Morgunblaðið - 31.03.1949, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIfí
Fimmtudagur 31. mars 1949-
. 900,000 flóffamenn
: NEW YORK, 30. mars. —
j Stanton Friffis, yfirmaður
' hjálpar S. Þ. til handa Pal-
estínuflóttamönnum, skýrði frá
því í dag, að hann mundi stinga
upp á, að hjálpartímabilið yrði
framlengt til loka þessa ars.
Því átti að ljúka 31. ágúst.
Hjer er um 900,000 flótta-
menn að ræða. — Reuter.
- Btóðsúfhellingar
yflrvofandi
Frh. af bls. 7.
og gerði tilraun til að velta bíl-
um, sem fóru um KirkjuStræti,
en ekki kom að sök.
Allmargir særðir.
Allmargir menn særðust í
grjótkastinu og átökunum. sem
urðu við Austurvöll, en ekki
hættulega, nema lögregluþjón-
arnir, svo vitað sje. En frá
meiðslum þeirra er sagt á öðr-
um stað hjer í blaðinu. 11
manns komu í Landsspítalann
og 2 í Landakotsspítala til að
fá gert að minniháttar sárum.
En margir munu hafa farið til
lækna, eða fengið gert að sárum
sínum í heimahúsum.
Einn ofbeldismanna, sem
hvað eftir annað hafði gert að-
súg að lögregluþjóni á Austur-
velli og ljet ekki segjast, fjekk
: táragas úr táragasbyssu framan
í andlit sjer. Hentist hann í loft
upp og fjell síðan á völlinn, en
stóð upp eftir augnablik og
hljóp út á götuna og baðaði
.höndunum. Var hann studdur
i brott af lögregluþjóni og öðrum
, sem þarna voru nærri og kom-
ið undir læknishendi.
Slúðursögur kommúnista.
Kommúnistar breiddu þá sögu
út um bæinn i gærdag, að iög-
reglumenn hefðu barið 13 ára
pilt með kylfu og sært hann til
ólífis. Þarf ekki að taka það
fram, að þetta var slúður eitt,
sagt í því skyni, að æsa fólk
upp gegh lögreglunni.
Á öðrum stað hjer í blaðinu
er sagt frá skrílslátum í gær-
kveldi.
iiiiMiHKiKiimiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiMimiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiui
I Menningarplágan I
mikla
I í shirting eða skinn- \
I bandi er tilvalin.
Fermingargjöf.
| Fæst hjá bóksölum og i
I Hirti Hanssyni, Banka- 1
§ stræti 11. Sími 4361. — 1
| Náttúrulækningafjelag I
íslands.
IIIKKIMIIMMIMIMIIIlm*IMI»M»im»MIKK*K'Kmi«llim*«
tmMIMIIMimimUMIIIMMIIMIIMIIIIMMMIMMtllllllMIMir
| Kaupam í
gamla málma
Brotajárn (pott)
Eir
i Kopar j
í Zink I
H/F
Ánanaustum
Samþykt Alþingis
Framh. af bls. 1
rætt fyrst á mánudagskvöldið
í útvarpinu og síðan í 10 klst.
í fyrradag. Var þessi lengd
umræðunnar samþ. af miklum
meiri hluta þingmanna (25:11). |
Þessum úrslitum vildu komm-1
I
únistar ekki hlíta og tóku að
æpa eins og fyrri daginn. Var
alveg sama þótt forseti læsi upp
37. gr. þingskapanna, þar sem
slík takmörkun á ræðutíma og
umræðu er heimiluð. Kváðust
kommúnistar ekki vilja hlita
þingsköpum. Missti Einar Ol-
geirsson algjörlega stjórn á
skapi sínu í þriðja skipti á
þremur dögum.
Sneri hann sjer að forsætis-
ráðherra og hrópaði: „Þú ert
aumingi af því að þú ert upp-
bótarþingmaður!"
í ofsa sínum athugaði E. O.
ekki að flestir kommúnistaþing
mennirnir eru uppbótarþing-
menn, þar á meðal höfuðpaur-
inn Brynjólfur Bjarnason. —
Höfðu þingmenn við orð að rétt
væri að leiða þennan tauga-
óstyrka mann út úr salnum,
sem hafði margbrotið þing-
sköpin í þessum umræðum.
Höguðu þingmenn kommúnista
sjer eins og götustrákar og
orguðu hver í kapp við annan
ókvæðisorðum að ráðherra, for
seta og einstakra þingmanna.
