Morgunblaðið - 13.04.1949, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.04.1949, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 13. apríl 1949. ÍÓ Sjötugsafmæli Ánganfýr Arngrímsson ANGANTÝR Arngrímsson af- greiðslumaður á Þingeyri varð sjötugur 10. þ. m. Hann er fæddur á Vollum í Svarfaðardal, 10. apríl 1879. Foreldrar hans voru Arngrím- ur Gíslason málari og kona hans Þórunn Hjörleifsdóttir.* Átta ára gamall missti Angan- týr föður sinni, og var þá tek- inn í fóstur af hjónunum Sig- urhirti Jóhannssyni og Soffíu Jónsdóttur, er þá voru búendur á Urðum í Svarfaðardal. Hjá þeim dvaldi hann til ársins 1898, að hann innritaðist í búnaðar- skólann á Kólum. Þaðan útskrif- aðist hann aldamótaárið 1900. Næstu ár á eftir stundaði hann jarðræktarsiörf á sumrum og barnakennslu á vetrum. Frá þeim tíma eru m. a. nemenda hans Snorri Sigfússon náms- stjóri á Akureyri og Þórarinn Kristjánsson núverandi formaður stjórnar Kaupfjelags Eyfirðinga. Árið 1902 kvæntist Angantýr konu sinni, Elínu Tómasdóttur prests á Völlum í Svarfaðardal, Hallgrímssonar, en síðan fluttust þau hjón, árið 1907, að Dalvík við Eyjafjörð og voru þar til ársins 1923, er þau fluttu til Þing- eyrar, og hafa þau verið hjer samfleytt síðan. í Dalvík fjekkst Angantýr við verslun og útgerð, en eftir að hann fluttist til Þingeyrar, ann- aðist hann verkstjórn og af- greiðslu hjá hlutafjelaginu Dofra. Framkvæmdarstjóri þess fjelags, Anton Proppé, og Angantýr eru báðir tengdasynir síra Tómasar á Völlum. Auk aðalstarfs síns hefur Ang- antýr gegnt ýmsum trúnaðar- störfum. Átti sæti í hreppsnefnd 1938—1942. í stjórn Sparisjóðs Þingeyarhrepps var hann kosinn árið 1933 og hefur átt þar sæti síðan. Formaður sjóðsstjórnar frá 1944. — Safnaðarfulltrúi Þing- eyrarsóknar frá 1942 og síðan. Svo sem hann á kyn til, hefur hann með ráðum og dáð stutt alla söngmennt kauptúnsins. — Verið fjelagi samkóra og karla- kóra, auk þess sem hann, og fjölskylda hans öll, hefur verið máttug stoð kirkjusöngs hjer á staðnum. Þótt hjer hafi verið stiklað á stóru um æfiferil og störf Ang- antýs Arngrímssonar, varðar þó mestu hver maðurinn er og af hvaða bergi hann er brotinn, því að sjaldan falla eplin langt frá eikinni. Guðlaug, móðir Þórunnar Hjör- leifsdóttur, konu Arngríms Gísla- sonar, föður Angantýs, var Björnsdóttir, Vigfússonar prests í Garði. Alsystir Björns Vigfús- 'sonar var Sigríður Vigfúsdóttir, kona síra Halldórs á Sauðanesi; var hún móðir Björns í Laufási, föður Þórhalls biskups. — Börn Þórhalls eru því fjórmenningar við Angantý. Hjörlcifur, faðir Þórunnar, var Guttormsson, Þorsteinssonar prests, Stefánssonar. Albróðir Guttorms Þorsteins- sonar var Hjörleifur Þorsteins- son, langafi Einars Hjörleifsson- ar Kvarans rithöfundar og skálds. :Síra Hjörleifur Guttormsson á Skinnastað, síðast prestur á Völl- ufc, er frábærlega niðjaríkur og kýnsæll maður, svo að eftirtekt vekur. Onnur dóttir hans en Þórunn er Anna Hjörleifsdóttir, föðurmóð- ir Árna Kristjánssonar píanóleik- ara. — Öhnuir systír’Þórunnar, Björg, er móðir Björns Guð- mundssonar hreppstjóra í Lóni, í Kelduhverfi; en hann er faðir Árna Björnssonar tónfræðings. — Þriðja systirin er Petrína, föð- urmóðir