Morgunblaðið - 18.02.1949, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.02.1949, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 18. febrúar 1949. i Framhaldssagan 8 iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiimiiiiiiniiiiniiiiiiiiniiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiri?* Eftir Anya Seton 11111111111111111111111111 miiiiiniiiiiinmiiHiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimiiimiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiii Hann leit skáhalt upp á Clark- son aumingjalegur á svipinn. Clarkson virti gamla mann- inn vandlega fyrir sjer og beit í vörina. Hann hjelt annarri hendinni um byssuskaftið og ýtti gamla manninum alveg í kertaljósið. „Fjandinn hafi það, mjer finnst endilega jeg hafa sjeð þig áður. Já, einmitt, í Medford. Þú átt jörð þar og hlaðan þín er alltaf full af litl- um, svörtum „fuglum“. Hávaðinn úr veitingastof- unni jókst skyndilega. Susan hafði opnað dyrnar og gekk nú inn í eldhúsið. „Hvað viljið þjer hingað fram í eldhúsið?“ Hún sló annarri hendinni á handlegg Clarksons, sem hann hjelt um öxl gamla mannsins, svo að hún fjell máttlaus nið- ur. „Jeg vil ekki hafa að þjer sjeuð að misþyrma þessum vesa lings gamla manni“. „Þjer áttuð von á honum og þjer vitið, hvað hann er að koma með hingað. Jeg ætla að rannsaka húsið“., Clarkson var nú orðinn fokreiður og reif upp skammbyssu sína. — Þetta fólk skyldi ekki fá að gabba hann. „Sýslumaður“, æpti hann eins hátt og hann gat. „Sýslu- maður, komið hingað“, Sýslu- maðurinn kom hlaupandi fram óttasleginn á svip og Johnny og Nat á hæla honum. „Jeg ætla að leita hjer í hús inu og í kring um það“, sagði Clarkson. „Þjer haldið fólkinu inni í veitingastofunni á með- an. Þjer þekkið yðar skyldu- störf“. Sýslumaðurinn kinkaði kolli og ræskti sig. „Þú .... stelpa .... kemur með mjer“, sagði Clarkson og benti á Hesper. „Þú get'ur haldið á kertinu og þú þekkir húsið“. Hesper leit ósjálfrátt á móð- ur sína. Susan var ábýggilega hrædd. Mamma hennar var hrædd! Hún vissi ekkert, hvað skeð hafði í eldhúsinu áður en Clarkson kom fram. Hesper kenndi í brjósti um hana og við það óx henni sjálfri hug- ur. Hjarta hennar fór að slá rólegar og henni hitnaði aftur á höndunum. Hún tók kerti og gekk til þrælaveiðarans. „Jæja. Jeg er tilbúin“, sagði hún rólega. „Og þjer get ið lagt frá yður þessa byssu. Jeg býst ekki við að þjer hafið nein not fyrir hana“. Clarkson leit undrandi á hana og hún heyrði að Johnny hló og sagði: „Gott hjá þjer, Hessie“. Síðast leituðu þau í eldhús- inu. Hesper stóð á miðju gólf- inu með kertið á meðan hann leitaði í skápunum. Hann barði einu sinni í norðurvegginn en heyrci ekkert tómahljóð. Svo opnaði hann kústaskáp- inn og gaf Hesper bendingu um að koma nær með Ijósið. Hugrekkið þvarr hjá Hesper og hún varð þvöl í lófunum. En hann leit aðeins lauslega á kústana og föturnar, og lokaði svo skápunum aftur. Hesper fylgdist með hverri hreyfingu hans, en var að velta því fyrir sjer um leið, hvernig stæði á því, að stundin, sem var að líða var aldrei neitt ævintýraleg, heldur bara það sem var liðið. Hún hafði óljós- an grun um að seinna meir gæti henni fundist það sem skeð hafði í kvöld ævintýra- legt. En henni fannst það ekki núna. Það er vegna þess að jeg veit ekki hvernig þetta endar, hugsaði hún. Þó var hún ekki beinlínis kvíðafull. Meðan hún fylgdi þrælaveiðaranum um húsið hafði henni fundist hún vera honum slyngari og hún horfði með fyrirlitningarsvip á árangurslausar tilraunir hans til að finna það sem hann var að leita að. Hún benti honum jafnvel á skápa og skot, sem honum yfirsást. Allt í einu gekk hann alveg upp að henni og Ijet kerta- ljósið falla beint á andlit hennar. „Heyrðu mig, væna mín“, sagði hann blíðlega. „Jeg er aðeins að gera skyldu mína og lögin eru mín megin. Mundu það. Þú virðist nokkuð heiðarleg stúlka» Og nú ætla jeg að leggja fyrir þig samvisku spurningu“. Hann brosti smeðjulega. „Hefur þú sjeð, eða veistu til þess, að hjer í húsinu eða í námunda við það sjeu faldir flótta-þrælar?