Morgunblaðið - 03.06.1949, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 3. júní 1949.
Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavlk.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Bitstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.í
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjóm, auglýsingar og afgreiðsla.
Austurstrœtí 8. — Sími 1600.
Áskriftargj ald kr. 12.00 á mánuði, inn&nUmda,
kr. 15.00 utanlands.
í lausasölu BO aura *intakið, 75 aura með Lesbók
„Kúasmali austur í Flóa“
Á FJÖLMENNUM æskulýðsfundi, sem haldinn var í
Reykjavík s. 1. vetur, rann ungum Framsóknarmanni mjög
í skap við einn andstæðing sinn. Hafði hann mörg Ijót orð
um hann og klykkti út með því að lýsa því yfir, að and-
stæðingurinn hefði verið „kúasmali austur í Flóa“. Mælti
hinn ungi Framsóknarmaður þessi orð með mikilli fyrir-
litningu fyrir andstæðingi sínum. Var auðsætt að hann
taldi sig hafa komið á hann hættulegu lagi með því að
bendla hann við kúahirðingu. Líklega hafa hartnær þúsund
ungra karla og kvenna verið í kvikmyndahússalnum, sem
þessi orð voru sögð í. Einstaka áheyrandi hló að þessari
,.fyndni“ Tímaliðans. En yfirgnæfandi meirihluta fundar-
manna stökk ekki bros og fundust ummælin langt frá því
að vera fyndin. Aðeins örfáir ungir Framsóknarmenn hlógu
og fögnuðu „sniðugheitum“ flokksbróður síns.
★
En bak við þessi ummæli Tímadrengsins, sem sögð voru
í kvikmyndahúsi í Reykjavík, liggur merkileg staðreynd.
Hún er sú, að undir niðri bera „bændavinirnir“ í Fram-
sókn síður en svo virðingu fyrir bændastjett landsins. Það
sjest ekki aðeins af því, að ungir Framsóknarmenn telja
það hámark niðurlægingarinnar að hafa verið „kúasmali
austur í Flóa“. Það sjest einnig á því, hvernig Tíminn hag-
ar málflutningi sínum. Hvernig geta Tímaliðar t. d. búist
við því að nokkrir, nema hreinir skynskiptingar, trúi því
að Sjálfstæðisflokkurinn hafi barist gegn því að lagðir yrðu
vegir um landið, flóabátaferðir styrktar, brýr og bryggjur
byggðar, o. s. frv.?
En Tíminn álítur að bændur sjeu slíkir skynskiptingar,
að þeir trúi þessum Framsóknarboðskap.
Tíminn sagði einu sinni, og hafði það eftir ungum mennta-
manni, sem dvalið hafði í Bandaríkjunum, að í Ameríku
ynnu negrar hin „óæðri störf“, eins og t. d. landbúnaðar-
vinnu.
★
\Jílzar óhripar:
ÚR DAGLEGA LxFINU
Ljótt
„minnismerki“
ERÚNARÚSTIRNAR við Her-
kastalann eru gerðar að um-
talsefni í brjefi, sem ung stúlka
hefur ritað Daglega lífinu. —
Hún er gröm yfir því, að rúst-
irnar skuli ekkf hafa verið
rifnar og fluttar á brott, og
þykir að vonum lítil prýði af
þeim í hjarta höfuðstaðarins.
Það er rett hjá brjefritaran-
um, að það er leiðinlegt að sjá
þetta „brunaminnismerki“
þarna rjett hjá þinghúsinu, og
margir yrðu vafalaust þakk-
látir, ef það yrði fjarlægt.
•
hjer upplýsingamiðstöð, þar
sem það opinbera leggur meg-
ináherslu á að greiða götu
frjettamanna. Þeir eru vanir
þessu í þeim löndum öðrum,
sem þeir hafa komið til-
En hjer uppi á íslandi hefur
kynningarstarfsemin bara að
heita má alveg gleymst. Þess
vegna standa frjettamennirnir
ráðþrota uppi, þegar þeir reka
sig á það, að hjer er engin
skrifstofa, sem þeir geta snúið
sjer til og beðið um að koma
sjer í samband við þá menn,
sem þeir helst hafa hug á að
ná tali af.
•
Það er oft líf og fjör við
höfnina — svo mikið líf og fjör
að furðulegt má heita fyrjir
jafnlitla þjóð og íslendingar
eru-
Líflína þjóðarinnar
REYKJAVÍKURHÖFN má
kalla afgreiðslustöð utanlands-
viðskipta okkar. Inn á hana
sigla skipin, sem færa okkur
vörurnar að utan, og úr henni
leggja skipin, sem flytja fram-
leiðslu okkar á heimsmarkað-
inn. Þessi skip eru að ýmsu
leyti liflína þjóðarinnar, því
þrátt fyrir hinar ágætu flug-
vjelar, eru það þau, sem „halda
sambandinu við útlendingínn“
með vöruflutningum sínum til
landsins og frá því.
e
Ungir og gamlir
OG við höfnina er unnið flestar
stundir sólarhringsins. _ Þarna
vinna menn á öllum aldri,
gamlir og reyndir verkamenn,
sem svo árum skiptir hafa sótt
vinnu sína til hafnarinnar, og
unglingspiltar, sem nýkomnir
eru úr framhaldsskólunum. —
Þeir vinna við hleðslu og af-
hleðslu skipanna og þeir vinna
við vörugeymslurnar, og dag-
langt fara þeir höndum um
flesta þá hluti, sem okkur eru
nauðsynlegastir.
