Morgunblaðið - 31.03.1949, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.03.1949, Blaðsíða 1
Myntl þessi er tekin eftir að lögreglan hafði neyðst til að varpa táragassprengjum vegna grjóthríðar kommúnista á þinghúsið og mannfjöldann við það. — Ljósm. ÓL K. Magnússon Aiþingi samþykkir þátttöku íslands iiiiislar ©| Gflfi íll Imk á móf /’■ ■ r m mmunisidpmgsfieiMi vaiaa ÞINGSÁLYKTUNARTILLAGA ríkisstjórnarinnar um þátttöku Islands í Norður-Atlantshafsbandaiagi var samþykkt á Alþingi í gær með 37:13 atkvæðum, tveir þingmenn greiddu ekki at- kvæði. MEÐ þingsályktuninni greiddu atkvæði 19 Sjálfstæðismenn, 7 Alþýðuflokksmenn og 11 Framsóknarmenn. Móti þingsályktuninni voru lö kommúnistar, 2 Alþýðuflokks- mcnn (Gylfi og Hannibal) og 1 Framsóknarmaður (Páll Zop- honiasson). — Tveir Framsóknarmenn (Hermann Jónasson og Skúli Guðmundss.) sátu hjó. BJARNI BENEDIKTSSON, ut- anríkisráðherra tók sjer í gær- kveldi með áætlunarferð AOA frá Keflavík til New York. - Mun hann fara til Washing- ton til að undirskrifa Atlants- hafssáttmálann fyrir íslands hönd, en utanríkisráðherrar þátttökuríkja munu skrifa und ir á mánudaginn kemur. í för með utanríkisráðherra var Hans Andersen þjóðrjettar- fræðingur. Fundurinn hófst í Sameinuðu þingi kl. 10 árdegis og stóð til kl. 2,30 eftir hádegi. Þetta var síðari umræða málsins. Áheyr- endapallar voru þjettskipaðir, ep friður og spekt ríkti þar allan tímann, þrátt fyrir æsing- ar þær, sem kommúnistar og þingmenn þeirra stóðu fyrir, utan við þinghúsið og inn í þingsölunum. Einar sleppir sjer í þriðja sinn | á þremur dögum. ! í upphafi umræðnanna kvaðst I forseti, Jón Pálmason, ætla að bera það undir atkvæði þing- ! manna, hvort ekki ætti að tak- j marka ræðutíma þannig, að um i ræðu málsins yrði lokið á þrem ' klukkutímum. Málið hefði verið itarlega Framh. á bls. 8. NEW YORK, 30. mars — Auk Bevins, utanríkisráðherra Breta komu þrír aðrir utanríkisráð- herrar til New York í dag á leið sinni til Washington, þar sem þeir munu næstkomandi mánudag' undirrita Atlantshafs sanrninginn. Þetta voru utan- ríkisráðherrar Belgíu, Hollands og Luxembourg. — Reuter. Sriótkast kommúnista ii Spðilvirkium áreilt með túragasi KOMMÚNISTAR framkvæmdu í gær hótanir sínar um of- beldi gegn AJþingi, ef það samþykkti þátttöku íslands í Atlantshafsbandalaginu með því að gera árás á Alþingís- húsið og brjóta flestar rúður sala þess og með tilraunum til manndrápa og stórfelldra líkamsmeiðinga á friðsömum horgurum og íöggæslumönnum. Var mcsta mildi að ekki urðu mörg mannslát og stórfelld meiðsl af grjóthríð er fá- mennur hópur tryllts kommúnistaskríls hóf á þinghúsið og hundruð borgara er höfðu skipað sjer þar til varnar. Særðust nokkrir lögreglumenn og borgarar undan grjót- hríðinni, einn lögregluþjónn mjög alvarlega. eldur limlestingi GrjólSiríð inn í þincplÍRn Stóð grjóthríðin alla leið inn í þingsalina þar sem Alþingi sat að störfum. Ekki urðu samt önnur meiðsl á þingmönnum en þau, að einn þingmaður fjekk smástein á gagnaugað og hrúflaðist lítillega. Var það Hermann Guðmundsson. Annar skrifara Alþingis, Skúli Guðmundsson, sem sat í skrifara- sæti rjett innan við einn glugga þingsalarins fjekk stein- hnullung á hendina, en sakaði lítt. Dreifðust glerbrotin frá rúðunum langt inn í fundarsalinn. Þegar þessu hafði fram farið um hríð, jafnvel eftir að þingfundi lauk, neyddist lögreglan til þess að beita kylfum sínum og síðar táragasi til þess að firra stórfelldum líkamsmeiðslum og jafnvel morðum á friðsömu fólki og lögreglu- mönnum. Má fullyrða að það hafi forðað frekari stórslysum. Kommúnistar undirbúa skrílsæðið Kommúnistar höfðu undir- búið þessar aðfarir í samræmi við fyrirheit foringja sinna um ofbeldi ef Alþingi fylgdi ekki stefnu Rússa í öryggismálum íslendinga. Snemma í gærmorg un boðaði fulltrúaráð verka- lýðsfjelaganna til útifundar án þess að hafa fengið til þess leyfi löglegra yfirvalda. Stóð verkamannafjelagið Dagsbrún einnig að þessu fundarboði. — Skyldi fundurinn verða við Miðbæjarskólann kl. 1 e. h. •—- Tilgangur kommúnista með þessu fundarboði var bersýni- lega sá að safna þar saman liði sínu og æsa það til óspekta. Á tilskildum tíma söfnuðust nokkur hundruð manns saman til þessa fundarhalds, sem raun ar varð lítið úr. Var borin þar upp mótmælatillaga gegn þátt-- töku íslands í varnarbandalagi lýðræðisþjóðanna og jafnframt krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Að þessum afrekum unnum skunduðu kommúnist- ar til Alþingishússins og var kl. þá rúmlega 1. Ser.du þeir nefnd manna til Sigurðar Guðnasonar með tillöguna, sem las hana upp í þinginu og krafð ist svars þingflokkanna við henni! Merki gefið Fjekk hann þau svör ein. að henni hefði áður verið svarað og myndi verða svarað enn greinilegar er atkvæðagreiðsl- an færi fram um sjálft málið í þinginu. Hljóp Sigurður þá upp í flokksherbergi kommún ista en þar voru fyrir þeir Björn Bjarnason og Stefán Ög- mundsson. Hlupu þeir við fót út til kommúnistahópsins og sögðu áhrif tillögu hans. Tók þá talkór ungkommúnista að æpa kröfu um þjóðaratkvæða- Frh. á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.