Kristjáns Eldjárns forn- leifafræðings. — Oddný, föður- móðir Oddnýjar Sen, er og dótt- ir síra Hjörleifs. Svona má lengi telja, þótt hjer verði staðar numið. Angantýr Arngrímsson er göf- ugmenni og drengur góður. Hár maður að vallarsýn og' tiginn í framgöngu. Vandur að virðingu sinni og orðvar. í vinahópi getur hann verið kíminn og orðhepp- inn, þótt hversdagslega verði þess ekki vart. Ávalt ljúfur í viðmóti og lítillátur, svo að af ber. Eng- an mann þekki jeg ólíklegri til að vilja láta blása í básúnur fyr- ir sjer. En heiðri sínum mundi hann vilja halda óskertum, ef honum virtist skörin vilja færast upp í bekkinn. Gestrisni og góðvild þeirra hjóna er fyrir löngu hjeraðs- kunn. Stendur hin ágæta kona manni sínum þar ekki að baki. Meiri mannvinir en þau Elín og Angantýr eru, munu vandfundn- ir. Og þótt þau eigi aðeins eina dóttur barna á lífi, frú Ingunni, sem gift er Magnúsi Amlín nú- verandi hraðfrystihússtjóra, á Angantýr Arngrímsson. Þingeyri, má svo að orði kom- ast, að heimili þeirra hefur ver- ið opið hús vinum, venslafólki, frændum og niðjum þeirra. Ætla jeg mjer ekki þá dul, að geta allra þeirra barna, sem þessi hjón hafa gengið í foreldra stað og fóstrað, um skemmri eða lengri tíma. En þó að slíkri skýrslu sje hjer sleppt, — enda jeg engar þakkir fengið hjá húsráðendum fyrir að auglýsa hana, — þá verð ur engin umbun nje fullgild greiðsla í hinni löggiltu mynt gefin, fyrir slík mannkærleiks- verk. Hlýhugurinn, hjartfólgið þakklæti og endurgoldið ástríki, eru þeir einu fjársjóðir, er hjer eiga við, og hvorki mölur nje ryð munu heldur fá grandað. Nú við sjötugsaldurinn munu samferðamennirnir á lífsleiðinni, bæði fjær og nær, votta afmæl- isbarninu hlýjar þakkir og virð- ingu sína, fyrir samfylgdina, fölskvalausa vináttu og tryggð, um leið og þeir árna Angantý Arngrímssyni allra heilla og ham ingju á ófarinni æfileið. * Foreldranöfn þessi sameinast í einum niðja þeirra. Arnþóri Jó- hannssyni skipstjóra á m.s. Helga Helgasyni frá Vest- mannaeyjum. Björg, móðir Arnþórs, er systir hans, sem nú hin eina systir hans, sem nú er á lífi. Ólafur Ólafsson. Er sextugu og á 35 ára starfsafmæli CARACAS' — Stjórn Venezu- ela ákvað nýlega, að taka á ný upp fullt stjórnmálasamband við stjórn Francos á Spáni. Þolir hvalstoinin fleiri veiðistöðvar HELGI Guðmundsson verk- stjóri hjá Magnús Th. S. Blön- dahl h.f. Fyrir 35 árum síðan beindist forvitni margra unglinga að einkennilegu hljóði, sem heyrð- ist frá húsinu Lækjargötu 6, og voru margar tilraunir gerðar til þess að komast eftir hvað hjer væri um að vera. Einn daginn, er nokkrir ung- lingar höfðu safnast saman fyr- ir utan húsið, var þeim boðið inn til þess að skoða verksmiðj- una, og fjekk hver þeirra heim með sjer kramarhús af brjóst- sykri, sem vakti mikla hrifn- ingu þeirra. Eftir það vissi all- ur bærinn, að þarna var tekin til starfa íslensk brjóstsykurs- verksmiðja. Myndin hjer að ofan er af manninum, sem æ síðan hefur staðið fyrir og starfað að brjóst sykurs- og sælgætisverksmiðju Magnús Th. S. Blöndahl h.f. Það atvikaðist svo, að hann á 25 ára afmælisdegi sínum (1914) byrjar starf sitt hjá Blöndahl, svo hann á í dag einn ig 35 ára starfsafmæli