Morgunblaðið - 25.01.1949, Side 14

Morgunblaðið - 25.01.1949, Side 14
14 MORGVNBLAÐIÐ eftir ÍRMK grógg jaeim í gegn um þjettvaxið fcjaxr; *Kit sá að Bernardo béygði sig niður og reif upp ieyr-flækju. Einn varðmann- anna ýtti harkalega við honum ineð byssuskaftinu og skipaði honum að halda áfram. Loks komu þeir út úr kjarrinu. Kit sá þá að þeir höfðu gengið í stóran hálfhring, því að Boca Chica virkið lá nú beint fram undan. Þegar þeir komu nær, sá hann annað, sem hann hafði ekki tekið eftir fyrr. Hjerna megin var ytri virkisveggur- mn ekki byggður af manna- höndum heldur var hann þver hnýpt bjarg, sem hafði aðeins verið sljettað með smástein- um. Einn varðmannanna ljet renna niður kaðal, þangað til hann náði niður í vígisgröfina. Svartskeggjaði liðsforinginn hneigði sig fyrir Kit og Bern- ardo með hæðnislegt glott á vörum. „Mundi senior Cristobal vilja gera svo vel og fara nið- ur?, hagði hann háðslega. Kit átti ekki annars úrkosta. Hann Ijet sig renna niður kað- aiinn. Rjett áður en fætur hans snertu slímugt yfirborð vatnsins í gröfinni, sá hann, að það mundi ekki vera ætlun Spánverjanna að drekkja hon- um samstundis, því að fvrir framan hann lá hellir inn í hamravegginn. Hann sveiflaði sjer inn í hellinn og sleppti kaðlinum. Kit tók ekki strax eftir því að í botni hellisins var þykkt ieðjulag. Hann gægðist út um hellismunnann og fylgdist með hvernig Bernardo gengi að fikra sig niður kaðalinn. Hann sá brátt að hann þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur af Bernardo. Hann var fimur eins og ungur drengur. Þegar hann var kominn heilu og höldnu niður og stóð í hellis- munnanum hjá Kit, tók hann eftir því að Bernardo hjelt enn á reyrflækjunni. „Jeg hjelt að þeir ætluðu að drekkja okkur í vígisgröfinni“, sagði hann. ..Maður getur verið lengi í kafi með því að anda gegnum reyr. En jeg held núna, að herrunum hafi dottið eitthvað annað í hug“. Áður en Kit var búinn að svara kom kaðallinn niður aftur og á enda hans var bundih trje- karfa. „Takið hana“, hrópaði liðs- foringinn niður til þeirra. „Þið þurfið á henni að halda“. Bernardo tók körfuna og þeir skoðuðu hana undrandi á svip. En þá kom Bernardo auga á leðjuna í hellis botn- inum. „Og helvítin“, tautaði Bern- ardo. „Vatnið stígur í hellin- um með flóði“. Hann stóð á fætur eins og loftið í hellinum leyfði og at- Íiugaði veggina. Hann sá að itlu munaði að vatnið mundi fylla hellinn. Þeir mundu þurfa að standa hálfbognir til þess að halda munni og nefi fyrir ofan vatnsflötinn. Ef þeir gætu ausið með körfunni, mundu þeir geta haldið vatn- inu heldur neðar. Þetta var þá ándíánská aðferðin. ' ' 64. dagur Kit sagði ekkert en skreið innar eftir hellinum. Nokkrum föðmum innar hallaðist hellis- gólfið niður og þar var pollur enda þótt háfjara væri. Poll- urinn var um átta fet að dýpt. Það var allt of dimmt þar til þess að geta greint vatnsmörk- in, en Kit gat sjer þess til, að þar mundi vatnið ná næstum alveg upp í hellisloftið. Hann synti yfir pollinn, en þegar hann var kominn yfir sá hann að hellirinn var lokaður hinum megin með hlöðnum steinvegg. Kit settist niður í leðjuna fullur örvæntingar. En eftir augnablik hafði hann aftur náð sinni fyrri hugarró og festu. Hann mundi eftir brjefi Biöncu og synti aftur yfir pollinn. „Það er ekkert op hinum megin“, sagði hann, „svo að við verðum að finna eitthvert ann að ráð“. Þeir settust aftur út í hellis- munnann. Kit sat grafkyrr í þungum þönkum. Loks var eins og honum dytti eitthvað í hug. „Ef vatnið í vígisgröfinni vex með flóði, þá hlýtur hún að vera í sambandi við sjóinn“, sagði hann við Bernardo. Bernardo leit á hann. Svo