Morgunblaðið - 22.02.1949, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ
I’riðjudagur 22. febrúar 1949.
• iMMMMtfillHlir
Framhaidssagan 11
iiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiniiiiiiniiiiiiiiiiiiiiifiMiiiiiimt
11111111111111111111111111***
■MiimiiiiiiiiiiimHimiiiiHiiiiimiiiiimiiimiiiiiiiimiiiiiiiiiiimimmmi
Eítir Anya Seton
iiiiimimHmHmiiiiiimimmmmHHiiimimmiiiiiiHiiiHiHHiiiimHimHmHmmmHinimiiim
fyrir framan þau. Hún hafði
verið að skoða í sýningarglugg
ana, en nú leit hún á þau svört
um, tindrandi augum sínum.
„Ö“, sagði hún og brosti lítið
eití, ,,Hafið þið sjeð Nat nokk
ursstaðar . . eða herra Porter-
man?“
„Nei“, sagði Johnny og Hes-
per hristi höfuðið og horfði for
vitnislega á Leah. Það var
sjaldan að Leah fór að heiman
nú orðið. Hún var ákaflega fög
ur vexti og hafði laglegt and-
lit, svo að hún vakti athygli,
hvar sem hún fór. Varir henn-
ar voru rjóðar og hárið svart
og fallegt, og það sást ekki
nokkur hrukka í andliti henn-
ar.
„Jeg skil ekki, hvar þeir
geta verið“, sagði ekkjan. Hún
talaði alltaf lágt eins og hún
væri að flýta sjer. „Þeir fóru
út fyrir morgunverð og ljetu
mig ekkert vita. Það er svo
ólíkt þeim, að fara út saman.
Nat getur nefnilega ekki skilið,
hvað herra Porteman er ágæt-
Ur maður. Jeg þarf að grát-
biðja hann um að reka hann
ekki út úr húsinu. En herra
Porterman gerir engum ó-
næði og hann borgar okkur svo
vel fyrir húsnæðið og fæðið.
Þið vitið það kannske, að kon-
an hans er orðin ennþá veik-
ari“. Leah hallaði sjer að þeim
og brosti íbyggin. „Jeg sá hana
einu sinni .... hún er ekkert
falleg“.
Hesper horfði undrandi á
ljómandi andlit Leah. Samt
hafði Leah ekki s.agt neitt
annað en hver veitingakona
gat sagt um leigjendur sína.
Og mámma hennar hafði sagt,
að það væri illa gert, að
gleyma ekki þessu geðveikis-
kasti, sem Leah hafði einu
sinni fengið. Skyndileg sorg
gat haft truflandi áhrif á hug-
arfar margra, og að dálitlum
tíma liðnum gátu menn orðið
alheilbrigðir aftur.
„Þjer skuluð bara fara ró-
legar heim aftur“, sagði
Johnny vingjarnlega. „Jeg býst
við því, að þeir sjeu fyrir utan
ráðhúsið að bíða eftir stríðs-
yfirlýsingunni".
„A-ha“, sagði ekkjan og
kinkaði kolli. „Þakka þjer
fyrir .... kannske eru þeir
þr,r. Nat er svo mikið með
Suðurríkjamönnum, eins og
þið vitið“.
Johnny hnyklaði brúnir.
„Komdu, Hes“, sagði hann og
þau hjeldu áfram göngunni.
Jeg vildi að við hefðum ekki
rekist á Leah, hugsaði Hesper
og reyndi að láta orð hennar
ekki hafa eyðileggjandi áhrif
á þennan ánægjulega morgun.
Nat Cubby, Amos Porterman
og stríðið .... allt voru þetta
jafn leiðinleg umhugsunar-
efni.
Þau komu niður á bryggj-
una fyrir endanum á Water
Street, og Hesper hoppaði fim-
lega ofan í bátinn. Johnny
kom á eftir henni, ýtti frá og
vatt upp seglin. „Haltu í stýr-
ið, Hes“, sagði hann og fór að
ausa upp úr bátnum. „Bátur-
inn er orðinn fullur af vatni,
þó að jeg hafi ausið allt úr
honum í morgan“.
„Já, herra minn“, sagði Hes-
per og brosti.
Hún stýrði út úr höfninni og
hallaði sjer svo makindalega
aftur á bak á þóftinni og virti
Johnny fyrir sjer. Hún sá
hvernig vöðvarnir í öxlum hans
hreyfðust undir dökkbláu
peysunni hans, þegar hann jós
upp vatnið. Hendur hans voru
allar í örum, eftir sár, sem
hann hafði fengið af línunni
og fiskuggunum.
Henni fannst hendur hans
fallegar og sterkar, þrátt fyrir
örin og svörtu hárin á hand-
arbökunum.
,.Hvað ertu að hugsa um?“,
spurði hún loks, því að hún
vissi að hann var að draga
samtalið á langinn.
„Jeg er að hugsa um þig,
Hes“.
Hún varð snortin af innileik-
anum í rödd hans. Hann kom
aftur í skutinn. „Haltu stefn-
unni, skipstjóri. Þú ert komin
af leið“.