hjá firm- anu. Helgi er fæddur 13. apríl 1889 í Garði, Gerðahreppi. Foreldr- ar hans voru Guðmundur Árna- son útvegsbóndi og kona hans Málfríður Árnadóttir, sem lengi bjuggu þar myndarbúi. Iðn sína lærði Helgi hjá dönskum manni að nafni Glich- mann, sem stóð fvrir brjóstsyk- ursverksmiðju H. Th. A. Thom- sen. Um Helga má segja, að hann tilheyrir gamla skólanum, hann er árrisull og stundvís, kemur ávalt auga á það, sem gera þarf og gerir það ótilkvaddur og vinnur verk sín sleitulaust og af ósjerhlífni. Hann er maður glaðlyndur, en þó alvörugef- inn, lifir einkar ánægjulegu heimilslífi með ástríkri konu sinni, frú Sigríði Ástrósu Sig- urðardóttur og efnilegum börn- um þeirra. Þau hjón eiga 35 ára hjúskaparafmæli 17. okt. n.k. Fyrir hönd firmans, starfs- fólks þess og sjálfs mín, þakka jeg honum fyrir öll vel unnin störf og óska honum, konu hans og börnum og öðrum skyld- mennum, hjartanlega til ham- ingju með daginn, og bið þess jafnframt að starfsdagur hans megi verða sem lengstur og fegurstur. Guðmundur Jóhannesson. .LONDQN — Hertoginn af Wincjsór hefir undanfarið dval- ið í Bretlandi í heimsókn hjá bróður sínum, Bretakonungi og hjá móður sinni, Mary ekkju- arottningu." Nýlega hefir komið í ljós að Fiskifjelag íslands hefir mælt með þvi fyrir sitt leyti, að stofn aðar verði tvær nýjar hválveiði stöðvar, önnur í Reykjavík, en hin á Patreksfirði. Gera má ráð fyrir því, að hinar nýju stöðv- ar hafi ekki á að skipa færri veiðiskipum en stöð Hvals h.f. og að gerð yrðu út kringum 12 til 16 skip frá stöðum við vesturströnd landsins- Reynsl- an hefir sýnt ljóslega, að hval veiðistofninn þolir ekki slíka veiði, og verður gerð frekari grein fyrir því hjer á eftir. .— Fiskifjelag íslands hefir því al- gerlega brugðist því hlutverki, sem því var ætlað að vinna, er það mælir með slíkum leyfum um fjölgun hvalveiðistöðva án frekari athugunar, þó að fyrir hendi sjeu meiri gögn og örugg ari um hvalstofninn við ísland en nokkra aðra veiði, sem hjer hefir verið stunduð. Virðist því full ástæða til þess að taka þetta mál til mjög rækilegrar athugunar, áður en umrædd leyfi verða veitt. Hvalveiðar hófust hjer 1883. Á því er enginn vafi, að þá var mikið um hval hjer við land- Fyrstu stöðvarnar veiddu mik-! ið af hval í mynni ísafjarðar-1 djúps. Mjög bráðlega varð að sækja hvalina lengra að, og að því kom fyrr en varði, að sáekja 1 þurftí hvalinn frá stöðvunum á Vestfjörðum alla leið til Vest-' mannaeyja og austur fyrir Langanes. Sá háttur var tekinn 1 upp við veiðarnar, að stór. dráttarskip drógu hvalinn frá veiðisvæðinu til vinnslustöðv- anna. Árið 1898 höfðu þannig mörg veiðiskip bækstöðvar sín- I ar við Borgarfjörð eystra og var hvalnum þar lagt við festar, ' þangað til dráttarskipin komu. j Slík veiðiaðferð er möguleg, þegar enungis er um það að ræða að vinna lýsi úr hvalnum,1 en að sjálfsögðu fráleit, þegar einnig á að nota kjötið. Nú er svo háttað, að hvalkjöt er eins verðmætur hluti veiðarinnar og hvallýsi. S. 1. sumar hafði ( Hvalur h.f þannig helming tekna sinna af sölu hvalkjöts, en helming af lýsissölu. — Þess skal og getið hjer, að í ráði er að setja í Englandi reglugerð þess efnis, að ekki megi líða meir en 15 klst. frá því hvalurinn er skotinn þar til kjötskurður fer fram. Hvalstofninn við Vesturland eyddist á svo ótrúlega skömm- um tíma, að um aldamótin hefði ekki verið unt að reka hvalveiðar við Vesturland, ef framleiðslan hefði oltið á því að geta hagnýtt kjötið. Þessar stöðvar sem voru á Vesturlandi voru fluttar til Austurlands um aldamótin vegna hverfandi veiði: 1. Ellefsen í Önundarfirði fluttist til Mjóafjarðar. 