Morgunblaðið - 21.04.1949, Síða 6

Morgunblaðið - 21.04.1949, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 21. apríl 1949- Frjettir síðustu daga Dimifrov farinn frá. - ÁIIs- samþykfctr fak- mörkun neifunarvaldstns - Norimenn svara Rússum - ATHYGLISVERÐASTA frjettin um bænadagana barst frá Austur-Evrópu. Þetta var stuttorð, opinber tilkynning frá Búlg- aríu, þar sem skýrt var frá því, að Dimitrov, forsætisráðherra land'sins, hefði látið af störfum „sökum veikinda“. Dimitrov er pú í veikindafríi í Rússlandi, en enginn veit, hvort þessi fyrferandi yfirmaður Kominform á eftir að sigrast á „veik- indum“ sínum og snúa heim aftur. Hann hefur hrasað út af línunni einu sinni eða tvisvar sinnum — Rússar víttu hann cpinberlega síðastliðið ár fyrir misheppnaða bandalagshug- mynd — og slíkt er óholt austan járntjaldsins. Unglingar teknir fyrir alskonar þjófnaði Hægf að selja þýfi áhæffulífið RANNSÓKNARLÖGREGLAN hefur nýlega upplýst all- marga þjófnaði og enn eru það unglingar, sem verið hafa að í/erki. Þeir eru yfirleitt á aldrinum 13 til 16 ára. Neitunarvaldið. Á allsherjarþinginu í New York skeði það merkast síðari hluta vikunnar, sem leið, að þingið samþykkti með 43 at- kvæðum gegn sex að leggja til við Öryggisráð, að það tak- marki rjettinn til notkunar á neitunarvaldinu. Rússar og önn ur lönd Vestur Evrópu lögðust eindregið gegn þessu, en í um- ræðunum um málið varð þeim tíðræddast um Atlantshafs- bandaiagio. Aldrei Gromyko, hinn nýi aðstoðarutanríkisráð- herra Rússa, hafði orð fyrir andmælendunum. Norðmenn svara. Norðmenn tilkynntu á skír- dag, að þeir hefðu svarað þeirri fullyrðingu Moskvablaðanna, að Bandaríkjamenn væru að koma sjer upp herstöðvum í Noregi. Norska utanríkisráðu- neytið lýsti yfir, að frásögn blaðanna væri „strákslegar lyg- ar“i Tveim dögum seinna tók bandaríska utanríkisráðuneytið undir svar Norðmannanna. Elsti borgari Húsa- víkur iiesl í gær HÚSAVÍK, 20. apríl: — í nótt Ijetst í Húsavík öldungurinn Jóhann Biarnason frá Knarrar- nesi, rúmlega 92 ára að aldri, elsti mað’/r í Húsavík. Hann gekk ungur 1 Möðru- vallaskóla og útskrifaðist það- an. Dvaldi síðan 14 ár í Amer- íku, en þegar hann kom heim aftur fjekkst hann við verslunar störf meðan heilsa og kraftar entust, er- hefir síðan dvalið í góðri umönnun á heimili bróð ur-dóttur sinnar, frú Þórdísar Ásgeirsdóttur og manns henn ar Bjarna Benediktssonar, póst- afgreiðslumanns. Jóhann var blindur nokkur hin síðustu ár, en hafði fulla fótavist og hlust aði á útvr.rp fram á hið síðasta kvöld og fylgdist með öllu, sem skeði, jafnt innan lands sem ut- an. Hann var víðlesinn og fróð ur maður og unni sjerstaklega íslenskum fræðum, staðfastur og ákveðinn í skoðunum. Nýtt met BERLlN: - Enn hefir nýtt met verið ?ett ú loftbrúnni til Berlínaý. Siðastliðinr laugardag fluttu flug- vjelar Breta og Bandarikjamanna þangað 12,940 tonn af vörinn. Hásefi slasasi UM MIÐNÆTTI síðastl. föstu dag, vildi það slys til á togar- anum Þórólfur, að togvír skall á fótlegg eins hásetanna, Sigurð ar Jónssonar, með þeim afleið- ingum, að báðar pípurnar brotn uðu Var höggið svo mikið að minstu munaði að tæki fótinn, en hann brotnaði rjett ofan við ökla. Þórólfur var að veiðum hjer fyrir sunnan land og var þegar haldið til Reykjavíkur, en hing að kom togarinn á laugardags- morgun og var Sigurður þá taf arlaust fluttur í Landspítalann. Samkvæmt viðtali við deildar læknir handlækningadeildar spítalans í gærkveldi, var líð- an Sigurðar eftir atvikum góð og hann lítt þjáður. Hátíðahðld skáfa á jumardaginn fyrsfa SKÁTAR gangast fyrir hátíða- höldum í dag eins og ætíð á sumardaginn fyrsta. Hefjast