Morgunblaðið - 21.04.1949, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.04.1949, Blaðsíða 2
p MORGUNBLAÐlb Firamtudagur 21. aþríl 1949. Sovjetsifórnin setur auðsveipni að j skilyrði fyrir verslunarviðskiftum „VEGNA ijandsamlegrar stefnu ___ 0 0 _j!L w f Tryggra álti ftka ráðherradom áframhald stórfeHdrar efnahags _ __ ft'-S'rar samvinnu Sovjetríkjanna j_„ ~ ffl Otf Jögóslavíu ómögulegt, er í|||||}|J !1|| 11011111 II viöskiptasamningi þessum gert^ “ >íS fyrir. aíV viðskipti landanna £ næsta ári nemi aðeins einuni éitunda af því, sem þau voru 11)148“. Svohljóðandi tilkynning var fci.rí í blöðunum í Moskva 31. deseaiber s. 1. Tilkynning þessi taiari sínu ótvíræða máli. Hún segir beru.m orðum, að rúss- ti.eska ríkisstjórnin hagi verslun- ar - og viðskiptasamningum sín_ tim éftir því. hvernig henni fell ur .viS ríkisstjórnir þeirra landa, cr 'hún hverju sinni á í samn- •ij g'Jrr. við. Tiw í snörunni Ef rússneska stjórnin telur, að ernhver stjórn sje sjer eigi Un iir-gefin. þá refsar hún henni n>eð því að d.raga úr eða eyða t ð öllu viðskiptum landanna. Með þessu móti hyggst rúss- -*).esa Stjórnin geta náð algerum t'jtum yfir þeim þjóðum, sem að verulegu leyti eru háð versl- un og viðskiptum við Rússland. Nú er það vitað og jafnvel j itað af Þjóðviljanum, að í Júgó'siavíu er kommúnista- etjórþ. Þjóðviljinn hefur meira cð segja aldrei viljað gera upp n rnilli Stalins og Titos. Hann -tlefur látið í það skína, að deil- uruar þeirra í milli væru fjöl- fikyldudeilur, sem best færi á eð'hafa um sem fæst orð, enda -tr.undii þær leysast af sjálfu Bjer ir.nan skammrar stundar. Vera kann, að Þjóðviljamönn um sje ekki jafn-mikið gefið um Tito og þeir láta í veðri Vaka. En ef innri maður þeirra or slíkur, þora þeir ekki að láta n sjást. Það er skiljanlegt. of því að eina ,.afbrot“ Titos er fthfí, að hann hefur viljað halda einhverju broti af formlegu njálfstæði handa sjer og stjórn sinni, þrátt fyrir það þó að teldi sig jafn góðan komm únista og sjálfa höfuðpaurana austur í Moskva. Ráðagerðir kommúnista fara út um |>úfur Á þennan veg þóttust komm- únistar ryðja stefnu sinni örugg legar braut hjer á landi en með nokkru öðru móti. En ráðagerð- ir Áka Jakobssonar og fjelaga hans um að gera Island fjár- hagslega háð Rússlandi og hin- um alþjóðlega, kommúnisma fóru út um þúfur. Áki Jakobsson, Brynjólfur Bjarnason og öll sú hersing kennir núverandi ríkisstjórn, og einkanlega Bjarna Benedikts- syni, um.'að þessi hroðalega fyr irætlun hafi ekki náð fram að ganga. Það er að vísu rjett, áð núverandi ríkisstjórn, og þar með Bjarni Benediktsson, vildu ekki, að ísland yrði fjárhags- lega háð Rússlandi, frekar en nokkru öðru landi. Bjarni Bene diktsson hefur í þessu fylgt sömu stefnu og fyrirrennari hans Ólafur Thors og aðir utan- ríkisráðherrar á undan honum. Þeir hafa allir viljað afla ís- lenskum vörum markaða sem viðast, en aldrei viljað vinna það til, að íslenska þjóðin kaupi markaðina því verði, að afsala sjer sjálfstæði sínu. Undirmál Áka íslending&r fögnuðu því, þeg- ar Rússar keyptu af okkur tölu- vert af vörum á árinu 1946. Engum öðrum en kommúnist- um datt þá í hug, að endur- gjald fyrir þau kaup ætti að vera, að kommúnistar skyldu ætíð vera í stjórn á Islandi. Það er skiljanlegt. að Áka og Brynjólfi þætti gott að fá er- lendis frá slíkan stuðning til valdasetu sinnar, því að þeir vissu, að fylgi þeirra með þjóð- inni var hverfandi. Þó að Islendingum dytti ekki í hug að hafa Áka fyrir eilífðar ráðherra í skiptum fyrir að losna við töluvert magn af hrað Ætluðll að koma íslandi!’frystum fiski, þá vildu þeir halda áfram eðlilegum skiptum við rússnesku þjóðina, ef það væri hægt. í sömu fordæminguna CJm sömu mundir og komm-! únist&r halda uppi loddaraleik! fiínurr. um föðurlandsást sína, hjer