•
Afgreiðslustöð
þjóðarinnar
OG það er einhver sjerstakur
,,andi“ yfir þessum vinnustað,
sem kallaður er höfnin. Þar er
að vísu misjafnlega unnið eins
og annarsstaðar, en þó er eins
og þrótturinn og vinnugleðin
sje meiri þarna en víðasthvar
annarsstaðar í Reykjavík.
Og það er eiginlega engin
furða, því mennirnir, sem við
höfnina vinna, starfa á af-
greiðslustöð allra landsmanna,
— mikilvægustu afgreiðslu-
stöð þjóðarinnar.
Vanrækt
starfsemi
HJERLENDIR blaðamenn
verða stundum leiðinlega varir
við það,. hversu íslenska rikið
hefur vanrækt upplýsinga-
þjónustu sína. Sannast að segja
má heita, að hjer sje engin op-
inber upplýsingaskrifstofa til,
sem þeir menn geti snúið sjer
til, sem hingað eru komnir með
það fyrir augum að skýra frá
þ'^í í blöðum erlendis, hvað
hjer hefur verið gert og hvað
hjer er verið að gera á ýmsum
sviðum þjóðlífsins_
•
Tíðir gestir
ÞAÐ kemur orðið hreint ekki
svo sjaldan fyrir, að hingað
komi fólk í þeim tilgangi ein-
um að skrifa um land og þjóð.
Oft eru hjer ágætis frjetta-
menn á' ferðinni, sem gerðir
hafa verið út af merkum blöð-
um og tímaritum. Þeir koma
hingað til Reykjavíkur, fá með
erfiðismunum inni á einhverju
hótelinU og ætla sjer svo í
fullri alvöru að snúa sjer að
því að safna upplýsingum um
okkur.
Og þá þegar reka þeir sig á
furðumikla erfiðleika.
•
Allsstaðar
annarsstaðar
ÞEIR gera ráð fyrir að finna
ísland —
ferðamannaland
ÞETTA getur verið ákaflega
bagalegt. Góð upplýsingaþjón-
usta er mikils virði. Við tölum
mikið um að auglýsa ísland
sem ferðamannaland. Engar
auglýsingar eru betri en vin-
samlegar blaðagreinar erlendra
frjettamanna. Þess vegna verð-
um við að hjálpa þeim við að
safna efninu í þessar greinar
sínar. Við höfum ekki efni á
að láta þá afskiptalausa, að
fæla þá frá okkur.
Það þarf í sjálfu sjer ekki
mikið að gera fyrir þessa
menn. Það þarf aðeins að
„koma þeim í samband við
land og þjóð“ — og þá er engin
hætta á að þeir bjargi sjer
ekki sjálfir.
Líf og fjör við
höfnina
ÞEIR menn, sem sífelt söngla
á því, að allt stefni hjer að
niðurlægingu og framkvæmda-
leysi, hefðu vafalaust gott af
því að fá sjer göngu með höfn-
inni svo sem einu sinni í viku_
Þótt þar sje að vísu misjafn-
legá mikið að gera, finnur veg-
farandinn þó glögglega, að
margt er enn aðhafst á Islandi
cg mikill munur á hafnarlífinu
nú og fyrir örfáum árum.
Árás Tímapiltsins í Austurbæjarbíó á fólk, sem hirðir
kýr, og hinn fáránlegi málflutningur blaðs hans, sannar
það, að Framsóknarmenn álíta ekki aðeins að landbúnaðar-
störf sjeu hin „óæðri störf“, heldur reikna þeir með að það
fólk, sem vinnur þau á íslandi, sje „óæðra“ að andlegu
atgerfi en íslendingar almennt eru. Að þessu leyti eru Tíma-
liðar algerlega sjálfum sjer samkvæmir. „Óæðri störf“ —
,,óæðra“ fólk, þ. e. a. s. „kúasmalar“ ekki aðeins „austur í
Flóa“, heldur og í öðrum sveitum landsins.
★
Það skal ekki dregið í efa að ýmsir af forystumönnum
Framsóknarflokksins fyrr á árum hafi verið allt annarar
skoðunar á starfi bændastjettarinnar og skilningi hennar
á þjóðmálum en það lið, sem Hermann Jónasson nú stjórn-
ar. Þeir menn hefðu aldrei lagt andstæðingum sínum það
til lasts að hafa verið „kúasmalar“. En viðhorfin breytast
þegar menn hafa fengið „ráðherrapestina“.
Framsóknarmenn finna að barátta þeirra hefur ekki leng-
ur hljómgrunn meðal íslenskra bænda. Bændur finna að
hjá Tímaliðinu er einskis trausts að leita. Nú, þegar ís-
lenskir bændur eiga í einstæðum örðugleikum og vand-
ræðum, sjer Tíminn það bjargráð helst, að rjúfa samstarf
lýðræðisflokkanna og kasta þjóðinni út í harðvítuga kosn-
ingabaráttu ári fyrr en almennar kosningar eiga fram að
fara.
