Morgunblaðið - 25.02.1949, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.02.1949, Blaðsíða 6
6 M O H *• f’ 'V « r 4 n t f> Föstudagur 25. febrúar 1949. Ötg.: H.f. Árvakur, Reykjavftt. Framkv.stj. Sigfús Jónsson Rltstjórl: Valtýr Stefánsson (ábyrgn*;Œ>_s Frjettaritstjórl ívar Guðmundssos Auglýsingar: Ámi Garðar Kristinssor. Ritstjóm, auglýaingar og afgreiðal* Austurstræti 8. — Sími 1600 Áskriftsrgjald kr. 12.00 á mánuði, innanlanda, kr. 15.00 utanlands. f iausasölu 10 aura «intakið, 75 aura m«B Leibók. Ferðabannið er fráleitt ÍSLENDINGAR hafa s.l. ár orðið að setja margskonar tak- markanir við eyðslu erlends gjaldeyris. Sprettur það að sjálf- sögðu fyrst og fremst af því að þjóðin hefur ekki aflað nægi- lega mikilla gjaldeyristekna til þess að standa undir þörfum sínum'. Að því leyti til hafa gjaldeyrishömlurnar verið eðli- legar og í fullu samræmi við það, sem gerst hefur með öðrum þjóðum, sem líkt hefur verið ástatt fyrir. Um framkvæmd þeirra reglna, sem settar hafa verið um láðstöfun gjaldeyris okkar má hinsvegar deila, og fullvrða má, að oft hefur gagnrýnin á hana haft við gild rök að styðjast. Hefur og þrásinnis verið á það bent hjer í blaðinu að stjórn gjaldeyrismálanna sje alltof þung í vöfum og skapi borgurunum, og þá fyrst og fremst þeim, sem reka verslun og viðskipti, óþarfa erfiðleika. En ein ráðstöfun gjaldeyrisyfirvaldanna hefur sætt sjer- stakri gagnrýni og það að makleikum. Það er ferðabannið til útlanda. Samkvæmt þeirri ákvörðun er hægt að banna ein- staklingum, sem utan vilja fara, að fara úr landi, enda þótt þeir þarfnist einskis gjaldeyris hjeðan að heiman. Það verður ekki hjá því komist að endurtaka þau ummæli, sem blaðið hefur áður haft um slíkar reglur: Þær eru frá- leitar og það ber að afnema þær hið bráðasta. Það er eðiilegt að þjóðin spari gjaldeyri sinn og að gjaldeyrisyfirvöld hennar fari varlega í að eyða honum til nauðsynjalítilla utanfara. En það væri beinlínis óviðeigandi frelsisskerðing að meina íólki, sem nýtur gistivináttu manna erlendis að fara úr landi. Til lengdar er ekki hægt að sætta sig við slíkar takmarkanir á frelsi borgaranna. Ferðalög geta að vísu verið óþarfur lúxus. En þau eru miklu oftar nauðsynlegur þáttur í lífi menningarþjóða, einnig okkar íslendinga þó við sjeum fáir. Við megum þess vegna ekki taka upp neinskonar innilokunarstefnu í þessum efnum. Þess vegna er umrætt ferðabann til útlanda óviðurkvæmi- legt og sjálfsagt að það verði afnumið hið fyrsta. Æskan og kommúnisminn UNGT FÓLK er yfirleitt frjálslynt. Það ann persónufrelsi og er andvígt því að einstaklingnum og athafnavilja hans sje þröngur stakkur skorinn. Æskan vill fá að njóta þróttar síns til þess að treysta framtíð sína innan rjettláts þjóðfjelags. Öll kúgun er óspiltu ungu fólki viðurstyggð. Af þessum ástæðum er íslensk æska í dag mjög móthverf kommúnismanum. Frjettirnar af ofbeldisaðgerðum komm- únista í löndunum austan „járntjaldsins" hafa mætt sterkri andúðaröldu frá íslenskri æsku. Fangelsun og jafnvel líflát stúdenta í Tjekkóslóvakíu og víðar hafa átt ríkan þátt í að eyða því litla fylgi, sem kommúnistar höfðu meðal ungs fólks hjer á landi. Ungt fólk er ennfremur mjög þjóðernissinnað. Þess vegna hefur það óbeit á stjórnmálamönnum, sem vitað er að ganga fyrst og fremst erinda erlendra harðstjóra í afstöðu þeirra til sjálfstæðis- og öryggismála lands þess. En eftir yfirlýsingu franska kommúnistaleiðtogans á dögunum um að kommún- istar myndu berjast með innrásarher Rússa en gegn sínum eigin mönnum, liggur fyrir skýlaus vitneskja um, að það er lilutverk kommúnista allra landa. Öryggismál íslendinga hefur mjög borið á góma undan- farið. íslensk æska veit, hvar hún er á vegi stödd í afstöðunni til þeirra mála. Hún vill treysta sjálfstæði þjóðar sinnar og sitt eigið öryggi. Þess vegna vill hún samvinnu við þær þjóð- ir, sem halda merki