Morgunblaðið - 09.06.1949, Síða 10

Morgunblaðið - 09.06.1949, Síða 10
10 M QRGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 9. júní 1949. Þegar kommúnistar ljóstra upp um sjúlio sig Þeir, sem kunnugaslir eru lýsa sfarfsaðferðum leynilögreglunnar Eftir Reuters-frjettum frá Prag og Belgrad. BLAÐ kommúnistafl. Tjekkó- slóvakíu „Rude Pravo“, sem um leið er aðalmálgagn Komin- form í Mið-Evrópu hefur tekið upp nýja daglega þætti, sem bera fyrírsögnina „Frá mót- spyrnuhroyfingu Júgóslava gegn Tito“. Oft eru þættir þessir í sendi- brjefsformi og lýsa þá hatri á einvalda Júgóslavíu. Auk þess eru birtar frjettaklausur um handtökur og dauða ýmissa þeirra, sem snúist hafa gegn Tito og kemur þá heim það sem sagt er, að líkur þekki líkan, — þar er leynilögregla kommún- ista talin völd að flestum dauðs- föllunum. Telja verður, að tjekkneskir kommúnistar þekki starfsaðferðir leynilögreglunn- ar fyrir austan járntjaldið, og sýnist ekki ástæða til að rengja frásagnir þeirra. ífættulcgt að segja meimngu sma. { Nýlega var sagt frá því, að Savo Zlatich, fyrrum iðnaðar- málaráðherra Júgóslavíu hefði verið handtekinn í Zagreb. Auk ráðherrastöðunnar var hann varaforseti króatíska þingsins óg hafði fyrir nokkru sótt um sen^diherraembættið í Moskva. I grein „Rude Pravo“ um þetta segir, að Zlatich hafi fyrir skömmu komið á fund Titos og gerst svo djarfur að segja ein- ræðisherranum, að hann væri ekki sammála honum í deil- unni við Kominform. En það var dýrt að vera svo opinskár, því að Zlatich var sviptur ráð- herrastöðunni og síðan hand- tekinn. Hættulegur „sjúkdómur“. Nýlega var gefin út skipun úm að handtaka ritara króatíska þingsins. Nino Rupchich. For- ingi öryggislögreglunnar, Riban að nafni, sveikst undan að fram fylgja skipuninni og var fyrir bragðið rekinn úr kommúnista- flokknum. Litlu síðar fannst hann dauður úti á götu í Zagreb. , Rude Pravo“ er ekki lengi að greina „sjúkdóminn“, sem olli dauða hans. Það voru „hinir launuðu morðingjar júgóslav- nesku leynilögreglunnar". Enn er frjett úr hinu tjekk- neska kommúnistablaði: Að- stoðarflotamálaráðherra Júgó- !'lava, Ravnika, framdi nýlega jálfsmorð. Hann hafði verið tekinn úr stöðu sinni, vegna þess að hann var hlynntur Kom |nform. í Þannig heldur blaðið áfram Sð telja upp nöfn ýmissa máls- fietandi manna í Júgóslavíu, ém fallið hafa fyrir útsendur- um lögreglunnar, meðal annars 50 manns, sem handteknir voru samtimis í einni útrás lögregl- unnar í Sarajevo. Næsta dag voru 67 stúdentar reknir úr há- skólanum í Sarajevo. Herferðin gegn Tito. Þessar frásagnir af mót- spyrnuhreyfingunni í Júgó- slavíu ásamt miklum áróðri gegn Tito, er aðeins einn lið- urinn í mikilli herferð Komin- form gegn hinum óhlýðna kommúnistaleiðtoga. Herferðin er háð með öllum baráttumeðul um kommúnista, sem vanir eru að svífast einskis. Prentvjelar töpuðust. Aður en til sundurlyndis dró með Tito og Kominform var tímarit Kominform prentað og gefið út í Belgrad. Síðar átti að flytja það til Búkarest í Rúmeníu. Prentvjelum og ýms- um