Morgunblaðið - 21.04.1949, Side 1
16 síður
Ný rálsfefna í Londen um
Evrópuráiii fyrirhugaða
Ufanrtkisráiherrar 10 landa koma saman 3. maí
Kínverskir kommúnistar róðost á
tvö bresk herskip á Yangtsefljóti
Einkuskeyli til M1>1. frn Keuter.
LONDON, 19. apríl. — Samkvæmt áreiðanlegum heimild-
um, munu utanríkisráðherrar Bretlands, Frakklands, Hollands,
Belgíu, Luxembourg, Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur, ítaliu og
Eire koma saman á ráðstefnu í London 3. maí n. k. til þess
sö halda áfram umræðum um hið fyrirhugaða Evrópuráð,
en þegar það verður stofnað, munu utanríkisráðherrar fyrr-
nefndra landa eiga sæti í því.
Ráðherraráðstefnan mun^
meðal annars eiga að ræða
kostnaðinn af Evrópuráðinu og
hvernig honum verði skipt
milli þátttökulandanna. og'
hvort taka eigi til greina þátt-
tökubeiðni Grikklands og Tyrk
lands.
87 fulltrúar.
Á sendiherraráðstefnu þeirri,
sem lauk í síðastliðinni viku
og einungis fjallaði um stofn-
un Evrópuráðsins, mun hafa
náðst samkomulag um, hversu
margir fulltrúar eigi sæti á
Evrópuþinginu, sem vinna á
með ráðinu. Alls munu þing-
fulltrúarnir eiga. að verða 87
og' skiptast þannig milli landa-
Fi'akkland, Bretland og Ítalía
18 fulltrúa hvert, Belgía, Sví-
þ.]óð og Holland sex hvert,
Ðanmörk, Eire og Noregur 4
hvert og Luxembourg 3.
Truman skipar
nýjan sendlherra
í Moskva
50 láta lífil
í jarðskjálffa
Einkaskeyíi frá Reuter.
SANTIAGO, 20. apríl: — Vitað
er nú, að að minsta kosti 50
menn ijetu lífið og yfir eitt
hundrað meiddust í miklum
jarðskjálfta, sem varð í Mið-
Chile í nótt sem leið.
Manntjón og skemdir virðast
hafa orðið meiri en fyrst var
talið. — Enn er ekki vitað með
vissu um manntjónið, enda er
sambandslaust við ýms hjeruð.
Sagt er að 30 fangar hafi lát-
ið lífið í Traiguen, er fangelsis-
byggingin þar hrundi til
grunna.
Fimm drepnir
SINGAPORE, 20. apríl: —
Eldvörpur voru í dag notaðar
á Malakkaskaga í átökum yfir
valdanna þar gegn ofbeldis-
seggjum kommúnista. Fimm
þeirra ljetu lífið. — Reuter.
Sökkvandi skip
SYDNEY, 20. apríl: — For-
sætisráðherra Ástralíu skýrði
frá því í dag, að kommúnistum
færi nú fækkandi þar í landi.
Jafnvel leiðtogar þeirra eru
byrjaðir að yfirgefa hið sökkv-
andi skip, sagði hann.
•— Reuter.
Nýr sendiherra.
Tiuman forseti útnefndi í gær
Alan Kirk fiotaforingja, sem
sendiherra Bandaríkjanna |
í Moskva.
Báist við stórárás kín-
verskra kommánista
Afræður sfjórnin að fly fja frá Nanking!
Einkaskeyti lil Mbl. frá Reuler.
NANKING, 20. apríl: — Fallbyssukúlur frá stórskotaliðssveit-
um kommúnista byrjuðu að falla á suðurbakka Yangtsefljóts í
kvöld, um líkt leyti og ráðuneyti Ho Ying Chins forsætisráð-
herra kom saman til fundar, til þess meðal annars að ákveða
hvort stjórnin eigi að flytja bækistöðvar sínar frá Nanking
eða dveljast áfram í borginni. Flugvjelar eru hafðar til taks
til að flytja stjórnina á brott, ef svo verður ákveðið.
WASHINGTON, 20. apríl: —
Truman forseti skipaði í dag
Alan Kirk flotaforingja, sendi
herra Bandaríkjanna í Moskva.
Kirk kemur í stað Bedel Smith,
sem látið hefir af störfum og
nu er kominn til Bandaríkj-
anna.
Kirk flotaforingi, sem nú er
sendiherra Bandaríkjanna í
Belgíu og Luxembourg,'stjórn-
aði meðal annars flotanum,
sem flutti bandaríska innrásar-
hermenn til Normandy.
— Reuter.
Árásin var undir-
búin í Albaníu
At>ENA, 20. apríl: ■— Rann-
sóknarnefnd Sameinuðu þjóð-
anna á Balkanskaga hjelt fund
í Áþenu í dag og samþykkti þar
skýrslu um árás skæruliða á
Florina í Noiður Grikklandi í
febrúarmánuði síðastliðnum.
Skýrslan er bygð á frásögnum
^jónarvotta, en samkvæmt
henni kemur í ljós. að árásin
hefir verið þvínæK algerlega
undirbúin í Albaníu.
— Reuter.
