Morgunblaðið - 08.04.1949, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.04.1949, Blaðsíða 6
f f 6 MORGUNBLAÐIÐ Hálfdán Hálfdánsson Minningarorð ÞANN 2. þ. m. andaðist á Landsspítalanum Hálfdán Hálf dánsson framkvæmdarstjóri frá Búð í Hnífsdal. Útför hans fer fram í dag frá Kapellunni í Fossvogi. Hálfdán vaf fæddur 13. apríl 1878 í Miðdal í Bolungarvík. Var hann því tæplega 71 árs er hann ljest. Foreldrar hans voru Hálfdán Örnólfsson hreppstjóri og út- vegsbóndi og kona hans Guð- rún Níelsdóttir. Hálfdán Hálfdánsson tók snemma að stunda sjó eins og títt var um unga menn í Bol- ungarvík. Gerðist hann korn- ungur formaður og þótti þeg- ar harðfengur sjómaður og aflasæll. En hugur Hálfdáns stóð til meiri sóknar. Hann vildi geta sótt á dýpri mið. Þessvegna fór hann á Stýrimannaskölann og lauk þaðan skipstjóraprófi aldamótaárið. Hóf síðan sjósókn á ný og eignaðist nokkrum ár- um síðar vielbát, sem hann ■gerðist sjálfur skipstjóri á. Flugurinn var allur við sjósókn og sjómennsku. Farnaðist Hálf- dáni sjómennskan ætíð vel, hvort sem hann stjórnaði ára- skipi eða vjelbát. Hafði hann nú flutt sig inn í Hnífsdal og reist bú í Búð. Kvæntist hann árið 1903 Ingibjörgu Halldórs- dóttur, Halldórs Pálssonar út- vegsbónda í Búð, gáfaðri og á- gætri konu ,sem jafnan stóð með sæmd við hlið hins um- svifamikla bónda síns og ann- aðist hann með ástríki og um- hyggju eftir að hann hafði fyr- ir alvöru kennt dauðameins síns á s. 1. sumri. í Búð gerðist Hálfdán um- svifamikill athafnamaður. Hann stundaði þaðan sjó, rak fisk- verkunarstöð og fiskverslun í stórum stíl. En hann ljet sjálfa jörðina ekki verða út undan. Bætti hann tún hennar stórum og húsaði hana af myndarskap. Mun Búð jafnan bera svip at- hafna hans þar. Hálfdán í Búð ljet ekki árin að baki sjer hamla framkvæmdum sínum. Árið 1942 ákvað hann að leggja inn á nýtt athafnasvið. Þá hófst hann handa um byggingu hrað- frystihúss á ísafirði. Honum var ekki að skapi að dragast aftur úr. Hann vildi fylgjast með tímanum. Þessvegna var honum fjarri skapi að draga saman seglin þótt lífsstarf hans væri ærið orðið í byrjun sjö- unda áratugs æfi hans. Árið 1944 var hraðfrystihús hans á Isafirði komið upp og tekið til starfa. Hafði hann sjálfur á hendi framkvæmdarstjórn þess og var lífið og sálin í öllum rekstri þess. Hafði hann nú flutt heimili sitt til ísafjarð- ar. Á s. 1. sumri, í þann mund, sem hann varð sjötugur, hóf Hálfdán enn undirbúning að nýjum framkvæmdum. Hugð- ist hann nú byggja fiskaðgerð- arstöð við frystihúsið. Einnig hafði hann haft uppi ráða- gerðir um að byggja þar fiski- mjölsverksmiðju. Frá þessum fyrirhuguðu framkvæmdum er nú Hálfdán í Búð, en svo var hann jafn- Hálfdán Hálfdánsson an kallaður, fallinn í valinn. Með honum er genginn einn stórbrotnasti og þróttmesti at- hafnamaður á Vestfjörðum. Megineinkenni skapgerðar hans var stórhugur, óbilandi kjarkur og áræði. Hálfdán undi sjer illa ef ekki var eitthvað helst eitthvað