Morgunblaðið - 21.04.1949, Síða 8

Morgunblaðið - 21.04.1949, Síða 8
8 MORGL NBLAÐIÐ Fimmtudagur 21. apríl 1949. | \ ' i |Kat0iittUiiUk CTtg.: H.f. Árvakur, Reykjavík, Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. UR DAGLEGA LIFINU Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri ívar Guðmundsson, Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla. Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, kr. 15.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. Sumarmál VETUR SÁ, sem nú er kvaddur, er með þeim erfiðari, sem komið hefir hjer á landi um all-langt skeið. Lagðist snemma að á Norðurlandi og hefir verið óvenju illviðra- og umhleypingasamur um land allt. Gæftir því stopular, jarðbönn í sveitum, samgöngur og á landi erfiðar vegna ófærðar. í hinum almenna búskap þjóðarinnar hefir þyngst undir fæti. Erfiðleikarnir á því að reka atvinnuvegina hafa farið vaxandi og byrðar þær, sem ríkissjóði er ætlað að bera, til þess að tryggja framhald atvinnulífsins í land- inu, aukast. Afgreiðsla fjárlaga fyrir yfirstandandi ár hefir tafist, m. a. af þeim orsökum. Með ströngum takmörkunum á innflutningi tókst, á ár- inu sem leið, að halda sæmilegum jöfnuði milli innflutn- ings og útflutnings. En viðbúið að það reynist erfiðara á þessu ári, þar eð skemdastarfsemi kommúnista í atvinnu- lífinu er rekin með meira offorsi en verið hefir, er að því miðar, að tefja eða draga úr framleiðslunni. ★ Það hefir áunnist í hinum almennu landsmálum, á þess- um vetri, að alþjóð manna hefir fengið gleggri kunnleik á starfsemi 5. herdeildar-manna, en áður hefir fengist hjer á landi. Með þeirri kynning verður það auðveldara en áður hefir verið, fyrir alla þá, sem vilja að hinu unga lýðveldi okkar farnist vel, að vinna saman í eindrægni. Menn, sem tvístíga á milli hinnar austrænu ofbeldisstefnu og vestrænna og norrænna mannrjettinda eiga hvergi heima. Átökunum, sem urðu á þessum vetri, á milli hinnar fjar- stýrðu flokksdeildar kommúnista og annara landsmanna, lauk með algerum sigri lýðræðissinna. Andstygð þjóðar- innar á hinni austrænu ofbeldis- og yfirgangsstefnu, hefir aldrei verið sterkari og almennari með íslendingum, en einmitt nú um -þessi mánaðamót. ★ Jafnframt hefir okkur íslendingum tekist að vinna okk- ur virðulegan sess í flokki vestrænna lýðræðisþjóða, í fullu samstarfi við þær, til lausnar á hinu mikilverðasta vanda- rnáli heimsins í dag: Að afstýra nýrri heimsstyrjöld. Að vísu getur enginn um það sagt með neinni vissu hvort það björgunarstarf muni beri fullan árangur. En hitt er víst, að ef styrjöld verður ekki afstýrt með samtökum At- lantshafsþjóða, þá verður það ekki gert með öðru móti, eins og málum er nú komið í heiminum. „Hugsjón“ 5. herdeildarinnar í utanríkismálunum er sú að íslenska þjóðin útilokaði sig frá öllum samtökum frelsis- unnandi þjóða heims, til þess að land okkar gæti, í stjórn- málum heims, orðið skoðað sem eyðiklettur í sjónum, opið fyrir hverjum víkingi sem vildi það nýta. Á þessum vetri hefir sú stefna verið kveðin niður svo rækilega, að hún skýtur ekki upp kollinum að nýju. ★ Fyrir Reykvíkinga er ástæða til að minnast þess sjer- staklega, að einn nytsamasti fjelagsskapur bæjarins er nú 25 ára gamall, Barnavinafjelagið Sumargjöf. Við nytsama og heillaríka starf, sem það fjelag hefir haft með hönd- um, hefir það mjög stuðst við almennar vinsældir bæjar- manna. Það sem Reykvíkingar hafa á sumardaginn fyrsta lagt til eflingar fjelagi þessu, hafa þeir með glöðu geði látið af hendi rakna, sem lítilsháttar sumargjöf til hinnar uppvax- andi kynslóðar, sem á að erfa landið. Við íslendingar höfum oft verið nefndir Söguþjóð, þó við höfum ekki að öllu leyti átt það nafn skilið. Með því að snúa áhuganum frá fortíð til velfarnaðarmála æskunnar er stigið heillaspor. Og hin uppVáxandi kýnslóð verði