kinkaði hann kolli. „Já, það hlýtur að vera“, sagði hann. „En vi§ verðum að bíða þang- að til dimmir til að athuga það“. Þegar nóttin nálgaðist fór vatnið að hækka í hellinum og þeir sátu í vatni upp að mitti. Þeir biðu þangað til svo dimmt var orðið að þeir sáu ekki móta fyrir hellismunnanum og myrkrið var orðið jafn mikið inni í hellinum, sem úti fyrir. Kit óð hljóðlega út í skol- grænt vatnið í sýkinu og lagði síðan hægt til sunds. Bernardo óð á eftir honum, en synti síð- an í öfuga átt. Þeir syntu í kafi eins mikið og þeir gátu og þreifuðu eftir virkisveggnum. Þessu hjeldu þeir áfram alla nóttina. Þegar tók að birta af degi urðu þeir að hætta og þá hafði leitin ekki borið neinn árangur. Ef til var eitthvert gat á veggnum, þá hafði þeim að minnsta kosti ekki tekist að finna það. Þeir fóru aftur til hellisins. Nú var að fjara út, svo að þeir gátu sest á hellis- gólfið. Þeir höfðu ekki verið í hellinum nema klukkutíma, þegar þeir heyrðu varðmenn- ina kalla niður: „Eru „kavalerarnir“ búnir að fá nóg af sundæfingu?“. Bernardo ætlaði að fara að hreyta einhverju í þá aftur, en Kit greip um handlegg hans. „Ekki svara þeim“, hvíslaði hann. „Svarið þið“, kallaði liðsfor- inginn. „Það borgar sig ekki fyrir ykkur að ómaka okkur niður“. Bernardo horfði undrandi á Kit þreifa fyrir sjer niðri í vatn inu. „Jeg fann hann“, sagði Kit og dró upp reyrflækjuna, sem Bernardo hafði komið með. „Komdu“, hvíslaði bann og lagði af stað inn hellisgöng- in. Þeir syntu yfir dj úþa hýl- inn, upp að hlaðna steinveggn um. Þar biðu þeir átekta. Þeg- ar þeir heyrðu að Spánverjarn ir voru komnir inn í hellinn, ljetu þeir sig sökkva til botns. Þar lágu þeir grafkyrrir, en Ijetu annan enda reyrsins standa upp úr vatninu og önd- uðu í gegn um hann. Það var allt annað en skemti legt að liggja þarna og bíða og hlusta á Spánverjana nálg- ast. Allt í einu heyrðu þeir þungan dynk og mikinn buslu gang rjett yfir höfði sjer. Einn Spánverjanna hafði dottið í hylinn. Til allrar hamingju var hann ekki í þungum herklæð- um. því að þá hefði hann drukknað. Hann buslaði aftur UPP á yfirborðið og fjelagar hans drógu hann upp úr á spjótsköftunum. Kit og Bernardo heyrðu ekki hvað hann sagði, þegar hann kom upp úr, en þeim hefði ljett mikið, hefðu þeir heyrt það, því að hann hrópaði: „Ef þeir hafa dottið ofan í þennan hyl, þá hafa þeir ábyggilega drukknað. Hann er alveg botn- laus“. Kit og Bernardo lágu kyrrir á botninum nokkra stund enn og önduðu í gegn um reyrinn. Loks synti Kit hægt upp á yf- irborðið, og gægðist snöggvast upp úr. Ekkert hljóð heyrðist. Hann synnti yfir að reyr Bern ardos og kippti í. Augnabliki síðar rak Bernardo svartan kollinn upp úr. „Jæja, við eigum þá aðra nótt til góða“, sagði hann, „en við erum enn fyrir innan þessa bansetta veggi“. „Yið hefðum þó enn minna tækifæri til að komast undan, ef við værum í fangaklefan- um“, sagði Kit. Þeir settust nú niður og biðu þess að dimmdi. Þegar fór að líða á daginn, fóru þeir að finna mikið til hungurs og þorsta. Tungan var bólgin og þykk í munni þeirra, svo að þeir áttu erfitt um mál. Nóttin varð björt og heiðrík, en ekki dimm, eins og nóttin áður. Það var helmingi hættulegra fyrir þá að synda í vígisgröfinni, því að varðmennirnir gátu auðveld lega komið auga á þá. En það var líka betra fyrir þá að sjá meira í kring um sig. Kit sagði Bernardo að bíða og lagði til sunds. Hann synti eins mikið í kafi og hann gat og rak höfuðið upp úr við og við. Þegar hann var kominn í hinn enda vígisgrafarinnar, sá hann sjer til mikillar undrun- ar að ytri veggurinn var mikið lægri á móti einni vindu- brúnni. Fimur maður gat auð- veldlega