Morgunblaðið - 31.03.1949, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 31. mars 1949-
MORGU V BLAÐIÐ
7
BLÓÐSLTHELLilMGAR YFIRVOFAMDI
ÞEGAR LÖGREGLAM DREIFÐI L¥ÐMUIH
ALLMIKILL mannfjöldi byrj-
aði að safnast saman fyrir fram
an Alþingishúsið skömmu fyr-
ir hádegi í gær og um 1 leyt-
ið var orðið fult af fólki í
Kirkjustræti og nokkuð inn á
Austurvöll. Var þetta friðsamt
fólk. Nokkur hundruð ungir
menn höfðu tekið sjer stöðu
fyrir framan aðaldyr Alþingis-
hússins og munu þeir hafa ætl
að sjer að vera til aðstoðar, ef
skríll gerði tilraun til að ráð-
ast að húsinu.
Veður var hið besta og :nun
það nokkuð hafa ráðið aðsókn
manna að Austurvelli. Mátti
greinilega sjá, að fólk bjóst
ekki við óeirðum, þvi innan um
mannfjöldan voru konur með
smábörn sjer við hlið, eða ak-
andi barnavögnum. Mikið bar
á unglingum og jafnvel smá-
krökkum innan um mannfjöld
ann. Enda höfðu sumir skóla-
stjórar gefið frí í skólunum
en kennarar skrópað úr tímum
í öðrum skólum.
Útifundur við
Miðbæjarbarnaskólann
Kommúnistar höfðu boðað til
útifundar í Lækjargötu klukk
an 1, í nafni Dagsbrúnar og
Fulltrúaráðs verklýðsfjelag-
anna. Þar safnaðist saman tals
verður hópur, en fundurinn
var stuttur og stóð ekki nema
í 10 mínútur. Þar gerðu kom-
múnistar þá samþykt, að krefj
ast skyldi þjóðaratkvæða-
greiðslu með köllun við Al-
þingishúsið og síðan hjeldu
fundarmenn þangað. í broddi
fylkingar voru forsprakkar
kommúnista . og skrílkór
þeirra, en aðrir fundarmenn
fylgdu í humátt á eftir.
Friðsamir borgarar
á Austurvelli
Með tilliti til útifundarboðs
kommúnista, en til fundarins
hafði verið boðað án leyfis
lögreglustjóra, gáfu formenn
^þriggja þingflokka, þeir Olafur ’
Thors formaður Sjálfstæðis-
flokksins, Stefán Jóhann Stef-
ánsson formaður Alþýðuflokks
ins og Eysteinn Jónsson formað
ur þingsflokks Framsóknar-
flokksins, út fregnmiða, þar
sem friðsamir borgarar voru
kvattir til að koma á Austur-
völl og sýna, að þeir vildu leyfa
Alþingi að hafa starfsfrið. —
Samskonar auglýsing var lesin
í hádegisútvarpi. Munu margir
hafa orðið við þeirri áskorun.
Kommúnistar hefja ólæti
Þegar kommúnistar komu
af útifundi sínum að Alþingis-
húsinu sáu þeir brátt, að þar
voru fyrir þúsundir manna,
sem ekki voru á þeirra máli,
og að þeim myndi ekki greiður
aðgangur að þinghúsinu. Sjálf
ir tóku þeir þá það ráð, að
dreifa sjer innan um mannfjöld
ann í smáhópum. Stærstur
þeirra hópa tók sjer stöðu á
Austurvelli, beint fyrir fram-
an aðaldyr þinghússins. — Hófu
kommúnistar brátt upp org
mikil og óskiljanlegar rokur.
Frósögn sjónorvotta
af atburðunum í gær
En nokkru austar var klapplið
og öskurkór kommúnista og
svonefndra „þjóðvarnarmanna“
Þeir hófu upp söng við og við
og æptu ,,þjóðaratkvæði“.
Fólkið hlær
í fyrstu hlógu menn almennt
að þessum öskrum kommúnista
en þeir espuðust við og endur-
tóku org sín um „þjóðarat-
kvæði“.
Þegar öskurhrotan var bú-
in í hvert skifti, rjettu kom-
múnistar og fylgifiskar
þeirra upp hendurnar til að
sýna ,að þeir væru með þess
ari kröfu. Til þess að láta,
sem mest á því bera, að þeir
greiddu atkvæði með, rjettu
flestir upp báðar hendur í
einu.
En þrátt fyrir bað voru
vart meira en tvö til þrjú
hundruð hendur á lofti og
allur fjöldinn brosti sem
fyr-
Reyndu þá kommúnistar að
hefja upp ættjarðarsöngva og
tók mannfjöldinn undir, en þá
brá svo við að „forsöngvar-
arnir“ kunnu ekki nema
fyrsta erindið i hverju Ijóði.
Alvarlegar óeirðir
Tveir af forsprökkum komm-
únista, Björn Bjarnason og
Stefán Ögmundsson, reyndu að
fá inngöngu í þinghúsið og sógð
ust vera með samþykkt frá 10
mínútna útifundinum. — Þeir
fengu að fara inn, og komu
skjali sínu til Sigurðar Guðna-
sonar. Stóðu þeir um hríð við
dyr Alþingishússins er þeir
komu út aftur, en fundu
brátt, að þeir vöru ekki innan-
um sína rnenn og hafði annar
á orði, að betra væri að færa
sig í hinn hópinn. Var þeim
leyft það óáreittum.