lýðræðis og persónufrelsis á lofti. En hún vill hinsvegar ekki að í landi hennar sjeu herstöðvar eða erlendur her á friðartímum. Hún vill heldur ekki láta leggja á sig herskyldu. Stærsta áhugamál íslenskrar æsku er að búa sem tryggi- legast um sjálfstæði lands síns. Til þess að ná því takmarki er hún reiðubúin til þess að hafa samvinnu við æsku annarra frelsisunnandi þjóða. Frelsi og kommúnismi er ósamrýman- legt. Þess vegna er íslensk æska kommúnismanum móthverf. * UB DACLEGA LIFTNU Fjörugt leiklistarlíf i ÞAÐ er heldur betur fjör yfir I 'eiklistinni um þessar mundir.! 'lýlega búin að vera frumsýn- :ng á nýju leikriti 1 Hafnar- !irði, frumsýning 1 gær hjá 4jalakettinum og frumsýning ' kvöld hjá Menntaskólanem- ’ndum og loks von á frum- ’.ýningu á nýju íslensku leik- "iti hjá Leikfjelagi Reykjavík- ur. Þetta er ánægjulegur fjör- ’dppur, sem kemur sjer einkar vel í deyfðinni og drunga vet- urs og veðrahams- Enda tekið með þökkum af almenningi, sem fyllir leikhúsin kvöld eftir kvöld- ö I leikhúsinu snemma dags GOTT dæmi um hve mikið er að gera hjá leikurum og hve þjettskipað er á leikhúsið, 9r að menntaskólanemendur urðu að halda búningaæfingu sína fyrir hádegið í gærmorg- un. Um annan tíma var ekki að ræða í gömlu Iðnó. Annað eipý. hefur þótt í frásögur fær- andi, eins og það, að fara niður í Iðnó klukkan 9 að morgni til að horfa á leikrit. En það gerði jeg í gærmorgun. „Jeg minnist fjórtán skálda . . . MENTASKÓLALEIKIRNIR eru hefð í leiklistarlífi Reykja víkur. Það voru skólapiltar, sem fyrstir sýndu sjónleiki hjer í bænum. Og lengi voru það skólapiltar, sem hjeldu uppi leiklistarlífi hjer. — Úr Menntaskólanum hafa komið margir okkar bestu leikara, sem fengu áhuga fyrir leiklist- inni þegar þeir fóru að leika í skólaleikjum. Tómas minnist fjórtán skálda í fjórða bekk. En við hin getum sagt, að við minn- umst jafnmargra leikara frá skólaárunum, þótt ekki getum við komist jafnvel að orði og skáldið. e Mikið er á sig lagt fyrir listina. ÞAÐ voru áhugasamir ungl- ingar, sem komu saman í kjallaranum í Iðnó í gærmorg- un um 9 leytið. Hressilegur piltur var kominn í ítalskan herforingjabúning, annar var klæddur eins og aðalsmaður, sá þriðji þjónn frá seytján hundruð og súrkál. Þarna voru og blómarósir, sem skört- uðu hefðarmeyjatísku frá sama tíma. En frammi á leik- sviði voru leiksviðssmiðir, Bachmann ljósameistari, Sig- fús Halldórsson, leiktjalda- meistari og loks Ævar Kvaran leikstjóri og Lárus Sigurbjörns son rithöfundur, sem verið hef ur pottur og panna í menhta- skólaleikjunum undanfarin ár. Það var verið að leggja síð- ustu hönd á verkið, hver sjer- fræðingur á sínum stað. e Ast og klækir OG svo byrjaði leikurinn — Mirandolina — rómantískt leikrit um ást og klæki, mann- legan breyskleika o.s.frv. Frá því verður ekki sagt hjer. A- horfendurnir verða að fá sitt og leiklistargagnrýnandinn verður látinn um að segja álit sitt á hinum ungu leikurum. En hver veit, nema að meðal leikenda á frumsýningu menta skólaleiksins í kvöld sje upp- rehnandi stjarna á leiklistar- heimi okkar. — Það hefur komið fyrir áður. • „Heilbrigt Iíf“ TÍMARIT Rauða krossins, „Heilbrigt líf“, er komið út. Er þetta síðasta heftið af því merka riti, sem dr. Gunnlaug- ur Claessen sá um áður en hann dó. Þar birtast síðustu greinarnar, sem sá merki mað- ur skrifaði, Ritstjórarabb hans, þar sem altaf var, og er að þessu sinni, eitthvað nýtt. íslensk læknastjett misti mikið er dr. Claessen fjell frá og þótt ritstjórn „Heilbrigðs lífs“ verði án efa falin færum manni í alla staði. þá munu margir sakna greina dr. Claessens, seni aldrei þreyttist á að benda mönnum á misfell- urnar í þjóðfjelaginu, en gerði það á þann hátt, að það urðu ekki skammir, eða aðdróttanir, heldur ráðleggingar, sem ekki var hægt annað en að taka til greina. © Baráttan gegn lúsinni DR. Gunnlaugur Claessen var i andstæðingur