Morgunblaðið - 08.04.1949, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.04.1949, Blaðsíða 1
16 síður 36. argangur. 82. tbl. — Föstudagur 8- apríl 1949. Prentsmiðja Morgunblaðsins Bæjarstjórn vítir skrílsæði kommúnista rjef „fíno fólksms“ • jr 1 ® *• ið i leitirnar Ólafur Thors mælir með samþykki þingdeildartnnar til málshöfðunar. í BYRJUN fundar Neðri deildar Alþingis í gær, lýsti for- seti, Barði Guðmundsson, því yfir að sjer hefði borist brjef um það að deildin veitti þeim Gylfa Þ. Gíslasyni, Einari Ólafi Sveinssyni, Pálma Hannessyni, Klemenz Tryggvasyni og Sig- urbirni Einarssyni heimild til þess að höfða mál gegn Ólafi Thors fyrir ummæli hans er fjellu í þingræðu þann 31. mars s.l. -—• Kvað forseti þessa beiðni mundu sæta þinglegri meðferð. Kvaddi prófessor Gylfi sjer hljóðs og ætlaði að fara að ræða ,,brjef“ þeirra fimmmenning- anna- En forseti lýsti því yfir að e'rigar umræður um það yrðu látnar fram fara að sinni. Þótti prófessornum það súrt í brotið. Álit Ólafs Thors Af þessu tilefni náði blaðið tali af Ólafi Thors. Hann sagði: Með því að endurtaka um- mæli mín utan þinghelginnar, taldi jeg mig hafa veitt „fína fólkinu“ þá aðstöðu til að höfða mál gegn mjer, sem það ljetst óska eftir. Sje þetta ekki full- nægjandi er jeg reiðubúinn til að endurtaka enn þessi ummæli svo oft sem þurfa þykir. Telji hæstv. forseti Nd., að samt sem áður sje rjett að leita samþykkis deildarinnar, mun jeg skora á flokksbræður mína í deildinni að veita sitt sam- þykki. Hervarnarráðherrar á fundi í Haag HAAG, 7. apríl. — í dag hófst í'Haag fundur hervarnaráð- herra meðlimalanda Brússel- bándalagsins, Bretlands, Frakk lands og Beneluxlanda. Þetta er fjórði fundur ráð- herranna frá því stofnað var til bándalagsins. A. V. Alexander, hermála- ráðherra er fyrir bresku full- trúunum á fundinum. — Reuter Ágætur a!!i í Eyjum Vestm.eyjum í gær. EFTIR öllum sólarmerkjum að dæma, eru líkur til, að vertíðin í Eyjum verði góð að þessu sinni. Netavertíð stendur nú sem hæst og er afli með ágæt- um. Hæsti bátur í dag var með um 3,500, en fiskurinn er stór og lifrarmikill og fara um 120 —150 í tonnið. Aflahæsti báturinn á vertíð- inni er með um 375 smálestir. VASSILIEVSKI marskálkur, sem kallaður hefir verið ,,stjörnu“ hershöfðinginn, vegna þess hve hann hefir margar orður, sem minna helst á Göring forðum daga. „Stjörnu“ hershöfðinginn var nýlcga skip aður hermálaráðherra Rúss- lands. Jálning Sleinþórs ■ STEINÞÓR Guðmundsson ját aði í gærkveldi á fundi bæjar- síjórnar, það sem lýðræðisflokk arnir í landinu hafa hvað eftir annað bent á, að kommúnistar muni reyna að brjótast hjer til valda með ofbeldi, að hætti trú bræðra sinna fyrir austan járn- tjald. En Steinþór bætti því við, að til þessa myndi ekki koma fyrr en hann og hans flokks- menn sjá sjer færi á. Leynistorfsemi komm- únista í Danmörku er mjög vel skipulögð Einkaskeyti til Mbl. KAUPMANNAHÖFN, 7 .apríl. — „National Tidende“ hefur aflað sjer ýmissa gagna, sem blaðið nú hefur birt um leyni- starfsemi danskra kommúnista og undirbúning skjótra að- gerða, eftir fyrirskipunum frá Moskvu. Er frá því skýrt, að ýmsar leynilegar upplýsingar, sem hægt er að grípa til fyrir- varalaust, sjeu geymdar í sjerstökum spjaldskrám, sem er gætt af vopnuðum kommúnistaverði. VERKFÖLL OG SKEMDARVERK Ein spjaldskrá er þannig til yfir starfsemi allra flokks meðlimanna, en þessi skrá kemur sjer einkar vel, er skipuleggja þarf verkföll og skemmdarverk. — Önnur spjaldskrá fjallar um þá kommúnista, sem cru í op- inberum embættum og geta komist yfir leyndarmál, sem hægt er að nota í pólitísk- um tilgangi. Þriðju spjald- skrána liafa kommúnistar Siðferðishagmyadk þeirra gjörspillor Ræðiir OysMiars íiioroddsen gær BÆJARSTJÓRN Reykjavíkur samþykkti í gær á fundi sínum með 11 atkvæðum gegn fjórum atkvæðum kommun- ista, að