Morgunblaðið - 09.06.1949, Síða 14

Morgunblaðið - 09.06.1949, Síða 14
MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 9. júní 1949. ' 14 mönnunum okkar sem sagði: Hvers virði er okkur einn múr- steinn, ef hann er ekki múraður fastur við aðra múrsteina“. Þegar von var á gestum, skreið hún út um gluggann. Hún kunni ekki einu sinni að fijóða kartöflur og las sjaldan dagbloðin. En hún horfði björtum aug- um á framtíðina. Hún ætlaði að vera byggingarverkfræðing- ur. Það hafði hún ákveðið, strax og hún kynntist hugtak- »nu framtíð. í kyrrlátri lotn- ingu hafði hún ákveðið þetta, J >ví framtíðina átti hún sjálf. Heikföngin hennar hefðu frek- ar hæft drengjum. Hún ljek sjer af að byggja skip, brýr og íurna. Hún vissi allt um stál, múrsteina, vöðva og gufu. Yfir »úmi Lydíu hjekk helgimynd, yfir rúmi Kiru hjekk mynd af amerískum skýjakljúf. — Hún íalaði um húsin, sem hún ætl- aði að byggja úr gleri og stáli. Hún talaði um hvíta brú úr aluminíum, og menn og hjól og Jyftivindur, sem hún ætlaði að síjórna, og áheyrendurnir brostu vantrúarbrosi. Hún vissi að hennar beið líf, og það líf átti hún sjálf. Hún (aekkti starfið, sem hún hafði valið sjer, og hún þekkti lífið sem því fylgdi. Þegar sumarsólin gekk til viðar, sat Kira uppi á háum hietti við sumarbústaðinn. og horfði niður á veitingahúsið, sem stóð niðri við ána. Turn- spíran á danssalnum glóði í Lvöldsólinni. Gegnum glerhurð irnar sá hún skrautbúið kven- íólk ganga um. Hljómsveit ljek skemtileg lög inni í danssaln- um. Lög úr söngleikjum, sem minnfcu á nætur í stórborgum Evrópu. Kiru þótti vænt um |>essi ljettu lög. Hún fann í beim -lífsgleði og hana tilbað b.ún. Kira var mótfallin öllu sem var þunglamalegt og há- líðlegt. Þess vegna bar hún lotningu fyrir þrálátri kætinni í þessum lögum_ Þessi lög áttu heima í framtíð hennar. Við eitt lag hafði hún tekið ástfóstri. Það var úr gömlum söngleik og hjet ,,Brotnu glös- in“. Hún hafði fyrst heyrt fræga söngleikkonu frá Vín, syngja lagið í leikhúsi í Petro- grad. Á leiksviðinu voru svalir og frá svölunum sást yfir ljós- in í borginni. Á brúninni á svölunum var röð af vínglös- um sem glóðu í ljósinu. Söng- konan söng. lagið og ýtti um leið við glösunum, svo þau duttu niður og brotnuðu. Brot- Jiljóðið sameinaðist söng henn- ar. Lagið var ljett og fjörugt, tónarnir ýmist stuttir og snögg ir eða langir og seiðandi. Golan feykti hárinu á Kiru fyrir andlit hennar, og ljek um berar fætur hennar, sem hjengu fram af klettabrúninni. — Það dímmdi æ, nóttin var að taka >jj|ð af deginum. Lítil stúlka sat einmana á háum kletti og híustaði á lagið sitt, og brosti út í bláinn. Sovjet-skrifstofumaðurinn þurrkaði gramur af pennanum í köflótta klútinn. Hann hafði sett blekklessu á öftustu síð- una í bókinni. Eftir Ayn Rand 1144111IÍIH4J ■ Ml III11IIIIIIII Jll! Illllllllllll iiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiininiiiiiiMiiniiiiiiiiiiiiHiiniiiiiniiiiiiiiiiimniim* *" ,,Vinnan er æðsta hugsjón okkar, fjelagi11 sagði hann. — ,.Sá, sem ekki vill vinna, fær heldur ekkert að borða“. Hann hafði lokið við að skrifa bókina. Á síðustu blað- síðuna setti hann stimpil. — Á stimplinum var mynd af jarð- líkani og yfir því hamar og .sigð ,.