Morgunblaðið - 25.02.1949, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.02.1949, Blaðsíða 10
to MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 25. febrúar 1949. Framhaldssagan 14 HESPER Eftir Anya Seton , miiiiiiiiiiiidiiiiimiiiiiiiii iiiiiiiiiiiimiiiiniiiiiiinmiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiimiiiiiiiuiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiMiiiiiiiiiiiiiiii. ÁÐALFUNDUR í H.f. Hvoltindum verður haldinn í Tjarnarcafé uppi, sunnudaginn 13. mars kl. 2 e h. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf'. Áríðandi að allir hluthafar mæti með hlutabrjef sín, eða umboðsmenn þeirra. Stiórnin- Hann vaknaði um nóttina við einhverja hreyfingu í herberg inu. Hann kveikti á kerti. Leah stóð þegjandi og hreyfingar- laus á miðju gólfinu, í þunnum hvítum náttkjól með hvíta slæðu um höfuðið. Hún var afskaplega falleg, einsv og vera af öðrum heimi, þar sem hún stóð þarna, og starði stórum augum á ein- hvern blett rjett fyrir ofan höfuð hans. ,,Hvað viltu, Leah?“. Það fór hrollur um hann. Hann áttaði sig strax á því að hann hafði aldrei nefnt hana þessu nafni. Hún svaraði ekki, en hún leit á hann. Úr augum hennar skein efablandin löngun og rjóðar varir hennar titruðu. Allt í einu snerist hún á hæl og sveif út úr herberginu og lokaði á eftir sjer. Hann stökk út úr rúminu og læsti. Hún hafði auðvitað verið að ganga í svefni, en þó fannst honum þetta mjög óþægilegt atvik. Það var'eins og hún hefði ver- ið með brúðarslæðu á höfðinu og það hefði vel mátt slá þessu upp í gaman. En Leah hafði eitthvað við sig, sem gerði það að verkum, að menn gátu ekki hlegið að henni. Næsta morgun hafði hún verið eins og hún átti að sjer að vera, róleg og blátt áfram. Nat, einkasonur hennar og augasteinn, hafið setið við morgunverðarborðið og virt hana fyrir sjer með þessum sjerkennilega svip, sem Amos hafði svo oft tekið eftir Jhjá honum. En Nat hafði verið ó- veniulega vingjarnlegur við Amos, og jafnvel farið fram á að fá vinnu hjá honum við verk stæðið, og Amos hafði tekið vel í það. Nat var duglegur og grejndur náungi, þó að hann væri oftast þurr á manninn. Og hann hafði ekkert upp úr sjómennskunni lengur, svo þetta var eðlileg ósk af hans hálfu. Loks heyrði Amos fótatak nálgast og Susan kom inn með hlaðirin tebakkann. Hesper kom á hæla hennar með kleinu disk. Þau settust við borðið. Susan leit gremjulega á dóttur sína. Stelpan fjekkst ekki til að taka þátt í samræðunum og hún var klaufaleg við að rjetta boll- ana. Amos var henni sammála. Honum fannst Hesper frá- hrindandi. Brúni kjóllinn henn ar var slitinn og þvældur, og langur hártoppur lafði niður úr hárnetinu. Og skórnir • • • • svartir og klunnalegir, númer sex, að minnsta kosti .... og ekki frá okkur .... líklega frá Harris, hugsaði hann með vanþóknu.n. Hann sneri sjer að Susan. ,íÁgætar kleinur, frú Honey- wood- Og teið er ljúffengt“. Hann var ekki vanur við að þurfa að halda uppi samræð- um, en hann kenndi í brjósti um frú Honeyv od. Hún virt- ist vilja gera honurn til geðs. „Þjer hefðuð kannske viljað eitthvað sterkara en te, herra Porterman“, sagði Susan og rjetti honum aftur kleinudisk- inn. „En jeg á ekkert eftir rrema svolitla lögg af eplavíni, sem er orðið of gamalt. Það er undarlegt ástand á veitinga- stofu“. Amos tók aðra kleinu, þó að hann langaði ekki í hana. „Já, þetta eru erfiðir tímar“. Hesper hafði tekið eftir van- þóknunarsvipnum á Amos, þegar hann virti hana fyrir sjer. Hún sneri sjer nú að hon- um. „Ekki fyrir ykkur skó- gerðarmennina“, sagði hún kuldalega. „Og þá, sem ekki taka þátt í stríðinu“. Móðir hennar greip andann á lofti. ,,Hesper!“. Amos roðnaði. Þetta var alveg ástæðulaus og óvænt árás- Hann' hafði gefið ríku- lega í öll samskot fyrir herinn og enginn hinna skógerðar- mannanna var í herþjónustu og þess hafði heldur ekki verið krafist af þeim. „Jeg hef marg ar skópantanir frá ríkisstjórn- inni, ungfrú Honeywood. Her- mennirnir okkar þurfa að fá skó á fæturna“, sagði hann kuldalega. Hesper tautaði einhver af- sökunarorð og dró sig skömm- ustuleg í hlje. Móðir hennar mundi ekki vera að stjana und ir þessum manni, ef ekki væri einhver þörf á því. Jeg vildi að jeg væri karlmaður, hugs- aði hún. Jeg vildi eiga mitt eigið skip og stjórna því sjálf. Hvort sem það væri stríð eða ekki, mundi jeg sækja sjóinn, eins og íbúarnir í Marblehead hafa alltaf gert. Pabbi hennar vissi það, þó að hann hefði aldrei reynt það sjálfur. •— Þannig byrjaði óðurinn hans: „íbúar Marblehead ætíð skulu á sjóinn sækja til fanga . . .