þau kl_ 10 f. h. með skrúð göngu frá Skátaheimilinu við Snorrabraut. Gengið verður niður Lauga- veg, eftir Miðbænum og um nokkrar götur Vesturbæjar, en fylkingin mun síðan staðnæm- ast fyrir framan biskupsbústað- inn þar sem prestar þeir, er hafa skátamessur í dag bætast í hópinn. Sr. Sveinn Víkingur flytur messu í Dómkirkjunni fyrir eldri skáta, en sr. Jakob Jónsson í Hallgrímskirkju fyr- ir ylfinga og ljósálfa. Jósep Krisfjánsson í Húsavík jarósunginn HÚSAVÍK, 20. apríl: — í dag var til moldar borinn í Húsavík Jósep Kristjánsson. Hann létst að heimili dóttur sinnar, Sig- ríðar, hinn 10. þ. m. rúmlega 90 ára að aldri. Jósep hefir átt heima í Húsa- vík síðan fyrir aldamót, en var áður bóndi að Birgi í Keldu- hverfi_ Hann var vellátinn at- orku- og dugnaðarmaður. Kona hans var Baldína Hallgrímsdótt ir, látin fyrir mörgum árum. Jass- og dægurlaga- hljómleikar í dag VEGNA fjölda áskoranna, verða jass- og dægurhljómleik- arnir, Kristjáns Kristjánsson- ar, endurteknir í kvöld í Aust- urbæjarBíói kl. 7. Þetta éru þriðju tónleikarnir og jafnframt síðustu, — Hinir tveir hafa verið vel sóttir. Á hljómleikunum leika þrjár hljómsveitir, átta manna, 12 og 17 manna, en með þeirri síðast nefndu syngja Hjördís Ström og Haukur Morthens. — En auk þess mun kvartett Björns R. Einarssonar syngja, en hann vRkti mikla ánægju áheyrenda á síðustu hljómleikum. Góð bamaskemlun FORSTÖÐUMENN unglinga- reglunnar í Reykjavík gengust fyrir barnaskemtun í Góðtempl arahúsinu á annan páskadag og var húsið þjettskipað börnum. Fóru þar fram mörg skemti- atriði og lögðu börn og ung- lingar fram stærstan skerf til þeirra. Þar söng barnakór undir stjórn Otto Guðjónssonar og á eftir ljeku 8 ungar stúlkur á gítar og sungu undir. — Var hvorutveggja óspart klappað lof í lófa. Þá var sýndur sjónleik- urinn „Álfkonan í Stórhamri“ eftir Sigurð Björgúlfsson. Er sá leikur í 2 þáttum og mikill söngur í honum og eru lögin eftir Tryggva heitinn Kristins- son kennara á Siglufirði. Þetta var frumsýning á leiknum og tókst ágætlega. Einnig voru tjöld góð. En það spilti fyrir að ólag var á tjaldinu, þegar það skyldi dregið fyrir, og má slíkt ekki eiga sjer stað, en sjálfsagt auðvelt úrbóta, svo að það komi ekki fyrir aftur. Að lokum var skrautsýnmg, „Kvöldbænin“, eftir sjera Áre- líus Nielsson, þar sem vernd- arar standa við rúm barns og leggja blessun sína yfir það. Um þessa skemtun er það í einu orði sagt, að hún var góð og mjög við barna hæfi. svo að fáar barnaskemtanir hafa verið hjer betri. Ætti að endurtaka hana sem oftast. Hjartað bilaði, er björgun barsl Á FÖSTUDAGINN langa fjell færeyskur stýrimaður út af skipi sínu hjer í Faxaflóa og var hann látinn er björgun barst. Þetta slys varð síðari hluta dags, en skipið heitir Colum- bus og var að veiðufn hjer úti í Faxaflóa. Stýrimaðurinn mun hafa verið að vinnu á þilfari, er hann fjell fyrir borð. Kallaði hann þá á hjálp og einn skip- verja stakk sjer þegar til sunds. Liðu hjer á milli aðeins tvær til þrjár mínútur, en þegar skipverjinn ætlaði að bjarga stýrimanninum, var hann hreyf ingarlaus orðinn og talið víst að hann hafi þá verið látinn. Hann mun hafa látist af hjarta slagi. Columbus leitaði þegar til hafnar hjer í Reykjavík og fór um kvöldið af stað með líkið áleiðis íil Færeyja. Síld á Selvogsbanka Þ. 18. APRÍL var togarinn Maí á Selvogsbanka. Sýndi dýptar- mælirinn þá fiskitorfu í miðj- um sjó og hjeldu skipverjar að þarna myndi vera um þorsk- torfu að ræða. Skipstjórinn Eyjólfur Krist- insson kastaði á torfuna og fjekk í vörpuna sex körfur af síld. En vegna þess hve varpan er stórríðin hefir meginið af síld inni