Morgunblaðið - 13.04.1949, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.04.1949, Blaðsíða 8
8 MORGLNBLÁÐIÐ Miðvikudagur 13. april 1949. JIUrcgiittMflMfe Ctg.: H.f. Ai'vakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. rar: Vílurerjl ólrij^a ÚR DAGLEGA LiFINU Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.). Frjettaritstjóri ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Simi 1600. Askriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, kr. 15.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. Tito, Markos og Moskva FÁTT sýnir betur hverjar þær kröfur eru, sem Komin- form og stjórnin í Moskva gera til kommúnistaflokka hinna ýmsu landa en afstaða þessara aðila til Titos, ein- valda Júgóslavíu og Markosar fyrrverandi foringja hinna grísku uppreisnarkommúnista. Fyrst í stað eru þessir kommúnistaleiðtogar taldir vera bjargvættir og frelsishetjur þjóða sinna. Moskva og Kom- inform þykjast þá hafa öll þeirra ráð í hendi sinni, telur þá dygga umboðsmenn sína, sem óhætt sje að treysta til þess að ganga í hvívetna erinda Stalins og setja hagsmuni Rússlands ofar hag landa þeirra. En Adam var ekki lengi í Paradís. Allt í einu uppgötvar Dimitroff, aðalforingi Kominform, það, að Tito sje svikari ■ við kommúnismann. En hvað er til marks um það? Jú, rússneskar hernaðarsendinefndir hafa ekki fengið nægilegan „starfsfrið“ í Júgóslavíu. Tito er líka sagður hafa sett fram skoðanir, sem beri keim júgóslavneskrar „þjóð- ernisstefnu“. Honum er ennfremur borið það á brýn að hann hafi þrásinnis sýnt Rauða hernum óvirðingu og frekar litið á ýmsar málaleitanir Rússa út frá „þjóðlegum sjer- _ sjónarmiðum.“ Fyrir allt þetta setur Moskva þennan „þjóðernissinnaða“ , júgóslavneska marskálk út af hinu kommúnistiska sakra- .menti. Nokkru síðar kemur röðin að Markosi. Hann er settur frá sem yfirhershöfðingi hinna grísku skæruliða. Fyrst segja kommúnistablöðin bæði í Moskvu og annars staðar a§ hann • sje „veikur“, mjög hættulega „veikur“. í stað hans er Goussis, einn alræmdasti hryðjuverkafrömuðurinn í liði ' grískra kommúnista, settur yfirforingi. En fljótlega taka „veikindi“ Markosar að skýrast. Út- varpið í Prag gloprar því út úr sjer, hver sje hin raun- verulega afsetningarástæða. Það segir það berum orðum að hann hafi verið settur af vegna „hugsjónalegs ágreinings og þjóðernisstefnu sinnar.“ Engum gat þess vegna blandast um það hugur að hann hafði fallið í sömu gryfju og „fje- lagi“ Tito. Hvað sanna nú þessar sakagiftir Kominform og Moskva á hendur þessum tveimur kommúnistaleiðtogum? Þær sanna það, að æðsta skylda kommúnista í öllum lönd- um er að vera stjórn Sovjet Rússlands auðsveipir. Þær sanna það einnig að foringjum kommúnistaflokka, hvar sem er í heiminum, ber að setja hag Rússlands ofar hags- munum ættlanda sinna. Ef þeir ekki gera það, þá eru þeir settir út af hinu kommúnistiska sakramenti. Þá breytast . þeir allt í einu úr „frelsishetjum“ í „auðvaldsþý“, úr englum í djöfla. „Góður“ kommúnisti getur þess vegna ekki verið trúr landi sínu. Fyrsta og æðsta boðorð hans er einmitt að vera alltaf reiðubúinn til þess að svíkja það, alltaf tilbúinn að ganga erinda Kominform og þrettánmenninganna, sem stjórna hrikalegasta þrælahaldi veraldarsögunnar innan þykkra veggja Kremlvirkjanna. Öll „sjersjónarmið“ eru bönnuð. Það er aðeins eitt sjónarmið, sem sanntrúaðir komm linistar geta aðhyllst, stefna Kominform og Stalins. í samræmi við þennan siðalærdóm starfa kommúnista- flokkar allra landa, einnig hjer á íslandi. Brynjólfur Bjarna- son hefur ekki verið settur út af sakramentinu. Hann er ekki í neinni ónáð hjá Kominform, enda hefur hann nýlega lýst því yfir að hann hafi 800 milljónir manna á bak við sig svo auðsætt var að þar talaði sá, sem valdið hafði. Með tilstyrk þessara 800 milljóna sagðist Brynjólfur ætla að gera upp