Morgunblaðið - 03.06.1949, Blaðsíða 14
M ORGVNBLAÐIÐ
Föstudagur 3. júní 1Q49.
frain? Haldið þið að dagar
Rússiands sjeu taldir? Haldið
þi'ð að Evrópa loki augunum
íyrir hverju sem er? Nei,
Evröpuþjóðirnar ei u ekki bún-
ar að syngja sitt síðasta vers-
Sá dagur mun renna upp ....
og þiað bráðlega .... að þessir
morðingjar og illþýði ....
þessi kommúnistaskríll ....“.
Dyrabjöllunni var hringt.
Gamla þjónustustúlkan fór
fram og opnaði. Það heyrðist
hratt fótatak og borðstofudvr-
unum var hrundið upp.
Vietor Dunajev líktist einna
belst ítölskum tenórsöngvara.
Hánn var herðabreiður, augun
svört og tindrandi, hárið dökkt
og iiðað. Hann var glaðlegur á
svipinn og snar í hreyfjngum.
Honum varð fyrst litið á Kirku,
og þegar hún snjeri sjer við á
stólnum. leit hann á íótleggi
hennar.
,,Nei. er þarna ekki komin
Kíra litla“. sagði hann.
„Jeg e.r ekkert lítil lengur“,
sagði Kira.
„Það er sannarlega óvænt
gleði að sjá ykkur hjer ....
Galína frænka, þú ert unglegri
cn nokurn tíma fyrr“. Hann
fcýssti hönd móðursystur sinn-
ar. „Komdu sæl, Lydía fagra“.
Hann hneigði sig djúpt fyrir
henni ,,Þið verðið að fyrir-
gefa. hvað jeg kem seint. Það
var fundur í háskólanum. Jeg
var kosinn meðlimur stúdenta-
réðsins .... Þú fyrirgefur,
pabbi. Pabbi er alltaf á móti
líosningumb
„Stundum geta kosningar
verið rjettmætar“, sagði Vas-
ili. Ivanovitch.
Hann reyndi ekki að fara
dult með. að hann var hreyk-
inn af syni sínum. Barnsleg
gleði sekin úr svip hans.
Victor dró fram stól oog sett-
ist við hliðina á Kiru.
„Jæja, þú hefur svei mjer
valið tímann til heimkomunn-
ar, Alexander frændi“, sagði
hann brosandi. „Tímarnir eru
náttúrlega ákaflega erfiðir
cins og er. En það er gaman
að fylgjast með þessu sögu-
lega umróti, sem hjer er að
gerast“.
Galína Petrovna leit á hánn
aðdánunaraugum.
„Hvað leggur þú stund á,
V.íctor?“.
„Jeg er í verkfræðideild há-
skóians. Jeg ætla að verða raf-
magitsverkfræðin,gur. — Nú
standa fyrir dyrum miklar
framfarir í rafmagnsmálun-
um. Þar liggur framtíð Rúss-
lands falin .... Pabbi lítur nú
ekki sömu augum á þetta ....
Heyrðu, Irína, getur þú aldrei
greitt þjer almennilega? Hvað
ætlar þú að taka þjer fyrir
hendur, Alexander Dimitrie-
vitch?“.
,?Jeg ætla að stofna verslun“.
Rödd hans var hátíðleg, eins
og hann væri að uppljóstra
roiklum leyndardómi.
!í,Þú þarft mikið stofnfje,
fikaltu vita“.
?„Jeg gat komið dálitlu und-
ah suður á Krím“.
„Nú er einmitt rjetti tíminn
til að byrja ný fyrirtæki. —
Möguleikar fyrir framtakið á
hverju strái“, sagði Victor.
„Það verður nú ekki n.ema.
þangað til stjórnin brýtur það
á bak aftur“, sagði Vasili Ivan
ovitch þungbúinn,
„Það er engin hætta á því.