Johnny tók við stýrissveif-
inni og hún hallaði höfðinu við
öxl hans. Jeg vildi óska að við
mættum alltaf sitja svona,
hugsaði hún. Sólin skein í
heiði, sjávarloftið fyllti vit
þeirra og báturinn rann ljetti-
lega yfir bárurnar. Og Johnny
hjelt handleggnum utan um
hana.
Johnny þagði og hana lang-
aði heldur ekki til að hann tal-
aði. Hann stýrði bátnum upp í
víkina sunnan undir Castle-
Rock og sigldi honum upp í
fjöruna.
Þau klifruðu upp á klettinn.
Neðan undir buldu öldur
Atlantshafsins og brimið
skvettist hátt í loft upp. Efst
uppl á klettinum var grasi-
vaxinn bali.
Johnny horfði niður í sog-
andi brimið. „Old Churn er
miklu mikilfenglegra en Rafe
Shasm, sem íbúarnir í Cape
Anne eru svo grobbnir af“,
sagði hann.
Það var hvorki nýstárlegt
fyrir Hesper nje Johnny að sjá
Old Churn, og Hesper vissi
ósköp vel, að Johnny sagði
þetta bara til að halda uppi
samræðum.
,.Við skulum setjast í bal-
ann“, sagði hún.
Hann leit á hana. Svipur
hans var ákveðinn, en þó um
leið biðjandi. Hann tók upp
lítinn stein og fleygði honum
yfir löðrandi brimið. „Við' er-
um komin í stríð við Suður-
ríkin, Hes. Póstmeistarinn lof-
aði mjer að lesa yfirlýsinguna,
áðu^ en hún var opinberlega
tilkvnnt“.
Hesper hjelt niðri í sjer and-
anum og leit ekki á hann. „Já,
við vorum farin að búast við
því. Herinn fer, býst jeg við.
En okkur kemur það ekkert
við“.
Hann settist upp. „Hes,
hvernig getur þú talað svona.
Ertu búin að gleyma þræla-
stúlkunni með barnið sitt?“.
Hún hnyklaði brúnir og
reyndi að finna rjettu orðin.
Hún mundi glögglega eftir til-
finningum sínum þá nótt. Hún
hafði fundið til sárrar með-
aumkunar, ótta og hugaræs-
irigs allt í senn. En það var
liðið, og þegar Johnny hafði
beðið hennar í fjörunni, höfðu
þær tilfinningar allar orðið
miklu smávægilegri.
„Þrælahald er auðvitað ó-
mannúðlegt“, sagði hún. Hún
þagnaði við því að rödd henn-
ar tit.raði. „En þú þarft ekkert
að skipta þjer af því, Johnny.
Þú ert sjómaður hjer í Marble
head“.
Hann tók um aðra hönd Hes
per með stórum höndum sín-
um. „Jeg ætla að fara, Hes-
per“.
Það dimmdi í lofti og Hes-
per fannst klettarnir leggjast
á sig af öllum sínum bunga.
Hún greip fastar um hendur
hans.
..Hvers vegna? Hvers vegna
bá? Það er nóg af hermönnum.
Þú getur aldrei orðið hermað-
ur. Þú ert enginn landkrabbi.
Og hvernig fer þá með okkur
.... og giftingu okkar?“.
Hún hafði ekki ætlað að
segja þetta síðasta. Tárin komu
fram í augu hennar og hún
sneri sjer undan.
„Jeg verð ekki á landi. Jeg
ætla að berjast á sjónum. Jeg
er búinn að ráða mig hjá
Cressy skipstjóra á „Ino“. Jeg
á að vera kominn til Boston á
morgun“.
„Þú ert þá búinn að því“,
sagði Hesper í hálfum hljóð-
um. Hún dró að sjer hendina,
og hallaði vanganum upp að
kletjinum. Stór alda skall upp
í klettana fyrir neðan þau og
sogaðist út aftur.
„Jeg varð að gera bað á
meðan jeg hafði hugrekki til
þess, Hes. Jeg vissi, að þú
mundir annars fá mig ofan af
því. Mjer þykir leitt að þurfa
að fara frá þjer, elsku Hes
mín, jeg þarf ekki að taka það
fram. En jeg verð ekkj lengi“.
Húri þagði og laut höfði.
Hann elskaði hana að vísu, en
hann vildi fara. Hann þurfti
ekkert að fara. Hann vildi það.
„Hugsaðu um þetta með
skynsemi, Hes. Þetta er ekkert
öðruvísi en að jeg væri að fara
út á mið“.
„Jú, Johnny, það er allt öðru
vísi. Jeg er ekkert hrædd leng-
Ur við það að þú farir út á mið.
Þú þekkir sjóinn. En hvað get-
ur þú á móti byssum og
sprengjum?“.
„Jeg verð að hætta á það
eins og hinir“, sagði hann.
„Svona, brostu nú. Jeg verð
kominn heim heill á húfi áður
en þú veist af. Þú ættir að vera
hreykin af mjer, en ekki að
vera að nöldra“.