stórt, að gerast í kring um hann. Framkvæmd- ir og barátta var líf hans.og yndi. Þesvegna unni hann sjer sjaldan hvíldar, heldur hjelt starfinu sleitulaust áfram með- an stætt var. Jeg heimsótti Hálfdán á sjúkrahúsið, rjettum hálfum mánuði áður en hann ljest. — Hann var þá hress og reifur, ræddi við mig um áhugamál sín og um heima og geyma. Mjer virtist þá enn vera á hon um hinn hressilegi, karlmann- legi og æðrulausi svipur, sem einkenndi yfirbragð hans. Eftir nokkra daga átti að gera á hon- um holskurð. Enda þótt hann segði mjer að mjög gæti brugð- ið til beggja vona um árang- ur þeirrar aðgerðar, bjóst jeg ekki við að sá fundur yrði okk ar síðasti. En þó honum sjálf- um væri Ijóst, hvernig heilsu hans horfði, var engan bilbug á þessum þróttmikla manni að finna. Hann mætti dauða sín- um með óbiluðum sálarkröft- um, var sterkur í dauðanum eins og öllu lífi sínu og at- höfnurn. Hálfdán í Búð var maður mikill að vallarsýn, herðibreið- ur og þjettvaxinn, kraftalegur og einarður í framkomu. Fas hans gat stundum nálgast að vera hryssingslegt. En allir sem þekktu hann vissu að hann var góður drengur með afbrigð um hjálpfús, tryggur vinum sínum og ekki smátækur nauð- leitarmönnum sínum. Eru þeir ótaldir er hann veitti skörulega aðstoð og liðsinni í vandkvæð- um þeirri. Hjarta Hálfdáns í Búð var hlýtt þótt röddin væri stundum hvöss og ekki farið í launkofa með álit hans á ýmsu því, s(ím var að gerast. Hið hlýja hjartalag þekkja þeir best, sem mest áttu skÍDti við hann. Ingibjörg og Hálfdán áttu ekki börn sjálf. En þau ólu upp fjölda fósturbarna, sem þau unnu eins og væru þau þeirra eigin. Og fósturbörnin unna þeim eins og væru þau afkvæmi þeirra. Við lát fóstur- föður þeirra er þeim mikill harmur kveðinn og sár sökn- uður. Munu þau jafnan minn- ast ástríkis hans með einlægu þakklæti. Það munu börn syst- kina hans, en mörgum þeirra reyndist Hálfdán sem besíi fað- ir, einnig gera. Hin mikilhæfa eiginkona Hálfdáns í Búð, frú Ingibjörg Halldórsdóttir, lifir mann sinn. Hún reyndist honum styrkur förunautur f öllu starfi hans. Hin hógværa og greinda hús- móðir átti ríkan þátt í að gera heimili hins umsvifamikla at- hafnamanns að dvalarst.að, þar sem jafnan ríkti mildi og yf- irlætislaus rausn og höfðings- skapur. Fósturbörn þeirra, aðr- ir venslamenn og hinir fjöl- mörgu vinir og kunningjar Hálfdáns í Búð og heimilis þeirra senda henni í dag inni- legar samúðarkveðjur. I hug- um þeirra allra lifir minning- in um hinn ástríka föður, stór- brotna athafnamann og góða dreng, sem nú hefur verið veitt hvíld eftir langan og umbrota- saman vinnudag. S. Bj. Skipsfjóri dæmdur í Hæstarjeffi í HÆSTARJETTI hefur verið kveðinn úpp dómur í máli skip stjórans og vjelskipinu „Meta“, VE 236, Emil Martin Ander- sen, en varðskipið Ægir tók hann að veiðum á skipi sínu, innan landhelgislínu við Hafn_ arberg 4. júní 1948. Emil .Andersen skipstjóri, játaði þegar brot sitt og var hann daginn eftir dæmdur í lög reglurjetti Reykjavíkur í 29,500 kr. sekt til Fiskiveiðasjóðs ís- landi og afli skipsins og veið- arfæri gert upptæk til sama sjóðs. I Hæstarjetti var fjesektin hækkuð allverulega, eða í 9000 krónur og segir svo í forsend- um dómsins m. a.