skrifstofuvjelum blaðsins var komið fyrir í járnbrautar- vögnum og átti að flytja til Rúmeníu. Vjelarnar komust aldrei alla leið. Fóru þá ýmis málgögn kommúnista í iepp ríkjunum að ásaka Júgóslava um að hafa stolið tækjunum. Kominform bar fram skaðabóta kröfu á hendur júgóslavneska flutningafjelaginu, sem flutn- inginn átti að annast. Kröfð- ust þeir 73,103,00 dínara bóta. Vanir fölsunum. Júgóslavneska lögreglan hóf rannsókn í málinu. Niðurstað- an var sú, að tækin hefðu kom- ist ósködduð út fyrir landa- mæri Júgóslavíu, en Komin- form myndi hafa selt þau í Ungverjalandi til að geta greitt upp mkiinn greiðsluhalla sem orðið hafði á útgáfu Komin- formritsins. Síðan hafði verið meiningin með margflæktum reikninga og kvittanafölsunum að svíkja umrædda fjárupphæð frá flutningafjelaginu. Blað Tito-kommúnista í Júgó slavíu, Borba, eyddi miklu rúmi í að fjargviðrast yfir því, að Kominform og hinir rúss- nesku kommúnistar svifust þess ekki að beita svikum, fölsun- um og skemmdarverkum og þannig hafa klögumálin gengið á víxl, undanfarna mánuði. Allir af sama skóla. Það skiptir litlu þó vondir bítist, en athyglisvert er að fylgjast með deilum Tito og Kominform. Það er fræðandi að lesa frásagnir tjekknesku komm únistablaðanna um lögreglu- ógnir undir stjórn Titos, vegna þess, að menn vita, að lögreglu- menn Titos í Júgóslavíu eru af sama skóla og lögreglumenn Gottwalds í Tjekkóslóvakíu. LISSABON — Það hefur verið ákveðið, að auka setulið Portú- gala í Macao, sem er nýlenda þeirra á suðurströnd Kína. Sjálf- boðaliðar hafa verið beðnir um að gefa sig fram í Portúgal. Hundrað ára (Framh. af bls. 9) lært hve frelsið er dýrmætt, bæði fyrir einstaklinginn og þjóðina í heild“, sagði konung- ur meðal annars. Að ræðu kon- ungs lokinni bað hann menn hrópa ferfalt húrra fyrir Dan- mörku og var það gert kröftug- lega, en konungur stjórnaði sjálfur með handarbendingum, enda ruglaðist enginn. Þvínæst var konungssöngurinn sunginn. Ræður, heillaóskir og gjafir. Þá tók til máls á ný Julius Bomholt, forseti þingsins og rakti sögulega þróun þingræðis ins í Danmörku í stórum drátt- um. Hann mintist helstu þing- leiðtoga Dana á liðinni öld og stóð þingheimur allur upp til að heiðra minningu þessara leið toga. Næstur talaði Hans Hed- toft forsætisráðherra. Hann rakti einnig nokkuð sögu þing- ræðisins og mintist þess hve gott samband og samvinna hefði jafnan verið milli þings og þeirra konunga, sem ríkt hafa í Danmörku á liðinni öld. Þá komu fulltrúar Færeyinga og Grænlendinga og báru fram heillaóskir. Af Færeyja hálfu talaði J. Oregaard landþings- maður, en sjera Gerhard Egede mælti fyrir Grænlendinga. Full trúi Finna kom næstur og færði þinginu að gjöf fagra leir- styttu. Fulltrúi Finna var dr. U. Kekkonen, forseti finska þingsins. Næstur var Finnur Jónsson fyrir hönd Alþingis Flutti hann ávarp, en almælisgjöf Alþingis var málverk eftir Jóhannes S. Kjarval úr Borgarfirði eystra, æskustöðvum listamannsins. Málverk þetta var á síðustu sýn ingu Kjarvals í vetur er leið og nefndi hann