Morgunblaðið - 13.04.1949, Blaðsíða 1
16 síður
36. árgangur. 86. tbl- — Miðvikudagur lo. apríl 1949. Prentsmiðja Morgunblaðsins
A-sáttmá!inn lagður fyrir
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
WASHINGTON 12. apríl. — „Þjóðir þær, er undivrituðu
Atlantshafssáttmálann, hafa skuldbundið sig til þess að beita
því aðeins vopnavaldi, að um ótvíræða, vopnaða árás hafi
verið að ræða á einhverja þeirra“, sagði Dean Acheson, utan-
i íkisráðherra Bandaríkjanna, í greinargerð, er Truman forseti
ljel fylgja Atlantshafssáttmálanum, um leið og hann var
lag'ður fyrir Öldungadeildina til staðfestingar í dag.
-------------------------------
Engin loforð um
„Þjóðirnar tólf, sem að sátt-
málanum standa, hafa ekki gef-
ið nein loforð u.m stríðsyfiriýs-
ingar, þótt til styrjaldar kynni
að koma“, sagði Acheson enn-
fremur í greinargerðinni.
Ráðstafanir.
„Hver þjóðanna er skuld-
bundin til þess að gera þær
ráðstafanir, er hún telur nauð-
synlegar til varðveislu íriðar og
öryggis á Norður-AtlSntshafs-
svæðinu, ef til styrjaldar kem-
ur. — Það fer eftir aðstæðum
sem og því, um hve hættulega
árás er að ræða, hvort þær ráð-
stafanir fela í sjer beitingu
vopna“, sagði í greinargerðinni.
111 öfj.
í orðsendingu Trumans for-
seta, er hann ljet fylgja sátt-
málanum, sagði, að hinar
12 þátttökuþjóðir hefðu gert
með sjer þetta varnarbandalag
til þess eins að ltoma í veg fyr-
ir, að þær yrðu, hver af ann-
arri, þeim öflum að bráð, er
hefðu svift hvert landið á fæt-
ur öðru frelsi. -— Með sáttmál-
knum væri stigið mikilvægt
skref 'í áttina til þess að varð-
veita heimsfriðinn.
MILANO, 12. apríl. Forseti
Ítalíu, Luigi Einaudi. opnaði
hjer í dag alþjóðaverslunar-
sýningu, þá 27. í röðinni, sem
haldin er í Milano. Þeir, sem
sýna vörur sínar, eru 6000 að
tölu. og af þeim eru 1600 frá
32 löndum. Er þetta stærsta
vörusýningin, sem haldin hef-
ur verið í Evrópu eftir að styrj
öldinni lauk. Sýningarskálarn-
ir eru 50,000 og við þá starfa
27,000 manns. — íteuter.
lýðveldi í Þýskalandi
BONN, 12. apríl. — Vestur-
veldin hafa sent stjórnlaga-
þinginu í Bonn orðsendingu
þar sem segir, að vegna þess
hvernig ástandið sje nú í heim
inum. þá sje mjög áríðandi,
að sambandslýðveldi verði
stofnað í Vestur-Þýskalandi
hið allra fyrsta. Hefur þingið
því ákveðið að fresta umræð-
um um nýja stjórnarskrá, en
ræða í þess stað lýðveldis-
stofnunina. — Reuter,
Söfouíis bs3s! Saysiiar
— og er faiin myndun
nýrrar sfjórnar
AÞENA, 12. apríl. — The-
mistocles Sofoulis, forsæt-
isráðherra Grikklands,
haðst í kvöld lausnar fyr-
ir sig og ráðuneyti sitt.
Páll konungur fól honum
þegar að mynda aðra
stjórn. — Sofoulis sagði
af sjer vegna þess að kon-
ungurinn hafði neitað að
reka einn af ráðherrun-
um, Spyros Markezinis,
er ásakaður hefur verið
um smygl á erlendum
gjaldeyri. — Reuter.
Ekki meiri áhuga á
Rássum en Rússar hafa á
Örkinni hans Nóa
LONDON, 12. apríl. — Egerton
Sykes, hinn 54 ára gamli upp-
gjafastarfsmaður ríkisins, sem'
er foringi leiðangurs þess, er
ætlar að finna Örkina hans
Náa á fjallinu Ararat, neitaði
í dag þeim ásökunum rússneska
blaðsins „Pravda“, að það
væri breska stjórnin, sem sendi
hann upp á Ararat, til þess að
njósna um Rússa. — Fjalliðj
Ararat er á landamærum Tyrk
lands og Rússlands, og sagði
Pravda að augljóst væri að
Bretar sendu þennan leiðangur
þangað einungis til þess að
njósna um Rússa. — Sykes
sagði, að leiðangursmenn
hefðu ekki meiri áhuga á Rúss-
um en Rússar á Örkinni hans
Nóa. — Reuter.
BERLÍN, 12. apiíl. — Vel-
þekktur þýskur kommúnisti,
Paul Schirdewan að nafni,
flýði fyrir skömmu frá rúss-
neska hernámshlutanum í
Berlín, til Belgrad, þar sem
hann gekk Tito á hönd. Schir-
dewan átti sæti í miðstjórn
„sameiningarflokks sosialista“,
sem stjórnað er af kommúnist-
um, og er talinn einn helsti
marxisti Þýskalands.
