Morgunblaðið - 22.02.1949, Side 8
Þriðjudagur 22. febrúar 1949.
8
MORGL’ ISBLAÐIÐ
Útg.: H.Í. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj Sigíús Jónsson.
Rítstjóri: Valtýr Steíánsson (ábjn:gSana.)
Frjettaritstjóri ívar Guðmundssoa
Auglýsíngar: Árni Garðar Kristinssoxs.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áakrift&rgjald kr. 12.00 á mánuði, iananlená*,
kr. 15.00 utanlands.
f lauaasölu 10 aura eintakið, 75 aura m*8 Lcsbók.
íslendingar skilja
Norðmenn
RÍKISSTJÓRN Noregs hefur nú að afstöðnu flokksþingi
norska Verkamannaflokksins tekið endanlega ákvörðun um
að Noregur taki þátt í hinu svokallaða Norður-Atlantshafs-
bandalagi hinna vestrænu lýðræðisþjóða. Vitað er einnig að
allir aðrir stjórnmálaflokkar Noregs, að undanskildum komm
únistaflokknum, hafa sömu afstöðu til þessa máls.
Það er þannig skoðun yfirgnæfandi meirihluta norsku
þjóðarinnar að landi hennar beri að leita samvinnu við lýð-
ræðisþjóðirnar um varnir þess og öryggi.
Því fer f jarri að það sje nokkur tilviljun að Norðmenn eru.
'svo einbeittir og ákveðnir í afstöðu sinni. Norska þjóðin man
hina svívirðilegu og lymskulegu árás á land hennar vorið
1940. Hún man vinmæli og hræsni nasistastjórnarinnár þýsku
í garð hennar skömmu áður en hinir þýsku herir ruddust inn
í Noreg. Hún man tilboð Hitlers um griðasamning eða „ek-ki-
árásarsamning“. Hún man líka kúgunina og fantatökin á
stríðsárunum.
Norðmenn muna þessa sögu alltof vel til þess að þeir vilji
bíða.þess að hún endurtaki sig. Þeir sjá og skilja það, sem
er að gerast. Þeir hafa sjeð hverja þjóð Evrópu á fætur ann-
ari lagða undir járnhæl Moskvavaldsins. Þeir hafa á ný feng-
ið tilboð um „griðasamning“. í þetta skipti kom tilboðið frá
Moskvu. Norðmenn vita hvað slík tilboð þýða. Þeir vita að
þau þýða ekkert annað en það, að ofbeldisaðilinn vill fá að
búa sig undir það í næði að gleypa þann, sem hann heitir
,,griðum“. Ofbeldisaðilinn vill tryggja sjer það að fórnardýr
hans sje andvaralaust og bíði þess varnarlaust að verða varg-
inum að bráð.
íslendingar skilja vel afstöðu hinna norsku frænda sinna.
Einnig þeir muna þjáningar Norðmanna á hernámsárum
þeirra. íslenskal þjóðin hafði þá ríkari samúð með norsku
þjóðinni en nokkurri annari þjóð, sem stundi undir oki böð-
ulsins. Olli því náin frændsemi og vinátta milli þessara
tveggja norrænu þjóða.
Af þessum ástæðum vekur stefna Norðmanna í öryggis-
málum þeirra meiri athygli hjer á landi nú en flest annað,
sem í þessum málum hefur gerst til þessa.
★
\Jdweiji áLrijar:
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Snjókasts-æði
ÞAÐ hefur eitthvað æði gripið
unglinga þessa bæjar undan-
farna daga. Þeir láta snjókúlu-
hríðina dynja á vegfarendum
svo enginn er óhultur. Þetta
snjókúlukast er að vísu gamall
óvani, sem tíðkast hefur lengi,
en sjaldan hefur æðið gripið
um sig eins og nú.
