Morgunblaðið - 13.04.1949, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.04.1949, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 13. apríl 1949. f Framfialdssagan 4 iiiiiiiiiiiiiiitiiitiiiiiiiiiiiiimiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiHiiiiiiiii I Myndir hins liðna | Eítir Helen Reilly ?, fHOmmiimilllHalllimiHllllil IHIIIIIIIIItllllllltlllllllllllllinillllimiltllllllllltniimilfllllllllillllllllllMllllimilllllltllllllllllHllllllimilllllllllllllllllllllllllllllimillllllllllllllll* Fólkib í Rósalundi Eftir LAURA FITTINGHOFF af barok og gotneskum stíl, J)ykkar ábreiður á gólfunum og hurðirnar með fallegum út- akurði. John hafði hlegið. þeg- ar hann kom þangað fyrst, og Mark hafði spurt hann hvers vegna. „Þú býrð eins og greif- arnir fyrr á öldum, og þó fer þjer þetta umhverfi vel“. Og það var satt. Allt sem Mark tók sjer fyrir hendur var mik- ilfenglegt og vandlega úr garði gert. Gabriella var ein í íbúðinni að undanskilinni frú Pendel- ton, sem svaf ef til vill ein- hvers staðar niðri. Gabriella opnaði töskur sínar og fór að tína upp úr þeim. Henni hafði alltaf fundist þessi stofa sjer- staklega skemmtileg. Veggirnir voru ljósbrúnir, gluggatjöldin blá og rauð, bókaskápar með- fram veggjunum og lágir stól- ar. Hún hafði hengt myndirn- ar sínar á veggina fyrir nokkr- um dögum. Það var farið að dimma. Eldingu brá fyrir við gluggann. Hún varð gripin einhverri óþægindakennd. — Henni fannst stofan ekki hafa lengur þægileg áhrif á sig- — Hún varð allt í einu hrædd og óstyrk. Gleymdu John Muir og því sem hann kann að halda um þig, hugsaði hún. Klukkan var nærri orðin hálf sjö, þegar hún hafið lokið við að taka upp úr töskunum og koma því fyrir. Hún hinkraði enn við örlitla stund. Hún varð að viðurkenna það fyrir sjálfri sjer. að hún kveið fyrir hvössu augnarráði Joönnu Middleton. Ekki vegna hennar sjálfrar, heldur vegna Marks. Hún gat svo vel ímyndað sjer að Joanna Middleton segði eitthvað á þessa leið: „Það er undarlegt að John Muir skyldi koma fljúgandi alla leið hingað til New York án þess að láta Mark vita. Varst þú eina manneskj- an, sem talaðir við hann? Und- arlegt?“ Mark var hreint ekki tortrygginn að eðlisfari, en hann gat verið nokkuð við- kvæmur og honum þótti vænt um vini sína. Best væri að losna við að fara, hugsaði Gabriella. Hún gat vel hringt og sagt að hún væri ekki vel frísk og ætlaði að fara beint í rúmið. Hún gekk yfir að borðinu og tok upp símaáhaldið. En það var einhver að nota símann niðri. Líklega frú Pendleton. Gabri- ella lét símaáhaldið aftur nið- ur. Hún gat alveg eins hringt til Joönnu heiman frá sjer. Gabriella beygði sig niður, til að taka upp handtösku sína, en þá heyrði hún hljóðið, hátt og hvellt. Það var líkast því sem skotið væri af byssu- — Hún hrökk í kút, en jafnaði sig brátt. Það hafði líklega sprung ið hjól undan bifreið úti á göt- unni, eða þó svo hefði ekki verið, þurfti hún ekki að hafa neinar áhyggjur af því. Það voru svo óendanlega margvís- leg hljóð, sem heyrðust allan sólarhringinn í New York og sem enginn vissi, hvaðan komu. Þó varð hún að taka