Þá er vinnubókin þín til- búin. Aigunova“, sagði hann. .,Nú ert þú fjelagi í stærsta og voldugasta lýðveldi í heimi. — Megi samvinna bændastjettar- innar og verkafólksins ætíð vera þjer efst í huga, eins og öllum góðum, rauðum borgur- um". Hann rjetti henni bókina. — Efst á fyrstu síðunni stóð: .Greigar allra landa, sameinist1 Og fyrir neðan var skrifað með bleki: Kira Argunova ..........IV. Það var ekki ljett verk að bera þunga böggla og pinkla upp á fjórðu hæð. Kira fjekk blöðrur í lófana. í stigagangin um var kattalykt og gólfkuld- ann lagði gegnum þuna skósól- ana. I hvert skipti, sem Kira hljóp niður stigann til að sækja meira, mætti hún Lydíu stynjandi með fullt fangið. ,,Guð almáttugur, hvað þetta er erfitt“, tautaði Lydía í sí- fellu. Argunov-fjölskyldan hafði loksins náð í íbúð. Fóík óskaði þeim til ham- ingju. Þetta var eins og hvert annað kraftaverk. En Alexand er Dimitrievitch hafði borgað húsværðinum all-ríflega fyrir „kraftaveikið“. Þrjú herbergi og eldhús voru ekki á hverju strái í Petrograd. „Baðherbergi?“ át húsvörður inn upp eftir Galínu Petrovnu, „ert þú aldeilis frá þér, kona“. Þau höfðu engin húsgögn, svo Galína Petrovna taldi í sig kjark og lagði -af stað til hússins við Kamenostrovsky- götuna- Hún nam staðar fyrir fram- an hú.sið og sveipaði kápuna fastar að sjer. Kápan var slitin og möljetin_ Svo opnaði hún handtöskur sína og dyfti nef sitt. Hún skamfnaðist sín fyr- ir að láta gamla, gráa stein- húsið sjá sig svona. Svo tók hún upp vasaklút og þurrkaði sjer um augun. Hvað tárin komu fram í augun á manni í þessu kalsaveðri. Svo hringdi hún dyrabjöllunni. Auglýsingamálarinn kom sjálfur til dyra. „Jæja, svo þú ert Argunova, borgari?“ sagði hann, þegar Galina var búin að stynja upp erindinu- Hann var feitur og bústinn, með rjóðar kinnar. „Já, auðvitað getur þú fengið eitthvað af draslinu. En ekki nema það, sem jeg þarf ekki að nota sjálfur. Það er úti í vagnskýlinu. Taktu það bara. Við erum ekki svo harðbrjósta. Við vitum vel að þið brodd- borgararnir eigið ekki sjö dag- ana sæla“. Galína Petrovna leit angur- blítt á stóra veggspegilinn sinn. á milJi glugganna. Á borðinu xyrir framan hann stóð máln- ingadós. En hún gekk þegjandi niður í vagnskýlið við bakhlið hússins. Þar fann hún nokkra stóla Hver einasti þeirra var fótbrotinn. En hægt var að gera við þá. Hún fann einnig nokkrar gamlar, verðmætar postulínsmyndir, ryðgaða te- suðuvjel og kistil með fötum af henni sjálfri. Hún tók líka flygil, sem Lydía átti. — Allt var þetta dót á kafi í bókum úr safninu þeirra h^filspónum og rottuskít. Þau leigðu sjer flutninga- mann til að flytja þetta í nýju íbúðina. Nýja íbúðin var í gömlu. rauðu múrsteinshúsi, sem sneri út að Moika. — Þau höfðu ekki efni á að láta flutn- ingsmanninn fara nema eina ferð, svo Alexander Dimitrie- vitch sótti það sem eftir var á hjólbörum. Þau hjálpuðust að öll fjögur, við að bera munina upp tröppurnar, framhjá óhrein um hurðum og brotnum glugga rúðum. Þetta var bakstiginn í húsinu. Það var ekkert rafmagnsljós í íbúðinni. Vatnsleiðslan var í ólagi, svo þau þurftu að sækja vatn á hæðina