allra óþrifa, lík- amlegra og andlegra. Aldrei þreyttist hann á að herja gegn lúsinni og gerir það onn : þessu síðasta hefti sínu af „Heil- brigðu lífi“. Sá dagur kemur, vafalaust, að lúsin verður landræk ger með öllu úr þessu þjóðfjelagi, þótt enn sje nokkuð langt í land, að því er virðist, en þá má minnast dr. Claessens, sem eins ötulasta og áhrifamesta bardagamannsins gegn þeim ó- fögnuði og sóðaskap íslensku þjóðarinnar. • Heilbrigðis- skýrslur skemtilestur FÁTT er eins drepleiðinlegt og opinberar skýrslur, hverju nafni, sem þær nefnast. Heil brigðisskýrslur eru ekki undan tekning. En þegar dr. Claessen um- skrifaði heilbrigðisskýrslurnar urðu þær í senn skemtilestur fræðandi se mhafði bætandi áhrif. Er ekki t. d. alt, sem segja þarf um tannskemmdir og tannlæknaskort hjer á landi sagt í þessari einu setn- ingu hjá dr. G. CL: „Tannlæknar voru alltof fá- ir, svo að víða er ekki um ann- að að gera en að rífa úr fólki tennur. Eyrarbakkalæknirinn dró alls 1652 tennur“ (á einu ári). • •••- • ■•■•••••••••iniiiiii*i»rrMiMMiiiiiiiitiiiiiiiiiiMii ■- ...... \4FDA| úmmaRA OROA | '••••IM••|I|•|||||||||||||||||■||||||||||■||••I • <1 • 1111II111111IIIII111III111 C ið Kröfum um launahækkanir fækkar í Bandaríkjunum Frá frjetaritara Reuters. lítið borið á launahækkunum. NEW YORK — Sjerfræðingar Bandaríkjastjórnar eru þeirrar skoðunar, að talsvert sje þegar farið að draga úr kröfum verkalýðsfjelaganna um hærri laun til handa meðlimum sín- um. I þessu sambandi vekja þeir athygli á því, að fram- færslukostnaður hefur farið lækkandi að undanförnu, eins og fram kemur í hagskýrslum stjórnarinnar. Þá telja þeir ennfremur, að sú staðreynd muni draga mjög úr kauphækk unarkapphlaupinu, að Walter Reuter, formaður hins öfluga fjelags bifvjelavirkja í Banda- ríkjunum og einn af aðaláhrifa mönnum C.I.O. verkalýðssam- bandsins, hefur ekki lagt meg- ináherslu á kauphækkunar- kröfur í áætlun sinni fyrir nú- verandi ár. Hann hefur lýst því y-fir, að fjelag sitt muni fyrst og fremst beita sjer fyrir eftirlaunum handa fjelags- mönnum og öðrum hlunnind- um. • • STEFNA C.I.O UNDANFARNAR vikur hefur Er hjer þegar orðinn mikill munur á og síðastliðið ár, þeg- ar verkalýðsfjelögin kepptust við að krefjast aukinna launa fyrir meðlimi sína. Enda þótt ársáætlun bifvjela virkja sje sú fyrsta, sem stærri verkalýðsfjelögin leggja fram í ár, er álitið, að hún sje í samræmi við þá stefnu, sem leiðtogar C.I.O. lögðu áherslu á, á ársþinginu í nóvember. • • STYTTRI VINNUTÍMI AUK ýmiskonar hlunninda og aukins vinnuöryggis, er álitið, að fjelag bifvjelavirkja muni að þessu sinni reyna að knýja fram kröfur um styttan vinnu- tíma, sjerstaklega ef sýnt þyk- ir, að bifreiðaverksmiðjurnar neyðist til að minnka eitthvað vinnuafl sitt. Stefnt yrði þá væntanlega að því að skipta vinnunni, sem fyrir hendi er, meðal fjelagsmanna — án þess að kaupgreiðslur til einstakra verkamanna yrðu minnkaðar. En þetta mundi þó hafa í för með sjer aukin útgjöld bíla- verksmiðjanna. 30 STUNDA VINNU- VIKA ÝMISLEGT hefur að undan- förnu þótt benda til þess, að John L. Lewis, leiðtogi kola- námumanna, muni beita sjer fyrir því, að vinnutími námu- manna sinna verði styttur. Er ekki talið ólíklegt, að hann fari fram á 30 klukkustunda vinnuviku með óbreyttum launum. Hann hefur þegar fengið atvinnurekendur til að fallast á eftirlaun handa námu mönnum, og kolaiðnaðurinn greiðir nú um 100,000,000 doll ara. á ári 1 velfarnaðarsjóð námumannanna. Svo kann að fara, að launa- greiðslur til bifvjelavirkja lækki örlítið á næstunni. Sam- kvæmt samningum þeirra við atvinnurekendur, er beint sam band milli launa bifvjelavirkj anna og framfærslukostnaðar- ins á hverjum tíma. Þetta yrði þá væntanlega fyrsta launalækkunin, sem öflugt bandarískt verkalýðsfje lag mundi fallast á.,frá því stríðipu lauk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.