★
Hver er ástæða þessarar afstöðu Framsóknar?
Tímaliðið er sundrað og vonlítið. En nú á að reyna að
berja í brestina, ljúga kjarki í liðsmenn og segjast hafa
„úrræði“ til lausnar vandamálunum. Bændur sjá hinsveg-
ar það sama og allir aðrir, að Framsókn á engin úrræði.
Hún á hinsvegar nokkra forystumenn, sem telja það flestu
öðru fyrirlitlegra að hirða kýr og blað, sem telur land-
búnaðarviilnu til „óæðri starfa“. — Það er veganesti henn-
ar út í næstu kosningar!! -
I MEÐAL ANNARA ORÐA .... i
7" . IIIMIIIIIIIIMIIIIIIIIIMIIIIIIMMIIIIIIMIIIIIIIIIIMIIIIIMMIIIIIIMIMIIIIMIIIIIIIimtllMMIIII(millllllllllllMMIIIIIIIIIIIMMl> -
Þeir eru kallaðir „Yopnaðir sttgamenn".
I NORSKA blaðinu „Far-
mand“ birtist nýlega grein,
um andstöðuhreyfinguna aust-
an Járntjalds. Þar er m. a.
komist að orði á þessa leið:
• •
BARÁTTAN GEGN
OFBELDINU
EFTIR því sem leynilögregla
Sovjetríkjanna herðir á of-
sóknum sínum gegn öllum lýð-
ræðisinnuðum mönnum, eftir
því fer mótspyrnan harðnandi
gegn ofbeldinu, þó sú starf-
semi verði að fara fram með
hinni mestu leynd.
Enda þótt allur frjettaflutn-
ingur blaðanna austan Járn-
tjalds sje undir hinu strang-
asta eftirliti, kemur það fyrir
við og við, að blöðin birta
fregnir af viðureign kommún-
istaliðs og hermanna, við
„vopnaða stigamenn“. En svo
eru þeir kallaðir, sem berjast
gegn einræðisstjórn kommún-
ista. Þegar frá þessu er sagt
í blöðunum þar eystra, er því
aldrei gleymt að láta fylgja
frjettum pessum fullyrðingar
um óbilandi hollustu alls al-
mennings í löndum þessum,
gagnvart Stalin.
UM ALLA
AUSTUR-EVRÓPU
Á VELMEKTARDÖGUM nas-
istanna kölluðu þeir jafnan
skipulagða flokka frelsisunn-
andi manna „vopnaða stiga-
menn“. Þetta nafn, sem og
mörg orð úr daglegu máli nas-
ista, hafa kommúnistar nú tek-
ið í notkun. Flokkar þessir,
sem kommúnistar kalla „stiga-
menn“, hafa veitt rússneskum
liðsveitum harða mótspyrnu í
landamærahjeruðum Póllands
og á ýmsum stöðum í Tjekkó-
slóvakíu. Eru þetta eiginlega
deildir úr andstöðuher Ukra-
inu. En her þessi hefur nú
haldið uppi báráttu gegn floltks
liði kommúnista, NKVD, í 5
ár, og flokksherjum kommún-
ista í öðrum Austur-Evrópu-
löndum.
• •
FRELSISHER
UKRAINU
FRELSISHER Ukrainu var
stofnaður árið 1942. Voru það
ukrainskir föðurlandsvinir, er
þar bjuggust til varnar gegn
hernámsliði nasistanna- Þessir
frjálslyndu föðurlandsvinir
eru jafn andvigir hinu komm-
únistiska ,sem hinu nasistiska
ofbeldi_ Þeir hafa því haldið
baráttu sinni áfram gegn
kommúnistum, eftir að nasist-
arnir voru horfnir úr landinu
með sinn her.
Frelsishreyfing þessi var
fyrst í stað aðeins í Ukrainu og
Póllandi. En breiddist brátt út
um öll ríki og leppríki Sovjet-
stjórnarinnar. — Tilkynningar
frá andstöðuhreyfingu þessari
hafa komið fram í baltnesku
löndunum, víða um Rússland,
og jafnvel í úthverfum Moskvu.
þar sem skorað er á alþýðu
manna, að hefja uppreisn gegn
stjórninni í Kreml, og svifta
hinu kommúnistiska oki af
þjóðunum.
9 •
ÚTRÝMING
ÞJÓÐLEGRA MANNA
LEYNIFLOKKAR samtaka
þessara starfa svo vitað, er, í
Eslandi, Lithauen, Hvíta-Rúss-
landi, Kaukasus, Ural, á Krim
og víðar. Iðuglega slær í bar-
daga á milli vopnaðra deilda úr
flokki þessum og kommúnista-
liðsins NKVD. En Rauði herinn
er ekki notaður til þess að berj
ast gegn þessari frelsishreyf-
ingu, vegna þess, að herstjórn-
Framh. á bls. 8.