Morgunblaðið - 30.01.1949, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.01.1949, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 30. janúar 1949 Tjónið af öskufallinu frá Heklu eifJir' «»dgr*ísiu Hverning get jeg eignasf bók? ,,En þar, sem missagt er í fræðum þessum, skal hafa það er sannara reynist“. Á MERKILEGRI 800 ára minn ingarhátíð Ara prests Þorgils- sonar, hins fróða, virtust ræðu mennirnir leggja mikið upp úr þessari setningu Ara: „Hafa skal það er sannara reynist", enda sýnir hún bæði mikil- hæfni og drengskap. Nú er það svo, að margir mundu óska þess að Ari og aðrir fortíðar höfundar hefðu haft aðstöðu til að skrifa miklu meira og rækilegra, en raun varð á. Þó er það svo, að í síðasta almanaki Þjóðvinafje- lagsins, þar sem í árbók þess er getið um Heklugosið 1947, er sagt að öskufallíð sem kom þá hafi gert stórtjón einkum í innanverðri Fljótshlíð og und- ir Eyjafjöllum. Ekki nefnt að askan hafi komið á Rangárvelli og ekki heldur það að 500 gr. þungir steinar hafi borist með vikur- og öskúfallinu, bæði suður á Rangárvelli og í Fljótshlíð, en þangað eru þó fullir 40 km frá Heklu. Að vísu bendir orðið „eink- um“ til þess, að askan hafi komið víðar en á tilgreinda staði. En hver getur sagt um segjum eftir 800 ár, hvar það hefur verið, nema ef þátíðar fólki skyldi detta í hug, að nota landabrjef. — En þó að askan væri mikil í innanverðri Fljótshlíð, þá gátu Fljótshlíð- ingar rekið fje hindrunarlaust á afrjettir, sem var óskemmd- ur að innanverðu, en sá eini Rangvellingur sem rak fje á afrjett Rangæinga, komst I mestu vandræði, varð að skilja fjeð eftir í öskunni og sækja nokkra menn til þess að bjarga fjenu innfyrir öskubeltið. Sitt- hvað hefur svo komið fram sem aíleiðingar af gosinu. — Strax um haustið drápust lömb í Næfurholti og Hauka- dal vegna þess, að vikuragnir stóðu fastar í vinstra kjálkan- um. Það sama kom og fram í haust í 3—4 kindum á Þóru- núpi, en þær höfðu gengið á Þorleifsstöðum. Sumsstaðar er fje mjög tannlaust, t. d. á Galtalæk, þar kom þó enginn vikur, en þetta er víðar og þó kannski minna en búast hefði mátt við. Þá er það- gasuppstreymið í nánd við Næfurholt, sem drap allt að 16 kindur svo vit- að væri; auk þess fugla og tófu. Þá var það, að þegar Rang- vellingar ráku um 150 renslis- kindur fram af afrjettunum í haust er leið, þá varð fjeð svo sárfátt af vikrinum, að 5 kind- um blæddi út eða varð að lóga. Vegna þessa geta Rangvelling- ar ekki rekið fje á sína afrjett í nokkur ár eða þar til þetta lagast eitthvað. Er afrjetturinn þó óskemmdur með öllu að austanverðu. Margt var missagt og sumt óviturlega í sambandi við ösk- una og afsakast að nokkru með því, að það skyldu engir af- leiðingarnar nema þeir sem voru í öskunni. Nefna má, að þegar farið var að slátra um haustið komu víða upp hávaðasamar raddir um það, að bændurnir hefðu stór- grætt á að fá öskuna vegna þess, að lömbin reyndust nokkru þyngri en venjulega, einkum undan Eyjafjöllum. — En þeir, sem um þetta fjösuðu, vissu lítið hvað þeir voru að segja. Eftir að askan kom var ekki um annað að ræða en gefa skepnunum alfylstu gjöf, svo ótrúlegt var hvað mikið eydd- ist af heyjum og fóðurbæti. Og vegna öskunnar var gefið 4—5 vikum lengur en