“ „Ósköp ertu utan við þig, Hesper. Hlustaðu á hvað herra Porterman er að segja“. Hesper hrökk við. „Fyrir- gefið, hvað sögðuð þjer?“. Amos var alveg að missa þolinmæðina. Þetta var mál, sem var honum ekki til neins hagnaðar. Bestu starfskraftarn ir höfðu farið í stríðið, og hann vantaði fólk á skógerð- arverkstæðið. En það var vafa samur ágóði að taka kvenfólk, sem Var ókunnugt starfinu. „Jeg var að segja, að við værum að setja upp nýjar vjel' ar núna, svo að við höfum litla vinnu fyrir fólk, sem vill fá verkin heim til sín. En jeg held að jeg geti tínt eitthvað til handa yður og móður yðar. Þjer skuluð koma til forstjór- ans á mánudagsmorguninn. Og nú verð jeg víst að fara. Þakka yður fyrir te-ið, frú Honey- wood“. Hann stikaði stórum niður Franklin Street. Ef .jeg hefði ekki Jcennt í brjósti um móð- urina, þá hefði jeg látið þær sigla sinn sjó. Jeg geri það sem ieg get fyrir Honeywood- fólkið, en jeg reyni að koma ekki í námunda við stúlkuna framar. Þegar hann gelck fram hjá ráðhúsinu, mætti hann einum bæjarráðsmannanna, Steve Hathaway, og hann brosti vin- gjarnlega til Amosar og tók hattinn ofan. Það þurfti ekki meira til að koma hugsunum Amosar aftur í jafnvægi- Jeg skal sigrast á óvildinni gegn mjer. Jeg skal fá þá til að við- urkenna mig. Hann gekk yfir torgið og nam staðar til að horfa á börn- in, sem voru þar að leik. Hon- um hlýnaði enn i skapi. Já, hugsaði Amos og gekk í átt- ina að stóru húsi við torgið, mjer þykir gaman að börnum. Mig langar til að fá einhvern sem mjer þykir vænt um. Og einhvern sem getur þótt vænt um mig. Hann hikaði augnablik á gagnstjettinni og gekk síðan upp tjmburþrepin. Svo hringdi hann dyrabjöllunni hjá Trev- ercombe-fólkinu. Charity opnaði sjálf fyrir honum með hárið allt í lokk- ’im og í borðalögðum kjól. „Ó, herra Porterman, .... þetta er sannarlega óvænt heim- sókn“. Henni þykir að minnsta kosti vænt um að sjá mig, hugsaði hann, og gekk á eftir henni inn í setustofuna. Hann þáði annan tebolla, úr því Charity lagði svona fast að honum. Hann hallaði sjer aft- ur á bak og ljet fara vel um sig á legubekknum og lofaði Charity að sýna sjer ástleitni. Hún er að minnsta kosti ekki eins og snúið roð í hund, eins og rauðhærða stelpan, hugsaði hann. Amos Porterman gekk ekki á bak orða sinna- Hann lagði svo fyrir Johnson, forstjóra sinn, að ein tegundin af kven- skónum ætti að vera skorin í verksmiðjunni, eins og venju- lega, og síðan ætti Honey- wood-fólkið að fá vinnu við að sauma og binda yfirleðrið. Johnson fannst þetta mesta firra. „Nýju vjelarnar vinna það miklu fyrr og betur“. Amos ypti öxlum. „Jgg veit það,, en jeg er búinn að lofa þessu. Jeg vil, að þú borgir þeim vel .... við skulum segja einn dal fyrir tylftina“. Sam Johnson hafði komið með Amos frá Danver og hann bar mikla virðingu fyrir hús- bónda sínum. En nú þótti hon- um úr hófi keyra. „Þetta er alltof mikil borgun. Jeg leyfi mjer að kalla það brjálæði .... ef hinir starfsmennirnir fá vitneskju um þetta, þá ii „Þeir fá enga vitneskju um það“, sagði Amos. „Honey- wood-fólkið er ekki fyrir að skrafa um sín einkamál- Jeg ætla mjer heldur ekki að tapa á því. Boscombs tekur skóna til viðskiptavinanna í Beacon Hill- Við tökum það fram að þeir sjeu handunnir, eins og í gamla daga, og sjerstaklega J vadaðir og við fáum meira , fyrir þá“. j Johnson varð rórra. ,,.Teg skil. En kunna bessar konur nokkuð til verksins? Ef þetta verður nú mesta ómynd hjá þeim, hvað þá?“. i E.yjólfur ísfeld Eyjólfsson = i löggiltur endurskoðandi. i \ Túngötu 8. Sími 81388. i i Viðtalstími kl. 4—7. | OJúótjacfnaueróliAM Olaf'ó Oí Cjnéífartóóonai Laugaveg 7 Falíeg t’önsk I SvefnlierkrfsisÍiýspp : til sölu. Hjónarúm, tvö náttborð, snyrtiborð með stór- : um spegli, tvisettur klæðaskápur méð speglum. Uppl. | í síma 7172 frá kl. 2—tí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.