Morgunblaðið - 17.02.1949, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 17. fehrúar 1949.
Framhaldssagan 7
iiunuiiiiiiiiimiiiimMimiimriimiiiiiimnHMiminiiiiiiiiiiiiiiiiminMiiimiiiiiiiimiiiiiiiiiiil'if
HESPER
Eftir Anya Seton
Fólkib í Rósalundi
Eftir LAURA FITTINGHOFF
5,, ....................................
.....................I..........................................................................I.....Illlll.......III.....Illlll...........................................
12
kannske mundi hún þurfa að
leysa út „pantinn“ með kossi
Hún var komin aftur hring-
inn og stóð andspænis Johnny.
Hún leit á hann ljómandi aug-
um, en hann leit ekki á hana.
Hann horfði til dyranna á-
hyggjufullur á svip. Hún leit
þangað líka, og sá Nat Cubby
standa þar ásamt einhverjum
ókunnugum manni. Johnny
hætti dansinum og gekk til
dyranna. Hesper kom í humátt
á eftir honum. „Jeg var einmitt
að hugsa um það, hvort þú
mundir ekki koma í kvöld“,
sagði hann við Nat og leit um
leið spyrjandi á ókunna mann-
inn.
Hann var renglulega vaxinn
með svart yfirskegg, í rósóttu
vesti, gráum buxum með breitt
silkibelti. í beltinu var skamm
byssa. „Góða kvöldið“, sagði
hann. „Jeg vona að gera ekki
neinum ónæði. Jeg er í erinda-
gerðum hjerna í Marblehead.
Jeg rakst á þennan unga vin
minn hjerna niðri á bryggj-
unni. Jeg spurði hann, hvar
jeg gæti fengið hressingu og
hann fylgdi mjer hingað“,
sagði hann og brosti smeðju-
lega.
„Veitingastofan er lokuð í
kvöld fyrir almenning“, sagði
Susan. Hún hafði troðið sjer í
gegn um mannfjöldann á dans-
gólfinu og stóð nú með hendur
á mjöðmum fyrir aftan Hes-
per og Johnny.
„Það þykir mjer leitt, frú“,
sagði ókunni maðurinni. „En
þjer farið ekki að senda þreytt
an ferðamann í burtu. Jeg er
búinn að ferðast langar leiðir
.... lagði af stað frá Carolina.
En jeg kom víða við á leið-
inni“. Hann brosti aftur út í
annað munnvikið. ,,Jeg kom
til Swansea og Medford, og í
gærkvöldi var jeg í Lynn. Þjer
sjáið, að það lítur helst út fyrir
að jeg sje að leita að einhverj-
um“.
Engar svipbreytingar sáust
á andliti Susan, meðan hann
taldi upp bæjarnöfnin, enda
þótt hún vissi mæta vel, við
hvað hann átti. Þetta voru ein-
mitt bæirnir, þar sem leyni-
samtökin höfðu bækistöðvar.
Hesper heyrði, að Johnny
greip andann á lofti. Allt í
einu rann upp fyrir henni ljós.
Þetta mundi vera þræla-veið-
arinn. Hún leit á byssuna og
síðan á Nat. Hann hallaði sjer
upp að dyrakarminum og
glotti hæðnislega.
Lagið var búið og dansfólk-ið
klappaði fyrir íiðluleikaranum.
„Það er velkomið á fá eina
púns-kollu“, sagði Susan, „úr
því að þjer komið svona langt
að, og ....“.
„Það þætti mjer mjög vænt
um“, sagði ókunni maðurinn.
„Jeg á nefnilega von á sýslu-
. manninum ykkar. Við höfum
mælt okkur mót hjerna. Nú
þarna kemur hann einmitt".
„Nat og Johnny“, sagði Sus-
an blíðlega, „þið sjáið um sýslu
manninn og ....
,,Clarkson“, sagði ókunni
maðurinn.
