Morgunblaðið - 26.05.1949, Side 8

Morgunblaðið - 26.05.1949, Side 8
8 MORCVNBLAÐIÐ Fimxntudagur 26. maí 1949. I JKmngniiMiiMfr 0tg.: H.Í. Arvakur, Reykjavík SVamkv.stj.: Sigfús Jónssot Ritstjórl: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri ívar Guðmundssoi 4.uglýsingar: Árni Garðar Kristinsson Ritstjórn, auglýsingar og aígreiðsi* A.usturstræti 8. — Sími Í600 ^skriftargjald kr. 12.00 á mánúði. inr,*c kr. 15.00 utanlands. ausasölu 60 aura »intakið, 75 aura með Hálfi flokkurinn FRAMSÓKNARFLOKKURINN, flokkur fortíðarinnar, hefur nú loks fundið það að hin neikvæða og flöktandi stefna hans hefur firt hann trausti fjölda þess fólks, sem eitt sinn veitti honum brautargengi. Þess ve^na ærist aðal málgagn hans nú og eys daglega botnlausum svívirðingum yfir Sjálfstæðisflokkinn og forystumenn hans. Tíminn heldur því fram í gær að vegna'þess að þingflokkur Sjálfstæðismanna greiddi ekki allur eins atkvæði um upp- bætur á laun opinberra starfsmanna, þá sje það auðsætt mál að flokkurinn sje klofinn. Einnig í þessu kemur minni ■ máttarkennd Framsóknar greinilega í ljós. Undanfarin ár hefur það örsjaldan hent að þingflokkur Framsóknarmanna hafi staðið sameinaður um afstöðu flokksins til stórmála Er hægt að sanna þetta með nokkrum dæmum. Haustið 1946 sömdu íslendingar við Bandaríkjamenn um brottflutning alls herafla þeirra úr landinu og tímabundin viðkomurjettindi á Keflavíkurflugvel.li fyrir flugvjelar þeirra á leið til hernámssvæðanna í Evrópu. Mikil átök urðu um þetta mál á þingi og með þjóðinni. Svo að segja hver einasti fylgismaður lýðræðisflokkanna í landinu var fylgj- andi samningi þeim, sem Ólafur Thors lagði fyrir þingið og samþykktur var þar með miklum meirihluta atkvæða. Hver var afstaða Framsóknarflokksins í því máli? Hann klofnaði í tvennt. Helmingur flokksins undir for- ystu Eysteins Jónssonar greiddi atkvæði með Keflavíkur- samningnum, en helmingurinn á móti undir forystu Her- manns Jónassonar. Þannig var „einingu“ Framsóknar háttað í þessu mikilvæga utanríkismáli. Litlu síðar þurfti flokkurinn að taka afstöðu til stjórnar- myndunar formanns Alþýðuflokksins í samvinnu við hina tvo lýðræðisflokka. Formaður Framsóknar, Hermann Jónas- son, barðist eins og ljón gegn henni og naut fylgis nokkurra þingmanna flokksins. En hann varð í minnihluta. Meiri- hluti flokksins vildi borgaralega samvinnu og þátttöku í samsteypustjórn með Sjálfstæðisflokknum og Alþýðuflokkn- um. Framsóknarflokkurinn hafði enn reynst hálfur í afstöðu sinni til stórmáls. Vorið 1949 þurfti flokkurinn svo að taka afstöðu til þátt- töku íslendinga í varnarbandalagi lýðræðisþjóðanna, At- lantshafsbandalaginu svokallaða. Enn gerðist sama sagan. Meirihluti Framsóknar fylgdi Eysteini Jónssyni og greiddi atkvæði með samvinnu við hinar vestrænu lýðræðisþjóðir um öryggismál. Hermann Jónasson lýsti sig andvígan henni og greiddi ekki atkvæði. Fylgdu honum örfáir af þing- mönnum flokksins og tvö pólítísk viðrini úr Alþýðuflokkn- vílverji ólrij^a ÚR DAGLEGA LÍFINU Bifreiðaskoðun. ÞESSA DAGANA eiga 6—7 þ>’ '• bílaeigendur hjer í bæn- um, að koma með bifreiðar sín ar til skoðunar hjá bifreiða- eftirlitinu. Það er árleg „hrein gerning“, sem vafalaust er nauð synleg, því það eru sumir sem halda því fram, að ástæða væri til að athuga oftar, hvort farar tæki manna eru í lagi. Þeir, sem ekki eiga „luxus“ til að líða í um bæinn, gætu nú ef til vill hugsað með sjer, að ekki sje það mikið, þótt bíla- eigendur sjeu kallaðir til hins opinþera einu sinni á ári til að standa fyrir máli sínu. Við skulum líta á það. o Fyrst er skrifstofa svo er . . . FYRST er spýta, svo er spýta .... sagði maðurinn. Og það má nú segja með bifreiðaeftir- litið. Ef bifreiðaeigandi hefir vanrækt að koma með bilinn sinn bann dag, sem auglýst var að hans númer ætti að koma, kemur lögreglan og límir gul- um miða á gluggarúðuna með hótunum um allt illt, ef