Morgunblaðið - 13.04.1949, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 13. apríl 1949.
MORGUNBLAÐIÐ
9
Allsherjar berklaskoðun
á Akureyri innan skamms
Ný ferðaröntgenfæki notuð þar
og síðar í öðrum kaupstöðum
Á LIÐNUM árum hefur öðru hvoru í blöðum og útvarpi al-
ingi verið gefinn kostur á að fylgjast með gangi berklavarn-
ana hjer á landi. Hefur þetta verið gert með sjerstöku tilliti
til þess, að hjer er að ræða um málefni, er varðar alla þjóð-
ína og þátttaka almennings í berklavarnastarfinu hefur verið
merkileg og mikilvæg. Hefur skilningur manna á gildi berkla-
rannsóknanna greinilegast komið í Ijós í þeim hjeruðum, þar
sem heildarrannsóknir hafa verið framkvæmdar, svo sem við
berklarannsóknina í Reykjavík árið 1945.
sakaðir 53371 manns á öllu
landinu, en það eru 40.8% allra
landsmanna. Aldrei fyrr hafa
jafn margir verið rannsakaðir
á einu ári.
Síðastliðin þrjú ár hefur
berklavörnunum verið hagað
svipað og áður. Á heilsuvernd-
arstöðvum og með röntgentækj-
um í rannsóknarferðum um
landið, hefur árlega verið rann-
sakað 15 til 20 þús. manns, auk
þeirra, sem hafa verið berkla-
prófaðir, en þeir skipta einnig
þúsundum.
Berkladauðinn.
Dauðsföllum af völdum
berklaveiki fer stöðugt fækk-
andi. Flest voru þau árið 1925
og 1930. Dóu þá úr þessum sjúk
dómi 21.7 af hverjum 10 þús.
íbúum landsins. Árið 1945 var
berkladánartalan 6.8, ef miðað
er við 10 þús. íbúa. Var þetta
lang lægsta berkladánartala,
sem skráð hafði verið fram til
þess tíma hjer á Iandi, frá því
árið 1911, er tekið var að gera
úr garði dánarskýrslur sundur-
liðaðar eftir dánarmeinum.
Árið 1946 varð berkladánar-
talan lítið eitt lægri en árið áð-
ur. Áreiðanlegar tölur eru enn
þá eigi fyrir hendi um árin 1947
og 1948, en sýnt þykir, að þá
muni hafa dáið hjer færri úr
berklaveiki en árið 1945 og
1946. Munum við nú vera meðal
þeirra þjóða, er Iægstan berkla-
dauða hafa í Evrópu. Þá hefur
nýskráðum berklasjúklinfum
einnig fækkað til muna og
berklasmitun meðal barna og
unglinga minnkað ár frá ári.
Bólusetning gegn
barnaveiki.
Árið 1945 var berklabólusetn
íng hafin hjer á landi. Til að
byrja með var aðeins bólusett
fólk, sem öðrum fremur var tal-
íð í smitunarhættu, svo sem
börn og unglingar á berkla-
heimilum, hjúkrunar- og lækna
nemar o. s. frv. Síðan var farið
að berklabólusetja börn og ung
linga í skólum og nú nýlega
hafa verið hafnar víðtækar að-
gerðir á þessu sviði, sem miða
að því, að bólusetja í ýmsum
hjeruðum allt fólk á ákveðnu
aldursskeiði. Hefur nú þegar
verið berklabólusett hjer á
landi um 4 þús. manns.
Berklarannsóknir hafnar
með nýjum mikilvirkum
röntgentækjum
Það hefur verið talsverðum
örðugleikum bundið á undan-
förnum árum að framkvæma
berklarannsóknir í hinum
ýmsu hjeruðum landsins með
gegnumlýsingum einum, vegna
skoits á æfðu starfsliði. Til
þess að ráða bót á þessu voru
á síðastliðnu ári útveguð rönt-
gentæki, sem sjerstaklega eru
gerð fyrir berklarannsóknir og
sem flytja má til ýmissa staða
á landinu, þar sem nægjanlegt
rafmagn er fyiir hendi og nauð
synlegt er talið að framkvæma
slíkar rannsóknir. Eru tæki
þessi mjög mikilvirk, jafn vel
hægt að rannsaka með þeim
eitt til tvö hundruð manns á
klukkustund að jafnaði. Svipar
þeim á ýmsan hátt til tækja
Landspítalans, sem notuð voru
við berklarannsóknina í
Reykjavík, en hafa þann kost,
að auðvelt er að flytja þau
stað úr stað. Má taka með þeim
bæði smáar myndir og stórar.
Eru smáu myndirnar (photo
röntgenmyndirnar) teknar á
samhangandi filmu og eru um
340 myndir á hverri spólu. Er
mjög auðvelt og fljótlegt að
framkalla hverja spólu. Mynd-
irnar eru síðan rannsakaðar í
sjerstöku áhaldi, sem stækkar
þær nokkuð og eru þær þá
mjög greinilegar. Var þessum
tækjum komið fyrir til bráða-
birgða í húsinu Thorvaldsen-
stræti 6 og eru þau starfrækt
þar í sambandi við berkla-
varnastöðina, sem er í næsta
húsi. Hafa bæði skólanemend-
ur og fólk úr ýmsum starfs-
greinum, undanfarið verið
rannsakað þar og hafa tækin
reynst mjög vel. Er ráðgert að
reyna að berklarannsaka með
þeim alla íbúa Akureyraikaup
staðar á þessu vori.
