Morgunblaðið - 18.02.1949, Síða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 18. febrúar 1949.
Ötg.: H.f. Árvakur, Reyk]avlk
Framkv.stj Sigfús Jónsson
Ritstjöri: Valtýr Stefánsson (ábyrgfSisna.)
Frjettaritstjóri ívar GuðmundssoE
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjóm, auglýstngar og afgreiðsla"
Austurstrœti 8. — Sími 1G00.
Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, 1nn»nl»nd«,
kr. 15.00 utanlands.
í lausasolu Í0 aura æintakið, 75 aura með Lesbók.
Sparnaðarviðleitni
íjármálaráðherra
FYRIR frumkvæði Jóhanns Þ. Jósefssonar fjármálaráðherra
hefur ríkisstjórnin nú lagt fyrir Alþingi frumvarp til laga
um eftirlit með rekstri ríkisins og ríkisstofnana. Er hjer um
að ræða merkilegt mál, sem vænta verður að hafi í för með
sjer aukinn sparnað og hagsýni í rekstri ríkisins og stofnana
þess.
Forsaga þessa frumvarps er sú að haustið 1947 fól fjár-
málaráðherra þremur af skrifstofustjórum stjórnarráðsihs
ásamt ríkisbókara og aðalendurskoðanda ríkisins „að rann-
saka kostnað við rekstur ríkisins og ríkisstofnana og gera
tillögur til ríkisstjórnarinnar um sparnað við þennan
rekstur.“
Þessi nefnd hefur síðan unnið að rannsókn á verkeíni sínu
og er það samkvæmt tillögum hennar, sem fyrrgetið frum-
varp er flutt. En aðalefni þess er þetta:
Sjerstakri deild í fjármálaráðuneytinu skal falið það hlut-
verk að hafa eftirlit með rekstri ríkisstofnana og starfs-
manna ríkisins, starfsaðferðum, starfsmannahaldi, vinnu-
afköstum og vinnuskilyrðum þessara aðilja. Jafnframt skal
hún leiðbeina ríkisstofnunum og starfsmönnum þeirra um
starfstilhögun og mannahald og gera tillögur til hlutaðeig-
andi ráðherra um bætta starfstilhögun og breytt skipulag og
sparnað, sem við verður komið, þar á meðal um niðurlagn-
ingu eða sameiningu stofnana eða starfa.
Þá er gert ráð fyrir því að sjerstakur starfsmaður, sem
forseti íslands skipar veiti þessari deild forstöðu. Skal hann
heita ráðsmaður ríkisins.
Jóhann Þ. Jósefsson fjármálaráðherra á þakkir skildar
fyrir að hafa beitt sjer fyrir flutningi þessara tillagna. Verð-
ur að vænta þess að Alþingi taki þeim vel og að þær konTist
hið allra fyrsta í framkvæmd. Með þeim er tekið upp fyrir-
komulag, sem margar aðrar þjóðir hafa horfið að á undan
okkur. Til þess ber brýna nauðsyn að við íslendingar drepum
við fæti í hihni gífurlegu útþenslu ríkisbákns okkar. Þjóðin
þekkir þá sögu, sem verið hefur að gerast hjer á landi s.l.
20 ár. Allt stjórnkerfi okkar hefur þanist út. Nýjar ríkis-
stofnanir hafa þotið upp eins og gorkúlur á haug. I þessar
stofnanir, sem eru misjáfnlega þarfar, hefur svo safnast fleira
og fleira fólk. Hvert stórhýsið af öðru hefur verið byggt
yfir ríkisreksturinn og stofnanir hans.
Þessi þróun hefur gengið alltof langt. Hið fámenna íslenska
þjóðfjelag ber ekki alla þessa hrauka, sem hlaðið hefur verið
ofan á það. Það verður að lækka þá og ljetta byrðina, sem
með þeim hefur verið lögð á hið starfandi þjóðlíf.