Stjórnin er hætt öllu eignar-
námi og hefur tekið upp nýja
stefnu. Samkvæmt þeirri
stefnu leggur stjórnin blessun
sína á allar framfarir".
..Munurinn er bara sá, að sú
stefna stjórnarinnar er ötuð
blóði“, sagði Vasili Ivanovitch.
.Hefur þú sjeð skrítnu skóna
hennar Kiru, Victor“, sagði
Irína.
Kir.a rjetti fram fótinn. Hún
tók ekkert eftir því, hvað pils-
ið hennar var stutt, en Victor
og Lydía tóku eftir því.
..Stúlka á þínum aldri ætti
að vera síðklæddaii", sagði
Lydía með vandlætingasvip.
..Já, ef maður ætti nóg af
efni í fötin“, sagði Kira. „Ann-
ars er mjer alveg sama hvernig
fötum jeg er í“.
„Þetta er mesta vitleysa hjá
þjer, kæra Lydía“, sagði Victor.
,Stutt pils eru samkvæmt nýj-
ustu tísku og kventískan er
einhver göfugasta lisígrein ver
aldarinnar'ý
Þau settust öll inn í setustof
una, áður en þau gengu til
hvílu. María Petrovna dró
fram þrjá viðarbúta og kveikti
upp í arninum. Ljósið frá arn-
inum skein á húsgögnin og
varpaði daufri birtu á slitið
áklæðið. Engin tjöld wru fyr-
ir gluggunum og úti var niða-
myrkur. Málverk hjekk á veggn
um í stofunni. Það glampaði á
rammann, en myndin sást ekki
í rökkrinu. Myndin var af
Maiíu Petrovnu og var máluð
fyrir tuttugu árum. Hún var í
fallegum, flegnum kjól og fín-
gerð hönd hennar hvíldi á
drifhvítri öxlinni. Nú var
María Petrovna með prjóna-
klút um axlirnar, því hún
þjáðist af hósta.
Kira sat á ísbjarnarfeldinum
fyrir framan arininn. — Hún
vafði höndunum utan um
höfuðið á birninum. — Þarna
fannst henni best að vera.
Síðan hún var smátelpa. hafði
hún alltaf tyllt sjer á bjarnar-
feldinn, þegar hún heimsótti
Dunajev-fólkið. Þá var hún
vön að biðja Vasili að segja
sjer fxá því, þegar hann drap
björninn. Og þegar hann
sagði henni, að björninn
mundi lifna við, ef hún væri
ekki þæg stúlka. þá hló hún_
,,Jæja“, sagði María Petr-
ovna. ,.þá eruð þið komin aft-
ur til Petrograd“.
„Já, við erum það“, sagði
Galína Petrovna og stundi við.
„Lífið verður erfitt, þegar
maður þarf alltaf að bera
kvíðboga fyrir komandi degi“,
sagði María Petrovna og and-
varpaði,
„Já. það er víst alveg rjett“,
sagði Galína Petrovna.
„Ætlar þú að láta dæturnar
fára í skóla? Lydía mín, þú ert
nú orðin fullorðin stúlka. og
ekki einu sinni trúlofuð enn-
þá“.
Lydía brosti stirðlega. María
Petrovna andvarpaði aftur.
„Unga fólkið er svo undar-
legt nú á dögum. Það hugsar
ekkert um hjónaband- Þegai
jeg var á aldri við Irínu, átti
jeg von á fyrsta barninu. En
henni dettur ekki hjónaband í
hug. Hún hefur allan hugann
við listaháskólann. Manstu,
Galína, hvernig hún eyðilagði
húsgögnin fyrir mjer með blý-
antinum, strax og hún fór að
hafa nokkurt vit? Hvaða nám
ætlar þú að stunda Lydía?“.
• ’Jeg ætla ekki að stunda
neitt nám“, svaraði Lydía.
„Mjer finnst það ekki hæfa
kvenmanni að kúra yfir bók-
um“.