á hug- rekki sínu, þegar hún slökkti ljósið á lömpunum og lokaði hurðmni á eftir sjer. Það var dimmt á ganginum og í fordyr- inu niðri, en ljós í dagstofunni. Frú Pendleton hlaut að hafa kveikt. Gabriella gekk fram gang- inn að stiganum. Hún var kom- in hálfa leið, þegar hún heyrði annað hljóð. Það var líka hátt óg hvellt eins og fyrra hljóðið. Eins og stutt væri á eina nótu. Einhver lokaði eða opnaði for- stofuhurðina. Gabriella nam staðar, og greip um handriðið. Einkenni- leg lykt barst að vitum hennar. Hái hvellurinn, sem hún hafði heyrt upp í stofu sinni, var ekki utan af götunni. Það hafði verið skotið af byssu, og það einhversstaðar innan þessara veggja. Hún þaut fram ganginn og niður stigann. Forstofudyrnar voru lokaðar. Dauðaþögn. Eða var þetta lág stuna? Hún hljóp inn í dagstofuna, leit við og sá Mark. Hann lá á gólfinu í bóka herberginu. Annar handleggur hans var undarlega snúinn fram á gólfið. Hann var særð- ur. Það rann blóð undan fötum hans við hálsmálið og augu hans voru opin. Hann starði á hana, en hann virtist ekki sjá hana. „Mark. ...“. Hún kraup nið- ur við hlið hans. Hann var með- vitundarlaus. Læknir .... hún varð að ná í lækni. Það voru læknar í húsinu. Gabriella rauk á fætur og fram á ganginn. Ein hver gekk á móti henni inn ganginn. Gað var Joanna Midd leton. Hún hrópaði eitthvað til hennar, hún vissi ekki hvað, og hljóp að lyftunni. Hún ýtti á hnappinn og beið óendanlega langan tíma að henni fanst. — þjónninn og síðan fleira fólk og læknir þar á meðal. Skömmu seinna komu tveir menn í hvít um fötum með börur. — Mark var lyft upp á börurnar og hann borinn út. Það var það síðasta, sem Gabriella sá af honum lifandi. Hann dó án þess að fá meðvitundina- „Mark .... Mark Middleton .... framdi ekki sjálfsmorð11. Gabriella talaði hægt og lagði áherslu á hvert orð til þess að missa ekki stjórn á rödd sinni. Hún vissi að minsti vott- ur um taugaóstyrk gat haft ör- lagaríkar afleiðingar. Hún sat á lögregluvarðstofunni við Centre Street. Stofan var stór með háum, löngum gluggum á einum veggnum, sem sneru út á götuna. Við borðið sat Carey. yfirmaður lögreglunnar við Centre Street. Hann þagði. — Söumleiðis gerðu hinir sex starfsmenn lögreglunnar, sem þar voru viðstaddir. Sjö vikur voru liðnar frá dauða Marks. Lögreglan hafði úrskurðað að um sjálfsmorð hefði verið að ræða. Gabriella vissi, að Mark hafði verið myrtur. Síðdegissólin skein beint í augu hennar svo að hana verkjaði í höfuðið. Hún fann hvernig tortryggnin um- lukti hana á alla vegu.. Enginn vildi trúa því, að einhver hefði sóttst eftir lífi Marks. — Hún endurtók fullyrðingu sína. — „M§rk framdj ekki sjájfsmorð. Því hefði hann átt að gera það Við ætluðum að gifta okkur eftir þrjá daga. Hann var ham- ingjusamur og ánægður með tilveruna. Hann hefði aldrei getað framið sjálfsmorð. Getið þið ekki skilið það? Hann var ekki sú manntegund ....