mað- urinn æði ekki tafarlaust inn í bílaeftirlit. Þegar þangað kemur, er hinn gleymni bílaeigandi mint ur á, að hann eigi að koma með vátryggingaskírteini og sýna að hann hafi borgað vátrygg- ingu. Þá er að sækja það. Og svo byrja hlaupin frá einni skrifstofunni á aðra • Margar hendur vinna ljett verk EN EFTIRLITIÐ gengur greitt. Einn skrifar í bók, ann- •ar skrifar líka í bók, en sá þriðji í kladda og sá fjórði gef ur kvittun. Skoðunarvottorð, ökuskír- teini Takk. Og þá er að líta á skrjóðinn. Fyrst er að aka spöl og sjá hvort hemlar eru í lagi, þá að gá undir vagninn, þreifa dálít ið og þukla. Alt í lagi, nema bara að þjer getið ekki fengið eftirlitsmerki fyr en númerin eru komin í dag. Það hefir kvarnast úr þeim! Það kvarnast úr þeim öllum OG ÍSLENSK bílanúrner eru með þeim ósköpum gerð, að það kvarnast altaf úr þeim. Það þarf ekki nema að skrúfa þau föst, þá kvarnast úr þeim. En gott ráð fæst við því, þarna situr maður sem tekur á móti pöntunum, nýju númerin skulu verða til eftir tvo daga. 28 krónur takk, kontant. — Er hægt að fá keypt hluta brjef í fyrirtækinu, sem selur bílanúmer Það hlýtur að vera gott fyrirtæki!!! Ha, ha, ha, — hi, hi, heyrist í embættismönnunum. • Hegningarvottorð og augnvottorð. EN HVAR er annars ökuskír teinið? — Það verður sent nið- ur á lögreglustöð. Það er út- runnið. Þjer eruð búinn að aka nærri því í heilt ár með ólög- legt, ökuskírteini. — Er það nú eftirlit — Og manni verður við eins og skólastrák, sem hefir komið með orðabók Geirs undir jakk anum á prófi í enskan stíl og kennarinn hefir „nappað“ hann. Hvað ætli verði nú gert við mann? Ætli maður verði ekki settur í Steininn? eins og Bogi sagði, þegar hann greip strák- inn með Geirsbók, á prófinu. „Nei, það er bara áð fá hegn ingarvottorð og augnvottorð“, segir embættismaðurinn. Þá fáið þjer nýtt skírteini. — splunkunýtt. Frá 9—12 f.h. ÞÁ ER að labba suður til sakadómara og fá afrit af hegn ingarvottorðinu, hjá Guðlaugi. Á því stendur: „tvisvar sinn- um áminntur fyrir að leggja bíl ólöglega“. Það á að færast inn á ökuskírteinið, samkvæmt reglugerð frá . .. ., hvern skramban kemur það málinu við hvenær sú reglugerð var gefin út. Hegningarvottorð eru afhent kl. 9—12 f.h_ og kosta þrjár krónur. Og þá er það augnlæknirinn .Kanski vissara að borga Sjúkrasamlagið fyrst áður en lagt er í halarófuna hjá lækninum. — Nýr krókur — ný skrifstofa — ný útgjöld. Dagurinn er búinn og hinn lánsami lúxuseigandi vildi helst taka sjer leigubíl heim og auglýsa skrjóðinn til sölu hjá Leifsstyttunni, en þá er fyrst að meta vagninn, jafnvel áður en hann er seldur á svört um markaði. Það getur hver sem er mælt skriffinskunni bót, jeg segi svei. Manni væri nær að ganga. • Meyjarnar mæddu TVÆR MEYJAR, sem eru gð lesa undir próf, eru það sem þær kalla „mentskælingar“ hafa sent mjer stuttan pistil í tilefni af. Já, þið sjáið af hvaða tilefni. Pistillinn þeirra er á þessa leið: „Víkverji góður! N Við lásum pistil yðar i Morgun blaðinu í morgun. Þar stendur meðal annars, að ýmsir hafi öfundað skíðafólkið í gær, og menn gætu sjálfum sjer um kent, að 'hafa ekki farið á skíði. Þjer takið ekki tillit til þess, að fjöldi af ungu fólki lifir nú sínar erfiðustu stundir í skelf- ingu prófanna. Við viljum því hjermeð leiðrjetta þennan mis- skilning. Og þeir, sem sátu úti á svölum við hræðilegan próf- lestur síðastliðinn sunnudag, áttu enga ósk heitari en að komast á skíði. Og svo voru það svanirnir. „ÚR ÞVÍ að við erum byrjað ar að skrifa yður, viljum við minnast á morgungöngu, sem við fórum þennan umrædda sunnudag, suður í Hljómskóla- garð, til að skoða svanina frægu. Þeir voru staddir á litla pollinum, í suðurendan- um, og‘voru.tígulegir á að líta. En umhverfið var ekki bein- linis í samræmi við hina fögru fugla. Engu var líkara en svan- irnir hefðu verið á „general“- fyllirii um nóttina, því að brennivínsflöskur flutu á poll inum, og auk