Þingmaður sá, sem lengst
hefir setið á Alþingi eða rúm
30 ár, Pjetur Ottesen, ljet þess
getið við Morgunblaðið að
hann hefði aldrei sjeð aðra
eins framkomu í þingsölum og
kommúnistar leyfðu sjer í
í.gær. —
Ljet E. O. sjer samt að lok-
um segjast og siðaðist nokkuð.
lögðu til að breytingartillógur,
sem fyrir lágu frá kommúnist-
um, Gylfa og Hannibal og
Skúla Guðm. og Hermanni Jón
assyni, yrðu allar feldar.
Bentu þeir á að flest efnis-
atriði tillagnanna fælust í sjálf
um sáttmálanum. Þjóðarat-
kvæðagreiðslu töldu þeir óþarfa
og óheppilega og skapa rangt
fordæmi. Enda hefðum við á-
kveðið að ísland gerðist stofn-
aðili að sáttmálanum, sem verð
I ur undirritaður 4. apríl n. k.,
, og því ekki hægt að láta þjóð-
I aratkvæði fara fram fyrir þann
tíma.
i Atkvæðagreiðslan.
j Klukkan rúmlega 2 var um-
(ræðunni lokið og hófst þá at-
kvæðagreiðslan.
i Fyrst kom til atkvæða breyt
ingatillaga frá Skúla Guð-
mundssyni og Hermanni Jónas-
syni um þjóðaratkvæðisgreiðslu
, Var hún felld með 36:16 atkv.
I Breytingatillögur Gylfa og
jHannibals sem lýst var í blað-
inu í gær voru feldar með 36:16
atkv.
Að lokum kom sjálf þings-
ályktunartillagan til atkvæða
og var hún samþykkt með 37:13
atkv., tveir þingmenn greiddu
ekki atkvæði,
Með voru allir Sjálfstæðis-
menn 19, 7 Alþýðuflokksmenn
og 11 Framsóknarmenn.
Á móti voru 10 kommúnistar
ásamt Gylfa, Plannibal og Páli
Zophoniassyni. — Hermann
Jónasson og Skúli Guðmunds-
son greiddu ekki atkvæði.
Umræðurnar
Ólafur Thors, framsögumað-
ur meiri hluta utanríkismála-
nefndar tók fyrstur til máls.
Kvað hann meiri hlutann líta
svo á, að samningur sá, sem
hjer lægi fyrir, væri í algeru
samræmi við sáttmála Samein
uðu þjóðanna, þar sem einungis
er um að ræða, að aðilar hans
bindist þeim samtökum. sem
ráð er fyrir gert í 51. gr. þess
sáttmála. Bæri íslandi tvímæla
laust að skipa sjer í flokk með
þeim ríkjum, sem koma vilja
í veg fyrir árásir, ef ekki fylgja
því óeðlilegar skuldbindingar
fyrir þjóðina. Samkvæmt Norð
ur-Atlantshafssamningnum hef
ir hver aðili sjálfur úrskurða-
vald um það, hver framlög
hans verði, ef til kemur. — I
samningnum fælist ekkert, sem
skyldi samningsaðila . til
að hafa erlendan her í landi
sínu á friðartíma. Ennfremur
væri samningsaðilum ljós sú
sjerstaða íslands, að íslending
ar væru vopnlaus þjóð og gætu
því ekki sagt neinni þjóð stríð
Frh af bls. 5.
kostir þessir fylgi henni um ó-
farið æfiskeið.
I kvöld verður henni haldið
heiðursgildi að Hótel Borg. —
Fyrir.þeim fagnaði standa þakk
látar mæður og vinkonur. Það
er örlítill þakkarvottur fyrir svo
margar sólskinsstundir, er hún
hefur veitt konum þessum á
erfiðum augnablikum.
Þó að svo sje frá málum þess-
um gengið, að karlar sjeu útilok
aðir, og ekki gjaldgengir að
hófi þessu, og geti ekki tekið í
hendina á „ljósu“, á þessum
heiðursdegi hennar, þá hafa
þeir einnig þakkir fram að færa
og ekki síst þær óskir, að hinar
ungu ljósmæður. þær ókomnu,
megi feta í fótspor frú Helgu,
oe annara ágætra Ijósmæðra. er
nú starfa í landi þessu og megi
þær vita, að einmitt þetta starf
er tignarstaða. og tignarstarf,
sem krefst hins besta af hverj-
um þeim, sem takast það á
hendur.
Oe meei þeim aiiðnast, að
stsrfn af iafnmikilli fórnfýsi og
með jafnmiklu láni og frú
Helga hefur gert.
J. Sveinsson.
á hendur.