“. — Hún leit á mennina í kring um sig. Alls staðar mættu henni tortryggin og vantrúuð augu. Yfirmaðurinn sló með fingr- unum á blaðið, sem lá fyrir framan hann á borðinu. Lög- reglustjóri borgarinnar og yfir maður leynilögreglunnar litu hvor á annan. Þeirílöfðu ekkert frekar að segja. Aðdragandinn á dauða Marks hafði verið ná- kvæmlega rannsakaður. — Öll líkindi bentu til þess, að hann hefði framið sjálfsmorð. Hann var bæklaður. Hafði áður verið fullhraustur en orðið bæklað- ur á þrem mánuðum. Hann var heitinn ungri og fallegri stúlku og þau ætluðu að fara að gift- ast. En þegar til kom brast hann kjark til að ganga út í hjónaband úr því sem komið var. Alt benti til þess, að þetta væri rjett ályktað. Hann átti enga óvini. Hann átti ekkj í neinum fjárhagsörðugleikum. Hann var ríkur. Hann hafði borðað hádegisverð með unn- ustu sinni sama daginn. Það átti að verða síðustu fundir þeirra. Hann hafði þegar geng ið svo frá eigum sínum, að sjeð væri vel fyrir henni. Það hafði verið rannsakað, hvort unnusta hans gæti verið sek. En það var ekkert, sem sannaði að svo hefði verið. Auk þess hefði hún ekki getað sjeð sjer neinn hag í því. Hún vissi ekki, að hann hafði arfleitt hana að miklu fje og rannsóknir á æviskeiði henn ar leiddu ekkert"grunsamlegt 1 ljós. Gabriella Conant vissi ekki, að unnusti hennar var í íbúðinni, þegar hann framdi sjálfsmorðið. Hann hjelt að hann væri einn. Hafði komið því svo fyrir, að hann væri einn. Hann hafði sent ráðskonu sína út einhverra erinda og síð- an ráðið sjer bana. Það voru ekki nokkrar ein- ustu sönnur fyrir því, að full- yrðing ungfrú Conant hefði við nokkur rök að styðjast. Henni hafði fundist hún heyra gengið um forstofuhurðina. Það var mögulegt. En það var svo margt,-sem gat verið mögulegt. Fullyrðingar voru einskis nýt- ar, nema einhver staðreynd lægi á bak við. Stúlkan hafði að vísu minst á einhvern „kringluleitan mann í gráum fötum“ í sambandi við þetta mál. Hann hafði komið íil 52. Skjalda lá þarna skammt frá, en nú sótti Maja hana og þar var kýrin mjólkuð á staðnum. En eitthvað varð hún að fá fyrir sinn snúð. Þau gáfu henni hvert um sig einn kökubita og svo fór Jóhannes með vatnsfötu út í læk og sótti henni að drekka. Þegar því var öllu lokið lagðist Skjalda aftur niður í grasið og börnin fylgdu fordæmi hennar. Þau teygðu úr sjer í grasinu undir trjágreinunum. Mamma lá með höfuðið á Möttu, sem endilega vildi fá að vera kodd- inn hennar. Og þarna sofnuðu þau öll. Það var líka alltaf dásamlegast að sofna í skóginum, þegar var logn en sólin hafði hitað jörðina upp og gert allt svo hlýtt. Þyrí og Maja voru enn steinsofandi, þegar þeim fannst eitthvað vera að skríða yfir sig og þær kitlaði. Síðan var eitthvað, sem rispaðist við skósólana, kannski voru þetta bara mýflugur, sem voru að ónáða þær, fannst þeim í svefninum. Þær veifuðu út í loftið, eins og til að reka flug- urnar burt, en rjett í því tóku þær eftir því, að Egill og Pjetur hlupu burt hlæjandi. Þá skildu þær hverskyns var, Þarna voru strákarnir þá að kitla þær með punti. Mamma og Matta voru komnar inn í kofa og farnar að baka pönnukökur. Þá glaðvöknuðu Þyrí og Maja. Og nú voru þau öll komin inn í kofann og vildu fá brennheitar pönnukökur, beint af pönnunni. Og Egill varð fyrstur. Hann fjekk eina sjóðandi heita pönnsu og gleypti hana