Morgunblaðið - 03.06.1949, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.06.1949, Blaðsíða 16
'VEOURÚTLIT — FAXAFLÓI: íu.-og; Nau-kaldi. — Skýja:?5 mo'S köfium en víðast úrkornu- iaust- Á bls. 9 í blaðinu í dag er sagí frá fangabúðum Rússa í Þýska-1 landi. 124. tbl. Föstudagiir 3. ji’uií 1949. m í Fischersu Slór timburfiúsaiiyrping var í hættu. STÓR VÖRUGEYMSLA við Fischersund skemdist af eldi í gærmorgun, er kveikt var í henni. Miklar skemdir urðu á vörum fyrirtækjanna Eggert Kristjánsson h. f. og G. J. Foss- berg Þetta gerðist kl. 5.12, en átta mín- síðar var slökkviliðið gabbað inn í Langholt. Nærliggjandi hús Áfast við vörugeymslu þessa, sem er tveggja hæða, með risi. er raftækjaverkstæði Orms- bræðra, þá vörugeymsla frá veiðafæraversluninni Geysir og loks er svo Ingólfs Apótek. Öll eru hús þessi úr timbri, ýárnvarin. Hvert þeirra er öðru stærra og þeir sem kunnugir eru staðháttum þarna, geta auð veldlega gert sjer í hugarlund, byílíkt feikna tjón hefði getað hlotist af bruna þessum. B jelt að húsið væri alelda Karl O. Bjarnason vara- slölckviliðsstjóri, sagði Mbl., í gter, að þegar hann hefði komið að vöruskemmunni Fishersunds megin. hefði hann haldið að fuisið alt væri orðið alelda. Gífurlegan reyk lagði út úr hverri smugu á allri suðurhlið hvtssins, en hún snýr út í Fisher sundið, og út um kjallaraglugga logaði Næsíu Iiús í hættu Reykurinn var svo mikill, að slökkviliðsmennirnir gátu ekki gert sjer grein fyrir, hvar elds ins var að leita, fyrst eftir að slökkviliðsstarfið hófst.. — Við töldum næstu hús vera í hættu, sagði Karl O. Bjarnason, og fórum því miklu víðar yfir með vatnið, en þetta orsakaði vissulega það að meiri skemdir urðu á vörunum. Íí kiallara og á 1. hæð Eldurinn logaði upp í gegn- um Ipftið í kjallaranum og inn á fyrstu hæð. Náði eldurinn þár, nokkurri útbreiðslu. Mun urn það bil helmingur af rúm- rnáli kjallarans og fyrstu hæð- arinnar hafa skemst af eldi, — Sótt var að eldinum úr þrem átfcum. Nokkrar plötur á suð- urhliðinni voru rifnar frá, því eldur logaði á milli þilja. — Þarna inni var alt fullt af als- konar vörum, mest niðursuðu- vörum. Þurftu slökkviliðsmenn irnir að ryðja þeim út úr hill- um þeim sem þær stóðu í. Var þiötía.tafsamt verk og tafði fyr- ir við slökkvistarfið. Mest aí vatni Skemdirnar á vörugeymsl- unni af völdum eldsins, hafa ekki opðið eins miklar og á- stæða er til að ætla. Skemdirn ar urðu mestar af völdum vatns og .reyks. i ' Vátryggí Vörugeymslan var vátryggð, svo og vörurnar. Um skemdirn vi á örunum lá ekki fyrir nein skýrsla í gærkveldi. — En samkvæmt upplýsingum frá verslun G. J- Fossberg, þá var | fyrir tveim aögum síðan flutt inn í geymslu þeirra um 3 smál- af skrúfboltum. Þessar birgðir munu nú vera ónýtar, því skrúf boltarnir ryðga strax fastir, er vatn kemst að þeim. Verslunin var búin að bíða eftir þessum skrúfboltum í eitt ár, en á þeim er mikill skortur. Þarna voru líka ýmsar aðrar vörur. í vörugeymslu Eggerts Krist jánssonar h. f. var mikið af Heklu-niðursuðuvörum, pappír kryddvörur og þvottaefni og eitthvað fleira. í gærdag var unnið að því að bera út úr vörugeymslunum. í síðasta .