upp á íslandi hefði því lát- | ið illa í munni þeirra, ef þeir hefðu fordæmt Tito. En hver sem afstaða íslenskra kommún- isfca kann í raun og veru að vera tii Titos, breytir það engu um afstöðu rússnesku stjórnar- innar. Hún segir; Tito hefur brotið á móti mjer. Þar af leið- andi fær Júgóslavía sáralítil við nkipti að hafa við Rússland_ Það var þessi aðstaða, sem kommúnistar vildu og vilja enn koma íslandi í gegn Rússlandi. Ætlua þeirra var sú að láta ís- iand verða Rússlandi viðskipta- lega og fjárhagslega háð. Með jpv't móti töldu þeir, að Rússar ien.gju óbifanlega aðstöðu til að eegja Islendingum fyrir verk- um. Erfiðir samningar Á árinu 1947, fyrsta valda- ári núverandi ríkisstjórnar, voru og gerðir víðtækir við- skiptasamningar við Rússland. Þeir s^mningar gengu samt mjög seint og voru á allan hátt erfiðari en samskonar samning- ar við Breta. sem byrjað var á samtímis. Bretar urðu að hafa forgöngu bæði um verð og magn. áður en Rússar fengist til að binda sig í nokkru. Það kom mjög fram hjá Rússum, að þeir töldu flestar framleiðsluvörur Islendinga alltof dýrar. Engu að síður tók- ust samningar á því ári og sýndi það hug núverandi stjórnar til að halda áfram skiptum við Rússa, Á íslandi vildu menn ekki trúa því, að Rússar ljetu við- skipti sín stjórnast af því, hvort kommúnistar væri í stjórn við- skiptalandanna eða ekki. þó að kommúnistar breiddu þá skoð- un mjög út meðal aimennings hjer á landi og hún hafi nú fengfð jstuðning í y'firlýsing- unni gegn Tito frá 31. desember s. 1. Undanbrögð Rússa Kommúnistaf orsprakka rn ir ,,íslensku“ hafa raunar jafn- framt haldið því fram. að ís- lenska stjórnin hafi ekki viljað og vilji ekki semja um eðlileg viðskipti við Rússa. Samning- arnir frá 1947 hnekkja þessari staðhæfingu svo vél sem frek- ast má verða. Til viðbótar kem ur það, að íslenska stjórnin hef ur síðan æ ofan í æ reynt að taka upp samninga við rúss- nesku stjórnina, bæði á árinu 1948 og 1949. Islenska stjórnin gaf strax fyrirmæli um það 2. desember 1947, að reynt skyldi að ná við- skiptasamningum við Rússa fyr ir“ árið 1948. Þessi málaleitun var síðan hvað eftir annað end- urtekin á árinu 1948, en ætíð Sv’ai'au meu undanhrugðum af hálfu rússneskra stjórnarvalda. Því var aldrei neitað algjör- lega, að Rússar vildu semja við okkur, en því borið við, að mál- ið væri i athugun eða að hlut- aðeigandi stjórnarembættismað ur væri veikur. Undanbrögðin sýndu, að Rússar höfðu ekki á- huga á málinu. Ur samningum 1948 varð þessvégna ekki. Rússar ráða kaupum sínum íslenska stjórnin hefur þrátt fyrir þetta enn reynt að fá rússnesku stjórnina til samn- inga um viðskipti á þessu ári og gaf um það fyrirmæli strax 8. nóvember á s. 1. hausti. Enn hafa engin svör fengist frá rússnesku stjórninni við þessari beiðni Islendinga. Þrátt fyrir ítrekuð tilmæli af Islands hálfu, hefur því verið svarað, að málið væri í athugurí, og að tilkynnt mundi verða, þegar þeirri at- hugun væri lokið. Því fer auðvitað fjarri, að ís- lendingar geti áfellst Rússa fyr- ir að vilja ekki kaupa af okkur vörur. Það er algjörlega á valdi rússneskra stjórnarvalda sjálfra, hvort þau gera það eða ekki. Og á árinu 1947 gerðu þau grein fyrir því, að Rússar ýmist heíðu ekki not fyrir fram leiðslu okkar eða teldu hana of dýra. Það er því skiljanlegt, einkanlégá meðan hið háa verð lag helst á íslenskum fram- leiðsluvörum, að Rússar sjeu tregir til samninga við okkur. Til þess þurfa ekki að iiggja að Rússar vilji ekki semja við íslendinga um viðskipti, nema kommúnistar sjeu í stjórn hjer á landi, og sú skoðun fái mikinn stuðning í yfirlýsingunni út af Tito. En að svo vöxnu máii kemur það sannast sagt úr hörðustu átt, að kommúnistar skuli ásaka íslensku ríkisstjórnina fyrir að á henni standi í þessu máli. Rússar borguðu lægra