venju- lega. Það var einmitt þessi auka vorgjöf, sem varð til þess. að fjeð varð sumsstaðar vænna þetta haust en venjulega. — Sumsstaðar varð fje nú reyndar rýrara en venjulega og kom mikið í úrkast, t.d. á Rangár- völlum og var slikt óvenja þar á fjallajörðum. En.hvað kost- aði öll þessi hey- og fóðurbæt- iseyðsla? Vitanlega mörgum sinnum meira en afurðaaukn- ingin, þar sem hún var. Og þessi fóðureyðsla kom ekki ein asta við þá, sem voru á ösku- svæðinu, heldur meira og minna við alla bændur í Rang- árvallasýslu. Afleiðingin varð sú, að í fyrrahaust varð að stórfækka fjenaði eftir allan rosahaminn um sumarið, því gömul hey voru víðast lítil, en hefði orðið rneð allra mesta móti,'hefði ekkert óvenjulegt komið fyrir. Mörgum fannst og, þeir fá óþægilega reikninga frá kaupfjelögunum vegna fóður- bætiskaupa í þessu sambandi. Ýmsir og ekki síst Páll Zóp- honíasson hafa brýnt fyrir bændum að auka fóður við lambfullar ær síðari hluta vetrar og allt fram í nægileg- an gróður og er þetta alveg rjett og ber að því að stefna meira en almenningur hefur gert, en margt má á milli vera frá vorinu 1947. Ef til vill væri rjett fyrir þá, sem hæst göluðu um gróðann af öskufallinu, að setja upp reikning yfir þenna gróða og láta hann koma fram opinber- lega. Gæti að vísu farið svo, að gerðar yrðu athugasemdir við þann reikning, en þá skýr- ist málið betur. Björn Guðmundsson. Breska sljórnin ræ5- ir slefnuuna í Palestínumálinu London í gærkveldi- BRESKA stjórnin kom í dag saman á ráðuneytisfund í Down ing Street 10. Er talið líklegt, að hún hafi rætt úrslit atkvæða greiðslunnar í þinginu í gær um stefnu stjórnarinnar í Pal- estínumálinu, en í umræðunum fyrir atkvæðagreiðsluna deildu ýmsir þingmenn harðlega á Bevin. Við atkvæðagreiðsluna fjekk stjórnin aðeins 90 atkvæða meirihluta, en að minnsta kosti 50 af þingmönnum verkalýðs- flokksins sátu hjá. — Reuter. sjóð árið 1948 IÁRIÐ 1948 bárust Landgræðslu sjóði ýmsar góðar gjafir eins og 1 eftirfarandi listi sýnir. Gjafir og áheit Stefán Stefánsson, Svalbarði kr. 500.00, Jón Jónsson, Grett- isg. 55 kr. 100.00, Ellert Egg- ertsson til minningar um Elínu Gísladóttur, Meðalfelli 300 kr. Ellert Eggertsson 100 kr. Lovísa Lúðvígsdóttir, minningargjöf ; um Bergstein Ólafsson 30 kr. Pjetur Sveinsson, áheit, 50 kr. Þormóður Eyjólfsson, Sigluf. 500 kr. Haraldur Jónsson, Vík, 100 kr. Óskar Lárusson 400 kr. T. E. 20 kr. Magnús Torfason f.v. sýslum. 1000 kr. Friðrik Jónsson, Þorvaldsst., áheit, 100 kr.U. M. F. Kjalarness til minn- ingar um Bjarna Ólafsson, Brautarholti 500 kr. Ragnhildur Jónsdóttir 150 kr. Hákon Helga son, Hafnarf. 100 kr. N. N. 500 kr. O. O. 575 kr. Árgjöld styrktarfjelaga kr. 14850.00. ★ Gjafir og áheit námu kr. 5025.00 og eru þar í innifaldar fáeinar minningargjafir um látna menn. Stjórn sjóðsins hefur gefið út minningarspjöld, sem hægt er að fá á skrifstofu sjóðsins a Borgartúni 7, en verða væntan- lega innan skamms til söiu víða um land. Allar minningargjaf- ir eru færðar í sjerstaka bók og má þar, ef þess er óskað láta bóka helstu æviatriði hinna látnu. Fyrsta dánargjöfin kom frá U. M. F. Kjalarness til minn- ingar um Bjarna Ólafsson, frá Brautarholti er fæddist 26. apríl 1926 en dó 11. nóv. 