nokkur tími, þangað til hann opnaði
augun.
Þá sá hann lækninn lúta yfir sig. Brown brosti ánægju-
lega.
— Það var gott, að jeg kom nógu fljótt, sagði hann. En
við erum ekki kvittir ennþá.
jflflje2T l^yru-i
— Hvað ertu að gera mað-
ur? t
— Sagði málfærslumaðurinn
kannske ekki, að við ættum að
skifta innbúinu til helminga.
★
Mark Twain kom eitt sinn
inn í vinnustofu málarans Whi-
stlers og var að skoða myndir
hans. Hann snerti eina þeirra
með fingrinum, en þá hrópaði
málarinn:
„Komdu ekki við hana, get-
urðu ekki sjeð, að hún er
blaut.“
„Það gerir ekkert, jeg er með
hanskaý svaraði Twain eins og
ekkert hefði í skorist. i
★
Stonewall Jackson sendi eft-
irfarandi skeyti til hermálaráðu
neytisins.
— Sendið mjer fleiri menn
en færri spurningar.
í fyrsta sinn eftir langan hjú-
skap fór frú Smith fram á það
við mann sinn, að fá að fara
með honum í veiðiför.
Þegar þau komu að ánni, sett-
ist mr. Smith þar niður og
renndi og hafði eins hljótt og
hann gat. Sama var að segja
um fylgdarmanninn, en frúin
Ijet dæluna ganga og spurði um
þetta og hitt. Allt í einu kom
hún auga á olíurák, sem lá þvert
yfir hylinn. Hún kallaði til
fylgdarmannsins:
— Halló, halló, hvaða rák er
þetta þarna?
— Hvar, frú? spurði fylgd-
armaðurinn.
— Þessi þarna yfir frá.
— Ó, þessi, sagði fylgdarmafr
urinn, þetta er slóðin frá því í
vetur, þegar áin var lögð, þá
var farið hjer yfir á ísnum. «.
★
Ryan erkibiskup var eitt
sinn á gangi x Baltimore, þegar
maður nokkur snjeri sjer að
honum. Manninum fannst hann
endilega kannast við erkibiskup
inn, en gat ekki munað eftir
því, hvar hann hefði sjeð hann.
— Hvar í helvítinu hefi jeg
sjeð þig? spurði hann því.
— Ja, það fer eftir því, hvað-
an úr helvíti þjer komið, svar-
aði biskupinn.
■miiiiiuiiiiiiiiiiiiaiiinin
Píanó
Gott Píanó til sölu á Tún
götu 36, eftir kl. 7 e. h.
Stanz-v]el |
Er kaupandi að Stanz- |
| vjel (hanslaugsvjel eða |
| mótordrifin). Nafn og |
| heimilisfang sendist afgr. |
I Mbl. fyrir laugardags- 1
} kvöld, merkt: „Stanzvjel s
560“. I
•«IIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIl«**Maiii**aMi*<««iliaillllll||i|||||||||«i
I Óska að |
[ KYNNAST STÚLKU I
| á aldrinum 30—36 ára. i
| Þarf að vera mjög mynd |
I arleg í sjer og vönduð, 1
I má vera myndarleg ekkja =
i sem hefði helst húspláss i
1 til vorsins. Þær, sem i
i vildu sinna þessu, sendi i
i nöfn og heimilisfang, i
| helst mynd, til Morgun- |
i blaðsins fyrir föstudags- i
i kvöld, merkt: „Góð fram- |
tíð—656“. i
.«•**•• •• "'mutn
l ÓLAFUR PJETÚRSSON, |
i endurslcoðandi,
1 Freyjugötu 3, sími 3218. I