• „. ... Clarkson. Þið kynnið
þá fyrir fólkinu og útvegið
þeim púnskollu. Jeg þarf að
fara að sækja meira fram í
eldhús“.
„Jeg vil alls ekki að þjer
gerið yður neitt ónæði mín
vegna“, sagði Clarkson, „nema
að jeg fengi þá að koma með
yður og hjálpa til. Heima í
Suðurríkjunum látum við kven
fólkið aldrei snúast í kring um
okkur“.
Hann var ákveðinn í því að
missa ekki sjónar af Susan.
Hann leit yfir mannfjöldann í
veitingastofunni. Þetta voru
mest sjómenn á öllum aldri,
sem sveifluðust af miklum
krafti í dansinum og virtust
skemmta sjer vel. Hann hafði
sannarlega verið heppinn að
rekast á þennan Cubby niðri
á bryggjunni. Hann hafði
verið honum mjög hjálplegur.
Hann leit yfir kvennahópinn
og kom þá auga á Charity.
Hún stóð í einu horni veit-
ingastofunnar, reigði sig og
gaut til hans augunum. Hann
beit á agnið og flutti sig hægt
í áttina til hennar, en hafði þó
auga með frú Honeywood um
leið.
En Susan notaði tækifærið.
„Hes“, hvíslaði hún og beygði
sig ýfir púns-skálina, sem hún
var að hræra í. „Hann horfir
eklrert á þig. Farðu fram í
eldhús og bíddu eftir þeim. Þú
veist hvað á að gera. Jeg skal
halda honum hjerna inni á
meðan. Komdu þjer út á með-
an hann er að tala við Char-
ity“.
„Ó, mamma .... jeg get
ekki ....“. Henni fannst ó-
hugsandi að fara núna, ein-
mitt þegar skemmtunin stóð
sem hæst og skilja Johnny eft-
ir í klónum á Charity. Þetta
var ekkert ævintýri lengur.
Þetta bjástur með flóttafólkið
var bæði leiðinlegt og kjána-
legt.
„Þú ferð strax“, hvæsti Sus-
an. „Jeg mátti svo sem vita að
þjer var ekki treystandi“. Ein-
mitt þá varð Johnny litið til
þeirra. Hann sá ólundarsvip-
inn á Hesper og reiðiglampann
í augunum á Susan. Hann gat
sjer þess til, hvað þær hefðu
verið að tala um, og brosti
uppörfandi til Hesper. Hún las
af vörum hans, að hann sagði:
„Gangi þjer vel“, um leið og
hann sneri sjer við í dyrunum.
Þá horfði málið öðruvísi við.
Johnny vildi að hún færi. Hún
þokaði sjer hljóðlega fram í
ganginn og út í eldhúsið,. og
lokaði hurðinni á eftir sjer.
Þegar hún var komin fram
í eldhúsið, settist hún í gamla
ruggustólinn og beið átekta.
Hún heyrði fiðluleikinn og
gleðilætin í fjarska. Hlerarnir
Utan á glugganum slógust til
í vmdinum. Hann var líklega
að norð-vestan. Klukkan var
orðin meira en níu. Það kemur
enginn hjer eftir, hugsaði hún.
Jeg þarf ekki að bíða hjer mik-
ið lengur. Hún horfði á klukk-
una og það liðu nokkrar sek-
úndur. Þá heyrði hún kött
mjálma úti fyrir.
Það er líklega kötturinn frá
Pickett-fólkinu, hugsaði hún.
Allt í einu rauk hún upp af
stólnum og lagði hlustirnar
við. Köttur. „Kisa“. Það var
einkunnarorðið. Hún fjekk
ákafan hjartslátt. — Hún tók
kertastjakann og opnaði bak-
dyrnar. Það var kolsvart myrk
ur úti og hún sá engan „Er
nokkur hjerna?“, hvíslaði hún.
Þá áttaði hún sig á því að hún
ætti að segja einkunnarorðið,
ef það var þá nokkur hæfa í
allri þessari vitleysu. „Mjer
fannst jeg heyra í kisu“, sagði
hún lágt. Hún var bæði hálf
smeyk og svo fannst henni
þetta líka ósköp kjánalegt.