„En Kira
„Það er skrítið, að Kira
skuli vera orðin svo gömul, að
hún þurfi að fara að velja sjer
lífsstarf“, sagði Victor. „Þii
verður að fá þjer vinnubók,
Kira. Vinnubækurnar eru í
staðinn fyrir vegabrjef. Þú ert
orðin sextán ára og ....
„Mjer finnst afskaplega
heppilegt að hafa fasta stöðu
nú á tímum“, sagði María Petr
ovna. „Væri ekki ágætt, að
láta Kiru fara á læknaskólann.
Kvenlæknar fá svo mikinn
skammt“.
„Kira á læknaskólann!“,
sagði Galína Petrovna. „Hún
er alt of eigingjörn og blátt
áfram, hatar allt sem sjúkt er.
Hún mundi ekki einu sinni
vilja koma n^lægt vetikum
kettling".
„Mjer finnst ....“, sagði
Victor.
Síminn hringdi í næsta her-
bergi. Irína stökk á fætur. Hún
gretti sig framan í Victor þeg-
ar hún kom til baka.
„Síminn til þín, Victor. Það
er Vava“.
Victor yppti öxlum og fór.
Ðyrnar inn í hliðarherbergið
voru opnar í hálfa gátt, svo
það heyrilist til hans in.n í
setustofuna_ „. . . . já, jeg veit,
að jeg lofaði að koma í kvöld,
en jeg tafðist í háskólaniim,
og þess vegna verð jeg að lesa
í kvöld .... Auðvitað ekki
. .1. . nei, engin önnur .... Já,
það veist þú vel sjálf. Góða
nótt
Hann kom aftur inn að arn-
inum og settist á feldinn við
hliðina á Kiru.
„Það er mitt álit, kæra
frænka“, sagði hann, „að
kvenfólk eigi ekki að leggja
stund á nám. Lang heppileg-
ast fyrir það að fá 'sjer vinnu
á sovjet-skiifstofu“.
„Victor, þetta mátt þú ekki
segja“, sagði Vasili Ivanovitch.
„Hagsýnin er fyrir öllu nú á
dögum. Skammturinn, sem
námsfólk fær, er ekki nógu
mikill til að framfleyta heilli
fjölskyldu, eins og þú veist af
eigin reynslu“.
„Skrifstofufólk fær bæði
feitmeti og sykur“, sagði María
Petrovna.
„Það vantar alltaf vjelritun-
arstúlkur“, sagði Victor. ,,Og
þegar þú ert komin í fasta at-
vinnu, eru alltaf möguleikar
til að hækka í tigninni“.
„Þá færð þú líka skó og
ókeypis ferðir með sporvögn-
unum“, sagði María Petrovna.
„Ætlar þú ekki að leggja
neitt til málahna sjálf, Kira?“,
spurði Lydía.
„Mjer finnst alveg óþarfi að
vera að ræða um þetta“, svar-
Fólkið í Rósalundi
Eitíx LAURA FITTINGHOFK "1
87.
— Hver er líka betur fallin til þess en þú, og þá færðu
alltaf fleiri börn til að ala upp og vera góð við, sagði
Jóhannes.
—- Já, það sama hugsaði jeg og jeg vona, að mjer takist
að kenna þeim öllum að láta sjer þykja vænt um vinnuna
í skóginum, á akrinum, enginu og í garðinum.
— En svo er aðeins eitt, sem jeg hugsa mest um og það
er, að þú getir farið í skóla og haldið áfram náminu.
Jóhannes fór skyndilega niður í brjóstvasann.
— Mamma, því hafði jeg alveg gleymt. Faðir Gústafs
Ijet mig hafa þetta umslag. Jeg hugsa, að það sjeu pen-
ingar í því, því að hann sagði, að það væri fyrir framtíð
mína.
Hann rjetti móður sinni brjefið og hún opnaði það. —•
Þegar hún tók innihaldið fram, þá gapti hún af undr-
— Jóhannes, sagði hún. Hjer er mikið meira fje en
nóg til þess að kosta þig í skóla. Að hugsa sjer, hvað
það er dásamlegt, nú mun uppfyllast heitasta ósk mín,
— hún andvarpaði, — en hún hefur uppfyllst á undar-
legan hátt.
