Morgunblaðið - 03.06.1949, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.06.1949, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FöstucJagur 3. júní 1949. Líknarsjóður íslands ,,LÍKNARMERKIN“ eða frí-j merkin með yfirverði, sem póst- stjórnin gaf út árið 1933, eru uppseld og önnur væntanleg þá og þegar, þykir því hlýða að skýra alþjóð frá sjóðnum, sem þau hafa skapað, tekjum hans og styrkveitingum. Skipulagsskrá Líknarsjöðsins er frá 22. mars 1933, aðalatriði hennar eru þessi: „Tilgangur sjóðsins er að styrkja með fjárframlögum hverskonar líknarstarfsemi í landinu, einkum slysavarnir, barnahæli, ellihæli og þesshátt- ar fyrirtæki“. Tekjur hans eru yfirverð frímerkja, sem póst- stjórnin gefur út í þessu skyni. Stjórn sjóðsins skal skipuð 3 mönnum til 6 ára í senn, einn tilnefndur af Slysavarnafjelagi íslands, annar af væntanlegu landssambandi íslenskra liknar- stofnana og sá þriðji af sam- göngumálaráðuneytinu. Það skipar tvo meðan landssamband ið er ekki stofnað. Sömu aðilar skipa 3 varamenn í stjórnina, og ráðuneytið 2 endurskoðend- ur. Stjórn sjóðsins má árlega út- hluta til líknarstarfsemi 80% af tekjum hans. Afganginn má ekki skerða nemna 6. hvert ár. þá má verða allt að heJming höfuðstólsins til nýrra fram- kvæmda. í stjórn þessa sjóðs hafa lengst af verið Ásmundur Guðmunds- son prófessor, Jón Pálsson fyrv. bankafjehirðir og Þorsteinn skipstjóri Þorsteinsson í Þórs- hamri. Árið 1945 kom undirrit- aður í stað Jóns Pálssonar og árið 1947 Geir Sigurðsson skip- stjóri í stað Magnúsar Sigurðs- sonar bankastjóra, en hann kom í stjórnina árið áður í stað Þor- steins Þorsteinssonar. Eins og kunnugt er voru líkn- armerkin 4 og yfirverð þeirra var samtals 80 aurar. Fyrsta árið, 1933, seldust þau svo vel að Líknarsjóður fjekk um 3260 kr. af yíirverðinu, þótt tiltölu- legur útgáfukostnaður og sölu- laun póststjórnar væru frátek- in, eins og skipulagsskráin mæl ir fyrir. Næstu árin gekk sal- an treglega. Lægstar voru tekj- ur sjóðsins árið 1935, einar 336 kr., en svo fóru þær óðum vax— andi einkum eftir komu setu- liðsins. Langmest seldust þó frímerkin árið 1947, þegar sýnt var að þau voru á förum. Líkn- arsjóður fjekk rúmar 39600 kr. af sölunni það ár. í fyrra þrutu þau alveg og nægðu engan veg- inn eftirspurninni. Hlutur Líkn arsjóðs af sölunni 1948 varð um 1970 kr., og þótti stjórn sjóðs- ins ekki taka að skifta 80% af því fje, en býst við að geta orð- ið rausnarlegri að ári, þegar nýju líknarmerkin verða kom- in. Tekjur Líknarsjóðs af fyr- greindu yfirverði ,,líknarmerkj- anná“ hafa orðið samtals rúm- ar 107 þúsund kr. og vextir af bankafje rúmar 5000 kr. — aðr- ar tekjur sama sem engar, ein 5 kr. gjöf — Auðvitað væri ánægjulegt að fá fleiri og stærri gjafir til úthlutunar.- Uthlutað hefir verið úr sjóðn- um samtals 78700 kr., er svo skiptust: Slysavarnafjelag ís- lands fekk alls 38,600 kr. Barna heimilið Sóllheimar í Grims- nesi 11400 kr., Elliheimilið í Skjaldarvík 8500 kr., Barna- vinafjelagið Sumargjöf 7000 kr. Elliheimilið Grund, Rvík 6400 kr., Elliheimilið á Seyðisfirði 4000 kr. og ennfremUr 5 barna- stofur utan Reykjavíkur alls 2800 kr. Önnur útgjöld (aug- lýsingar, ritföng og burðareyr- ir) hafa orðið þessi 16 ár alls innan við 250 kr. Laun engin. — í sjóði eru nú nálega 34000 krónur. Nýju líknarmerkin, einstak- lega lagleg eftir myndum að dæma, eru 5 og ,,aðeins ókom- in“ segja póstmenn. Yfirverð þeirra samtals er ein króna, en burðargjaldsgildi 10, 35, 50, 60 og 75 aurar. Má búast við að þau seljist fljótt og vel og gefi bæði póstsjóði og Líknarsjóði drjúgan skilding. Mjer er svo tjáð að meir en lítið sje þegar pantað frá