fyrir neðan. — Gular skellur í loftinu báru vott um að þakið lak. „Með dálitilli fyrirhöfn og smekkvísi, getum við komið okkuj vel fyrjr hjer“, sagði Galína Petrovna. Alexander Dimitrievitch þagði og stundi þungann. — Flygillinn /ar settur í borð- stofuna. Galína Petrovna setti ofan á hann hanka- og túðu- lausan tepott. Hann var það eina, sem eftir var af saxneska postulíninu þeirra. Á ómáluð- um trjehillunum var einkenni- legt samsafn af sprungnum skálum_ Samanbrotin dagblöð 'voru sett undir borðfæturna, voru of stuttar. Línolíutíran vaipaði daufum Ijóshring á loftið. en á morgnana hjekk þar sóthringur eins og köngu- lóarvefur. Galína Petrovna fór fyrst á fætur á morgnana. Hún setti gamlan klút um herðarnar og bljes af öllum mætti í glæðurn- ar, til að koma upp eldinum, því eldiviðurinn var blautur. Svo bauð hún hirsigraut til morgunverðar. Að morgunverð inum loknum fór hver til sinna verka. Alexander Dimitrievitch gekk fjóra kílómetra á hverjum morgni. Hann hafði opnað litla vefnaðarvöruverslun. — Hann fór aldrei í sporvagni, því alls staðar þar sem vagnarnir námu staðar, stóð hópur manna og beið, svo hann gerði sjer eng- ar vonir um að komast með. Þar sem verslun hans var, hafði áður verið brauðbúð. — Hann gat ekki keypt sjer nýtt skilti, svo hann málaði stafi á ljereft og hengdi út sitt hvoru megin við bakara-kringluna. — Hann setti svuntu og tvo háls- klúta í gluggann og tóma kex- kassa í hillurnar. Svo sat hann hálf sofandi allan daginn í búð inni með hendurnar krosslagð- ar á maganum og fæturnar uppi á litlum ofni. Þegar viðskiptavinur kom inn í búðina, stóð hann upp og brosti vingjarnlega. Eyjan Atlantis Eftir VVASHINGTON IRWIN 3. Hann sagði, að það hefði verið stórviðburður á eyjunni, þegar báturinn kom í heimsókn og íbúarnir hefðu safn- | ast í kringum hann. Þeir sögðust vera kristnir, vera af- komendur kristinna manna, sem flúið höfðu land, þegar Múhameðstrúarmenn hertóku Suður-Spán. Þeir spurðu hann frjetta ög þóttu hryggilegar fregnir, að Serkir skyldu enn halda konungsríkinu Granada. Eftir nokkurn tíma báðu þeir sjómanninn að koma í kirkju hjá þeim, svo að hann gæti sannfært sig um, að þeir hjeldu enn sinni kristnu trú. En gamla sjómanninum fannst sumt í fari þessa fólks svo grunsamlegt, að hann notaði fvrsta tækifæri, sem gafst til að sigla í brott. Fyrir það bráðlæti fjekk hann sína reísingu, því að hann hreppti ill veður, storma og rigningar á heimleiðinni og var dasaður og þreyttur, þegar hann loksins komst til Lissabon. Enda þótt saga þessi væri sögð af gömlum einkennileg- iim manni, vakti hún mikla athygli víða um Portúgal. Ein- mitt um sama leyti var verið að rannsaka gömul þjóðskjöl og þá fannst þar kvæðaflokkur, frá áttundu öld, tímunum þegar kross kristinna manna varð að víkja fyrir hálfmána Arabanna og þegar kirkjum var breytt í bænahús Múham- eðstrúarmanna. í kvæðinu var sagt frá því að sjö biskup- ar hefðu með fjölda heittrúaðra manna farið frá Spáni á sjö stórum skipum. Þeir hefðu siglt á haf út og komið að fagurri stórri eyju, þar sem þeir stofnuðu sjö blóm- legar borgir. Eftir það hafði enginn vitað neitt um örlög þessa fólks Það var hulinn