Tvær mannverur komu fyrir
húshornið með hettur fyrir
andlitunum. Hún hjelt opnum
dyrunum og hleypti þeim inn
í eldhúsið.
Önnur mannveran hallaði
sjer að henni, og lyfti upp
blæjunni lítið eitt. Hún sá þá
að þetta var gamall, skeggjað-
ur maður og hann var hvítur
á hörund. „Er okkur óhætt“,
hvíslaði hann. Hesper hrissti
höfuðið. „Flýttu þjer þá að
fela þau“.
Hesper sneri sjer að hinni
verunni og þá loks áttaði hún
sig á því, hvað var að gerast.
Þetta var ung negrastúlka,
sem mændi á hana biðjandi
.augnaráði. Skelfingin og óttinn
skein úr hverjum andlits-
drætti hennar, og upp við
brjóst stúlkunnar sá hún í lítið
barnshöfuð.
Drottinn minn, þetta var þá
raunveruleikinn, hugsaði hún
og ýtti stúlkunni með barnið
á undan sjer í áttina að kústa-
-skápnum. Þetta fólk var í voða
legri hættu. Hún lyfti upp
króknum með skjálfandi fingr
um, ýtti á vegginn svo að hurð
in opnaðist og rjetti stúlkunni
kerti „Upp stigann“, hvíslaði
hún. „Það er matur uppi.
Láttu barnið ekki gráta. Þræla
veiðarinn er hjerna“.
Niðurbælt skelfingaróp
heyrðist af vörum stúlkunnar
og hún hvarf hljóðlega upp
mjóan stigann. liesper lo’kaði
hurðinni aftur og setti krókinn
fyrir. Svo setti hún kústinn og
fötuna aftur á sinn stað.
Gamli maðurinn stóð hreyf-
ingarlaus í myrkrinu, þangað
til hún kveikti á öðru kerti.
Þá gekk hann að henni og leit
á hana rannsakandi augum.
„Er þeim óhætt núna?“.
„Jeg held það, en ....“.
Hurðinni inn í veitingastof-
una var s.vift upp, og Hesper
tók kipp. Þrælaveiðarinn gekk
inn í eldhúsið.
„Fyrirgefið, ungfrú“, sagði
hann, en horfði á gamla mann-
inn, sem stóð lotinn upp við
eldhúsborðið. „Mig langaði allt
í einu svo mikið í vatn að
drekka“.
Jeg má ekki láta á neinu
bera. Jeg má ekki láta á neinu
bera. Hesper kreisti hnefana í
fellingunum í pilsi sínu. „Jeg
held, að þjer getið þá fengið
það“, sagði hún stutt í spuna.
Clarkson hreyfði sig hvergi.
„Jeg sje, að hjer er gestur“.
Áður en hún fjekk ráðrúm til '
að svara, hrökk gamli maður- I
inn enn meira í kút og sagði í '
væiulegum tón: „Jeg sá stelp-
una í gegn um gluggann, og
jeg kom bara hjerna inn til að
biðja hana um matarbita. Það
er ekkert athugavert við það“.
lega mikið til þess, að Mjöll varð ánægð. Og þá kastaði
Maja flöskunni og túttunni í fötuna og ljet skrölta í um leið
og hún rambaði út.
Jóhannes var að koma úr brenniskúrnum og hjelt á brenni-
körfunni fullri af brenni, sem hann hafði verið að höggva.
En hvað þú ert sveittur, sagði Maja, bíddu við, jeg; skal
taka með þjer undir körfuna. Jeg á aðeins eftir að gefa
honum Braga gras að jeta, en svo ætla jeg að fara inn og
klæða brúðurnar mínar. Jeg skal sjá um grísinn, sagði
Jóhannes. Þá getur þú strax farið að klæða brúðurnar þínar.