þegar í stað, brenndi sig í maganum og fór að æpa og öskra og slá á magann. Hann var hárviss um, að hann væri búinn að brenna gat á magann í sjer, samt langaði hann til að brenna sig aftur, því að ekki hafði hann á móti að fá aðra pönnsu, Og það fór alveg eins fyrir Þyrí, sem næst kom að og svo fengu þau öll sína pönnuköku og þegar því var lokið höfðu þau öll brennt sig í maganum, en það gerði ekki hið minnsta til, því að öll fóru þau að hlæja og það var svo gaman. Svo mundu þau skyndilega eftir litlu sultutauskrukkunni, og þá var aldeilis handagangur á þeim og á svipstundu kláraðist úr krukkunni þeirri. 'mj&qujrJicJJÁsnu Vori8 er korni?. ★ ISýtísku kirkja. Ungu börnin geta grátið cins mikið og þeim listir á meðan á guðsþjón- ustu stendur í hinni nýju kirkju í St. Anthony í Kanada án þess að trufla guðsþjónustuna hið minnsta. Kirkjan sem er rómversk-kaþólsk, hef ir verið innrjettuð með hljóðþjettum klefum aftast í kirkjunni. Þar geta mæðurnar verið með börn sín. Það er gler á klefanum þannig að þær sjá vel það sem fram fer. Þar er einn Tj'rsmiðurinn: — Jeg lifi á því að gera við þau. ★ Erfitt nafn. Dómarinn bað vitnið að riafa nafn sitt: — O tvöfalt t, i tvófalt v, e tvöfalt 1, tvöfalt v, tvöfalt . — Byrjið aftur, byrjið afcur, hróp- aði dómarinn algerlega ruglaður. Og maðúrinn byrjaði: — O tvöfalt t, i tvöfalt v, e tvöfalt 1, tvöfalt v, tvöfalt o.. Nú gafst dómarinn aJreg upp, Hvað heitið þjer með leyú?, spurði hann. — Nafn mitt er OttiweU Wood. Jeg stafa það: O, tvöfalt t. i.. tvöfalt v, e tvöfalt 1, tvöfalt v, tvófalt o, d. ★ Gullkorn. Kútur: —- Sköllóttir menu hafa þó alltaf eitt fram yfir aðra menn, þeir þurfa ekki að taka ofan, þegar þeir láta klippa sig. ★ Gamli læknirinn sagði á eftir um leið og hann hristi höfuðið: „Jeg get ekki skilið, hvernig slíkt getur komið Í3rrir, en það hefir þó þegar skeð“. Middletons sjö vikum áður en ig komið fj-rir hátalara svj að þær geta líka fv’lgst með hinn talaða orði. ★ hann dó- Og hún sagði að Midd- leton hefði horft á eftir honum reiður á svip þennan dag á hótel ,.Devonshire“. En hvað var hægt að byggja á því? Gabriella fann að enginn trúði orðum hennar', og hún var sem hefði getað orðið til þess að Mark fremdi sjálfsmorð, og þó efaðist hún um það. Ef hann hefðí komizt að þessú, sem í rauninni var ekki neitt, á milli Vetur á Sikiley. 1 Palermo og Catanij tveimur stærstu hafnarborgum á Sikiley, hefir í vetur fallið meiri snjór en nokkru sinni áður í manna minnum. Einnig Viðskiptavúnurinn: — Eu ef þjer kaupið þessi úr á 200 krón.r og selj- ið þau aftur á 200 Jírónur, ó hverju lifið þjgr þ<4. I Hrærivjel 1 = Ný amerísk hrærivjel er 1 i til sölu. Tilboð, merkt: | | „Hrærivjel — 814“, send- | i ist Mbl. fyrir 19. þ.m. “ 5 iiiiiiiiii iii iiiMMi»i)i*imiimiiiiiiii iii 111111111111111 iii imi ii BEST AÐ AUGLÝSA í MORGUNBLAÐMU að því komin að örvænta. — hefir snjóað á ýmsum öðrum stöðum Hvers vegna gátu þeir ekki ;i hinni sólríku Italíu. Um tíma var skilið hana? Það var aðeins eitt umferð i molum vegnn þessa. Lifði á viðgerðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.