Illa gengur að uppræta
þenna hættulega ósið og rnenn
hafa lært, að reyna að láta,
sem þeir taki ekki eftir þessum
smávöxnu skotmönnum, því
sje reynt að skamma þá, eða
biðja þá kurteislega að hætta,
þá éspast þeir um allan helm-
ing. Bílarnir (fá sinn skerf af
snjókastinu. Það er ekki gott
að segja til hvaða ráða á að
grípa til að fá unglingana íil
að hætta þessum leiða leik.
®
Lá við slysi
í GÆR munaði mjóu að alvar-
legt slys hlytist af snjókasti
stráýa vestur í bæ. Þeir höfðu
safnast, saman nokkrir piltar
og ljetu hríðina ganga á fólk
og einkum þó bíla.
Þarna bar að bifreið og hafði
bílstjórinn opinn glugga hjá
sjer. Snjókúlu var kastað inn
um gluggann og lenti hún í
andliti bifreiðarstjórans. Högg
ið kom honum svo á óvænt, að
hann missti stjórn á bifreið-
inni og munaði engu, að hún
rynni á strákahópinn.
Þegar strákarnir sáu afleið-
ingar þessa óhappaverks tvístr
uðust þeir í allar áttir, enda
var ekki neinn þarna nálægt,
sem hefði getað tekið að sjer
að hirta pörupiltana.
•
Glóðarauga
og glerbrot
ÞAÐ hefur og komið fyrir
undanfarna daga, að menn
hafa fengið glóðarauga af snjó
kúlukasti unglinga og uppá-
haldsleikur er að brjóta raf-
magnsperur götuljósanna og
rúður hafa brotnað víða vegna
snjókasts.
Haldist snjórinn lengi hjer
á götunum verður búið að eyði
leggja fyrir mikið fje þegar
kemur fram á vorið, ef ekki
er hægt að gera ráðstafanir til
að unglingax^ hættu þessum
hættulega leik.
•
,,Listaverk“
í görðum
ÞAÐ voru víða gerð listaverk
úr snjónum í görðum bæjarins
í gærdag. Menntaskólanemend
ur bjuggu til heljarmikla snjó-
kerlingu á skólablettinum og
nemendur í Gaðnfræðaskóla
Vesturbæjar aðra, en víða í
einkagörðum höfðu unglingar
og fullorðnir gert smálistaverk
úr snjónum.
Það er meinlaus leikur, sem
gaman er að í mótsetningu við
snjókastið, sem talað er um
hjer að framan.
o
Frá sjónarhóli
stræiisvagnstjóra
ÞEGAR strætisvagnarnir eru
til umræðu í blöðunum er oft-
astnær rætt um málin frá sjón
armiði farþeganna. Þeir kvarta
yfir þessu og hinu, en hitt er
sjaldgæfara, að það heyrist frá
strætisvagnastjórunum, eða
þeim, sem! við þessi fyrirtæki
vinna.
Þessvegna er það vel við
eigandi að birta brjef frá stræt
isvagnstjóra og sjá þessi mál
frá hans sjónarhóli og fjelaga
hans. Brjefið er á þessa leið:
e
Peningaskipti
„EITT er það, sem sjerstak-
lega oft hefir verið talað um
að ylli geðvonsku og ótuktar-
legum svörum hjá okkur, það
eru peningaskiptin við fólkið.
Er þó ótal, ótal sinnum búið
að brýna fyrir því að borga
með hentugum peningum.
Nú skal jeg segja þjer dæmi
um þetta og þá skilur þú
kannske betur að áhugasamur
bílstjóri í þessu starfi geti nú
kannske ekki alveg begjandi
tekið á móti slíku. A vissum
tímum dags er oft ákaflega
mikið að gera, og þar áf leið-
andi verður tíminn, sem ætl-
aður er í ferðina mjög svo tæp
ur. En það hlýtur að leiða af
sjálfu sjer að það sje metnaðar
mál hverjum okkar sem er, að
halda þessa áætlun, bæði fyrir
okkur og farþega okkar. Þeg-
ar jeg nú eða einhver okkar
kem,ur á viðkomustað og hef
nauman tíma, þá flýtir það
ekki fyrir að þurfa kanske að
skipta 4—5 tíu krónu seðlum
öðru eins af 5 köllum, svo
nefni jeg nú ekki túkallana“.