“. „Nei“, sagði Hesper. En hvað það var annars auðvelt að segja ósatt. Og enn undarlegra, að í þessu tilfelli var það leyfi legt. Móðir hennar, sem var svo strang-heiðarleg óg sann- orð, hún, hafði sagt þetta sama margoft í kvöld. Clarkson hnussaði. Stelpan sagði kannske satt. Það eina, sem nú var hægt að gera, var að sleppa karlinum, og sjá hvert hann mundi fara. Hann gekk inn í veitinga- stofuna. „Nú mega allir fara“, kallaði hann ólundarlegur á svip. Hann var búinn að stinga byssunni aftur í beltið og hann leit ekki á nokkurn mann. Ekki einu sinni á Charity. Henni hafði fundist hann ákaf- lega aðlaðandi og hún dauð- öfundaði Hesper af að fá að fylgja honum um húsið í myrkrinu. Loks voroi allir gestirnir farnir og Roger farinn að hátta. 1 Susan, gamli maðurinn . og Johnny litu spyrjandi á Hes- per. „Hvernig gekk, Hes?“, spurði Johnny. Hesper sagði þeim í hálfum hljóðum, hvað hafði skeð eftir að gamli maðurinn hafði komið með svertingjastúlkuna og barnið. ,.En hvað nú?“, sagði Susan. „Hvernig eigum við að koma þeim hjeðan?“. „Hefurðu bátinn tilbúinn?“, spurði gamli maðurinn Johnny. „Já. Hann liggur undir kletti austan megin á Gerry Island. Jeg bjóst við, að við mundum geta komið þejm yfir hæðina hjerna megin og yfir Little Harbor til eyjarinnar nokkurnveginn á þurru landi, áður en fer að flæða. Svo ætlaði jeg að róa þeim yfir til Cat Island þaðan“. „Það er ágætt. En geturðu verið einn?“. „Það verður erfitt, bæði flóðið og vindurinn á móti1. „Jeg mundi gjarnan koma með þjer, en jeg held að jeg geri aðeins illt verra'. Hann brosti lítið eitt. „Jeg þekki vin okkar, þrælaveiðarann, betur en hann þekkir sjálfan sig. Jeg veit, að hann bíður mín hjerna fyrir utan og eltir mig, hvert sem jeg fer. Jeg get leitt hann krókaleiðir til þess að þið fáið tíma til að komast undan. En hver rær með þjer?“. „Jeg“, sagði Hesper ákveð- in. Það ljetti yfir áhyggjusvipn um á Johnny. „Já, jeg býst við að þú gætir það, Hes. Þú varst alltaf svo dugleg af stelpu að vera“. Susan ætlaði að fara að malda í móinn, en hætti við það. Það var eina ráðið, að Hesper færi. En henni var þó um og ó. Ef eitthvað kæmi fyrir, þá bæri hún ein ábyrgð á Hesper, því að Roger vissi ekki neitt um neitt. En hún varð að hætta á það. „Hesper, farðu upp og klæddu þig í sjóföt“, sagði hún. „Þú finnur eitthvað af bræðrum þínum í gömlu kist- unni á ganginum“. Hún vafði nokkrum brauðbitum inn í brjef og rjetti gamla mannin- um. Hann þakkaði brosandi fyr- ir. „Guð mun launa ykkur fyrir góðverkið, sem þið hafið gert í kvöld. Jeg þori ekki að taka í höndina á yður, því jeg er hræddur um að kunningi okkar liggi á glugganum. Jeg býst við að geta haldið honum á eftir mjer í tuttugu mínútur. En eftir það verðið þið að flýta ykkur“. Hann vafði fastar að sjer skikkjunni og hvarf út um framdyrnar. Hesper kom að vörmu spori aftur niður í eldhúsið með sjó- hatt á höfðinu og í olíuborn- um sjóstakk. Johnny starði á hana. „Jeg hefði ekki þekkt þig, Hes“, sagði hann og hló. „Þú ert alveg eins og sjómaður“. Hann sló kumpánalega á öxl henn- ar. „Þeir eru farnir, gamli maðurinn haltraði á undan og þrælaveiðarinn í humátt á fet- ir honum. Sem betur fer er heldur að lygna“. Susan dró gluggatjöldin bet- ur fyrir og opnaði svo kústa- skápinn. „Kallaðu í hana, Hes“, sagði hún. Hesper fór upp mjóan stig- ann. „Komdu niður“, hvíslaði hún inn 1 myrkrið. „Nú er öllu óhætt“. r Það komst einhver