fengin til að læra alt það, sem- henni er nytsamlegt af menningu og sögu þjóðarinnar. Að svo mæltu óskar Morgunblaðið öllum lesendum sínum GLEÐILEGS SUMARS Nú er sumar. SUMARIÐ er loksins komið og hinn langi og strangi vetur lið- inn. — Það segir almanakið að minsta kosti og í dag fagna ís- lendingar sumri, hvað sem veðr inu líður. Það eru að vísu til menn, sem furða sig á því, að sumardagur- inn fyrsti skuli vera haldinn í aprílmánuði. Það væri nær sanni, að halda fyrsta sumardag einhverntíma í miðjum júní, eða kannski alls ekki. En því verð- ur ekki breitt hjeðan af. Við höfum , haldið sumardaginn fyrsta hátíðlegan öldum sam- an og erum víst eina þjóðin í heimínum, sem það gerir. Frá og með deginum í dag er sumar á'íslandi, þangað til síð- asta vetrardag í haust. * • .. Barnadagur HJER í Reykjavík hefir sumar- dagurinn fyrsti verið dagur barnanna undanfarin ár og sá fjelagsskapur, sem mest og best hefir hugsað um börnin og vel- ferð þeirra, Barnavinafjelagið Sumargjöf, er einmitt 25 ára á þessu vori. Þeir, sem fella sig ekki við, að kalla þenna dag sumardag- inn fyrsta, geta því nefnt dag- inn barnadaginn og það er rjett- nefni. I dag koma börnin með ,,Sól- skin“ og „Barnadagsblaðið“ og boðið er upp á margskonar skemtanir. Þær skemtanir ættu sem flestir að sækja og styrkja með því hið góða málefni. • Varðan Kalka. NOKKRAR umræður hafa orð- ið um vörðuna Kölku á Háaleiti, þar sem nú er Keflavíkurflug- völlur. Nú hefir aldraður maður, Ei- ríkur Torfason bent á skýringu um uppruna nafnsins á vörð- unni, sem er mjög sennileg. Ei- ríkur hefir það eftir Magnúsi Bergmann, sem bjó í Leiru, greindur maður og skýr, að Kalka sje þannig til kominn, að endur fyrir löngu hafi kaup- menn í Keflavík látið reisa vörð una og kalkað hana. En vörðuna hafi þeir notað til þes, að gá að ferðum kaupskipa á vorin Hafi þeir riðið, eða gengið að vörð- unni er skipa var von, með sjón auka sína, því þarna sjáist vel út á sjóinn í björtu veðri. Kemur þessi skýring heim við það, sem Magnús Þórarins- son sagði frá, að hvítt hafi verið við vörðuna, en það stafar af því, að hún hefir á sínum tíma verið kölkuð til þess, að hún sæist betur. Og af því stafi nafnið. Óþrifaleg miljónafyrirtæki. ÞAÐ er verið að hvetja einstak- linga til að gera hreint fyrir sín um dyrum. Og gott er það. En ekki væri vanþörf á að brýna hið opinbera. Það er öldungis furðulegt að sjá hvernig um- horfs er í kringum sum af miljóna fyrirtækjum ríkisins. Það er nú eitt og út af fyrir sig, að ekki hefur þótt taka því, að eyða nokkrum þúsund- um króna til að „pússa“ verk- smiðjuhús, eins og t.d. Fiskiðju ver ríkisins, að utan, heldur eru steinsteypuveggirnir, eins og er mótin, voru slegin af þeim. En ruslið í kring. — Fuss og svei! • Nokkur handtök NÓTABÁTAR liggja þarna, eins og hráviði, spýtnarusl, slor og skítur. Engu líkara, en að þarna við Fiskiðjuverið sje verið að sýna hverng hægt er með lagi, að gera umhverfið sóðalegt og óvistlegt, Ekki er að vita hverjum þetta er að kenna. Vafalaust sver hver af sjer, eins og vant er. En manni gæti dottið í hug, að af fyrirtæki, sem kostað hefur 7 milljónir króna, eða meira, þá mætti eyða nokkr- um þúsundum í viðbót til þess að hreinsa lóðina og ,,pússa“ bygginguna að utan, svo að þetta mikla nýsköpunarfyrir- tæki líti út eins og hjá siðuðu fólki, en ekki skrælingjum. Það er hvort eð er ekki nema nokkur handtök, sem þarf til; • „Eins hinumegin. . .“ FISKIÐJUVER ríkisins hefur verið tekið hjer sem dæmi um hirðuleysið og slóðaskapinn, sem er fram úr öllu hófi. En það eru fleiri sftaðir sem líkt er ástatt um. Það er eins og maðurinn sagði, sem var að segja skipsfjelögum sínum um ástandið á bæ einum við fjörð, sem þeir voru að sigla inn eftir. ,,Það er meira ástandið þarna,“ sagði sjómaðurinn, sem var ættaður úr bygðarlaginu. „Konan geggjuð, maðurinn vit- laus og börnin hálfvitar." Fjelagar hans gátu ekki var- ist hlátri af þessari lýsingu, en við það espaðist sögumaður og sagði: „Þið hlægið, en það er eins hinumegin" — og benti yfir fjörðinn á annan bæ. Eins mætti fara að með marg- ar ríkiseignirnar hjer í bænum, t. d. Bernhöftsbakarí gamla og fleira og fleira. Það er víða „eins hinumegin" því miður. • Gleðilegt sumar OG SVO skulum við snúa okk- ur aftur að sumrinu, sem er að koma. Það er gamall og góður siður að óska gleðilegs sumars og það verður gert enn í dag á íslandi. Oft hafa íslending- ar þurft að berja sjer og skjálfa af kulda, þótt almanakið segi, að sumarið sje komið. Sólin er farin að hækka á lofti og hún á eftir að vinna sigur á kuldanum nú eins og áður. Við skulum því af alhug bjóða gleðilegt sumar í dag, þótt það andi köldu í bilj og ekki sje rjett sumarlegt ennþá. Gleðilegt sumar! MEÐAL ANNARA ORÐA .... iiiMiiiimmiiiiiimimmiimiMiiiiimiiiiiiiiiiiMiMiiiMfiMiiiiiiimmMMMiMMMiMiiMiiiMiMiiMMimimiiMiii Málareksiur oep frönskum siríðsglæpamönnum að verða lokið Eftir Edwin Hooker, frjettaritara Reuters. PARÍS — Hreinsuninni í Frakk landi, sem stefnt var gegn fyr- verandí embættismönnum Vic- hystjórnarinnar og þeim Frökk um öðrum, sem sakaðir hafa verið um að starfa gegn föður- landi sínu, er að ljúka. Ljós- asti vottur þess er, að lagt hef- ur verið fram frumv. í þinginu, þar sem gert er ráð fyrir því, að búið verði að leggja niður fyrir 1. júní alla þá dómstóla, að einum undanskildum, sem settir vóru á laggirnar í ófrið- arlokin til þess að fjalla um mál föðúrlandssvikara. Undantekningin er dómstóll sá. sem dæmir í málum fyrver- andi ráðherra og háttsettra em bættismanna Vichystjórnarinn ar. • • 18 DAUÐADÓMAR í LOK ársins 1948 hafði þessi dómstóll fjallað um mál 57. sakborninga, en af þeim voru 16 enn öfundnir, þégar mál þeirra voru tekin fyrir. Dóm- stóllinn hefur fellt 18 dauða- dóma, þar af 10 í fjarveru þeirra ákærðu. Þrír hinna dómfelldu voru líflátnir — Pierre Laval, fyr- verandi forsætisráðherra Vic- hystjórnarinnar, Joseph Darn- and, yfirmaður Vichy lögregl- unnar og Fernard de Brinon, fulltrúi Lavalstjórnarinnar í þeim hluta Frakklands, sem hernuminn var upphaflega. Dauðadómunum yfir Phil- ippe Petain marskálki og Jean de Laborde flotaforingja, sem var yfirmaður fanska flotans í tíð Vichystjórnarinnar, var breytt í æfilangt fangelsi, og dómunum yfir Jacques Beno- Íst-Mechin, innanríkisráðherra, og Georges Dayras, dómsmála- ráðherra, var breytt í lífstíðar þrælkunarvinnu. • • FJÓRIR RÁÐHERRAR HENRY Dentz hershöfðingi, æðsti maður Vichystjórnarinn- ar í Sýrlandi, dó í fangelsi, eft ir að hafa verið dæmdur til dauða. Eftirfarahdi fjórir ráðherrar voru dæmdir til dauða í fjar- veru sinni: Marcel Deat, at- vinnumálaráðherra Vichystjórn arinnar, Abel Bonnard, menta- málaráðherra, Maurice Ga- bolde, dómsmálaráðherra, og Eugene Bridoux hershöfðingi, hermálaráðherra Lavals. Gabriel ^Vuphan flotaforingi var dæmdur í fjarveru sinni til lífstíðar þrælkunar, og Aug- uste Noques, landstjóri í Mar- occo, í 20 ára erfiðisvinnu, sömuleiðis í fjarveru sinni • • 160,000 MÁL AF þeim rou,0uu málum, sem lögð hafa veiið fyrir frönsku landráðadómstólana, hafa 45, 000 verið látin niður falla og 68,000 vísað til annarra dóm- stóla. Alls höfðu landráðadóm- stólarnir í lok ársins 1948 kveðið upp um 7,000 dauða- dóma f af þei’— bef”r 791 verið fullnægt), dæmt 45,000 menn í fjarvcru þciira og 2,700 til æfilangrar þrælkunarvinnu. Um 28,000 hafa verið sýknaðir. Flestir þessara dómstóla voru lagðir niður í september 1948, og í lok ársins voru að- eins fjórir eftir — í París, Ly- ons, Colmar og Toulouse. Þá átti ParísardómstóRinn eftir að fjalla um 600 mál og sá í Lyons um 150. Búist er við því, Framh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.