Má fullyrða, að þessi tæki
muni auðvelda og stórauka
berklarannsóknirnar og alla
berklavarnastarfsemi hjer á
landi, jafn framt því sem þau
spaia starfsl'ið til mikilla
muna.
Aílxherjarþingið ræðir
Sndónesíumálið
FLUSHING MEADOWS, 12.
apríl. — Allsherjarþing S.Þ.
samþykkti í kvöld, með 41 at-
kvæði gegn 3, en tólf fulltrúar
sátu hjá, að taka Indónesíu-
málið á dagskrá sína. Tillaga
fulltrúa Noregs um að fi'esta
umræðum um málið var felld.
’ — Reuter.
Rosetfo vann á skák~
mótinu í Buenos Aires
SKÁKMÓTINU í Bucnos
Aires er nú lokið með sigri
Argentínumannsins Rosetto, en
síðustu umferðinni tapaði
hann þó skák sinni við Czerni-
ak. Hættulegasti keppinautur
hans, Eliskases, tapaði þá einn-
ig sinni skák við Guimard svo
að það kom ekki að sök.
Fjárlagofrumvarpið
komið til 3. umræðu
Kommúnistar viídu 40 milj. kr.
greiðshihalla é fjárlögunum
Endanleg úrslit urðu þessi:
1. Rosetto, Argentína, 13 v.,
2.—3. Eliskases, Austurrríki
og Guimard, Argentína 12 v.,
4. Szerniak, Palestína, 11V2 v.,
5. Luckis, Lithauen, 10 v., 6. j Allar breytingatillögur ein-
—9. Bolbochan, Argentína, Flor stakra þingmanna, nema tvær,
es, Chile, Letelier, Chile og voru annaðhvort feldar eð,a
Michel, Þýskaland, 9% v., 10. teknar aftur til þriðju urtiræðu.
Iliesco, Argentína, 9 v„ 11.—13. j Að lokinni atkvæðagreiðsl-
Cruz, Brasilía, Lasker, USA og Unni var frumvarpinu vísað til
Martin, Argentína, 7x/i v., 14. 3 Umr. með samhlj. atkvæðum.
Maderna, Argentína, 6% v.,
ATKVÆÐAGREIÐSLA við 2. umræðu um fjárlagafrum-
varpið hófst í gær kl. 1.30 og stóð til kl. 10 í gærkvöldi. —•
Breytingatillögur meiri hluta fjárveitinganefndar voru flestar
samþykktar, en nokkrar voru þó feldar. Breytingatillögur
kommúnista voru allar feldar, enda hefði greiðsluhalli fjár-
iaganna orðið um 40 milj. kr., ef þeir fengju að ráða.
15.—16. Pomar, Spánn og Ben-
koe, Ungverjaland, 5. v., 17.
Cabrae, Ungverjaland, 4M* v.
og 18. Corte, Argentína, 4 v.
Eliskases varð efstur á þessu
móti í fyrra. Þá vann hann m.
a. Pólverjann Najdorf og Sví-
ann Stahlberg.
Kvenráðherra beðinn að segja
af sjer.
SEOUL, Koreu. — Eftirlitsráð
Koreu hefir farið þess á leit við
stjórnina að Louise Yim, versl-
unar- og iðnaðarmálaráðherra,
segi af sjer, en hún var eina
konan í stjórninni.
Tillögur fjárveitinganefndar
feldar.
Þessar eru helstu breytinga-
tillögur fjárveitinganefndar,
sem voru feldar:
Að fella niður risnu hæsta-
rjettar.
Að fella niður útgáfu hæsta-
rjettardóma.
Að lækka framlag til saka-
dómaraembættisins.
Að lækka framlög til lög-
reglunnar og sakamála.
1 Að lækka útgjöld til húsa-
leigunefnda.
Að lækka útgjöld til Lands-
spítalans.
Fimmfugur
Guðmundur H, Guðmundsson
GUÐMUNDUR Helgi Guð-
mundsson, húsgagnasmíðameist-
ari, form. Iðnaðarmannafjelags
Reykjavíkur, er fimmtugur í
dag.