- Friðrik Ólafsson, skólastjóri Sjómannaskólans, hefur mark- að á sjóuppdrátt stað vjelbáts kærða í íandhelgi, og reyndist hann vera 2,1 sjómílu innan landhelgislínu. Sakaratriðum er rjett lýst í hjeraðsdómi, og varðar brot kærða við refsiákvæði, er þar eru greind, að öðru en því, að ákvæði laga nr. 14, 1948, taka ekki til ákvörðunar fjesekta samkvæmt lögum nr. 45, 1937, þar sem -fjárhæð sekta er mið- uð við gullkrónur. Samkvæmt þessu má stað- festa ákvæði hins áfrýjaða dóms um varðhaldsrefsingu kærða. upptök afla og veiðar- færa svo og um málskostnað í hjeraði. Með hliðsjón af gull- gildi íslenskrar krónu, sem nú er 33,96 þykir fjeskt á hendur kærður hæfilega ákveðin 9000 krónur til Fiskveiðasjóðs ís- lands, og komi varðhald 75 daga í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa. Kærði greiði allan áfrýjunar kostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir Hæstarjetti kr. 500,00 til hvors. Frá aðalfundi Fjelags leikara AÐALFUNDUR Fjelags ísl. leik ara var haldinn s. 1. laugar- dag í Baðstofu iðnaðaimanna. Fundurinn var mjög fjölsóttur. Formaður fjelagsins, Ævar R. Kvaran, gaf skýrslu um lið ið starfsár. í upphafi máls síns mintist hann tveggja fjelaga, er látist höfðu á árinu, þeirra Soffíu Guðlaugsdóttir og Öldu Möller. Var það þungt áfall fyrir fjelagið og leikarastjett landsins er þessar mikilhæfu og glæsilegu leikkonur fjellu frá svo snögglega og á sama ári. Dagana 23.-28. maí s. 1. var háð í Kaupmannahöfn þriðja Norræna leikhúsþingið og mættu þar 2 fulltrúar frá fje- laginu, þau Regína Þórðardótt ir og Þorsteinn Ö. Stephensen. Norska leikara sambandið átti 50 ára afmæli á s. 1. hausti og hafði Fjelagi ísl- leikara verið boðið að senda fulltrúa á há- tíðahöld, sem höfð voru af því tilefni, en ýmissa orsaka vegna varð ekki unt að taka því vin- samlega boði. Fjelagið hjelt þrjár kvöldvökur á árinu, sem þóttu heppnast mjög vel. Fjór- ir leikarar hlutu styrk til utan- farar, einn úr fjelagssjóði og þrír úr „Utanfararsjóði fjelags ins“, en í þann sjóð rennur helmingur tekna fjelagsins, og er árlega veitt úr honum til náms- og kynningarferða utan. Gjaldkeri fjelagsins las upp endurskoðaða reikninga og voru þeir samþykktir. í stjórn fjelagsins voru kos- in: Valur Gíslason, formaður, Valdemar Helgason, ritari og Inga Laxness, gjaldkeri, og voru hin tvö síðastnefndu end- urkosin. Brynjólfur Jóhannes- son var kosinn varaformaður. Fulltrúar til að mæta á fundum Bandalags ísl. listamanna voru kosnir, auk stjórnarinnar, þeir Indriði Waage og Gestur Páls- son. Að loknum aðalfundarstörf- um flutti Þorsteinn Ö. Stephen sen, fróðlegt erindi og skýrslu um þriðja Norræna leikhúsþing ið. Fyrsta Norræna leikhúsþing ið var haldið í Stokkhólmi 