óveðri leitaði fjöldi erlendra skipa hafnar á ísafirði. Er þessi mynd þá tekin af bæjarbryggjunni, en þar lágu flest þeirra. — (Ljósm. Árni Matthíasson). Sofandl innbrots- biófur í FYRRINÓTT var innbrots- þjófur handtekinn, sofandi. Þetta gerðist í versluninni Nonni á Vesturgötu 12. Veg- farendur er áttu leið framhjá búðinni á þriðja tímanum urðu þess varir að brotist hafði ver- ið inn í búðina og gerðu lög- reglunni aðvart. Þegar hún kom á vettvang, þá svaf innbrotsþjófurinn, svefni hinna órjettlátu. í fórum manns ins fundust peningar, sem hann hafði tekið þar. Auk þess alls- konar þjalir, lyklar og annað er að haldi mætti koma við inn- brotsþjófnaði. LÖGREGLUMAÐUR SLASAST LÖGREGLUMAÐUR slasað- ist síðdegis í gær. Hann heitir Jón Jóhannsson til heimilis að Laugarteig 28. Jón slasaðist mjög mikið á höfði og er talið líklegt að höfuðkúpan hafi brotnað. Jón var ásamt mörgum lög- regluþjónum öðrum, á leið til bæjarins, er slys þetta vildi til. Lögreglubifreiðin var á beygju, er afturhurðin hrökk upp, en um leið fjell Jón út um dyrnar og hlaut hann mikið höfuðhögg, er það skall á gangbretti. sem er við hurð þessa. Þýðingarlaust að ræða málið frekar. PRAG — Beran, erkibiskup kaþólsku kirkjunnar í Tjekkó- slóvakíu sagði, að eftir hin nýju lög um embættaskipun kirkjunn- ar, væri þýðingarlaust að halda áfram viðræðum við ríkisstjórn- ina um kirkjumál. Liitcðlii City víhií From — Víking 1:0 LEIKURINN í gærkveldi var einn sá fjörugasti, sem sjest hefir hjer síðustu árin. Völlurinn var þjettskipaður áhorfend- um, sem skemmtu sjer hið besta. Fram-Víkingur áttu val um*- mark og kusu að leika undan norðan andvara. Fyrst í stað sótti L. C_ fast á og virtist Fram-V.-liðið vera nokkuð taugaóstyrkt í byrjun, en þó náðu þeir sjer fljótt. — Færðist brátt fjör í leikinn og veitti hvorugum betur. Þegar 15 mín. voru af leik gerir L. C. hraða sókn hægra megin, sem endar með föstu skoti frá Stafford. sem ljek nú hægriji innherja. Gunnar náði ekki til að bjarga, en Karl Guð mundsson stóð í horninu og spyrnti frá. Þegar hjer var kom ið, fór leikurinn að harðna dóm arinn virtist ekki hafa augun í höfðinu. Þegar leikmenn sáu, að mönnum leyfðist að hafa brögð í frammi, hugsuðu þeir sjer að láta ekki sitt eftir liggja Þegar um 30 mín. voru af leik voru Fram-V. meira í sókn, Ijeku þeir oft laglega samfara hraða og góðum staðsetningum. í einu upphlaupinu kemst Gunnlaugur upp að endamörk- um og miðar til Óskars, sem „brennir af“ í dauðafæri. — Skömmu síðar kemst Ríkharð í færi en Bickersaffe tókst að leggja fyrir. Rjett á eftir skaut Ríkharð aftur rjett utan við markteigshorn en miðfr. v. Bickerstaffe, stendur í mark- horninu og bjargar. Seinni hálfleikur hófst með sama hraða og var í fyrri hálf- leik. Liðin skiptust á hröðum upphlaupum, sum þeirra voru mjög lagleg og á jeg þar ekki síður við upphlaup Fr-V. — Þegar 15. mín. voru af seinni hálfleik, veður Finch upp með knöttinn á tánum og afgreiðir skoti utan vítateigs í hægra horn. Gunnar kastaði sjer, en var of seinn og smaug knött- urinn undir hann. 1—0 fyrir L. C. Þegar hjer var komið hafði norðangolan aukist og gerði það Fr.