það á sýningar- skránni „Sjón er sögu ríkari“. Á rammanum er silfurplata, sem á er grafið: „Til Ríkisþings Dana frá A-lþingi íslendinga, 5. júní 1949“. Á eftir Finni talaði forseti norska Stórþingsins Aat vik Petersen. Gjöf Norðmanna var skjöldur úr emalie, gulli greyptur. Var á skildinum á- varp og eiginhandarundirskriít ir forseta Stórþingsins. Fulltrú sænska þingsins var John Nils son, forseti neðri deildar bings- ins. Færði hann Ríkisþinginu að gjöf eirstyttur af tveimur ung- lingum er haldast í hendur og á að tákna vináttu sænski ar og danskrar æsku. — Síðastur hinna erlendu gesta talaffi for- seti neðri deildar breska þings- ins, Douglas Clifton Brown ofursti, og mintist sambands Dana og Breta á liðnum öldum. Dvaldi hann einkum við sam- band konungsætta þjóðanna. Að lokuð þakkaði forseti lands- þingsins, Steincke gestum fyrir komuna og er þjóðsöngunnn hafði vei’ið sunginn var þessari hátíðlegu stund lokið. Fjölmennur útifundur Klukkan 3 e.h. hófst úti- fundur fyrir framan Kristjáns- borgarhöll. Þegar um hádegi hafði fólk fariff að safnast saman fyrir framan höllina til að tryggja sjer sem best útsýni. Riðluðust raðirnar þó nokkuð við að úrhellisrigningu gerði skömmu eftir hádegi. — En brátt rofaði til og sólin skein á ný. Bættist þá fljótt í hópinn aftur_ Er giskað á, að á úti- fundinum hafi verið frá 30— 50 þúsund manns þegar flest var. Hálfri stundu áður en fundurinn hófst söfnuðust saman fánaberar ýmsra fjelaga og fjelagsstofnana i Kaup- mannahöfn. Voru þar samtals hátt á annað hundrað fánar. Var gengið í skrúðgöngu á fundarstað og í broddi fylk- ingar fóru H.P. Sörensen, yfir- borgarstjóri Kaupmannahafn- ar, og aðrir borgarstjórar. —- Komið hafði verið fyrir ræðu- palli fyrir framan konungs- hliðið á Kristjánsborgarhöll og þegar skrúðfylkingin kom stóðu þar á pallinum fulltrúar frá ríkisstjórn og þingdeildum. Þarna voru margar ræður fluttar, en meðal ræðumanna voru Sigv. Helberg, forseti borgarstjórnar Kaupmanna- hafnar. Flemming Hvidberg, frú Ingeborg Refslund Thom- sen, Erik Appel, þjóðþingsmað ur, og að lokum Julíus Bom- holt og Hans Hedtoft, forsætis- ráðherra. Misheppnuð uppþotstilraun kommúnista Kommúnistaflokkur Dan- merkur var eini stjórnmála- flokkur'inn, sem neitaði allri samvinnu um hátíðahöldin í tilefni aldarafmælis frelsis- skrár Dana. Þegar fyrirkomu- lag hátíðahaldanna var til um- ræðu í þinginu báru kommún- istar fram nokkrar áróðurstil- lögur, sem ekki hlutu neinn stuðning þingmanna og þóttust þeir firtast við, að tillögur þeirra voru ekki teknar til greina. , Þegar Hans Hedtoft, forsæt- isráðherra, tók til máls hóf tal- kór kommúnista hávaða, en mannfjöldinn fussaði á talkór- inn, eða skeytti engu gaspri hans og sáu kommúnistar sjer þá vænst að þegja. Einnig gerðu þeir tilraun til að kasta upp í loftið áróðurs- miðum og láta þá berast með vindinum yfir mannfjöldann. Munu þeir hafa gert sjer vonir um að geta vakið forvitni fólks ins og fengið það til að hirða óróðurssnepplana og lesa þá. En fæstir ljetu freistast til