íorðurlöndin 4 nndvíg því nð
ing S.Þ. ræði Mindszentymnlið
reinareerð
asmussens
Einkaskeyti til MorgunblaSsins.
FLUSHING MEADOWS, 12.
apríl. — Fulltrúar íslands,
Danmerkur, Noregs og Sví-
þjóðar lýstu yfir því á fundi
Alsherjarþingsins í dag, að þeir
væru andvígir því, að mál
Mindszenty kardínála og búlg
örsku mótmælendaprestanna
15 yrði rætt á þinginu. Mót-
mæli gegn því, að mál þessi
yrðu rædd á þinginu, höfðu
áður borist frá Ungverjalandi
og Búigaríu, á þeim forsend-
um, að það myndu órjettmæt
afskipti af innanríkismálum
þessara tveggja ríkja.
Þessi kona er kínversk og hcitir Dr. Chung Kwai Lui. Hún
hefir dvalið í Bandaríkjunum frá 1936 og hefir með reynslu
sinni og menntun lagt fram þýðingarmikinn skerf til atom-
rannsókna. Sjcst hún hjer á myndinni við íæki, sem hún notar
við rannsóknir sínar.
Verlcamaunaflokkur Bret-
Slefnuskrá fiokksins birf
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
LONDON 12. apríL — Miðstjórn Verkamannaflokksins í
Bretlandi birti í dag stefnuskrá flokksins fyrir næstu fimm
árin og mun hún lögð fyrir flokksþingið, er hefst í júní n. k.,
til samþykktar. Saihkvæmt stefnuskránni, gerir Verkamanna-
flokkurinn ráð fyrir að þjóðnýta framleiðsluna á mörgum
sviðum til viðbótar, éf hann vinnur þingkosningarnar 1950.
Þjóðnýting. <
í greinargerð miðstjórnar-
innar segir, að tryggingarfje-
lög muni þjóðnýtt, þar af 14
stærstu líftryggingarfjelög
landsins, sykurframleiðslan,
sementsframleiðslan, vatnsveit-
ur, sem og framleiðsla á ýms-
um öðrum sviðum.
í þágu þjóðarinnar.
Eigendur skipasmíðastöðva
hafa fengið aðvaranir um, að
ef þeir ekki sjái um, að fyrir-
tæki þeirra sjeu starfrækt í
þágu þjóðarinnar, þá muni
flokkurinn ekki hika við að
gera naðsynlegar ráðstafanir.
— Sagði í tilkynningunni, að
einkafyrirtæki mjmdu því að-
eins fá leyfi til þess að starfa
áfram, að þau störfuðu í þágu
þjóðarinnar, en hugsuðu ekki
fyrst og fremst um eigin hag.
Efla S. Þ.
í greinargerðinni sagði enn-
fremur, að flokkurinn myndi
vinna að því að efla samtök
S. Þ„ treysta efnahagslegt sjálf
stæði Bretlands, sem og hjálpa
nýlendunum til þess að öðlast
fullt sjálfstæði.
STOKKHÖLMUR 12 .apríl.
— Eistlendingurinn Erik Suur-
vael, sem Rýssar hafa tvisvar
heimtað framseldan af Svíum,
var í dag dæmdur í fjögurra
mánaða fangelsi fyrir að hafa
veitt „erlendu ríki“ upplýsing-
ar. -— Suurvael var einnig sekt-
aður um 1850,00 sænskar krón-
ur, fyrir að hafa látið rúss-
neska sendiráðinu í Stokkhólmi
í tje nöfn og heimilisföng flótta
manna frá baltnesku löndun-
um, er sótt höfðu um leyfi til
þess að fara til Kanada eða
Bandaríkjanna.
— Reuter.
Greinargerð
Gustav Rasmussen, utanríkis
ráðherra Danmerkur talaði af
hálfu Norðurlandanna fjög-
ura og gerði grein fyrir þessari
afstöðu þeirra í málinu. Sagði
ráðherrann, að umrædd rjett-
arhöld hefðu vakið „mikinn
ugg“ á Norðurlöndum, eins og
annarsstaðar.
Undir framkvæmd
friðarsamninganna
„Við höfum kynnt okkur
eins vel og unnt er öll þau
sjónarmið, er fram hafa komið
í máli þessu, og er það sann-
j færing okkar, að það heyri
| fyrst og fremst undir fram-
^ kvæmd friðarsamninganna“,
sagði Rasmussen.
Ráðstafanir
Hann benti á ýmsar ráðstaf-
anir, sem gera mætti sam-
kvæmt friðarsamningunum og
bætti við: „Norðurlöndin fjög-
ur líta svo á. að það væri frem
ur í samræmi við alþjóðavenj-
ur, ef fjallað væri um mál
þetta svo sem friðarsamning-
arnir mæla fyrir um. Við lítum
svo á, að þessa aðferð ber'i a.
m.k. að reyna fyrst“.
| Samþykkt að ræða málið
Fregnir frá Flusning Mea-
jdows seint í gærkvöldi hermdu
að Allsherjarþing S.Þ. hefði
samþykkt, að taka á dagskrá
sína mál Mindszenty kardínála
og hinna 15 búlgörsku mót-
mælendapresta með 30 atkv.
gegn 7, en 20 sátu hjá.
Enginn fisndur
FLUSHING MEADOWS, 12.
apiíl. — Ákveðið hefur verið,
að enginn fundur verði á þingi
Sameinuðu þjóðanna á föstu-
daginn langa. — Reuter.