sem í vörpuna kom, slopp ið úr henni. Þetta var á 60 faðma dýpi. En torfan stóð í 30 föðmum. Samkvæmt mæling- um dýptarmælisins var torfan samfeld og um 2 mílur á lengd. Þetta var 32 sjómílur suð- austur af Reykjanesi. Nokkru austar vaxð skipstjóri var við smærri torfur, sem voru ekki nema 5—6 faðma frá botni. Því miður var ekkert hirt af síldinni, sem upp kom, svo ekki verður hægt að vita um aldur hennar, eða þessháttar. En það er ura þetta leyti, sem vorgots- síldin hrygnir á þessum slóð- um, og lengra austur með land- inu. N.K. sunnudag efnir Dansskóli Fjelags íslenskra listdansara til listdanssýningar nemenda í Austurbæjarbíói. Nemendasýning þessi verð- ur ;neð öðrum hætti en áður hefur tíðkast hjerlendis. Fyrsta atriði sýningarinnar verður ýmiskonar dansar, sem se.ttir eru í eina heild í ballet- formi, og kallast balletsýning þessi Brúðubúðin. í þessari sýningu verða aðallega yngstu nemendur skólans. Annað atriði verður lát- bragðsleikur, en hann hiefur verið ein af kennslugreinum skólans í vetur_ Er þetta saga um kisumömmu og kettlinga hennar, sýnd með hreyfingum og látbragði. Þriðja atriði er tjekkneskur hópdans úr óperunni „Stolna brúðurin“, eftir Smetana. Að lokum verður sýndur sjálfstæður ballet, sem nefnist Le’s Sylphides, eftir rússneska balletméistarann Lois Chalif, í þessum ballet eru eldri nem- endur skólans ásamt Sif Þórz og Sigríði Ármann. Þetta er í fyrsta sinn, sem sjálfstæður ballet er settur á svið hjer á landi. Kennarar skólans í vetur hafa verið þær Sigríður Ár- mann og Sif Þórz, ásamt Sig- rúnu Ólafsdóttur, aðstoðar- kennara. Einn þeirra unglinga, 16 ára drengur, hefur játað þjófnað á peningum og ríkisskuldabrjef um, er hann stal í húsi nokkru við Flókagötu. — Þessi sami piltur stal í fjelagi við jafn- aldra sinn, kvenveski. í þyí var m. a. áfengi, peningar pg skömmtunarmiðar. Geta selt þýfið. Nokkrir unglingar stálu sjónaukum og ýmsu öðru úr skipum hjer í höfninni, einníg tóku þeir skóhlífar í forstofum húsa. Þýfið seldu þeir í forn- sölum og segir rannsóknarlög- reglan talsverð brögð vera fið því, að óráðvandir unglingar geti áhættulítið selt þýfi í forn sölum bæjarins. í kaffistofum og forstofum Þá gerðist það fyrir nokkfu síðan, að stolið var 500 kr. úr kaffistofunni ,,Aldan“ í Aðal- stræti. Hjer voru að verki tveir piltar og einnig höfðu þessir sömu piltar gerst sekir um. að stela úr fötum í fatageymslum og opnum eða illa læstum ! geymslum. Blaðasöludrengurinn Nýlega var svo 13 ára dreng ur uppvís að óráðvendni, í sambandi við sölu blaða og happdrættisraiða. Hafði dreng urinn skrökvað til nafns, og til skiptis hafði hann í sambandi við söluna, notað nöfn tveggja drengja, sem hann kannaðist við. — Á þennan hátt komst drengur þessi yfir blöð og happ drættismiða. en samanlagt and- virði þeirra nam um 3000 kr. Meiri varúð í þessu sambandi vill rann- sóknarlögreglan besnda á, að nauðsynlegt sje að viðhöfð sje meiri varúð við um afhending happdrættismiða og blaða, en nú tíðkast. Eðlilegast væri að þeir unglíngar, sem fást við slíka sölu, sýndu vegabrjef við móttöku miðanna, auk skriflegs leyfis aðstandendenda um að unglingarnir hafi leyfi þeirra til að selja. Rólegf bjá lögregl- unni SAMKVÆMT viðtali við rann- sóknarlögregluna, var páska- helgin heldur róleg hjer í bæn um, en tilkynt höfðu verið í gær, tvö innbrot bæði minni- háttar. Var annað þeirra fram ið í Hressingarskálann og hitt að Álfabrekku við Suðurlands braut. Umferðarslys munu engin hafa orðið, svo orð sje á gér- andi, en í gær eftir hina snöggu snjókomu, urðu all- margir bílaárekstrar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.