En það er ekki allt fengið í þessum efnum þó Alþingi setji
lög um að nú skuli draga saman seglin og stofna nýtt emb-
ætti með myndarlegum titli. Það er að vísu spor í rjetta
átt að fá sjerstökum manni mikið vald til þess að fram-
kvæma sparnað og rækilegt eftirlit með rekstri ríkisins og
stofnana þess. En sá embættismaður verður að framkvæma
vald sitt af festu og feimnislaust við það skrifstofuveldi,
sem hann á við að etja að hverju sinni. Það er áreiðanlega
ekki ljett verk að koma í kring víðtækum breytingum á
rekstri ríkisins og stofnana þess. Til þess þarf mikla vinnu
og nána þekkingu á starfstilhögun og verkefni hverrar ein-
stakrar stofnunar. Ráðsmaður ríkisins verður einnig að vinna
verk sitt af sanngirni. Á því veltur mjög mikið, hvernig til
tekst um val manns í stöðu hans.
Að öllu þessu athuguðu ber að fagna tillögum fjármála-
láðherra og ríkisstjórnarinnar í þessum málum. Almenning-
ur í landinu, sem horft hefur upp á margskonar sleifarlag
i opinberum rekstri mun áreiðanlega taka þeim vel. Það er
einnig nauðsynlegt að hann fylgist með framkvæmd þeirra.
Við íslendingar verðum að gera okkur það ljóst að við
megum ekki sliga atvinnulíf okkar með því að halda áfram
að ýfirbyggja það. Við verðum að hverfa til aukinnar hag-
sýni úm rekstur opinberra stofnana. Við getum líka að
skaðlausu fækkað þeim stofnunum, sem sítja yfir höfuð-
svörðum framtaks einstaklingsins og athafnafrelsis hans. Við
verðum að gera það.
UR DAGLEGA
LÍFINU
Tafsamir
sjúkraflutningar
'dAÐ bar við sem oftar hjer í
lorginni í fyrrinótt, að skyndi
sga þurfti að flytja konu í
æðingardeild Landsspítalans.
íonan sjálf og maður hennar
öfðu ekki haft neinar áhyggj
ir af þessum flutningi þegar
lar að kæmi, því stutt er á
nilli fæðingardeildarinnar og
icimilis þeirra, eða í hæsta
agi 10—15 mínútna gangur.
En það fór nú svo, að það
ók lengri tíma að flytja kon-
ma þenna spöl í sjúkrabifreið,
^ða 45 mínútur og þó varð að
bera hann síðasta spölinn í stór
hríð.
Þetta hefði orðið tafsamur
ijúkraflutningur — og kostn-
aðarsamur, ef um dauðvona
mann hefði verið að ræða. Svo
vel vildi til í þetta sinn, að
konunni varð ekki meint af.
•
Ónýtir
sjúkravagnar
ÞAÐ vantaði ekki, að slökkvi-
liðsmennirnir, sem Tiiðsintu
manninum, sem þurfti að
koma konunni sinni í fæðinga-
deildina, sýndu mikla lipurð
og brugðu fljótt við, er á þá
var kallað. En sjúkravagnarn-
ir, s°m þeir hafa virðast vera
mestu skrapatól.
í fyrrinótt stöðvaðist annar
sjúkravagninn með veiku kon-
unni á miðri leið vegna bensín
stýflu. Var þá sóttur annar
vagn, en er hann átti eftir góð-
an spöl í sjúkrahúsið fyltist
sjúkravagninn af gufu. Það
var farið að sjóða á honum. —
Var þá gripið til þess ráðs, að
bera konuna á sjúkrabörum í
sjúkrahúsið, þótt stórhríð væri
úti.
Hney^slanlegt
ástand
ÞAÐ mun hafa verið á styrj-
aldarárunum, að Rauði kross
Bandaríkjanna gaf Rauða
krossi íslands sjúkravagn, en
aðrir samskonar keyptir.
Þeir hafa síðan verið úti
nótt og dag, vetur og sumar,
því ekki er til neitt skýli fyrir
vagnana. Það er nú líka svo
komið, að sjúkravagnarnir
eru gjörsamlega að ganga úr
sjer og ekki á þá treystandi
lengur. En þegar þessir sjúkra
vagnar eru hættir að duga, er
enginn sjúkravagn til hvað,
sem á liggur.