fordæma atferli þeirra manna er þátt tóku í árás- inni á Alþingi íslendinga og til hennar hvöttu. Flutnings- maður tillögunnar var Gunnar Thoroddsen borgarstjóri og er hún á þessa leið: „Bæjarstjórn Reykjavíkur lýsir megnri andúð á of- bcldisárás þeirri, er gerð var 30. marz s. 1. á Alþingi í því skyni að trufla starfsfrið þcss og hindra löglega kosinn þingmeirihluta frá afgreiðslu máls. Bæiarstjórn- in fordæniir atfcrli þeirra nianna, er tóku þátt í árás- inni, livöttu til hennar eða mögnuðu hana, og settu þannig smánarblett á höfuðborg landsins. Bæjarstjórn- in telur sjálfsagt að þeir verði látuir sæta ábyrgð að lögurn, er sekir reynast. Bæjarstjórnin vottar lögreglu Reykjavíkur traust sitt og viðurkenningu fyrir stillingu og þrek við skyldustörf sín til verndar sjálfræði Alþingis“. skránum. Meðal þessara manna er fólk í áhrifaembættum og jafnvel menn, sem látast vera andkommúnistar, til ýþess að eiga hægara um vik að safna mikilsverðum upplýsipgum. Innan kommúnistaflokksins danska eru vopnaðar deildir, en vopnunum hefur verið smyglað til Danmerkur. Leikfanpúlfluíningur LONDON, 7. apríl. — Skýrt var frá því hjer í London í dag, ioks yfir þá menn, sem a að Bretar hefðu síðastliðið ár flutt út leikföng fyrir um 3.250,000 sterlingspund. — Um fjórði hluti þessa útflutnings fór til dollaralanda. —- Reuter að handtaka, ef Rússar gera innrás í Danmörku. Nöfn ákveðinna leynilegra flokksmanna eru ekki í spjald- Borgarstjói'i fylgdi tillögunni úr hlaði með stuttri ræðu. Fór- ust honum orð á þessa leið. Einsdæmi í sögu íslendinga Þeir alvarlegu atburðir gerð ust hjer í Reykjavík miðviku- daginn 30. mars síðastl., að reynt var með ofbeldi að trufla störf Alþingis íslend- inga og hindra afgreiðslu á- kveðins þingmáls með grjót- kasti á alþingishúsið og inn í sjálfan þingsalinn, þar sem at- kvæðagreiðsla fór fram. Slík ofbeldisárás á löggjafar- þing þjóðarinnar er einsdæmi í sögu íslendinga. Þetta er alvar- legra mál en það, þótt rúður þinghússins brotni, þingmenn hljóti meiðsl, lögreglumönnum sje misþyrmt. Þetta er tilræði við sjálft Alþingi og sjálfstæði, tilraun til þess að knýja með hótunum og ofbeldi löglega kjörinn, meirihluta Alþingis til þess að. greiða atkvæði g'egn sannfæringu sinni- Þessi ofbeld- isárás hefir sett smánarblett á höfuðborg landsins, bæði innan- lands og utan. Ofbeldið fordæmt Þegar bæjarstjórn Reykja- víkur kemur nú saman til fyrsta fundar eftir þessi ein- dæma tíðindi, tel jeg henni skylt að vita harðlega og for- dæma framferði þeirra ofbeldis manna, er hjer voru að verki og þeiria manna og þess flokks er stýrðu árásinni, mögnuðu hana og á bak við ofbeldið stóðu. — Jafnframt tel jeg skylt að votta þeim starfsmönn um bæjarins viðurkenningu, sem gegndu þarna skyldustörf- um með trúmennsku, stillingu og þreki, lögreglu Reykjavík- ur. Kommúnistar bera ábyrgðina Það er vitað, að kommúnista- flokkurinn, sem nefnir sig Sameiningarflokk alþýðu, sósíal istaflokkinn, ber höfuðábyrgð á þessu tilræði. Málgagn hans, Þjóðviljinn, hafði vikum sam- an æst fólk til ofbeldisverka. krafist þess, að yfirgnæfandi meirihluti alþingismanna væri hindraðir frá afgreiðslu Atlants hafssáttmálans. Ymsir höfuð- paurar flokksins, jafnvel úr tölu bæjarfulltrúa. voru á vett- vangi með gjallarhorn, til þess að stjórna atlögunni. En eitt hafa þeir til gagns gert með atferli sínu, þeir hafa sjálfir lagt fram nýja sönnun þess, að þeir hlíta ekl^i starfsháttum lýðræðis og skoðanafrelsis, að þeir eru ofbeldinu einu trúir og reiðubúnir að grípa til þess með fögnuði, hvenær sem þeim þykir henta. „Saklausir unglingaru Þegar borgarstjóri hafði lok- ið ræðu sinni, ruku bæjarfull- trúar kommúnista upn hver af öðrum með miklu írafári, 'ig- fús Annes, fyrstur. Kvað hann Frh. á bls. 2. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.