-V. erfiðara fyrir. Þetta eina mark virtist hafa letjandi áhrif á leikmenn og var leik urinn nokkuð þófkenndur þang að til eftir svo sem 10 mín. Þá tóku Fr.-V. á sparikröftunum og hófu harða sókn að marki L. C. og fengu Bretarnir sig full- keypta að verjast. En þó varð ekkert markið skorað og end- aði leikurinn því 1—-0 fyrir L. C. — Aftasta vörnin ásamt mark- manni var betri helmingur liðs- ins og skaraði Karl Guðmunds- son þar fram úr. Haukur Bjarna son ljek einnig ágætlega, en Helgi virtist ekki kunna við sig sem bakvörður og skilaði þó sæmilegum leik. Gunnlaugur og Ríkharð voru mjög virkir í sókninni, en fylgdu tæplega nóg eftir að markinu. Bestu menn L. C. voru inn- herjarnir Finck og Stafford. Einnig virðist markvörðurinn, Fostitt, vera nokkuð öruggur, en þetta er í fyrsta skipti sem eitthvað hefir reynt á hann. Dómari var Sigurjón Jónsson og var óvenjulega slappur. — Sleppti hann leiknum úr hönd- um sjer og olli það því, að leikurinn varð harður og stund um hættulegur. V. Þrýsllloflsflug- vjelar í Kellavík FIMMTÁN bandarískar þrýsti- loftsflugvjelar af tegundinni, Lockheed „Shooting Star“ komu við í gær á Keflavíkur- flugvelli á leið sinni yfir At- lantshaf frá Ameríku til Ev- rópu. Þær höfðu tafist nokkuð á flugvellinum Blue West I, Grænlandi, því að ein þeirra laskaðist í lendingu þar. í gærmorgun lögðu þær upp frá Grænlandi og komu tii Keflavíkur kl. 1.30 eftir tveggja stunda flug. í gærkveldi munu þær hafa haldið ferðinni áfram til Bretlands. Úrvalið á mófi Bretunum Fjórði og siðasti leikur Lin- coln City verður í kvöld við úrval úr Reykjavíkuifjelög- unum_ Urvalið er þannig skipað, talið frá vinstri: Adam, Fram, Steinn, KR, Karl Fram, Gunnlaugur Vík, Daniel KR, Óli B. KR, Ellert Val, Halldór Val, Sveinn Val, Ríkharð Fram, og Ólafur KR. Varamenn eru: Gunnar Símonarsson Vík., Haukur Bjarnason Fram, og Lárus Hall- björnsson Fram. Brefi vegur 60 kg. LONDON, 2. júní: — Mæling- ar, sem vísindamenn gerðu á síðastliðnu ári sýna, að bresk- ur meðalkarlmaður vegur 60 kg. Er það heldur meira en fyr- ir stríð. — Reuter. Vanfraust á Koreustjórn SEOUL KOREU: — Koreanska þingið samþykkti í dag van- traustyíirlýsingu á stjórn Rhees, sem verið hefir forsætis- ráðherra frá því Koreubúar fengu sjálfstæði sitt eftir styrjöldina. — Reuter. Úfvarp fil Rússlands allan sólarhringinn NEW YORK, 2. júní: — Rúss- ar hafa enn haldið áfram að trufla stuttbylgjusendingar bandaríska útvarpsins til Aust- ur-Evrópu- Var jþví ákveðið, að frá og með deginum í dag skuli verða varpað út á 80 stutt bylgjustöðvum og allan sólar- hringinn. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.