hreyfing á inni í myrkrinu. Hesper ^ gekk aftur á bak niður stig- 1 ann og múlatta-stúlkan kom á eftir henni. Hún stóð hálfbog- in yfir barninu og titraði af hræðslu. i „Svona“, sagði Susan. „Nú ertu bráðum frjáls. Þessi ívö ætla að koma ykkur út í skip- ið“. Johnoy gekk fyrstur, svo ( stúlkan með barnið og síðan 1 Hesper. Það var skýjaður him- ininn og kolsvart. myrkur. — lllflll■lllllll■■llllltl■tlllllllll■llllllllllllll■lllllllllll■llllllt - - I óskast. Stærð: % til 1 ! | tonns. Tilboðum sje skil- I | að til afgreiðslu blaðsins [ | fyrir laugardagskvöld, I I merk: % — i .— 35 ,— I í 44“. I | CAPE | f Hvítur cape til sölu og 2 i = nýir eftirmiðdagskjólar, f | miðalaust. Til sýnis frá i i klukkan 4—7 í dag og á i I morgun á Lauganesveg i | 62, sími 80730. - Il■l■l|■lllll■l■lll■llllll■llllllll■lllll■lllll■ll■lllllllllllli 1 I Rjómaísgerðin I Sími 5855. 1 Desert-ís 1 ■ z |iiifiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiii>iiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiin z % [ Góð I óskast á Víðimel 23, 4. í i hæð. £ l■lllll■lllll•lllllllll■■llllll■ll■llllllll■l■lll■l■■lllllllll■» E Stgiin [ Saumavjel | til sölu. Uppl. í síma | f 80 103 eftir kl. 1. 2 lliiiiiiiliiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiifiiiiiii • ! Stúlka óskar eftir | Herbergi I I Tilboð sendist afgr. fyrir i i sunnudag merkt: „Aust- i urbær—47“. Z IIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHII z i Dökk, lítið notuð drengja ! I Hafnarfjörður ( ! föt, til sölu, stærð 12—Í3 ! i ára, miðalaust. Tækifæris i i verð, Reykjavíkurveg 34. f I Vinna | i Húsasmíðanemi, sem er á i i síðasta námsári, óskar eft ! ! ir atvinnu vegna atvinnu ! i leysis hjá meistaranum. f ! Uppl. í síma 81 163. : wiimii1111111111111111111111111111111111111111111111111111* E I Svartur vetrarfrakki I i á háan mann til sölu, án f f skömtunarmiða. Enskt ull ! f arefni. Franskt snið, 47— f f 48. — Verð kr. 850,00. K. O. Einarsson = klæðskeri f Bergþórugötu 2. Hafnarfjörður ! Síðastliðið laugardags- | i kvöld tapaðist stór, blár | f eyrnárlökkur frá Sjálf- f i stæðishúsinu að Hverfis- = f götu 65. Vinsamlegast skil i i ist þangað. I : nniiiiiiiiniiiiniiin111111111111111111111111111111111111111 z ! á meðalmann til sölu. — | f Uppl. í síma 3958. z 1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 : STÓR | vetrarfrakki | f sem nýr og pels til sölu i f í Miðstræti 3A, miðalaust. i = Verðið, sérlega hagkvæmt. 1 “ 1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 Z NÝTT | sóSasett | dökkrautt, Ijómandi f skemtilegt, og vandað sett | = til sölu, Grettisgötu 69, i kjallaranum kl. 3—7. ! £ Hniliiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiimiiiiimi z \ Sokkavið- \ I gerðir ( ! Bankastræti 10, I. hæð. i i Inngangur frá Ingólfs- i stræti. Z 1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111. Z = Ungur piltur óskar eftir f að gerast § | iðnnemi ( f nú þegar. Öll fög koma = I til greina. Tilboð merkt: | f „Iðnnemi—45“, sendist f f blaðinu strax. Z 1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 z 1 Hraörifari | l Stúlka, sem hraðritar = | þýsku, óskast tvö kvöld í i f viku eftir kl. 8. Tilboð f = sendist Morgunblaðinu ! f fyrir 21. þ. m., merkt i „fisadco—46“. Z niii 11111111111111111111111111111111111111 niiniii 111111111 n Z Tek aftur á móti js|úklingumj f á Öldugötu 3. Viðtalstími f ! eins og áður. Sími 81472 ! Bjarni Jónsson læknir. ! Sokka- I viðgerðir ( | vönduð vinna, fljót af- ! i greiðsla. Gert við til- i f dregna sokka. Viðgerðir f f sokkar óskast sóttir sem i fyrst. Versl. Varðan Laugaveg 60. f 1111111111111111111111111niiiiiiiiiiiiiiiin111111111111111111111mtf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.