1948. Styrktarf jelagar sjóðsi'ns hafa reynst honum góð stoð og væri æskilegt að fleiri bættust i þeirra hóp. En ^tyrktarfjelagar greiða árlega ákveðið tillag í sjóðinn. Auk þessa hafa tveir skóg- ræktarsjóðir verið faldir umsjá Landgræðslusjóðs. Annar var minningarsjóður Önnu Jóns- dóttur, - og Stefáns Jónssonar, sem lengi bjuggu á Eyjadalsá í Bárðardal, en hann var stofn- aður 1947. Hinn sjóðurinn var gefinn árið 1948 og er kr. 8000.00. Hann gáfu sjera Einar Pálsson fyrrum prestur í Reyk- holti og kona hans og börn og á að koma upp trjálundi í Reyk holti fyrir hann. Sá lundur a að vera þakklætisvottur fjöi- skyldunnar til sveitarinnar fyr- ir langa og ánægjulega dvöl í Reykholti. Landgræðslusjóður er nú um kr. 480.000.00, og er það eigi mikið fje á þessum tímum. — Sjóðurinn var stofnaður fyrir forgöngu Landsnefndar lýðveld iskosninganna og atbeina Skóg- ræktarfjelags íslands 1945. Það er ósk og von stjórnar- innar að menn muni Land- græðslusjóð og leggi honum lið. Fje sem til hans rennur fer beint til uppgræðslu lands- ins. Stjórn Landgræðslusjóðs, Valtýr Stefánsson. Hákon Bjarnason. Hermann Jónasson. H. J. Hólmjárn. Runólfur Sveinsson. Haukur Jörundsson. Einar G. E. Sæmundsen. t ÞANN 6. des. s.l. las hr. Vil- , hjálmur S. Vilhjálmsson, í þætt inum um „Daginn og veginn“ í rikisútvarpið, brjef frá kunn- ingja sínum, sem kvartaði um að hann hefði ekki fje til að kaupa sjer bók til jólanna, en jafnframt gerir þessi kunningi , skýra og góða grein fyrir ástæð um sínum, svo sem tekjum og útgjöldum. Hann segist hafa alls kr. 60,000,00 (sextíu þúsund krón- ur) í árstekjur, og auk þess búa í sínu eigin húsi. Jafnhliða þessu gerir hann grein fyrir út- gjöldum sínum og þörfum. — I Verður sú útkoma, að hann hef- i ur ekkert í afgang, er gæti veitt i honum þá ánægju að kaupa sjer ,kver til jólanna. Jeg geri fæst I af útgjölduum hans hjer að um- j talsefni, aðeins tvo liði, sem sje: tóbak og brennivín. Hann kvaðst þurfa kr. 100,00 á mán- i uði fyrir tóbak og eina flösku af brennivíni á mánuði. Á hvor- ugum þessum útgjaldalið, telur ,hann sig geta sparað; hann i megi ekki án þeirra vera, en ,langar þó til að kaupa sjer bók jog leitar því til Vilhjálms, sem I vinar síns um leiðbeiningu, jhvernig hann geti sparað fje til I bókarkaupa. Sjálfur telur hann | sjer geðfeldast ef hægt væri að lækka skattana. Brjef þetta hefur vakið mikið umtal hjer manna á milli, og hafa komið fram ýmsar tillög- í ur og ályt um, hvernig væri ' hægt að spara. Jeg hef eíns og i fleiri hugsað nokkuð um þetta 1 mál og komist að þeirri niður- 1 stöðu, að ekki væri fyrir mig I að koma með tillögur um lækk- un á sköttum, þar sem jafn- margir vel mentaðir menn hafa I fjallað um það mál, og ekki * getað haft þá lægri en raun ber vitni um. | Varð mjer þá fyrst fyrir að ! líta á hans eigin þarfir og eigin ^eyðslu. Varð þá Bakkus garm- urinn fyrst fyrir mjer, hvort ' ekki mætti neitt draga þar úr ! eyðslu, án þess að maðurinn biði andlegt eða líkamlegt tjón. 1 Jeg átti einu sinn vasaglns, sem ' tók pela, var markað utan á j glasið staupatal, og voru þau 8. Eftir því ættu að vera 24 staup í þriggja pela flösku og í 12 flöskum 288 staup. Deili maður því niður með 52, eða vikum ársins, koma 