•
Kemur fyrir
æ ofan í æ
„ÞETTA kemur fyrir dag eftir
dag og oft á dag, þó á viðkomu
stað, sjeu ekki fleiri en 10—15
farþegar. Við getum afgreitt
10 farþega með rjetta peninga
á meðan skipta þarf seðli fyrir
einn. Það eru líka til dæmi að
ekki svo fátíð að fólki dettur
í hug að ætla sjer að ferðast
með strætisvagni og borga
.þessa 50 aura með 50 og 100
krónu seðlum.
Þar af sjerðu að áhugamað-
urinn á oft bágt, með að taka
þessu þegjandi. Jeg flyt oft á
dag" sama fólkið og sumt ,af
þessu fólki er jeg náttúrlega
farinn að þekkja (í sjón). •—
Dæmi: Einn af þeim fer með
mjer þrjár ferðir með stuttu
millibili, í þessi þrjú skipti
þurfti jeg að skipta 3 tíkölljr
um“-
«
Kæruleysi
„VAR ómögulegt fyrir þennan
mann, sem þó vissi að hann
ætlaði með strætisvagni að
geyma smámyntina? Jú, hann
hefði getað það, en eins og jeg
hefi oft sagt við þá. sem alltaf
eru með seðla, að það stafi af
hugsunar- og kæruleysi, þá
bara,, bregðast þeir vondir við
og segjast mæta frá- okkar
hendi ókurteisi og ónotum.
En svo er til fólk, sem betur
fer, sem tékur tillit til okk-
ar. — Fyrir konu, sem jeg ek
oft á dag og hefi gert í tæp
tvö ár, hefi jeg einu sinni þurft
að skipta fvrir fimm krónum,
og það er allt“.
IIIIVIftMM 11111111111111111111 ‘j
Enþótt yfirgnæfandi meirihluti íslensku þjóðarinnar skilji
viðleitni norsku þjóðarinnar nú til þess að tryggja sjálfstæði
lands síns og-öryggi sjálfrar sín eru þó nokkrir menn til í
þessu landi, sem túlka hana á aðra lund. Það eru kommún-
istar og fylgifje þeirra. Það eru mennirnir, sem undanfarna
mánuði hafa haldið því fram, að hver sú lýðræðisþjóð,*sem
hygði á varnir gegn hinu kommúnistiska ofbeldi, væri að
„selja land sitt fyrir dollara.“ Þessir menn munu segja að
Norðmenn ætli sjer að „selja land sitt“. Þeír munu segja,
að forsætis- og utanríkisráðherra Norðmanna, þeir Gerhard-
sen og Lange sjeu „dollaraagentar“ eins og Ólafur Thors og
Bjarni Benediktsson. Þeir munu segja að „Arbeiderbladet“,
málgagn norska Verkamannaflokksins, sje „landsölumál-
gagn“ o. s. frv.
Þetta hafa íslensku kommúnistarnir og leppar þeirra þegar
sagt og þetta munu þeir halda áfram að segja. Og þeir munu
segja margt fleira, m. a. það að Norðmenn hafi sóst eftir því
að land þeirra yrði „stökkbretti“ fyrir ameríska heri til árás-
ar á Sovjet-Rússland.
★
Þetta skilja allir vitibornir íslendingar.
íslensku kommúnistarnir eru alveg eins og þeir norsku.
Norsku kommúnistarnir, sem að vísu eru fáir, vilja ekki að
Noregur leiti samvinnu við aðrar lýðræðisþjóðir um örygg-
ismál sín og varðveislu heimsfriðarins. Þeir vilja hafa Noreg
opinn og óvarinn eins og hann var þegar_ Hitler rjeðist á
hann. Þeir vilja að Stalin verði förin eins greið inn í Norður-
Noreg og Hitler var hún til Oslóar vorið 1940.