Það er sama, hvernig hún kom fram. Allt er gott, þegar
endirinn er bestur og þegar svona er komið, þá skal jeg
síst draga af mjer við að læra.
— En nú er komið kvöld, elsku drengurinn minn. Þú
ert þreyttur og þú átt að fara að hátta og sofa. Á morgun
byrjar nýr tími. ;
SÖGULOK
'TflfhbcJ' rnohjCyUi^ráuif^uirlll
Fjekk ekki líftrjggingu.
Gamall maður 97 ára að aldri kom
til lífti'yggmgarfjelags og bað um
líftryggingu. Eftir að kallað hafði
verið á forstjórann, var gamla mann-
inum tilkynnt, að tryggingaríjelagið
treysti sjer ekki til þess að líftryggja
hann vegna þess hve mikil áhætta
það væri fyrir það. Maðurinn mundi
deyja bráðum.
— Bjálfar eruð . þið. sagði gamli
maðurinn, ef þið lítið í hag+íðindin
sjáið þið. hvað fáir menn það eru
sem deyja eftir að þeir hafa náð 97
ára aldri.
k
Brjefið frá unnustanum.
Ung stúlka fjekk brjef frá unnusta
sínum, sem \-ar i hernum „emhvers-
staðar á Kyrrahafssvæðinu“ Þegar
hún opnaði brjefið. fami hún þar
smámiða, sem á var letraö:
„Unnústi yðar elskar yður ennþá,
en hann talar of mikið. — Bitskoð-
arinn“.
★
Clemeneeau um stríð.
Forsætisráðherra Frakka, George
Clemenceau, sagði 1918: — Stríð er
of þýðingarmikið til þess að láta
hershöfðingjunum það eftir.
★
Hershöfðinginn talaði um stríðs-
lok.
Tmsir blaðamenn voru alltaf að
spyrja bilstjóra Fochs hershöfðingja
um það, hvenær hann áliti að heims-
styrjöldinni fyrri myndi ljúka,
Reyndu þeir með því að veiða upp
úr honum vitneskju, sem þeii álitu
að hann fengi hjá hershöfðingjanum,
Rílstjórinn, Pierre, sór og sárt við
lagði að hann hefði aldrei hej'rt hers
höfðingjann minnast á neitt slikt, en
ef hann minntist einhverntima á það,
skyldi hann þegar í stað láta blaða-
mennina vita um það.
Dag einn, er blaðamennirnn komií
til bílstjórans, sagði hann: „Jæja, nú
talaði hershöfðinginn í dag.“
„Nú, og hvað sagði hann?“ hróp-
uðu blaðamennirnir í einum kór.
„Hann sagði: — „Pirre, hvað er
þitt álit? Hvenær heldurðu að stríð-
inu muni ljúka?“
■ ■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ II ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■«
■
■
Hótel Akranes
<«
Akranesi. ;
■
■
Tökum á móti sumargestum og ferðafólki. Afgreiðum 2
hópferðir með stuttum fyrirvara. ;
■
■
■
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■i■■■■■■•■■■«■■■■■■■■■■■*■■■■■■■■■■4
i Nótabátar til sölu i
■ ■
■ geymdir hjá Slippfjelaginu. Sterkir og nýviðgerðir, ;
■ venjuleg stærð með vjelaundirlögum. ;
■ r JJ
k. ■
: Geir Thorsteinsson. 2
■ ■
■ ■
■ ■
■ ■
\ ■■■■■■■■■■■ ■ :■■■■■■■■■ B ■■■■■■■■ ■ ■ ■ *■■■•■■■■■ ■ ■ ■■■■■■■■■■■■■ ■■■• ■■ I ■■■■■■ g
iUGLÝSING E R GULLS IGILDI