— Ó, mamma, hvað þú ert þreytt, sagði Jóhannes um
leið og hann lagði brennið frá sjer og gekk að móður sinni,
sem enn stóð við strauborðið.
— Nei, mjer er bara dálítið heitt, sagði móðir hans hlæj-
andi og leit upp. En hvernig hefur þú það, drengurinn
minn? Ertu ekki steinuppgefinn? Þú ert búinn að vera að
vinna í allan dag.
— Allt í lagi, nwmma. Nú er aðeins það besta eftir En
hvað þú ert túin að gera stelpukjólana fallega, — nei! og
grauturinn þinn, Matta, sá er nú ilmandi. Á hvað ertu að
horfa í grautnum? Þú ert svo kímin á svip.
Já, þegar grauturinn bullar svona og sýður og bólurnar
springa, þá er það nákvæmlega eins og þegar Maja og
Pjetur eru að rífast. Já, svona er það, grjónin eru sjóðandi
heit, svo að sum þjóta í háaloft, eins og þau ætli að gera
alvöru úr að stökka burt í vonsku, en svo detta þau aftur
niður og leggjast hjá hinum grjónunum í rólegheitum. því
að það var í rauninni ekkert alvarlegt á seyði.
— Jeg skal taka við að hræra í grautnum og sjá. hvað
jeg finn út úr grautarbólunum. Þú ættir að fara að hjálpa
henni Maju við brúðurnar hennar.
Matta kinkaði þakklát kolli til Jóhannesar og svo hljóp
hún af stað.
Jóhannes tók sleifina og fór að hræra:
— Ó, hrópaði hann og kippti höndinni að sjer.
— Brenndirðu þig nú? sagði mamma hans hálfhlæjandi og
hálfvorkennandi.
ffltrT j
— Jeg held jeg vilji helst
þennan hjerna.
★
Var þræll
Nýlega er látinn svertingi að
nafni Robert Heady. Hann var
fæddur í þrældómi og var
þræll fyrstu ár æfi sinnar. -—
Síðan öðlaðist hann frelsi og
eignaðist bóndabýli, sem hann
hefur búið á síðan. Hann var
„aðeins“ 98 ára, þegar hann
dó. Kona hans, sem andaðist
nokkrum mánuðu.m síðar, var
þá orðin 103 ára.
★
Vildu vera löglega gift
Ungfrú Ellen Ottesen og
Svend Otto Mathiasen voru ný
lega gefin saman í hjónaband.
Þau vildu láta giftinguna vera
alveg hundrað firósent og voru
vígð þrisvar sinnum sama dag-
inn. Heimili mannsins var í
Rio de Janeiro og hjónabandið
várð bæði að vera lögum sam-
kvæmt í Danmörku og Brasil-
íu. Fyrst fóru þau í danska
sendiráðið og ljetu gefa sig þar
saman, síðan í rómversk-ka-
þólska kirkju og að lokum í
mótmælendakirkju. Það sem
mesta athygli vekur í sam-
bandi við þetta er, að þau
skyldu ekki líka þurfa að fara
til borgardómarans í Rio.
Á
Knattspyrna og trúrækni
Prestur einn í Brighton í Eng
landi heldur því fram að
frammistaða knattspyrnufje-
lags borgarinnar í bresku
meistarakeppninni hafi mikil
áhrif á kirkjusókn manna. —•
„Sálmasöngurinn verður auk
þess innilegri og mjer finnst
kórdrengirnir koma miklu bet
ur fram eftir Brighton-sigur“,
segir hann ennfremur,
★
Snáðinn við leiksystur sína:
— Ef þú gefur mjer 25-aur-
ana, sem frænka þín gaf þjer
áðan, skal jeg bjóða þjer upp
á eina karamellu.
| Ný rafmagnseSdavjel |
TIL SÖLU I
1 á Kapl? kjólsveg 58, í dag I
frá kl. 5—8. |
lUIIIIIIIMIIIIIIIItlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll