Morgunblaðið - 21.04.1949, Page 14

Morgunblaðið - 21.04.1949, Page 14
fílORGU NBLAÐIÐ Fimmtudagur 21. apríl 1949- 14 IMMMIIIIIIJtll Framliðidssagan 7 ii 1111111111 iimiiiiiniiiiiiiiininmniiiiiiiiiiniMiniiiiiiiimiiiiiiiiiimnuiiiiimimiiiimmmiimi.« Myndir hins liðna | Eftir Helen Reilly j >33ininiisiiiiiiiiiiiiiiiiini iiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiilfitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiitiiiitiiiimitiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiit 111111111111111 imiií Brenda var 1 fjólubláum flegnum kjól, svo að skein á hvítar axlir hennar. Hún var að tala við Julie og studdi ann an qlnbogann við slaghörpuna. Brenda var alltaf jafn falleg. Hún var líklega orðin þrjátíu og eins árs, hugsaði Gabriella, en aldurinn virtist ekki hafa n.ein áhrif á útlit hennar, hvítt hörund hennar eða hrokk iö, gullið hárið. Undarlegt, að Brenda skyldi aldrei hafa gifst, hugsaði Ga- briella. Hún hafði þó alla sína œvi búið sig undir það. Ef til vill hafði hún gert of miklar kröfur til lífsins. Gabriellu var hvorki vel nje illa til Brendu. En hún vakti forvitni með henni. Ef til vill stafaði það af því, að nafn Brendu hafði oft veiið nefnt í sambandi við John Muir. John kom auga á hana. Hann yfirgaf Gabriellu og tautaði eitthvað um að hann mundi sjá hana seinna. Gabriella horfði á þau heisalst, en þá kom Blake Evans til hennar. „Gabriella! Hvernig liður þjer “. Hann var með grá augu og Ijós á hár og hörund, hár vexti og myndarlegur. Þó varð það frekar framkoma hans en út- Iitið, sem var aðlaðandi. Hann var alltaf fullur eftirtektar og virtist hafa áhuga á öllum mál urn þess, er talaði við hann. )>essi eiginleikf hans hafði vafalaust verið honum þarfur, þegar hann var að koma fót- urn undir sig, sem kaupsýslu- maður í Wall Street. — Þau spjölluðu saman nokkra stund og síðan kvaddi Gabriella og fór. Klukkan var ekki orðin tíu. þegar hún var komin heim. John Muir hafði sagt að hann mundi koma um ellefuleytið. Klukkan var nákvæmlega fimm mínútur yfir ellefu, þeg- ar síminn hringdi. Gabriella tók upp símaáhaldið. Karl- mannsrödd svaraði. Henn varð bylt við af því, sem hann sagði, og hún hállaði sjer upp að litla stólnum við símann. „Já,, já“, sagði hún þvingaðri röddu, „já, jeg er það“, og hlustaði síðan með miklum áhuga á það, sem hinn hafði að segja. Einmitt á sama tíma hringdi síminn einnig á skrifstofu leynilögreglunnar. Það var ut- an af landi. „Það er til þín, Todhunter“, sagði Quigley, sem sat við símann. Todhunter tók símann á borði sínu. Loks- ins hafði hann náð sambandi við McKee. McKee talaði frá Denwer ,.Jeg var að fá boðin frá þjer“, sagði hann. „Hvað viltu?“ McKee hafði lagt fyrir Tod- hunter að fylgjast með, ef nokkuð skeði frekar í máli Mark Middeltons- Sama dag og Mark Middleton dó, næst- um því á sama augnabliki og skotið mundi hafa riðið af, hringdi einkasíminn á skrif- stofu McKee. Hann hafði ekki verið við, en Todhunter hafði svarað. En þá var enginn í símanum. Hann heyrði aðeins smell, eins og heyrist, þegar hinn leggur símaáhaldið niður. McKee hafði þekkt Mark Middleton vel Þeir höfðu lútst annað slagið í fjöldamörg ár og með þeim hafði tekist hin mesta vinátta. McKee hafði einhvern tímann gefið Mark upp númerið á einkasíma sín- um, sem ekki stóð í síma- skránni og sagt hönum, að hann gæti hringt í sig, ef hon- um lægi á. Enaa þótt úrskurðurinn hefði verið sá, að Mark Middle- ton hefði framið sjálfsmorð, þá var það samt álit Todhunters, að Mark hefð; hringt til Mc Kee til að biðja hann um hjálp, og þegar hann hefði komist að símanum, hefði morð inginn hleypt af byssunni, og síðan sett símaáhaldið niður. Todhunter byggði þessa skoð- un sína á því, að öll fingraför höfðu verið þurrkuð af síman- um. Það var vitað. að Mark hafði að minnsta kosti hringt á einn stað þennan eftirmið- dag, og það var til lögfræðings síns, Phil Bonds. Hann var ekki heima, en kona hans svaraði símahringingunni. Það var að vísu ekkj hægt að byggja mikið á þessu, en þó fannst McKee það ómaksins vert að hlusta á það sem Tod- hunter hafði að segja um þetta mál. „Nokkuð nýtt?“, spurði hann. „Já. það held jeg“. „Hefurðu fengið grun um að stúlkan sje sek“. „Nei, það held jeg ekki“, sagði Todhunter. „En jeg held, að einhver hafi verið að reyna að ýta henni undir neðanjarð- arlest í dag“. „Hvað segirðu?“. „Já“, sagði Todhunter og sagði honum, hvað hann hafði sjeð um daginn. Hann hafði verið staddur á Union Square nokkru fyrir fjögur, og þá kom hann auga á ungfrú Conant. Hann hafði þurft að fá smá- upplýsingar hjá henni, svo hann elti hana. Hún fór niður í neðanjarðarbraut og þar missti hann sjónar af hennj í þrengslunum. En þegar hann var að ganga um stigann aftur, komhann auga á hana og snjeri við. Svo sagði hann honum hvað skeð hafði. McKee lofaði honum ekki að Ijúka málj sínu. ,.Farðu strax til stúlkunnar“, sagði hann. „Það getur verið að hún geti gefið einhverjar upplýsingar. Hringdu svo til mín aftur“. Sjö mínútum síðar hringdi Todhunter dyrabjöllunni á í- búð Gabiiellu, en enginn svar- aði, því hún var farin út. „Hingað. þakka yður fyrir“, sagði hún við bílstjórann, borgaðj honum og steig út úr bifreiðinni. Gatan var lítið upplýst. Hinum megin við göt- una var bókabúð. Fyrir fram- an hana stóð maður með þrjá hunda í bandi. Hann var að tala við konu með stóran sea- lyham-hund. Fáir voru á ferli. Bifreiðin hafði numið staðar fyrir framan lítinn matsölu- stað. „Jordon“ stóð með rauð- um ljós-stöfum fyrir ofan stór- ar rúðurnar. Það var hingað, sem hún hafði átt að koma. Það voru „Jordon“-matsölustaðir um allft bpijgina. bokkalegir staðir, þar sem millistjettarfólk kom og fjekk 'sjer matarbita. Hún þurfti ekki að hafa neinar illar bifur á slíkum stað og þess vegna hafði hún líka fallist á að koma. Hún gekk yfir gang- stjettina og opnaði hurðina. Heitt loft streymdi á móti henni, þrungið matar- og reyk ingarlykt. Nokkrir sátu að snæðingi í afgirtum básum meðfram veggjunum. Við af- greiðsluborðið. næst dyrunum, sátu þrír menn og einn hund- ur. Digur kvenmaður i rauðum kjól, sat fyrir boiðinu miðju. Gabriella gekk fram hjá kon- unni og settist á stól. Afgreiðslumaðurinn kom og þurrkaði af borðinu fyrir fram an hana. „Einn bolla af kaffi“_ sagði Gabriella. Maðurinn ýtti bollanum til hennar. Hún borgaði. Það hringdi í peninga kassanum. Enginn mannanna þriggja gaf henni nokkurn gaum. Eng- inn stóð upp frá borðunum. Gabriella snjeri sjer til á stóln um og leit til dyranna. Hver mundj koma inn um dyrnar og ganga að henni? Það var kail- maður, sem hafði talað við hana í símann_ Hún rifjaði upp aftur fyrir sjer samtalið. Mað- urinn hafði sagt: „Eruð það þjer, sem eruð að reyna að fá upplýsingar um manninn, sem kom til að hitta Mark nokkurn Middleton tuttugasta og þriðja júní? Jeg get ef til vill gefið yður smáupplýsingar um hann, ef þjer viljið þiggja þær“. ' Svo sannarlega vildi Gabri- ella fá upplýsingar um hann. Hún vildi borga hvað sem væri fyrir upplýsingar um hann. Hún gerði sjer fyllilega Ijóst í hvílíka hættu hún stofn aði sjer. „Jeg vil fá upplýsing- ar hafði hún sagt. Maðurinn hafði sagt henni, hvert hún ætti að koma. „Þjer megið ekki koma með neinn með yð- ur“, hafði hann sagt. „Jeg tala ekki, nema þjer sjeuð einar_ Og jeg vona, að jeg njóti góðs af“. Gabriella hafðj enga pen- inga á sjer, nema einn tíu dala seðil. En hún var með tjekk- hefti í handtöskunni. — Hún átti enn nokkuð yfir þúsund daii í bankanum. Ef maðurinn færi fiam á meira, mundi hún geta fengið það sem á vantaði hjá Phil Bond. Hann hafði um- sjón með eignum Marks, og það var ekk; hægt að verja peningum hans til neins frekar en hafa upp á morðingja hans. Klukkuvísirinn sniglaðist á- fram á rafmagnsklukkunni, sem hjekk fyrir ofan kaffi- kvörnina. Gabriella bað um annan kaffibolla_ Klukkuna vantaði tuttugu og fimm mín- útur í tólf. Hana vantaði kortjer. Hana verkjaðj í aug- un af þreytu cg taugaæsing. Klukkan tólf, þegar Gabri- ella hafði beðið án árangurs í þrjá stundarfjórðunga, steig hún niður af stólnum. Hún gekk hægt fram að dyrunum og lokaði þeim á eftir sjer. Úti var kalt. Næðingurinn læstist í gegn um þunnan ullar kjól hennar. Það var búið að loka bókabúðinni_ Hún sá eng Fólkib í RósaLimdi Eftir LAURA FITTINGHOFÍ 54 1 miðjum pottinum var suðan svo mikil, að þar kom strók- ur upp af yfirborðinu, sem var líkastur því, að þetta væri eldfjall, sem sprautaði upp úr sjer gufu og hraungrjóti. Hraungrjótið var auðvitað berin, sem lyftust upp yfir straumiðuna. Það var vel hægt að hugsa sjer, að berin væru stórir klettar, sem köstuðust langar leiðir út frá eldfjall- inu og græfu heilar borgir undir ösku og hrauni. Það var ótrúlega spennandi að horfa á það. Þyri, Maja og Matta stóðu hlið við hlið og horfðu. Matta var auðvitað eldakon- an og hafði í hendinni risastóra sleif, tilbúin að taka til sinna ráða, ef eldgosið ætlaði að verða of gífurlegt og teygja sig yfir pottröndina. Pjetur kom þjótandi inn og kastaði frá sjer fötunni, en hann hafði rjett í þessu skroþpið út í fjós með mat handa grísnum Lappalaus. — Flafið þið heyrt það? sagði hann, að það er hundur, sem hefur bitið til bana sjötíu og fimm ketti? — Hvað segirðu? Hvað er þetta? Þetta er hræðilegt. Jeg trúi þessu ekki, hrópuðu stelpurnar. Hvar hefurðu heyrt þetta Pjetur? —- Jeg hefi alls ekki heyrt það, svaraði hann sigri hrós- andi. — Jeg var bara að spyrja, hvort þið hefðuð heyrt það. — Oj, Pjetur, að þú skulir geta látið svona, sagði Maja ásakandi, líkt og henni þætti það leiðinlegt, að kettirnir sjötíu og fimm skyldu enn vera á lífi. Hvaðan færðu eigin- lega allar þessar vitleysur, sem þú ert altaf að segja. Láttu mig vera í friði, Pjetur, hrópaði Þyrí og gekk eitt skref aftur á bak. Pjetur hafði enn einu sinni tekið upp stækkunarglerið, sem hann hafði fengið hjá Gústaf. Og það mátti með sanni segja, að sú gjöf hafði litla hamingju fært fólkinu í Rósalundi, það er að segja öðrum en Pjetri. í þetta skipti hafði hann borið glerið upp að eyranu á Þyrí og kíkti eins og suekingur í glerið. í nafni vísindanna vil jeg biðja þig um að standa graf- kyrr, meðan rannsókn fer fram á eyrapu á þjer. Hjer hef jeg smásjá, sem stækkar þúsund sinnum og ef jeg upp- ílílexT 'mohqjjurJízOs llisnu — Sjerðu hvað er liægt að laka liann snöggt af stað. •k Crosby vill ekki fljúga. Bing Crosby er mjög'jnikið á móti því að fara upp í flugvjel og fljúga. Hann heldur því fram, að það sje of hættulegt. — Þetta er mesta vitleysa hjá yð- ur, sagði háttsettur flugmaður eitt sinn við hann, maður þarf aldrei að vera hræddur. Jeg held þvi fram, að menn lifi þar til þeirra timi er kom- ihn, hvar svo sem þeir lialda sig. — Það getur vel verið að það sje satt, svaraði Bing, en segið mjer eitt- Hvað mynduð þjer gera. ef þjer i væruð í flugvjel í 4000 metra hæð og svo væri „tími“ flugmannsins allt í einu kominn. ★ Ljósmyndin. Kate Smith (þungavigtar-söng- kona): — Hefurðu sjeð þessa hræði- legu mynd af mjer? Jeg lít út eins og 200 punda gorillaapi. Eddie Cantor: —- Kæra vinkona.... .. ef jeg má segja það, sko .... þú hefðir átt að hugsa um þetta áður en þú ljest taka myndina. ★ Gat ekki Ieikið. Það skeði í Hóllywood. Það var verið að taka kvikmynd lijá 20th Century-Fox, þar sejn 500 áhorfend- ur áttu að klappa Maureen O’Hara og John Payne upp i gamanþætti. Einn ,,áhorfandinn“ gerði það samt ekki. Hann sat leiður á svip og ó- ánægjan skein út úr andliti hans. — Þvi í fjandanum eruð þjer hjer, hvað haldið þjer að þjer getið leikið, fyrst þjer eruð ekki einu sinni færir um að klappa núna?, sagði leikstjór- Ekki á þessum tima árs. Bi'esku skopleikaramir Beatrice Lillie og Gertrude LaWrance, sem leikið hafa saman í mörgum Noel Coward-leikritum, þola ekki hvor aðra utan leiksviðsins siðan þær á- samt Jack Buchanan komu tveimur heimsálfum til þess að hlæja með leik sínum i „Charlots revue". Það var 1925. Eitt sinn, er þær voru sestar að matboiði, ljet Gertrude nokkur orS falla um hvílik beinagrind Beatrica væri. Gertrude berst aftur á móti hinni þögulu baráttu konunnar til þess að reyna að megra sig. Þegar eftirmaturinn var borinn inn, sagði Beatrice hátt við þjóninn: —• Komið með ekkert handa Miss Lawrance, hún borðar aldrei á þessum tima árs. III111111111111111111111111111111111111111111iii11111111111111111111111 | UNGAR | | út úr vjel, til sölu með | i stuttum fyrirvara. Nán- | i arj uppl. í síma 80249 frá I i kl. 7—8 á kvöldin og alla i I helga daga. | n«MinaiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiUM

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.