íslenskir kommúnistar vilja hafa ísland einangrað og vina-
snautt, óviðbúið og „hlutlaust“.
En íslenska þjóðin skilur ekki aðeins frændur sína Norð-
menn. Hún veit hvað til hennar friðar heyrir.
MFDai annawa ORÐA
illllimillliMMo ••Tmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiihiiiiiiiiiiiiiiiiiimim.
Hinar kofflmúnisMu ..frelsisheljur" kasta grí
Frá frjettaritara Reuters.
BELGRAD — Það verður aug-
ljósara með hverjum mánuðin-
um sem líður, að kommúnistar
í rússnesku leppríkjunum þykj
ast nú orðnir það fastir í sessi.
að þeim sje það algerlega ó-
nauðsynlegt að afneita, opin-
berlega, þeirri staðreynd, að
lönd, þeirra eru nú orðin ekk-
ert annað en nýlendur Rússa.
Fyrstu mánuðina eftir ófrið-
arlokin, gerðu kommúnistar
sjer far um að koma fram sem
frelsishetjur og ættjarðarvinir,
menn og konur, sem allt vildu
leggja í sölurnar til þess að
endurheimta sjálfstæði landa
sinna. Kommúnistar höfðu
tekið upp vopn gegn nasistum
og fasistum, sagði þetta fólk,
og þeir áttu enga ósk einlæg-
ari en að fá að sjá Pólland og
Búlgaríu og Ungverjaland ■—
öll undirokuð lörjd- — á ný
öðlast algert sjálfstæði og end
urheimta öll sín fyrri rjettindi
sem alfrjáls og fullvalda ríki.
Nú er annað hljóð í strokkn-
um. Nú er þetta sama fólk bú-
ið að leggja lönd sín undir al-
veldi Stalins .... og það telur
sig hafa gengið svo rammlega
frá hnútunum, að því sje það
engin nauðsyn að halda áfram
að neita þeirri staðreynd.
9 9
„LEIÐBEININGAR“
FRÁ STALIN
RÆÐUR þær, sem Georgi
Dimitrov, einræðisherra Búlg-
aríu, og aðrir leiðtogar búlg-
arska kommúnistaflokksins
fluttu á fimmta flokksþingi
hans fyrir skömmu, eru glögg
dæmi.
Ræðumennirnir notuðu hvert
tækifæri til að leggja áherslu á
aðstoð þá, sem Rússar hefðu
veitt kommúnistum Búlgaríu
við að ná völdunum í landinu
að stríðinu loknu.
Dimitrov, sem um skeið var
yfirmaður Kominform í
Moskva, skýrði jafnvel frá því,
að hann hefði móttekið „fyrir-
mæli“ og „persónulegar leið-
beiningar" frá vini sínum
Stalin, til þess að ,,auðvelda“
kommúnistum baráttuna fyrir
algerum yfirráðum í Búlgaríu.
VALDARÁNSAÐ-
FERÐÍN
KOMMÚNISTAFLOKKUR-
INN, sagði Dimitrov í ræðu
sinni, hefði í ófriðarlokin ver-
ið lítill flokkur. Hann hefði í
raun og veru byrjað valdaferil
sinn, er hann gerðist þátttak-
andi í hinni andfasistisku
„föðurlandsfylkingu“, sem
kommúnistar nú ráða yfir.
Dimitrov gekþ jafnvel svo
langt, að skýra flokksþinginu
frá því í stórum dráttum,
hvaða valdaránsgðferðir væru
hentugastar til að sigrast á
„kapítalistunum“ (Á máli
kommúnista eru allir andstæð
ingar þeirra ,,kapitalistar“).
» ®
STJÓRNA
LÖGREGLUNNI
DIMITROV sagðist svo frá í
ræðu sinni:
Enda þótt búlgarskir komm-
únistar hefðu í upphafi verið í
minnihluta í samsteypustjórn-
inni, hefði þeim tekist að ná i
sínar hendur stjórn innanríkis
málaráðuneytisins og stjórnar-
Frh. á bls. 12.