klifrað yfir hann. Hann synti aftur til hellisins og savði Bernardos friettirnar. Þegar Kit hafði hvílst nokkra stund, lövðu þeir báðir af stað. Þeir syntu í skurfganum upp við innri vegginn. Loks komu beir að ver'f'num. bar sem hpnn lækkaði andspænis brúnni. En þá gátu beir ekki svnt vfir að vtn ve°í?num, því að vatnsvfirborðið þeim megin var baðað í tunelskininu. Á innri veegnum sáu þeir varð- mann standa.og horfa út í loft- Þriðjudagur 25. janúar 1949. ■-.Y I leit að gulli eftir M. PXCKTHAAL 62 V minnast þess allt fram í dauðann. Þeif vdru komnir alveg fram á fjallsbrún og litu niður í dalinn, sem þeir þekktu svo vel. Leifur hugsaði til þess þegar hann hafði staðið hjer og horft yfir sveitina í síðasta sinn áður en hann lagði upp x gullleitarleiðangurinn. Nú fannst honum hann sjálfur vera miklu eldri orðinn. 1 — Þetta væri svo sem allt í lagi, sagði Villi, eins og hann vildi með sínum fátæklegu orðum hugga læknirinn. Þetta væri svo sem allt í lagi, ef þjer vilduð aðeíns leyfa mjer að fara og taka hestinn af fantinum honum Brown. — Já, sagði Leifur, — og það með hestinn gerir ekkert tii. Jeg verð aðeins miklu fátækari þegai* jeg kem aftur, heldur en þegar jeg lagði af stað. — Jæja, sagði Villi, ef maður er allslaus^þá er það ágætt, því að þá getur maður ekki orðið fátækxirii Þeir beygðu nú úr leið og hjeldu þangað, sem hellirinn hans Villa var. Þarna var komið graslendi og við og við leyfðu þeir Blesa að fá sjer grastuggu. Nú var farið að xökkva mikið og yfir hlíðar Klakaborgár sló dirnmum skugga. I Loks komu þeir að hellinum. Fyrir opið var byrgt með nokkrum viðarborðum. Það hefur enginn bjöm komið í hell- irinn, sagði Villi, þá hefði Blesi strax fundið bjarnarþef- inn. Hann fór inn í hellinn og kom aftur með lugt, dálítið brotna, en hann gat kveikt á henni, og þá gaf hún frá sjer fölan rauðan bjarma. Þetta er allt í lagi, sagði Villi. Nú skuluð þjer bara koma inn fyrir læknir, og það er best, að hann Blesi komi líka inn. Ekki skulum við skilja hann eftir í náttmyrkriixu. Leifur teymdi Blesa inn og þeir komu inn í allstóra hlýja hellisholu. Það var dágott herbergi og gólfið þakið með þurru trjálaufi. Þarna voru tveir tómir sápukassar, paki, ónýtar ábreiður, tvær steikarpönnur, skaftpottur, veiðistöng cg margskonar annað dót. , 7 Villi hengdi lugtina upp á krók, sem var fastur í kletta- veggnum, síðan batt hann Blesa og tók hnakkinn af honum. QIacT 'mahquA'Jzcu. I a ASTUJ Gamall vani. ★ — Er það satt, að Billi hafi verið rekinn úr skólanum? — Já, það er satt. — Hváð skeði? — Hann hnerraði þegar hann var að taka próf í rúss- nesku, og þeir köstuðu honum út fyrir dónalegt orðbragð, ★ Það var von í píanókennar- anum á hverri mínútu, til þess að kenna Villa litla á hljóð- færið. — Ertu búinn að þvo þjer um hendurnar?, spurði móðir Villa. — Já. —r Og í framan?, , — Já. — Þvoðir þú þjer nú vel á bak við eyrun? — Já, mafnma, á bak við það eyrað, sem snýr að henni. ★ — Jæja, Jói litli, hvað ætl- [ arðu að gera, þegar þú ert orð- inn stór? Jói: — Jeg ætla að reisa myntsláttustöð. — Myntsláttustöð? Hvað er nú það? — Það er þar, sem pabbi segir, að peningarnar sjeu bún ir til. ★ Lítill drengur er að hringja til pabba síns í skrifstofu hans. — Halló, hver er þetta?, spyr snáðinn. — Þetta er besti maðurinn í heiminum, svaraði pabbinn, sem þekkti rödd sonar síns. I — Afsakið, sagði sá litli, jeg hefi fengið skakkt númer. ★ I — Hversvegna stendur stork urinn alltaf á öðrum fætinum? — Vegna þess, að ef hann j lyfti hinum upp líka myndi hann detta niður. Ef LOTTVR GETIJR ÞAÐ EKKl ÞÁ hver?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.