Stór árás í aðsígi
Þegar ráðuneytisfundurinn
hófst, höfðu stjórnarhersveitirn
ar þegar hafið ákafa skothríð
á kommúnistaherina, sem nú
búa sig sýnilega undir stórárás.
í ráði var að fundurinn hjeldi
áfram fram yfir miðnætti, til
þess að ráðherrarnir gætu sam-
eiginlega fengið skjótar fregnir
af atburðunum á vígvöllunum
við Yangtse.
í kvöld heyrðust fallbyssu»
drunurnar greinilega í Nanking,
enda hafa bardagarnir nú bor-
ist mjög nálægt borginni. Sum
ar af fallbyssukúlum og sprengi
kúlum kommúnista, sem beint
var gegn víggirðingum stjórnar
herjanna við Nanking, féllu svo
nærri, að hús í borginni nötr-
uðu. Sprengikúlurnar ollu víða
íkveikjum, og eldarnir sjást nú
greinilega frá hinni umsetnu
borg.
Talið að um tufitugu
sfóliðar huii iullið
Þrjú herskip á leið !il hjálpar.
Einkaskeyti til Mhl. frá Reuter.
NANKING, 20. apríl: — Talið er að 20 breskir siéliðar hafi
látið lífið og um 45 særst, er kommúnistar í dag hófu skot-
bríð á tvö herskip á Yangstsefljóti. Allir þeir föllnu og 20
af þeim særðu voru á hersnekkjunni ,,Amethyst“, sem fyrst
varð fyrir árás, cr hún sigldi upp fljótið frá Shanghai, en hún
átti að leysa af vcrðf tundurspillirinn „Consort“, sem að und-
anförnu hcfir haldið vörð um líf og eignir breskra borgara
í Nanking.
Frá frjettaritara
Morgunblaðsins
KAIIPMANNAHÖFN, 19.
apríl: — Rússncskur
flotahátur stöðvaði í gær
danskan vjelbát, sem var
að veiðum fyrir utan 12
mílna landhelgina í
Eystrasalti. Var einn af
skipshöfn danska bátsins
tekinn höndum og fluttur
um borð í rússneska skip
ið vegna þess, að hann
hafði ekki vegabrjef
meðferðis. Búist er við
að sjómaðurinn verði flutt
ur til pólskrar hafnar.
Annar danskur vjelbát-
ur, sem stundar veiðar í
Eystrasalti, kom til
Kaupmannahafnar í gær
eftir að Rússar liöfðu
haldið hátnum í lettneskri
höfn í 8 daga — Skips-
höfnin skýrir frá því, að
rússneskt herskip hafi
teldð þá, þar sem þeir
voru 21 sjómílu frá landi.
Var skipshöfnin yfir-
hcyrð og einkutn um
stjórnmálaskoðanir hvers
cinstaks. Rússar spurðu
þá m a hvar þeir hefðu-
verið staddir er Atlants-
hafssáttmálinn var undir
ritaður. — Páll.
Grænlandsleiðangur
kemur hjer við
PARÍS, 19. apríl: — Paul
Emile Vrctor, leiðtogi fransks
Grænlandsleiðangurs, lagði í
kvöld af stað flugleiðis til ís-
lands um Skotland. Þar mun
hann fará um borð í Grænlands
farið „Fjellberg“, sem fór frá
Rouen 13. apríl með 33 leið-
angursmenn. Á íslandi verður
lokið við undirbúning Græn-
landsfararinnar. — Reuter.
Neyðarmerki.
Skothríðin á ,,Amethyst“ olli
því, að skipið strandaði, en
,,Consort“ og kínverskur tund-
urskeytabátur heyrðu neyðar-
merki þess. Nú er vitað að þrjú
bresk herskip —- ,,Consort“,
„London” og „Black Swan“ —
sjeu komin í námunda við
strandstaðinn og muni bíða þar
til birtir til þess að fara her-
snekkjunni til hjálpar. „Con-
sort“ varð fyrir fallbyssuskot-
um frá kommúnistaherdeildum,
er tundurspillirinn fyrst reyndi
að finna snekkjuna. — Hann
svaraði skothríðinni, en varð
þó að hörfa undan.
Reynt að gera við skipið.
Frjettir frá Chinkiang herma,
að hinir særðu sjóliðar af ,,Am-
ethyst“ hafi verið fluttir þang-
að á sjúkrahús, en breskir sjó-
menn munu enn vera um borði^
í skipinu og reyna nú að gera
við það, ef takast rnætti að
koma því á flot.
80 mílur frá Nanking.
Atburðir þessir gerðust um
80 mílur frá Nanking. Liðsfor-
ingjar úr hersveitum stjórnar-
innar, sem sáu er árásin var
gerð á „Amethyst“, segja, að
hersnekkjan hafi ekki stöðvast
við fyrstu árásina. Kommúnist-
ar beindu fallbyssum sínum þá
á ný að henni, en eftir það varð
erfitt að sjá hvað gerðist.
Samveidisianda-
ráðherrar koma
fil London
LONDON, 20. april: — Sex
ráðherrar eru nú komnir til
London í sambandi við sam-
veldislandaráðstefnuna, sem
þar er um það bil að hefjast.
í dag komu ráðherrar frá Ástra
líu, Nýja Sjálandi og Pakistan,
en Nehru, forsætisráðherra
Hindustan, er væntanlegur
seint í kvöld. — Reuter.