þess heldur tróðu þá undir fótum sjer. Þykja kommúnistar hafa orðiff sjer nokkuð til skammar með þessu ósmekklega tiltæki sinu og enda farið hina háðu- legustu sneypuför. Þótti nokkuð bragðdaufur Kaupmannahafnarblöðin láta skína í það í morgun, að úti- fundurinn við Kristjánsborgar- höll hafi verið heldur bragð- daufur og að almenningur hafi ekki tekið þátt í honum af miklum áhuga_ Kenna sumir veðrinu um, en aðrir segja, að meiri hrifningar gæti hjá Dön- um er þeir haldi þjóðhátíðina með skógarferð, eins og venja er á hverju ári, en á malbik- inu í Kaupmannahöfn. En það iýðfrelsi hefur ekki leynt sjer að blöðin voru á móti því fyrirkomulagi, sem haft var á hátíðinni. Hátíðasýning í Konunglega leikhúsimi Klukkan 7 hófst hátíðasýning í Konunglega leikhúsinu og átti að vera vel til hennar vandað, enda kostaði sýningin leikhús- ið 90,000 krónur. Var sýndur fyrsti þáttur úr óperu Carls Nilsens ,,Maskerade“ og safn af balletdönsum til minningar um August Bournonville, hinn mikla dansmeistara. Þótti ball- etsýningin einkar skrautleg og dansfólk allt hið liprasta. I leikhúsinu voru gestir jafn vel enn skrautlegar klæddir, en við hátíðahöldin í þjóðþings salnum og var því ekki að leyna, að nú skartaði hver því sem hann átti til. Konungur og drottning, á- samt Alexandrinu drottningu, sátu í konungsstúku og er þau birtust þar bað Mombolt þing- forseti menn að hylla konungs- hjónin með níföldu húrrahrópi og var tekið undir það af öll- um leikhúsgestum. Kvöldveisla og blysför stúdenta Þessum hótíðlega degi lauk með því, að haldin v/r kvöld- veisla í Kristjánsborgarhöll að leikhússýningunni lokinni. — Voru þar 1500 gestir og fyltu þeir nærri hina rúmgóðu sali og breiðu ganga þin'ghallar- innar. Var matur og drykkur framreiddur, en lífvarðarhljóm sveit konungs ljek. Danskir stúdentar og aðrir norrænir stúdentar, breskir og amerískir söfnuðust saman í Tivoli-garðinum, samtals hátt á annað þ nsund manns, og hjeldu þar sína afmælishátíð með lúðrablæstri og stúdenta- söngvum. Þar flútti dr. Sven Clausen ræðu, en að henni lokinni tóku stúdentar sjer blys í hönd og fóru í skrúðgöngu til Kristjáns borgarhallar. Söfnuðust þeir saman í hnapp með logandi blysin í hallargarðinum og hlustuðu á ræðu H.P. Hansens, háskólarektors, sem flutti stúd entunum kveðjur Ríkisþings- ins. Síðan köstuðu stúdentarn- ir kyndlum sínum í köst, en í sölum þinghallarinnar skemtu menn sjer framundir miðnætt- ið við samræður og hljómlist lífvarðanna og lauk þar með hátíð Ríkisþingsins í tilefni af aldarafmæli stjórnarskrárinn- ar frá 5 júní 1849. Hátíðahald úti á landi í ílestum bæjum og þorpum Danmerkur var aldarafmælis- ins ekki minnst fyr en á annan dag hvítasunnu. Voru hátíða- höldin með líku sniði og venja er til á þjóðhátíðardegi Dana, útifundir með ræðum og hljóð- færaslætti eða skógarferðum einstaklinga og fjelaga. Berast fregnir af því að hvar- vetna hafi afmælishátíðirnar úti á landi verið fjölsóttar mjög og tekist með afbrigðum vel.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.