Hermann Jónasson, tramsögu
maður fyrsta minnihluta, gerði
því næst grein fyrir sjerstöðu
sinni. Var afstaða hans loðin.
líkt og hjá Gylfa, þ. e. hann virt
ist bæði vera með og móti þátt-
töku íslendinga í bandalaginu.
Einar Olgeirsson talaði næst
og vildi fella þingsályktunar-
tillöguna.
Ráðherrarnir, Stefán Jóhann
Stefánsson og Eysteinn Jónsson
Herfogi dæmdur
ANSBACH — Karl Edward,
hertogi af Saxe-Coburg og dótt-
ursonur Victoriu drottningar,
var nýlega dæmdur í Þýska-
landi fyrir stuðning við nasista.
Hann var dæmdur í 1,000
sterlingspunda sekt og 18 mán-
aða fangelsi, en varðhaldsvist
hans dregin frá fangelsisrefs-
ngunni. — Reuter.
85 ára:
Einar F. Jónsson
EINAR FINNUR JÓNSSON er
fæddur 31. mars 1864 að Hunda
stapa í Hraunhreppi, Mýra-
sýslu. Sonur Jóns Finssonar,
bónda þar, og konu hans, Mar-
grjetar Vigfúsdóttur, ljósmóð-
ur. Þar ólst hann upp í hópi
glæsilegra systkina, sem öll
voru svo söngelsk, að af bar,
og þótti þar borgið hverjum
mannfagnaði, sem Hundastapa-
syskinin voru saman komin.
Einar stundaði búskap og
einnig sjósókn á opnum bátum, i
eins og þá var siður og þótti
víkingur til allrar vinnu, svo
voru afköstin mikil. Seinna fór
hann að fást við steinsmíði, og
varð það lífsstarf hans. Þau eru
ófá húsin, bæði hjer í Reykja-
vík, í Borgarnesi og vestur um
sveitir, sem Einar hefur lagt
hönd að, eftir að farið var að
byggja úr steini.
Lengst af var Einar búsettur
í Borgarnesi eða nær fjóra ára-
tugi. Þar bjó hann alltaf í sama
húsinu ásamt konu sinni, Vil-
borgu Oddsdóttur sem látin er
fyrir nokkrum árum. — Mai’gir
gamlir Reykvíkingar rötuðu þá
heim að húsi Einars, ef þeir
áttu leið um Borgarnes og gott
var að finna hlýja gestrisni á
hinu framúrskarandi snyrtilega
heimili þeirra hjóna.
Lífið hefur- lagt fyrir Einar
margar og þungar prófraunir,
sem hann hefur staðist með
þeim árangri, sem drengskap-
armönnum einum og hetjum er
unt. Nokkru áður en þau hjón
fluttu alfarin hjeðan úr Rvík,
mistu þau t.vær stálpaðar dæt-
ur með örstuttu millibili. Stjúp-
sonur Einars, sem svo miklar
vonir voru tengdar við, vegna
gáfna hans og fagurrar söng-
raddar. mist.i ungur heilsuna
og fjell fyrir sigð hins hvíta
dauða, Iöngu fyrir aldur fram.
Dóttur sína, sem annaðist hús-
baldið með föður sínum. eftir
að heilsu Vilborgar tók að bila.
misti hann einnig eftir mikla
vanheilsu. Nú er ekki eftir af
ástvinahópnum nema ein dóttir,
sem um langt árabil hefur ver-
ið sjúklingur á Vífilsstaðahæli
og er þrotin að heilsu, en hef-
ur hlotið einkenni þessa merka
fólks. trveðina og skapfestuna
og með frábæru viljaþreki tekst.
benni enn að heimsæk.ja föður
sinn oiz gleðja hann með um-
hyggju sinni.
Fínar er kát.ur oe hress í máli
brátt fyrir þennan háa aldur og
heldur sálarkröftum óskertum
og væru honum allir ve<nr fær.
ir enn, ef ■úónin hefði ekki bil-
að. og er hann nú naer blindur.
Fínar dvpbir nú' á Flli- ncr hínVr
nnarheimilinu Gmnd í Ro-rkia-
m'k ov veif, ieg að margiir renn-
ir hlvium hu?a til be=rd mæt->
manns á þessu merkisafmæli
hans.
fSiorvU; vimib Jecr hpVVp þier
alla þína trveð off alt, gott,
Oor*Tol1 Irnnn’ngi.
Frarnh. af hls. 5.
hafa verið á seinni árum.