1937, og þá samþykkt að halda slík þing annað hvert ár framvegis. Vegna styrjaldarinnar varð þó ekki úr þinghaldi aftur fyrr en árið 1946, en þá var 2. þingið háð í Oslo, og mætti þá í fyrsta sinn fulltrúi fyrir ísl. leikara (Þorsteinn Ö. Stephensen). Þriðja þingið var svo haldið í Kaupmannahöfn á s. 1. vori, og mættu þar tveir fulltrúar frá Fjelagi ísl. leikara, eins og fyrr segir. Næsta (4.) þing verður í Helsinki 1950, en árið 1952 kemur svo röðin að íslandi, ef fært þykir. Það væri mjög æski legt og skemtile'ít að úr því þinghaldi gæti orðið hjer, og ríkir mikill áhugi meðal leik- ara fyrir því máli. Á þinginu í Oslo (1946) var ákveðið að stofna framkvæmdanefnd, er starfaði á milli þinga, og nefn ist hún Norræna leikhúsnefnd- in. Fulltrúi íslands í nefndinni er Þorsteinn Ö. Stephensen. Frá fjel. ísl. leikara. Föstudagur 8. aprll 1949. Nikolína Tómasdéttir m F. 26. okt. 1872. - D. 2 apríl 1949 í DAG er til grafar borin Nikolina Tómasdóttir frá Hafn arfirði Hún var fædd þ. 26. okt. 1872 og því 77 ára að aldri er hún ljest hjer í bænum, þ. 2. april. Nikolina ólst upp á Suð- urnesjum og fædd var hún í Jónsbúð í Hraunum. Móðir hennar var Kolfinna Guðmunds dóttir frá Jónsbúð, en faðirinn Tómas Nicolaisen, var af norsk um ættum. Um aldamótin gift ist Nikolina Bjarna Kristjáns- syni sjómanni frá Vorhúsum í Vogum, og fluttust þau til Hafnarfjarðar árið 1902. Þar bjuggu þau allan sinn búskap, þar til á síðasta áii að þau flutt ust hingað til sonar síns. Allir eldri Hafnfirðingar kannast við hjónin í Fjelagshúsi, en svo nefndu þau Bjarni og Nikolina hús sitt. Þar var allt með. svo viðfeídnum og snyrtilegum blæ að unun var að koma þar, endá hjónin mjög samhent og mynd arleg í verkum sínum. Þau Nikolina og Bjarni eign- uðust tvo drengi. Er annar þeirra Jóhann vjelstjóri, sem lengi stundaði vinnu sína á togurum, en býr nú í Hvera- gerði, giftur Ingibjörgu Guð- mundsdóttur, úr Reykjavík. — Hinn sonur þeirra er Leifur Bjarnason símvirki, sem starfar við sjálfvirku símstöðina hjer í Reykjavík. Hann er giftur Sig urborgu Eyjólfsdóttur frá Hafn arfirði. Hafa þau eignast fjög- ur börn, sem nú sakna mjög sinnar elskulegu ömmu, sem var þeim svo kær. Til þessara hjóna fluttust Bjarni og Niko- lina, bæði farin að heilsu, ei> einkum þó Bjarni, sem verið hefir næstum rúmfastur undan farin ár, enda orðin 88 ára að aldri og lúinn eftir langan og mikinn vinnudag. Fátt lýsir mannkostum Nikolinu betur en það, með hve mikillri ein- lægni og fórnfýsi hún hjúkraði manni sínum fram á síðasta dag og hnje að lokum niður við rúm hans; látin af hjarta* slagi. J. O. J. MindzenSy og S. Þ. LAKE SUCCESS, 7. apríl: — Dagskrárnefnd allsherjarþings S- Þ. ákvað í dag, að mál Mindszenty kardinála og búlg- örsku mótmælendaleiðtoganna skyldu tekin til umræðu á þing inu. Ákvörðun þessi var sam- þykkt með 11 atkvæðum gegn tveimur (Rússland og Pólland). Fulltrúi Persíu sat hjá. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.