verð en Bretar nú Ósannindi Þjóðviljans í þessu efni eru þó'ekki undrunarverð. Áróður kommúnista stendur aldrei í neinu sambandi við sannleika og staðreyndir. Hann gerir það ekki í neinum málum og er ekki frekar við því að bú- ast í þessu máli en öðru. Við hinu mega menn búast, að þessi lygaáróður verði nú enn magn- aður um sinn í sambandi við bresku samningana, sem nýlega hafa verið gerðir. Kommúnistar skrökva því auðvitað upp að, ef við Rússa hefði verið samið, mundi miklu hærra verð hafa fengist en Bret ar greiða. En í því nægir að benda á, að síðast þegar Rúss- ar keyptu af okkur hraðfrysta fiskinn borguðu þeir aðeins 9 pence fyrir pundið eða mun lægra en Bretar borga nú. Hvernig sem mál þetta er skoðað er þessvegna Ijóst, að ásakanir kommúnista eru ger- samlega úr lausu lofti gripnar. Gremja þeirra stafar af því, að áformin um að gera ísland háð Rússlandi fóru út um þúfur. Þau vonbrigði munu endurtak- ast æ ofan í æ. pólitískar ástæ2 únistar æ ofan jr, þó að komm æ gefi í skyn, Bók um ísland eftir Horace Leai rif- höfund HORACE LEAF, breski rithöf- undurinn og fyrirlesarinn, sem dvaldi hjer á landi um hríð, fyrir nokkrum árum, hefur skrifað bók um land og þjóð, sem hann nefnir „Iceland yest- erday and today“ (ísland í gær og í dag). Fjallar bókin um land og þjóð alment, sögu þjóð- arinnar, atvinnuvegi, bókment- ir, listir o. s. frv. Hefur hún vakið nokkra athygli hjá ensku mælandi þjóðum, enda er höf undurinn kunnur af ferðabók- um sínum og mun kunnasta bók hans vera „Under the Southern Cross“. Útgefendur eru George Allen & Unwin Lth. í London. Horace Leaf er sem kunnugt er spíritisti og var hann hjer á vegum áhugamanna um sál- arrannsóknir, hjelt hjer fyrir- lestra og tók þátt í jiundum um það mál. Kunnw Hjálpræðis- hersforiiugi kemur i í heimsókn hingað LEIÐTOGI Hjálpræðishersins í Noregi, íslandi og Færeyjum, enski kommandörinn Gordon J. Simpson, heimsækir ísland, og er væntanlegur hingað til lands í dag. Mun hann dvelja hér á landi um þriggja vikna skeið og nota þann tíma til þess að heim- sækja herflokka Hjálpræöis- hersins og heimili víðsvegar um landið. Fyrstu samkomur komman- dörsins verða í höfuðstaðnum, þar sem miklar samkomur verða haldnar í lok þessarar viku, hin 'fyrsta annað kvöld, Kommandör Simpson er þekt ur sem áhrifaríkur prjedikari og mikilhæfur leiðtogi bæði innan Hjálpræðishersins og ut- an hans og hefir gegnt mörgum mikilsverðum leiðtogastörfum á ýmsum stöðum víðsvegar um heim fyrir Hjálpræðisherinn, seinast var hann leiðtogi Hjálp- ræðishersins í Danmörku, áður en hann fékk skipun til Noregs, Þetta er þó í fyrsta skifti sem kommandörinn heimsækir ísland og mun heimsókn hans vissulega vekja mikla athygli hjer á landi. Síra Bjami Jónsson vígslu- biskup, hefir vinsámlegast lof- að þátttöku sin-nj í fagnaðar- samkomunni á morgun. Kommandör Simpson mun ræða við marga af leiðtogum íslensku þjóðarinnar um starf- semi Hjálpræðishersins meðan hann dvelur hér á landi. í fylgd með kommandörnum verður ofursti David Welander herf lokka-ritari ( f eltsekr eter ) Hjálpræðishersins í Noregi og sömuleiðis ritari kommandörs- ins, kapteinn Solhaug, sem er velþektur hjer á landi þar sem hann starfaði hjer á landi um nokkurra ára skeið. Ræður gesta vorra verða þýddar á íslensku. Píiagrímar hja Páfa RÓMABORG, 20. apríl: — Páf- inn tók í dag á móti 5,000 píia* grímum, sem komnir eru víðs- vegar að til Rómaborgar. Hann ávarpaði þá á ítölsku, frönsku ensku, þýsku og spönsku. — Reuter. BUKAREST — Kominform hef ur nú birt lista yfir þá menn, sem samtökin telja að kunni að hrynda af síað styrjöld. Meðai þeirra eru: Truman, Píus páfi, Bevin, Churchill, Franco, Ache- son, Schuman, de Gaulle ..... og amerískir miijónamæringar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.