erlendum frímerkja vinum. Sigurbjörn Á. Gíslason. Háxefar og kyndarar segja upp samningum KAUP- og kjarasamningar há- seta og kyndara á skipum Eim- skipafjelagsins og Skipaútgerð arinnar, gengu úr gildi í fyrra- dag, 1. júní. Sjómannafjelag Reykjavíkur semur fyrir hásetana og kynd- arana. Deiluaðilar hafa setið á fundum með sáttasemjara rík- isins. Hásetarnir og kyndararnir sögðu samningnum upp og krefjast þeir grunnkaupshækk- unnar og ýmissa annarra kjara- bóta. Steingrímur Arnason STEINGRÍMUR er fæddur 31. maí 1889 á Kletti í Kollafirði í Gufudalssveit og ólst þar upp til ellefu ára aldurs. Þá fluttist hann að Eyrardal í Álftafirði við ísafjarðardjúp. Hann byrjaði ungur að stunda sjóinn eins og fleiri þar um slóð- ir. Hann kom til Hnífsdals á þeim árum, þegar menn voru að byrja að nota mótorvjelar í róðrar,- báta. Lagði hann sig strax eftir að læra að fara með þær, og varð svo laginn vjelamaður, að hann varð mjög eftirsóttur til þeirra starfa. Tuttugu ára gamall var Stein- grímur orðinn formaður og farn- aðist það svo vel, að orð var á gert. Nokkru eftir að hann var orðinn formaður, keypti hann sjer mótorbát og var þá hvort- tveggja í senn útgerðarmaður og formaður. Frá Hnífsdal fluttist hann til Flateyrar við Önundar- fjörð, rak hann þar útgerð og síðar verslun. Árið 1933 fluttist Steingrímur til Reykjavíkur og ári síðar hóf hann að reka mjög umfangsmikla starfsemi, keypti síld á haustin og frysti hana til beitu og seldi síðan útgerðarmönnum hjer við FaxafJóa og víðar. Árið 1942 byggði hann ásamt fleirum hrað- frystihús í Keflavík og fluttist þangað ári síðar. Hann hefur stjórnað harðfrystihúsi þessu frá fyrstu tíð, en það mun vera með stærri hraðfrystihúsum á land- inu. Til Reykjavíkur fluttist hann aftur 1945 og hefur verið búsettur hjer síðan, en stjórnar ófram hraðfrystihúsinu í Kefla- vík ásamt stóru hraðfrystihúsi hjer í borginni, („Hraðfrystistöð- inni“). Af því, sem hjer að framan hefur sagt verið, má ljóslega sjá, að Stpingrímur hefur ætíð verið að vaxa. Hann byrjaði með tvær hendur tómar, en starf hans hef- ur blessast. Hann er maður gæt- inn vel og glöggur. Jeg, sem þessar línur rita, hefi þekkt hann frá því er hann kom fyrst í Hnífs dal og leyfi mjer að gefa honum þann vitnisburð, að hann sje drengur góður í hverri raun. Steingr. kvæntist 1917 Kristínu Hálfdánsdóttur frá Meirihlíð í Bolungavík, en hún dó 1927. Þau eignuðust þrjá syni, sem allir eru uppkomnir og hinir mannvæn- legustu. í annað sinn kvæntist Steingrímur 1933, Grjetu Maríu Þorsteinsdóttur. Um Steingrím má segja, að hann hefur gengið til góðs göt- una fram eftir veg. Margir eru þeir, sem honum hafa kynnst á liðnum 60 árum, og óhætt er að fullyrða, að þeir hafi hugsað hlýtt til hans á þessum afmælis- degi hans og óskað þess, að hann megi lengi lifa og halda góðri heilsu og starfskröftum. Jónás Halldórsson. Úr brjefi frá Minne- sota, Bandaríkjunum HINN 30. apríl s 1. ljest hjer í sjúkrahúsi merk kona og vel látin, Dóra Schram, er ávallt nefndi síg svo, en hjet fullu nafni Halldóra Schram. Hún var fædd í Reykjavík árið 1869. Foreldrar hennar voru þau Kristján Schram húsa meistari og seinni kona hans Margrjet Pjetursdóttir Hjalte- sted. Halldóra fluttist \ estur með foreldrum sínum árið 1873 og ólst þar upp, lauk kennara- prófi um tvítugt og stundaði skólakennslu fram til sjötugs aldurs, var heiðruð af því opin- berað er hún ljet af því starfi, fyrir langt og vel unnið dags- verk á því sviði. Halldóra fór heim til íslands þjóðhátíðarárið 1930 og mint- ist þeirrar ferðar æ síðan með hinni mestu hrifningu og þeirr- ar ógleymanlegu ánægju, sem hún hafði haft af dvöl sinni