þess alls konar spýtnftrusla. — Vertu sæll“. Bless! . mmmmmmmmmmmmmmmmmmm mmmmmmmi ~ MEÐAL ANNARA ORÐA .... I um. Þannig er „einingin“ í Framsókn undir forystu „sterka“ mannsins, sem var forsætisráðherra í 8 ár og gengur síðan með ólæknandi „ráðherrapest“. Hvernig er nú hægt að búast við því, að flokkur, sem er hálfur í hverju máli, jafnvel hinum stærstu utanríkismál- um, sje líklegur til giftusamlegrar forystu í íslenskum stjórnmálum? Sannleikurinn er sá að Framsóknarflokkurinn finnur það mæta vel að kjósendur í sveitum landsins, sem fylgt hafa honum að málum, eru að gefast upp á að treysta honum. Tvískinnungshátturinn og stefnuleysið í hinum örlagarík- ustu málum er ekki bændum að skapi. Það er einmitt vegna þess að Framsóknarmenn sjá þetta, sem blað þeirra hefur undanfarið verið í kosningaham. Þeir óttast að þess lengri tími, sem líði til kosninga, þess meira muni fylgistap flokks- ins verða. Tímanum hefur þess vegna verið gefin skipun um að brýna raustina og reyna að telja almenningi trú um að allt það, sem aflaga fer í meðferð opinberra mála um þessar mundir, sje Sjálfstæðisflokknum að kenna. Barátta Framsóknarflokksins og blaða hans er þannig nú^eins og oft áður, neikvæð. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkur þjóðarinnar. Hann hefur haft forystu um þær framkvæmdir undanfarinna ára sem þjóðinni munu reynast drýgstar til giftu. En hann þarfnast hreins meirihluta á Alþingi til þess að bæta úr því íjölmarga, sem aflaga fer nú í hinu íslenska þjóðfjelagi. Leynilegir ofbeidisf lokkar valda vandræðum í Egypialandi Eftir Gilbert Sedbon, frjettaritara Reuters. CAIRO — Ofbeldisflokkar og leynifjelög ýmiskonar gera nú stjórnarvöldunum í Egyptalandi mjög erfitt fyrir. Hjer eru með- al annars á ferðinni kommún- istasellur og öfgasinnar úr fje- lögum Múhameðstrúarmanna, og árangurinn af þessari leyni- flokkastarfsemi er nú orðinn sá, að stjórnin hefur ákveðið að láta herlögin, sem sett voru á í fyrra, verða í gildi í eitt ár enn. Enda þótt allt virðist á yfir- borðinu rólegt í Cairo, hefur rannsókn lögreglunnar leitt í ljós, að þar í borg eru starf- andi vel skipulögð og vopnuð leynifjelög, sem framið hafa fjölda pólitískra morða. Þessi morðalda náði hámarki sínu, er Mahmoud Fahmy el Nokrashy Pasha forsætisráð- herra var ráðinn af dögum í desember síðastliðnum. VOPNABÚR FINNAST ÝMS SKJÖL, sem egyptska lögreglan hefur komist yfir, benda til þess, að ofbeldisflokk- arnir stefni að algerri upplausn í Egyptalandi. Stjórnarandstað- an, sem um skeið barðist fyrir afnámi herlaganna, hefur nú viðurkennt hætturnar, sem þess ari starfsemi eru samfara, og fallist á nauðsyn þess, að her- lögin verða áfram í gildi. Lögreglan í Cairo, sem nýíega hóf mikla herferð gegn ofbeld- isflokkunum, hefur fundið leyni leg vopnabúr á nokkrum stöð- um í borginni. Sumt af vopnun- um var í eigu Bræðralags Mú- hameðstrúarmanna, en þau sam tök hafa verið bönnuð. Talið er að þau hafi verið að búa sig undir að taka Cairo með valdi. • • BRESKAR OG ÞÝSKAR FALL- BYSSUR VOPNABÚRIN fundust í þeim borgarhl., sem lögreglan ætlar j að Yussef Malek, leiðtogi öfl- ugs ofbeldismannaflokks, leyn- ist í. Flokkurinn er meðal ann- ars talinn bera ábyrgð á morði Nokrashy Pasha. Maíek er enn ófundinn, en í sambandi við leitina að honum fannst stærsta leynilega vopna- búrið, sem egyptska lögreglan hefur rekist á frá ófriðarlokum. í vopnabúri þessu voru breskar og þýskar fallbyssur, vjelbyssur og rifflar, 1500 handsprengjur, 2,000,000 byssuskota, margir kassar af öflugu sprengiefni, ávaxtakörfur fullar af tíma- sprengjum, 16 loftskeytatæki og mikill fjöldi af einkennis- búningum hersins og lögregl- unnar. • • VÍÐTÆK OFBELD- ISVERK FYRIR- HUGUÐ ME.ÐAL þeirra, sem handteknir vóru í sambandi við þennan fund. var Mustafa el Battáwy, sem talinn er hafa átt sök á Framhald á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.