5 staup á viku, og ganga af 28, eða 5% staup á hverja viku ársins og ganga þá af 2. Nú er það tillaga mín til þessa góða manns, að hann spari við sig hálft staup í 48 vikur, sem gera eina flösku, eða kr. 65.00. Þá hefir hann 5 staup á hverja viku og auk þess 4 sem hann gæti gert sjer dagamun með, eftir eigin geðþótta, en tillaga mín er, af því að sæluvikur eru 4 í árinu, að hann tæti einu staupi á hverja þá viku. Þá kemur maður að Mógol greyinu. Hann segist þurfa kr. 100,00 á mánuði fyrir tóbaki, jeg tek það fyrir reyktóbak. Geri jeg ráð fyrir að hann reyki tómar sígarettur. Hjer á Blönduósi er hægt að fá dágóða tegund af sígarettum fyrir 25 aura stykkið. Fengist þá fyrir kr. 1,200,00 4,800 sígarettur, er deilt með 365, eða dögum árs- ins, gera 13 sígarettur á dag, og ganga af 55. Get jeg ekki ætlast til að nokkur maður skifti þeim jafnt í svo marga staði. Legg jeg því til að hann spari þessar 55 sígarettur, sem gera kr. 13,75 Verður því sparnaður hans á þessum tveimur útgjaldaliðum kr. 78.75. Fyrir þetta, þó ekki sje meira má fá sæmilega bók keypta. Að jeg nú ekki tali um, ef hann væri fjelagsmaður í einhverju bókmentafjelagi, svo sem Bók- mentafjelagi Islands, Fjelagi þjóðvina- og menningarsjóðs eða Máli og menning. Að þessu athuguðu finnst mjer, að maður þessi mundi vart bíða líkamlegt eða andlegt heilsutjón, þó hann sparaði það sem jeg hefi lagt til, þegar mað ur tekur þá tillit til þess líka, hvað mikla ánægju og andlega hressingu hann fengi við lestur bókarinnar eða bókanna, sem hann keypti fyrir þetta sparaða fje- Jeg hef borið þetta undir rosk inn og gætinn mann, er oft hef ur snúið sjer við og sjeð hvern- ig til gengur undir sólunni. — Sagði hann að íslendingar mættu að sínu áliit, minka of- metnað sinn og færa stærri fórn ir. heldur en hjer er lagt til, ef þeir ættu að geta haldið upp á 10 ára afmæli íslenska líðveld- isins, án þess að klæðast sorg- arbúningi. Jónas Illugason, frá Brattahlíð. Vörumerki verður að vera á sæl- gæti í HÆSTARJETTI hefir verið kveðinn upp dómur í málinu: Valdstjórnin gegn Sigurjóni Sigurðssyni kaupmanni, Njáls- götu 48. Mál þetta er höfðað gegn kaupmanninum fyrir brot gegn tilkynningu verðlagsstjóra nr. 25 frá 14. nóvember 1947, sbr. lög nr. 76 frá 5. júní 19,47, um fjárhagsráð, innflutningsversl- un og verðlagseftirlit. Kaupmanninum hafði borist sælgætisstengur í merktum um búðum, en hann hafi tekið þær úr umbúðunum og sett þær í glerkrúsir og haft þær þannig á boðstólum án uppruna- merkja. í lögreglurjetti var Sigurjón Sigurðsson dæmdur í 200 kr. skt til ríkissjóðs og gert að 1 greiða kostnað _ sakarinnar. — (í Hæstarjetti var sekt- arupphæðin lækkuð í 100 kr., en í forseridum dómsins segir m. a.: | Brot kærða, sem lýst er í hin um áfrýjaða dómi, verður við tilkynningu verðlagsstjóra nr. j 25 frá 14. nóvember 1947 sbr. 4. tölulið 12. gr. og 1. mgr. 16. gr laga nr. 70/ 5. júní 1947 Þykir refsing kærða samkvæmt 22. gr. laga nr. 70/1947 og með hliðsjón af 1. gr. laga nr. 14 frá 8. marz 1948 hæfilega ákveðin kr. 100,00 sekt til ríkissjóðs og greidd innan 4 vikna frá birt- komi varðhald 3 daga í stað sektarinnar verði hún ekki ingu dóms þessa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.