á ætjörðinni. Hún talaði og ritaði íslensku eins og hún hefði aldrei að heim an farið, þó að hún lifði og starfaði eingöngu með ensku- mælandi fólki. Dóra sál. átti þrjá velmetna albræður hjer í Bandaríkjunum og einn hálfbróðii*, Ellert Schram skipstjóra í Rvík. Vinur. - Vorjjing Frh. af bls. 5. sje framfylgt. Telur það drykkjuskröll þau, sem haldin hafa verið í húsinu síðastliðinn vetur til megnrar vansæmdar fyrir bæinn. | Trjesmiður I 1 óskar eftir vinnu- Vanur = 1 verkstæðisvinnu- — Gæti \ \ tekið að sjer verkstjórn, \ I ef óskast. Tilboð sendist \ | blaðinu fyrir 5- júní, — i I merkt: „Trjesmiður“. iMiiiiiiiiiiiiiiiiifniiiiitiiiimiiiiiiiiiniin«viiiiiTiiiiiiiiii» •iiimiiiimiiiimiiuMiiitiniiiiiiimiHmmiiMtimiiiiMn I Endurskoðunarskrifstofa \ EYJÖLFS ÍSFELDS | EYJÓLFSSONAR = lögg. endursk. Túngötu 8. \ i Sími 81388. i 111111111111111III lllllll.. Markúe £k £k £k £k Eftii Ed Dodd Þegar allir eru í fasta Svefni hrotti út í nóttina. Hann er í skálunum, læðist Vigbjörn flóttalegur og skimar í kring- um sig. En Andi, sem liggur úti í hest húsi verður hans fljótlega var. Mlnntngarorð Þérdís Gaðmunds- dóttir frá Heylæk SÍÐASTLIÐINN uppstiening- ardag andaðist ,hjer í bænum Þórdís Guðmundsdóttir frá Hey læk í Fljótshlíð, 78 ára að aldri, eftir stutta legu. Hún var fædd að Velli í Vest- mannaeyjum og ólst þar upp til 5 ára aldurs með foreldrum sín- um. Við lát föður síns flutti hún að Heylæk til fósturs hjá Helga bónda og hreppstióra Guð- rnundssyni og Arnfríði konu hans. Naut hún þar mikillar umhyggju og var sem í foreldra húsum Hún eignaðist eina dóttur, barna Unu að nafni, með Guð- muni Helgasyni í Valstrýtu. —, Og varð dóttirin henni stoð og stytta á efri árum. Þórdís dvaldist um nokkurt skeið að Sámsstöðum í Fljótshlíð hjá Árna bónda Árnasyni og Þór- unni konu hans, og varð hið besta vinfengi í milli. Seinna gerist hún bústýra hjá Erlendi Magnússyni frænda sínum, bónda að Heylæk, eftir lát móð- ur hans, en fósturstystir henn- ar, Guðrúnar Helgadóttur. — Voru þá sum systkini Erlendar í æsku, og gekk hún þeim í móð ur stað og annaðist heimilið hið besta. Gegndi hún þessu starfi um einn áratug. Frá Heylæk íor hún með dótt ur sinni alfarin til Reykjavíkur, og áttu þær mægður þar heim- il saman, uns Þórdís andaðist. Þórdís var ágæt kona, stillt og vönduð á öllum sviðum, trygg- lynd og hjálpfús. Hún eignaðist vrnsa góða vini. Og þakka þeir henni nú og ckyldmenni hennar m a. systur og einkadóttir ljúfa og góða samfylgd, ástúð ög um- hyggju og biðja henni blessunar Guðs í nýjum og bjartari hcimi. Arnfríður Rósa Magnúsdóttir. — Meðal annara orða Frh. af bls. 8. in óttast að hermennirnir, kunni að snúast í lið með þess- um frelsisunnandi mönnum. Kreml-stjórnin rekur sífellt hina „friðsömu þjóðernis póli- tík“ sína, með því að kúga og bæla niður alla þjóðrækni, meðal þjóða þeirra sem búa á yfirráðasvæði hennar. Þjóð- ræknir og frelsisunnandi menn eru umvörpum sendir í fanga- búðir. Og lögð er áhersla á, að ryðja hverjum þeim manni úr vegi, sem líklegur er til þess, að hafa nokkra forgöngu um þjóðræknismálin. Samtímis er leitast við að hafa upp á hinum vopnuðu herflokkum, sem hinir frjáls- lyndu föðurlandsvinir hafa komið sjer upp, sjer til varnar, og útrýma flokkum þeirra með báli og brandi. í Prypetj- hjeraðinu hefur NKVD-liðið t. d. sent út flugvjelar, til þess að leita uppi leynilegar stöðvar frelsisvinanna. - Sumargjöf Framh. af bls. 9. sjera Árni Sigurðsson, ritari, Jónas Jósteinsson, gjaldkeri. Meðstjórnendur: Frú Aðalbjörg Sigurðardóttir, frú Arnheiður Jónsdóttir og Helgi Elíasson fræðslumálastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.