Hann er einn helsti áhrifamað-
ur í fjelagssamtökum iðnaðar-
manna, og hefur verið það síðan
1931, þá liðlega þrítugur, að
hann var kosinn í stjórn Trje-
smiðafjelags Reykjavíkur, og
formaður þess tveimur árum síð-
ar. Hafa hlaðist á hann trúnaðar-
störf í þágu iðnaðarmanna síð-
an. Á iðnþing var hann fyrst kos-
inn 1939 og hefur átt sæti sið-
an, og sama árið í stjórn Lands-
sambands Iðnaðarmanna og er í |
henni enn. I Iðnráði Reykjavíkur (
hefur hann verið síðan 1938, vara ,
formaður þess 1940 og formaður ,
þess nú. Hann var kjörinn vara-
formaður Iðnaðarmannafjeagsins
í Reykjavík árið 1940 og for-
maður þess 1942 og hefur verið
það síðan. Auk þess hefur hann j
átt sæti í ríkisskipuðum nefndum (
og fjölda nefnda fyrir iðnaðar-,
menn. ,
Guðmundur er í eðli sínu hlje- |
drægur maður og má því ef til
vill furðu gegna hvað hann
hefur flækst inn í mikið af trún-
aðarstörfum. En hann er greind-
ur vel og gætinn, athugar hvert
mál og málsliði vandlega, og
tekur einarða afstöðu þegar hann
telur sig kominn að rjettri nið-
urstöðu. Hann er vel máli far-
inn, glöggur og góður fundar-
stjóri og orðhagur og hnittinn í
tilsvörum.
Guðmundur er einkaframtaks-
maður og þess vegna öruggur
sjálfstæðismaður en ekki aftur-
haldsmaður. Hann myndar sjer
sjálfstæðar skoðanir við athug-
un málefna og heldur þeim fram
hvað sem skoðunum meiri hlut-
ans liður. Tækifærismennska í
stjórnmálum er því fjarri skap-
gerð hans. Hann er vara-álþingis-
maður Reykjavíkur, og varafull-
trúi í bæjarstjórn Reykjavíkur,
og hefur jafnan þar fylgt þeim
málstað, er reynslan hefur sýnt
rjettastan.
Guðmundur er vinur vina
sinna, glaður í góðvina hópi og
góður heim að sækja. Jeg óska
honum allra heilla á þessu mið-
skeiði mannsævi hans.
H. H. E.
13,000 í verkfaili
LONDON, 12. apríl. ■— Meira
en 13,000 hafnarverkamenn í
London hafa nú' lagt' niður
vinnu. Um 50 skip bíða nú af-
greiðslu í höfninni, ög eru 14
þeirra hlaðin matvælum, sem
liggja undir skmdum.
Að lækka útgjöld til flug-
mála.
Að fella niður útgjöld til ljoa
og hita í biskupsbústaðnum.
Að lækka ferðakostnað bisk-
ups úr 8 þús. kr. í 6 þús. kr.
Að lækka framlag til eflingar
kirkjusöngs.
Að fella- niður útgjöld tiíi:
námskeiðs í uppeldis- og kenslu.
fræðum í Háskólanum.
Að lækka útgjöld til útgáfu*
námsbóka fyrir gagnfræðask.
úr 25 þús. kr. í 10 þús. kr.
Að fella niður 25 þús. kr.
til lagfæringar íþróttavalla.
Að fella niður 10 þús. kr. tili
blaðamannafjelagsins.
Að lækka framlag til Alþýðu-
sambandsins úr 10 þús. kr. i,
8 þús. kr.
Að fella niður 72 þús. kr. tili
rannsókna á þroskastigi isl.
skólabarna.
Að fella niður 9 þús. kr. 4iis>
Vísindafjelags íslendinga.
Að fella niður 15 þús. kr. til
útgáfu hjeraðssagnrita.
Að fella niður 5 þús. kr. til<
Norræna fjelagsins.
Að lækka styrk til vísinda-
manna og fræðimanna.
Að lækka útgjöld til veður-
þjónustunnar.
Að lækka framlag til fram-
ræslu skv. 37. gr. jarðræktar-
laganna um 100 þús. kr.
Að lækka um 50 þús. kr. fram
lag til byggingu iðnskóla.
Að fella niður styrk til tó-
vinnuskóla Halldóru Bjarna-
dóttur.
Að fella niður 100 þús. kr.
styrk til norræna yrkisskóla-
þingsins.
Að fella niður útgjöld til upp
tökuheimilisins á Elliðahvammi
Að lækka framlagið til vinnu<
miðlunak um 50 þús. kr.
Að lækka framlag til flug-
vallagerðar úr 1.550.000.00 í
1.000.000.00.
Þessar tillögur nefndarinnar
voru allar feldar. Hinar voru
samþykktar, en alls bar nefnd-
(in fram 159 breytingatillögur
við frumvarpið.
j Samþykkt var tillaga frá
i Jónasi Jónssyni um að veita 15
þús. kr. styrk til að reisa í Skál-
holti minnismerki Einars Jóns-
sonar myndhöggvara um Jón
Arason, fyrri greiðsla.
Gunnar Thoroddsen bar fram,
svohljóðandi tillögu:
,.Því fje sem veitt er til skóla
bygginga samkv. þessum fjár-
lögum, skal varið til þeirra
skóla, sem nú eru í smíðum og
skipt milli þeirra í hlutfalii við
íbúatolu hvers fræðsluhjeraðs*1.
Þessi tillaga var felld með
23:12 atkv. og gengu kommún-
istar ötullega fram í að koma
henni fyrir kattarnef.