leyndardómur og smámsaman gleymdu menn burtför þeirra. En þegar gamli fiskimaðurinn sagði írá ferð sinni varð það til að endurnýja allar gömlu sögu- sagnirnar og hinir heittrúuðu voru ekki lengur í neinum vafa um, að afkomendur flóttafólksins myndu enn lifa í sjö borgum á eyju úti í miðju Atlantshafi. Svona var handleiðsla Guðs örugg. Og nú vaknaði gífurlegur áhugi fyrir því að finna eyj- una með borgunum sjö og í bæn hinna trúræknu var bætt við óskinni um að ná sambandi við kristna söfnuðinn í ffíncí Þannig fór um írjóferð í>;>. Kvikmyndaleikkona ein i Holly- wood, sem hafði nokkur hjónabönd og hjónaskilnaoi á samviskunni, vildi nú einnig losna við síðasta mann sinn, og leitaði i því sambandi til lögfræðings síns. I.ögfræðingurinn rjeð henni að fara að þessu sinni til Mexico og fá skilnaðinn þar. — Já, en jeg kann ekki orð i spænsku. sagði hún. — Það gerir ekkert. sagði iögfræð- ingurinn, aðeins ef þú i hvert skipti, sem dómarinn liættir áð tala, segir: si, si. (Já, já). Allir, sem vetlingi gátu valdið í litla hænum. þar sem skilnuðurinn átti að fara fram, voru mættir í rjett- arsalnum til þess að sjá þessa frægu filmstjörnu. Dómarinn talaði mikið. og í hvert sinn. sem hann þagnaði. sagði Hollywood-daman ,.Si. si“ af mikilli áfergju. Allt í einu rak áhorfendafjöldinn upp æðisgengið fagnaðaróp. — Jæja, þá hlýt jeg að vera skilin, sagði leikkonan og tók þátt i gleði- látum lýðsins. — Skilin. hrópaði lögfræðingur hennar, já og meira en það. Þú ert skilin og gift aftur — gift dómar- anum. ★ Dragðu það ckki li! morguns, sem þú getur gcri í dag. Þegar eigmmaðurinri kom heim. kom konan þjótandi á móti honum og heilsaði honurn með tnnilegum kossi. — Segðu mjer, hvað gengur eigin- lega á hjer?, spurði hanri um leið og hann losaði sig úr faðmi konunnar, allt húsið er uppljómað, hjer er fullt af gestum. sem skemmta sjer við drykkju. söng og dans og þú ert óvenju biið á manninn. — Það ó að koma þjer á óvart, svaraði konan, við erum að halda upp á afmælisdaginn þinn. — Afmælisdaginn minn, það er júni núna, en afmælið mitt er ekki fyrr en í desember. — Já, en af hverju á maður alltaf að dragá svona hluti fram á siðustu stundu. ★ Ráðlegging til karlmanna. Ef eiginmaður vill hafa konu sína i góðu skapi og þannig tryggja heims ilisfriðinn, skal honum róðlagt að fylla heimilið með speglum. Ef konan hans er falleg, mun hún í hvert sinn, er hún lítur á sjálfa sig í speglunum, hugsa, hve ham- ingjusamur maður hennar hijótt að vera, þar sem hann á svo fallega konu. Ef konan er ljót, mun hún í hvert sinn, er hún lítur í spegil hugsa, hve hamingjusamur maður hennar hljóti að vera, þar sem hann ó svo fallega konu. • IIMtlllllillllllMIIMIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIMIflllllllllMI* í strax. Tilboð sendist Mbl. i | fyrir 13. þ. m„ merkt; | 1 „Danska — 883“_ : I • MIIIMIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII i|i«>i;iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiina IMMMMMMIMIMIHMIMMMIMMMMIMIMMMIMIMIIIMIIIHIin í ÞÓRARINN JÓNSSON } l löggiltur skjalþýðandi í | ensku. 1 Kirkjuhvoli, sími 81655. 3

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.