2. Victor í Dýrafirði fluttist til Mjóafjarðar 3. M. Bull fluttist frá Hest- eyri til Héllisfjarðar. 4. Ásgeirsson, Seyðisfirði við ísafjarðardjúp fluttist að Svína skála við Reyðarfjörð. Árið 1905 voru tvær stöðvarn ar fluttar úr landi, og árið 1905 eru einungis taldar á veiði- skýrslum tvær stöðvar á Vest- fjörðum. „Hekla“ og „Tálkna“, er síðar voru sameinaðar. Fjelögin, sem fluttust til Áust urlands fengu góða veiði örfá ár, enda var tala veiðiskipa meiri en nokkru sinni áður, en þegar árið 1904 fer veiðin að minka. Árið 1901 veiðir hver bátur 44 hvali, 1906 var meðal- veiði á bát 26 hvalir, 1912 8 hvalir — og svipuð veiði þar til hvalveiðum lýkur. Þetta sýnir ljóslega hvernig þessi atvinnuvegur hefir verið eyðilagður á mjög skömmum tíma vegna algerðs fyrirhyggju leysis. Að því er snertir hvalveiðar við Vesturland um aldamótin skal hjer tekinn upp kafli úr bókinni ,,Av hvalfangstens historie“ eftir Sigurd Risting, bls. 177: „Det var sáledes ved ár- hundredets utgang en ganske anseelig fláte pá det islanske fangstfelt. 23 hvalbáter gjorde i 1900 en fangst av 823 hval, hvorav utbragtes 33.600 fat olje foruten en tilsvarende mængde guano. Det var dog nu iöjnefaldende, at selskapene for en stor del mátte söke sin fangst pá andre havströk end tidligere. Fra stationspladserne pá det nordvestlige hjörne sökte fangstbátene sydover til forbi Vestmanöerne og östover forbi Kap Langanes, ja endog til selve östkysten og sydkysten hændte det at de avsökte feltet. Der var for stadig længere slæpning pá hvalen og egne slæpedampere var forlengst blit en nödvendighet, hvis tnan fuldt ut .vilde utnýtte hval- bátenes effektivitet. Spörsmá- let om at flytte stationene blev derfor aktuelt, og eftirsom nu hvales træk og forekomst teg- net sig,*mátte de nye stations- pladser vælges pá öens öst- kyst“. Um Sldamótin höfðu samtals veiðst 6000 hvalir frá Vest- fjarðastöðvunum, en þess ber að geta, að mikill hluti þessara hvala var veiddur mjög fjarri vinnslustöðvunum. í ritinu „Hval og hvalfangst“ sem gefið er út af norska hval- ráðinu, eru merkilegar rann- sóknir um hvalveiðar við ís- land (7. rit, útgefið 1933). Gert er ráð fyrir því, að allur hval- stofninn, sem gengið var á hjer á landi, hafi aldrei verið meiri en 5 til 7000. Þegar veiðum lýk ur er gert ráð fyrir því, að svo mikið hafi saxast á stofninn, að hann sje kominn niður fyrir 500. Hvalur h. f. fjekk s. 1. ár 239 hvali. í þessu sambandi ber að geta þess, að fyrsta mánuðinn var einungis einn bátur að veiðum næsta hálfa mánuðinn einungis tveir bátar, en úr því þrír. Nú í sumar er gert ráðfyr ir því, að stunda veiðar alt jút- gerðartímabilið með 4 bátúm. — Nú er ráðgert að stofna tvær Framh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.