við þá íslendinga, sem samþykktu þátttöku ís- lands í varnarbandalagi lýðræðisþjóðanna. Með þá skyldi íarið eins og Quislinga þegar Rússar hefðu gjörsigrað lýð- ræðisþjóðir Vestur-Evrópu og' Norður-Ameríku. M. ö. o. Brynjólfur lýsti því yfir að hann hefði 1 hyggju líflát all- margra íslendinga með atbeina Kominform og Rússa þegar vissum skilyrðum hefði verið fullnægt. Það þarf ekki að fara í neinar grafgötur um hið nána samband, sem er milli slíks valdamanns og herranna í Kreml. Skiljanleg forvitni ÞAÐ VAR ekkert óeðlilegt, að það yrði mannmargt að skoða nýju flugstöðina í Keflavík s.l. sunnudag er hún var opnuð fyr ir almenning. Það var 'búið að skrifa mikið mikið um flugstöð- ina, að hún væri glæsileg og sennilega einhver besta flug- stöð sinnar tegundar, sem til væri i Evrópu og þótt víðar væri leitað. Alt var gert, sem hægt var til að auðvelda mönnum að kom- ast suður eftir. Ferðaskrifstofa ríkisins gekkst fyrir hópferðum og flugfjelögin hjeldu uppi ferð um suður eftir. Það mun láta nærri acj 5000 manns hafi kom- ið til að skoða flugstöðina nýju. Það var skiljanleg forvitni hjá mönnum að vilja skoða þetta mikla mannvirki. • , Illa launud gcstrisni. NÚ SEGIR það sig sjálft, að það var" ekki auðvelt að taka á móti öllum þessum gestum á einum degi, en þó hefði það alt getað farið vel, ef gestirnir hefðu allir hagað sjer eins og siðað fólk. En það var nú eitt- hvað annað og verður komið að þvi hjer á eftir. Það varð að taka fólk inn í húsið í hópum og var sjerstak- ur leiðsögumaður fyrir hverj- um hópt sem skýrði það, sem fyrir augun bar. Vantaði sem sagt ekkert á að gestrisnin væri í besta lagi. Veitingar í tje látnar og hlýlegt viðmót. • Brotið og stolið. EN Þrátt fyrir að gestum var ætlað að vera í hópum með leiðsögumönnum tókst einhverj um skemmdarverkamönnum og þjófum að setja blett á allan gestahópinn. í flugstöðinni var brotið og bramlað, húsgögn og annað. Að vísu ekki mikið, en þó nóg til þess að um skemdir var að ræða. Þá var hreinlega stolið silf- urmunum, borðbúnaði og jafn- vel svo litlum hlutum sem pipar og salt baukum. Má furðu gegna, að til skuli vera fólk, sem getur haft sig í slíkt og sett með því blett á landa sína. • Óþverraorðbragð rist á veggi OG LOKS má geta þess hneyksl is, að meðal gestanna hafa leynst skemmdarverkaþrjótar, sem hafa farið suður á Kefla- víkurflugvöll í öðrum tilgangi en til þess að skoða hina glæsi- legu byggingu og dáðst að því, sem fyrir augu bar um leið og þeir gátu glaðst yfir því, að gestir, sem hingað koma á flug völlinn fá sæmilegt viðurværi. Þessir menn hafa notað tæki- færið til þess að krot.a á veggi í snyrtiherbergjum óþverra- orðbragð, klám og skammir um Bandaríkjamenn. Er óþarfi að spyrja af hvaða sauðahúsi þeir menn eru, sem að þessum óþverra standa. • Smónarblettur ÞAÐ ER víst, að það hefur ekki verið nema brot af þeim fimm þúsund manns, sem komu í heimsókn á Keflavíkurflugvöll, sem fóru þangað með þær fyr- irætlanir í huga ,að stela borð- búnaði, brjóta húsgögn og skrifa klám á veggi. En samt er þetta svo mikill smánarblettur á okkur öllum, að það eru ekki til nógu sterk orð til að fordæma það. Það sannar að hjer eru til skríl- menni, sem ekki eru hæfir inn- an um heiðarlegt fólk. • Þyrfti að ná í delinkventin. ÞAÐ Má búast við, að á helgi- dögunum, sem nú fara í hönd leggi margir leið sína suður á Keflavíkurflugvöll til þess að skoða flugstöðina nýju. — En verði einhver var við skríl- menni, sem haga sjer eins og gert var á sunnudaginn, ætti almenningur að gera sjer að skyldu að kæra þá fyrir lög- reglumönnunum þar suður frá og láta þá bera ábyrgð og hljóta hegningu fyrir, hvort sem um er að ræða þjófnað, skemdar- starfsemi, eða óþverra krot á veggi. • „Þjóðþrifa“ vikur ÞAÐ var stungið upp á því fyrir nokkru, að vel væri ef hægt væri að losna við ,hrein- lætisvikuna“ í vor. Ekki vegna þess að hreinsunar væri ekki þörf, eins og jafnan á vorin, heldur vaknaði sú von, að slík vika kynni að verða óþörf, ef hver og einn gerði hreint fyrir sínum dyrum, áður en það kæmi til hreinlætisvikuhalds. En það er ekki að sjá, að mönnum ætli að verða að von sinni í því efni og að það verði síður en svo vanþörf á almennri hreinlætisviku með viðeigandi hótunum frá yfirvöldunum. um að „hreinsað verði til á lóðum manna á kostnað húseigenda sjálfra, ef þeir geri það ekki sjálfir. • Suma þarf ekki að hvetja VÍÐA má þó sjá, að menn hafa tekið áskoruninni um að taka til á lóðum sínum af frjálsum vilja og án valdboðs, en mikið vantar á, að það sje alment. Jafnvel hjá opinberum bygg- ingum eru lóðir eins og svína- stíur eftir veturinn. Við eigum að halda bænum okkar hreinum og það er lítil fyrirhöfn ef allir vilja leggja sitt til og það er kominn tími til að fara að hugsa um vor- hreingerningarnar. MEÐAL ANNARA ORÐaTTT . ........„„„........ Hreinlæli engin vörn gegn lömunarveiki, segir vísindamaður Eftir Charles Croot, ____ frjettaritara Reuters- KAUPMANNAHÖFN: — Sam- kvæmt frásögn dr. J. Örskov, en hann er yfirmaður lyfja- stofnunar danska ríkisins, virð- ist alt benda til þess, að .löm- unarveiki geri oftar vart við sig meðal fólks, sem gætir fylsta hreinlætis, en þeirra, sem hirðu lausari eru um hreinlæti sitt. Dr. Örskov minnist í þessu samb.andi alvarlegs lömunar- veikisfaraldurs á Philipseyjum fyrir nokkrum árum, og segir: „Þarna var hægt að skipta íbúunum í fjóra flokka, eftir fjárhagsaðstæðum. í ljós kom, að þeir fátækustu sluppu best við veikina. „Það er ástæða til að ætla, að aukið hreinlæti mundi hafa í för með sjer nokkra aukn- ingu lömunarveikistilfella“. • • AUSTUR EVRÓPA DR. ÖRSKOV segir, að rann- sóknir sænskra vísindamanna hafi leitt í ljós, að veikinnar verði oftar vart í strjálbýli en borgum. Amerískir vísinda- menn, segir hann, hafa komist að sömu niðurstöðu. „Þegar erlendir hermenn í stríðinu komu til landanna í Austur-Evrópu, sjerstaklega Grikklands, fengu margir þeirra lömunarveiki. Þetta var furðulegt, þar sem veikin er sjaldgæf í Grikklandi. „Eina mögulega skýringin er að bakterian sje svo útbreidd þar í landi, að íbúarnir sjeu orðnir að mestu ómóttækilegir fyrir henni. „En þeir bera enn sýkilinn, og þegar útlendingar, sem við ætlum að hafi minna mótstöðu afl, koma til Grikklands, eiga þeir i vök að verjast“. TVEIR MEGINERFIÐ- LEIKAR DR. ÖRSKOV segir, að það sjeu einkum tveir erfiðleikar, sem vísindamenn eigi við að etja í sambandi við mænuveikisrann- sóknir. í fyrsta lagi er mjög lít ið vitað um bakteríuna, og í öðru lagi hefir engum enn tek- ist að rækta hana í apaheilum, eins og oftast er reynt. Danska lyfjastofnunin gerir sjer vonir um að geta, áður en langt um líður, ræktað sýkilinn í eggjum. Stofnunin hefir með höndum víðtækar lömunarveikisrann- sóknir og gerir tilraunir á öp- um og músum. Tilraunirnar með mýsnar hafa þegar sýnt at- hyglisverðan árangur. • • MISLINGAR OG INFLÚENSA LYFJASTOFNUNIN, sem er ein af þeim fremstu í sinni röð i heiminum, hefir einnig haft með höndum rannsóknir á mis- lingum. „Við höfum ræktað mislinga- bakteríu í eggjum, og nú er svo komið, að við getum fram- leitt bóluefni gegn veikinni“, segir Örskov. „En þetta ætti þó aðeins að nota gegn alvarlegum faröldrum. „Þetta er ekkert nýtt. 1758 er vitað að fólk var bólusett gegn mislingum. Það er rangt að halda því fram, að fólk hafi fyrir 200 árum haldið að veik- indi væru „eitthvað í loftinu“. Það vissi vel, hvað smitun var“. Af öðrum mikilsverðum rann sóknarefnum, sem nú er unnið að hjá dönsku lyfjastofnun- inni, nefndi dr. Örskov inflú- ensu og gin- og klaufaveiki. Stofnunin hefir samvinnu um þessar rannsóknir við aðrar iieimsþekktar vísindastofnanir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.