•
Slökkviliðið
vill Iosna
JÓN Sigurðsson, slökkviliðs-
stjóri, sagði mjer í gær, að
slökkviliðið vildi helst losna
við þessa sjúkraflutninga. Það
hefði tekið að sjer sjúkraflutn-
inga, þegar það kom sjaldan
fyrir, að beðið væri um að-
stoð, en nú væru sjúkraflutn-
ingar orðnir 15—20 á dag. Ef
eldsvoða bæri að höndum gætu
slökkviliðsmenn ekki sint
sjúkraflutningum á meðan,
hvað, sem á kynni að liggja.
Þá væri slökkviliðið hætt að
taka að sjer sjúkraflutninga
utanbæjar af þeirri einföldu
ástæðu, að sjúkrabílunum
væri ekki treystandi til utan-
bæjarferða.
Þeir bílar, sem nú eru not-
aðir til sjúkraflutninga, eru
ekki hentugir hjer á landi,
sagði slökkviliðsstjóri. Hann
staðfesti að öðru leyti að sjúkra
bifreiðarnar eru í því ástandi,
sem að framan greinir.
•
Landsspítalinn á
engan sjúkravagn
ERLENDIS er það regla, að
sjúkrahúsin sjálf eigi sína
sjúkraflutningavagna og senda
þá eftir sjúklingum þegar með
þarf.
Þarf ekki að taka frarrt, að
vagnar þessir eru jafnan í
besta lagi og geymdir í húsum
eða skýlum.
Það væri eðlilegast, að
sjúkrahúsin tækju að sjer
sjúkraflutninga, en að þeir
sjeu ekki í höndum manna,
sem hafa öðru að sinna og
geta ekki stundað sjúkraflutn-
inga eins og skyldi.
Það vantar ekki að siökkvi-
liðsmennirnir hafa sýnt frá-
bæra lipurð og dugnað í sjúkra
flutningum. Það ber öllum
saman um, sem leitað hafa til
þeirra í þeim erindum.
Óheppilegt
símanúmer
í SAMBANDI við samtal mitt
við slökkviliðsstjóra um sjúkra
bílana, spurði jeg hann, hvort
ekki væri óheppilegt, að
slökkvistöðin hefði símanúmer
1100. — Jeg hefi tekið eftir
því, að oft yrði að bíða nokkuð
lengi eftir hringingu í númer
1000—2000, vegna mikils á-
lags. -
Slökkviliðsstjóri sagðist
hafa fært þetta í tal við bæj-
arsímastjóra, Bjarna Forberg,
en hann teldi, að ekki væri
betra að hafa neitt annað
númer fyrir slökkviliðsstöð-
ina, þar sem búið væri að
skipta álaginu á símann nokk-
urnvegin jafnt milli þúsunda.
0
Sæmilegur eða
ágætur
í EINU ákafasta stuðnings-
blaði Krísuvíkurvegarins, sem
jafnan lætur þess getið, er ýt-
um og bílum hefur tekist að
brjótast þá leið, er þessi klausa
í gærmorgun: „Tekist hefur að
ná mjólkinni að austan eftir
Krísuvíkurveginum ennþá. Var
jarðýta við að hjálpa. Annars-
staðár er vegurinn sæmilegur.
Annarsstaðar er vegurinn ágæt
ur“.
Þeir, sem þekkja til vinnu-
bragða við blaðamennsku geta
sjer til hvað skeð hefur við
samningu þessarar klausu: —
Ritstjórinn sjer á próförk, að
einhver blaðamanna hefur
sagt um Krisuvíkurveginn að
hann væri sæmilegur. —
Sæmilegur, ekki nema það þó!
Vitanlega var hann ágætur.
Krisuvíkurvegurinn er alltaf
ágætur í þessu blaði. Ristjór-
inn leiðrjettir á próförkina.
Prentararnir leiðrjetta, en það
gleymist að taka út gömlu lín-
una, sem var sæmileg og allt
kemst upp!