Grjóthríðin hefst
Á þriðja tímanum tóku kom-
múnistar þeir, sem höfðu tekið
sjer stöðu á Austurvelli, gegnt
aðaldyrum þinghússins, að
kasta eggjum, torfi og mold,
sem þeir hnoðuðu eins og snjó-
bolta, að fólkinu, sem stóð næst
þinghúsinu, og brátt hófu þeir
grjótkast. Meðfram gangstig-
unum á Austurvelli er hlaðið
upp hraungrýti. Grjót þetta
rifu ofbeldisseggirnir upp og
köstuðu að gluggum þinghúss-
ins og einnig í mannfjöldann,
sem næst húsinu stóð. Brotn-
uðu þá margar rúður í glugg-
um þinghússins og meira að
segja skrifstofu forseta íslands.
Einn maður reif upp hellu úr
gangstjett og grýtti henni að
lögreglumannahóp, sem stóð
fyrir utan þinghúsið. Mun sú
hella hafa lent í Agústi Jóns-
syni frá Varmadal, rannsókn
arlögreglumanni, en minstu.
munaði að það högg riði hon-
um að fullu. Liggur hann nú
þungt haldinn í Landspítal-
anum með heilahristing og
höfuðkúpubrotinn.
Merki gefið í hátalara.
Á meðan á þessum óeirðum
stóð voru margar rúður brotn-
ar í þinghúsinu, en atkvæða-
greiðslu var þá að ljúka. Alt í
einu heyrðist í hátalara og kom
hljóðið frá jeppabíl. Þar voru
þeir Stefán Ögmundsson og
i Tryggvi Pjetursson komnir. —
j Tilkyntu þeir í hátalara, að Al-
I þingi hefði felt að þjóðarat-
Arás á skrifstofu forsela fslands
Neðri rnyndin sýnir brotnar rúður í gluggum skrifstofu forseta Islands á neðri hæð Aíþingis
hússins. Á efri myndinni sjest grjót í gluggaki itunni inni í skrifstofunni. — Ljósm. ÓI. K. M,
kvæði skyldi fara fram uiyr-múi
ið, og reyndu • að • æsa'fólkíð
með slagorðum. En þeir -v©3~«
brátt stöðvaðir af lögreglunBÍ.
Æpti þá Stefán Ögmundsson
að þingmenn -sósíalista væja*
fangar í þinghúsinu. ’Við'"þtrð
espaðist skríll kommúnista u:m
allan helming og hóf a.o -kalU
nafn Einars Olgeirssonar, on
árásarsveit þeirra hóf grjótkasit
af meira móði en fyr.
Þótti nú sýnt, að ef ekM
yrði komið í veg fyrír grjót-
kastið, myndi koma tií blóðs
úthellmga og gaf lögreglhti-
stjóri þá fyrirskipinrmrMf'd#
dreifa mannfjöldanum. Fyrst
tilkynntu lögregluþjónar
fófkinu, að það yrði að ha>A
sig á brott, en bví var ek&i
hlýtt, og mun enda haia
heyrst illa til lögreglumanna.
Gerðu lögreglumenn þá útráa
með kylfum og varalið lögregl-
unnar kom út úr þinghásirm
lögreglumönnunum til áðstoð-
ar. Dreifðist þá fólkið nokkuð,
en allmargir reyndu að veita
lögreglunni viðnám. Þegar sý;át
þótti að ekki myndi ta'kast ftð
dreifa mannf jöldanum með kyíi
unum, var gripið til táragass.
Eftir að lögreglumenn byrj-
uðu að kasta táragasi dreifðist
mannfjöldinn á nokkrum mín-
útum af Austurvelli, en reyndi
nokkrum sinnum að sækja
aftur, en varð jafnan að hörf-a,
undan táragasinu.
Trjegirðingar rifnar.
Nokkrir ofbeldisseggir reyndot
að rífa upp girðingu úr trje-
rimlum, sem er við Listarr.anno
skálann, og jafnvel rífa iista
utan af húsinu. Á þenna hátt
náðu nokkrir sjer í barefli, en
lögreglan kom fljótt að og gát
stöðvað þessa vopnasöfnun.
Þingménii fara heim.
Þegar lögreglan háfði dreift
fólkinu af Austurvelli með tána
gasinu komu bílar Alþingis-
manna að aðaldyrum, en nokkr
ir fóru gangandi heim. Gekk
það að mestu hljóðalaust fyrir
sig, nema hvað kvensnift nokk-
ur gerði tilraun til að slá til
forsætisráðherra. í sömu and-
ránni var henni lyft af lögreglu
þjónum og hún færð inn í Al-
þingishúsið, farið með hana
gegnum húsið og út bakdyra-
megin og síðan flutt í varðhald.
Önnur kona, sem hafði náð sjer
í kylfu, sem lögregluþjónn hafði
mist, og barði um sig með henni,
fjekk samskonar afgreiðslu hjá
löggæslumönnum.
Leikuriim berst um
miðbæinn.
Allmikið af fólki lagði nú
leið sína að lögreglustöðmni i
Pósthússtræti, er sýnt var að
ekki var vært lengur við Aust-
urvöll. Var gerð tilraun :ii að
gera aðsúg þar, en fólkinú var
brátt dreift með táragasi á ný.
Var það tiltölulega stutt
stund, þar til ró var kor.iin á
í bænum að mestu.
Við Austurvöll safnaðist
krakka og unglingaskari síðar
Framh. á bls. 8.
.1