Loks sneri hún sjer að hon-
um og vafði handleggjunum
um háls hans. „Johnny, jeg
elska þig svo mikið. Farðu
ekki frá mjer“. En hann lokaði
munni hennar með kossi.
Þegar þau voru komin aftur
upp í bátinn, var kvíðinn horf
inn úr huga hennar. Johnny
var svo viss um að allt mundi
fara vel. Hún hafði hagað sjer
eins og kjáni. En hvers vegna
skyldi henni endilega núna
detta í hug spákonan. „Ástar-
sorg“, hafði hún sagt. „Ástar-
sorg. Þú heldur að hún sje ó-
læknandi, en þú átt eftir að
n.jóta lífsins. Hjarta þitt er
sterkt, væna mín“.
FóLkÍð í Rósalund.L
Eftir LAURA FITTINGHOFF
15.
— í næstu viku koma hingað afskaplega fín börn, sem
eiga að vera hjá okkur í sumar. Það er strákur, sem heitir
Gústaf og stelpa, sem heitir Þyri.
Maja stökk á fætur. Ætlarðu nú aftur að fara að skrökva
að okkur?
— Nei, upp á æru og trú, — Þetta er satt, hvert einasta
orð, sem jeg segi. Þetta eru óþægir krakkar, sem hafa eitt-
hvað gert af sjer og það á að koma þeim fyrir í sveit
— Hefur mamma fengið brjef um þetta? spurði Maja.
— Já, og það langt brjef, jeg veit ekki allt, sem í því
stóð, jeg fjekk aðeins að heyra, að það væru einhver vand-
ræði með þessa krakka, svo að þau hefðu gott af að vera
með okkur heilt sumar, vegna þess, að við værum svo
óvenjulega þæg og góð börn. Þarna geturðu bara sjálf heyrt,
Maja, að jeg er óvenjulega þægur og góður, — það stóð í
brjefinu og nú þýðir ekkert fyrir þig að halda fram því
gagnstæða.
— Hvernig geturðu ímyndað þjer, að það hafi verið átt
við þig, svaraði Maja af hinn mestu sannfæringu. Það er
auðvitað aðeins Jóhannes og Matta, sem átt er við.
— Ja, jeg hugsa, að það sje líka átt við þig, sagði Pjetur.
En nú verður erfitt fyrir mömmu að eiga að hugsa um
sex krakka. Þá er jeg hræddur um, að hún verði þreytt. En
ef það þarf að mata þessa krakka, þá skal jeg sjá um að
troða matnum upp í þá í flýti.
Það væri ijóta meðferðin á aumingja börnunum, sagði
Maja, svo að þú skalt ekki fá að mata þau, en það er best,
að við förum inn til mömmu og fáum að vita betur um
þetta.
Svo fóru þau öll inn.
JoLlcT mohrfumhoul
junx.j
Allt er þetta kvenfólk eins,
gerir manni aldrei nema bölv-
un. —
★
Gott vatn
í bæ einum, sem hafði mik-
inn áhuga á að laða til sín
ferðamenn, var því haldið
fram, að á baðströndinni, sem
þar var, væri vatnið miklu holl
ara og heilsusamlegra en al-
mennt gerðist. Til þess að geta
auglýst þetta enn meira var
vatn sent þaðan til efnagrein-
ingar í rannsóknarstofu. —
Nokkrum dögum seinna fjekk
bæjarstjórinn brjef, þar sem
honum var tilkynnt að hann
skorti bæði sykur og eggja-
hvítuefni.
★
Þarfur hundur
Lögregluþjónn hafði fengið
sjer hund — óvenju vitran
hund. Einn morguninn, er
hann fór að heiman frá sjer,
sagði hann við hundinn, að
hann ætti að gæta konu sinnar
vel. Hún var þá ekki komin á
fætur, og þegar lögregluþjónn
inn kom heim til sín seinna
um daginn, var hún ennþá í
rúminu. Hundurinn hafði skil-
ið skipun húsbónda síns svo
bókstaflega, að konan mætti
ekki hreyfa sig þaðan sem hún
var. Lögregluþjónninn skemti
sjer vel — en það gerði kona
hans aftur á móti ekki.
★
Sovjet-viðskiptavenjur
j Sovjet-ríkin hafa að undan-
förnu selt nokuð af járnbraut-
arvögnum til Luxemburg. En
þessir vagnar eru ekki fram-
leiddir í Rússlandi. Þeir eru
smíðaðir í Austurríki.
★
Eftirvinna
Maður sótti um vinnu, og
spurði forstjórinn hann um
hitt og þetta og m.a. hvað
hann hefði unnið lengi hjá síð-
asta húsbónda sínum.
— í 65 ár, var svarið.
— Það er ómögulegt, þjer
lítið svo unglega út. Hvað eruð
þjer gamlir?
— 42 ára.
— Já, en hvernig .... ?
— Jú, sjáið þjer til, jeg
vann svo mikið í eftirvinnu.
6 volta
Buick bíitæki
til sölu. Uppl. á verkstæð
inu, Þverholti 15A og kl.
12—-1 í Einholti 7, sími
1490.