Þarna fengu starfsmenn hinn-
ar svörtu listar að njóta sín, enda
hefur Magnús sýnt það og sýnir
enn i dag, hversu listfengur og
góður prentari hann er. Magnús
hefir alla þá hæfileika, sem góð-
ur prentari þarf að hafa, list-
fengi, nákvæmni, vandvirkni og
„kann að fara að öllu hægt og
rólega, en láta það ganga liðugt“.
Það sýnir sig nú, þegar hann á
að fara að hætta störfum, vegna
aldurs og forstjóri Ríkisprent-
smiðjunnar Gutenberg býður
Magnúsi að halda áfram störfum
sem prentari, því að ekki ber
hann ellina utan á sjer. Hann er
ljettur á sjer sem maður á besta
skeiði og er enn í dag eins og
hann var fyrir fimmtán árum,
þegar jeg kyntist honum fyrst.
Annars hefur Magnús- unnið
þrenn óskyld störf um æfina og
þau öll samtímis, það er sem
prentari, sýningarstjóri í Gamla
bíó og svo stundað laxveiði, en
það er kannske ,.sport“. Lax-
veiði hefur Magnús stundað jafn
lengi og prentverk og verið ,af-
bragðs vel fiskinn og er hann því
eflaust elsti laxveiðimaður lands-
ins. Um vorið, er hann hóf prent-
nám, fór hann fyrstu veiðiförina
með Lúðvík heitn Lárussvni, en
þá var það „ekki heiglum hent“
að fara í veiðiför. Hesta áttu ekki
nema þeir ríkustu, reiðhjól þekt-
ust varla nema af afspurn og bif-
reiðar voru alls ókunnar, svo að
það var ekki nema um eiít. að
velja, og það vair að fara á
tveimur jafnfótum, ganga fram
og til baka. Það hefur því eflaust
oft verið erfitt ferðalag, begar
vel veiddist, að drösla veiðinni í
pokum á bakinu t. d. ofan frá
Hólmsá og til Reykjavíkur, í
hvernig veðri sem var, en versti
annmarki á laxveiðum í þá daga
var sá, að enskir herramenn
höfðu allar bestu laxveiðiárnar
á leigu svo að ekki var nema um
minni árnar að ræða, sem lítill
eða enginn lax var í. Sem betur
fer er það breytt núna, þvi að
ekki fá nú aðrir en íslenskir veiði
menn og meðlimir Stangaveiði-
fjelagsins veiðirjettindi í bestu
ám landsins að njóta þess ,sports‘
sem Magnús segist eiga að þakka
hversu hraustur hann er á sál og
líkama. Magnús er enn í dag eins
brennandi áhugafullur fyrir lax-
veiðum og hann var fyrir 54 ár-
um, er hann dró fyrsta fiskinn.
Þ. 2. nóv. árið 1914 rjeðst
Magnús dyravörður til Petersen,
er starfrækti Gamla bíó í „Fjala
kettinum“ og tveim árum seinna
varð hann sýningarstjóri hjá Pet-
ersen. Er Magnús var sýningar-
stjóri, mátti heita að hvert ein-
?ö?Sá|al mm undir-
sðmmiigmn
WASHINGTON, 30. mars. —
Talsmaður bandaríska utanrik-
isráðuneytisins tjáði frjetta-
mörtnum í dag, að ráðuneytinu
hefði nú borist tilkynning um,
að Portúgal mundi verða meðal
þeirra landa, sem undirrita At-
lantshafssáttmálann næstkom-
andi mánudag. — Reuter.
| asta mannsbarn, sem kom í kvik
| myr.dahús elskaði hann, eða svo
var að heyra, þegar hann gekk
gegnum áhorfendasalinn inn í
j sýningarherbergið en þannig var
j húsum háttað í „Fjalakettinum",
því að húrrahrópin og klappið
ætluðu aldrei að linna. Frá byrj-
un fvrri heimsstyrjaldar til bvrj-
un síðari heimsstyrjaldarmnar
eða í þau sljett 25 ár, sem Magn-
ús var sýningarstjóri, má beita,
að hann hafi unnið frá því kl. 7
á morgnana til kl. 11 á kvöldin
allt árið um kring
Af þessum óglöggu og fátæk-
elgu orSum má sjá, að ekki hef-
ur Magnús verið iðjúlaus þau fáu
ár, sem menn lifa á þessari jörð.
Magnús er kvæntur hinni góðu,
glæsilegu og dugmiklu konu, Jó-
hönnu Jóhannesdóttur Zoega, og
hafa þau verið mjög sambent að
hlvnna að börnum sínum og
heimili, enda ber það merki um
glæsileik og hlýju.
i Lífðu vel og lengi
„Mangi í Leiti11 Fr. Á.