. IIIIIIIIIIMIIIIIttlllMIIIMMMMIIIIII 111111111111III M IIIII Hl ;
MEÐAL ANNARA ORÐA . .
IIIIMIMIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIMIIMIIMMMMMIIIIMMMIIMIMMIMIIIIIMIIMIMIMIIIIIIIIMIfll/IIIMIMMIIIIIIMMIIIIMMIIItlll*
Nv innflyt|etHÍaiöggjöf rædd í Bandaríkjaþingi
Frá frjettaritara Reuters.
WASHINGTON — Menn eru
nú vongóðir um, að Banda-
ríkjáþing muni áður en langt
um líður samþykkja löggjöf,
sem leyfa á 400,000 flótta-
mönnum frá Evrópu að setjast
að í Bandaríkjunum næstu
fjögur árin, og fella mun úr
gildi ýms ákvæði, sem nú eru
í bandarísku innflytjendalög-
unum og margir eru óánægðir
með. Löggjöf sú, sem samþykt
var síðastliðið ár og heimilaði
205,000 flóttamönnum að
koma til Bandaríkjanna, reisti
ýmsar skorður við því frá
hvaða þjóðum innflytjendurn-
ir mættu vera, og þótti sjer-
staklega óhliðholl flóttafólki
af Gyðingaættum.
0 0
40% FRÁ EYSTRA-
SALTSLÖNDUNUM
HIN nýju innflytj endalög, sem
J. Howard McGrath, ’öldunga-
deildarþingmaður og formað-
ur rniðstjórnar demokrata-
flokksins, flytur, stefna að því,
að leiðrjetta vansmíði á núver
andi löggjöf.
í frumvarpi McGrath er
þannig gert ráð fyrir því, að
feld verði úr gildi ákvæðin
um, að 40 prósent nýrra inn-
flytjenda verði að vera flótta-
fólk, sem búið hafi í þeim lönd
um, sem erlend herveldi nú
hafa innlimað. Þetta ákvæði
náði sjerstaklega til fólks frá
Eystrasaltlöndunum, sem Rúss
ar „þurrkuðu út“ í styrjaldar-
lokin.
0 0
LANDBÚNAÐAR-
VERKAMENN
LÉRUMVARPI McGrath er enn
fremur sjerstaklega tekið
fram, að ekki megi láta þjóð-
erni, trúarbrögð eða kynþátt
ráða því, hvaða flóttamenn fái
að flytjast til Bandaríkjanna
og hverjir ekki.#Þá er ennfrem
ur til þess ætlast, að felt verði
niður ákvæðið um það, að 30
prósent af öllum flóttamanna-
innflytjendum til Bandaríkj-
anna verði að vera landbúnað-
arverkamenn, og að flóttafólk
ið, sem innflytjendaleyfi fær,
verði að hafa búið í flótta-
mannabúðum einhverntíma á
tímabilinu frá 22. desember
1945, til 21. apríl 1947.
0 0
ÓÞARFT ÁKVÆÐI
GAGNRÝNENDUR núgildandi
innflytjendalaga eru meðal
annars óánægðir með þá grein
þeirra, sem ákveður, að hver
einstakur innflytjandi verði
að hafa sjeð sjer fyrir vinnu
og verustað, áður en hann kem
ur til Bandaríkjanna. Þetta
hefur í reynslunni reynst al-
gerlega óframkvæmanlegt, og
höfundur hinna nýju laga er
þeirrar skoðunar, að þetta sje
óþarfur liður, enda þurfi yfir-
leitt ekki að óttast það, að inn-
flytjendurnir verði byrði á
bandarískum stjórnarvöldum.
0 9
GANGA FYRIR
SAMKVÆMT hinni nýju lög-
gjöf er til þess ætlast, að þeir
og fjölskyldur þeirra gangi
fyrir um dvalarleyfi, sem
„tóku upp vopn gegn óvinum
Bandaríkjanna“. Koma á með
öllu í veg fyrir það, að beir
fái ferðaleyfi til Bandaríkj-
Framh. á bls. 8.