Morgunblaðið - 20.06.1949, Síða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 19. júní 1949.
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands,
kr. 15.00 utanlands.
í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók.
Yfir hverju Einar þegir
ÞAÐ UNDARLEGA fyrirbrigði hefur verið gert að um-
talsefni áður, hvílíku dúnalogni hefur slegið á Einar alþingis-
mann Olgeirsson, eftir að hann kom heim frá kommúnista-
íundinum í Prag. Menn kunna að geta ráðið í ástæðurnar
fyrir þögn hans með því að athuga hvað fram fór á fundi
þessum.
M. a. þetta:
Ritari flokksins Rudolf Slansky gaf um það skýrslu á
fundinum, að síðustu mánuði hafi 107.000 manna verið
reknir úr kommúnistaflokknum þar í landi. Og búist sje
við, að fleiri muni á eftir koma.
Þessi staðreynd getur verið nokkuð ískyggileg, jafnvel
fyrir Einar Olgeirsson. Að af þeim mönnum, sem í febrúar
1948 fylgdu hinum tjekkóslóvakiska kommúnistaflokki, og
einræ'iisstjórn hans, hafa nú 107,000 manna reynst vera
orðnir svo veikir í trúnni á einræðið, eða því svo fráhverfir,
að yfirstjórn flokksins hefur talið nauðsynlegt að gera þá
flokksræka.
Að sjúlfsögðu er það gefið upp, að afbrot þeirra sje, að
þeir haía reynst vera undir „fjandsamlegum áhrifum“ frá
hinum ardkommúnistisku þjóðum.
Samtímis sem það var upplýst á fundinum, að nauðsyn
hefði borlð til, að hegna svo mörgum fyrir fráhvarf frá
ilokknum, skýrði ritari flokksins frá ýmsum vandkvæðum,
og erfiðleikum í atvinnurekstri þjóðarinnar. Altof fáir verka-
menn hefðu fengist til að taka þátt í Stachanov-hreyfingunni,
eða hinu kommúnistiska kerfi um ákvæðisvinnu, sem notað
er í Rússlandi, til að reyna að auka afköstin og verður til
þess, að verkamenn fá ákaflega misjafnt kaup. Ennfremur
komu íram kvartanir undan því, að eftir þjóðnýtingu iðn-
aðarins í landinu, hefði vörugæðum hrakað, og framleiðsl-
unni seinkað. Alt eru þetta bendingar um, að hin komm-
únistiska einræðisstjórn, ætli að reynast miður heppileg
íyrir búskap þjóðarinnar. Eins og við var að búast. Og hún
mætir þeim mun meiri andstöðu, sem hún er lengur við völd.
Flokksritarinn beindi þeirri ósk til flokksmanna, að þeir
reyndu að telja menn með góðu, á að halda trygð við
flokkinn.
En svo kom „höfuðpaurinn“ Gottwald, sem Þjóðviljinn
kallar svo, og tilkynti, að allir landsmenn ungir og gamlir,
konur og karlar, yrðu að aðhyllast kenningar Lenins og
Stalins undandráttarlaust. Og til þess að koma í veg fyrir
alt fráhvarf skyldi kenna þessi fræði í öllum smábarna-
skólum landsins.
Samtímis var Gottwald venju fremur blíðmáll í garð
Vesturveldanna. Talaði að vísu um „yfirgangsstefnu“ þeirra.
En tók það fram, að hann væri því á engan hátt mótfallinn
að viðskifti ykjust milli Vesturveldanna og Tjekkóslóvaka,
„ef Stalin lofar“ hefði hann getað bætt við.
Hluturinn er, að síðan kommúnistar tóku völdin í Tjekkó-
slóvakíu, hefur mestum viðskiftum þjóðarinnar verið beint
til Rússlands. Þaðan komið dýrar og óhentugar vörur. En
framleiðsla landsmanna verið seld þangað fyrir lítið verð
Kjör þjóðarinnar farið sífelt versnandi. Fyrir febrúarbylt-
inguna voru líískjörin þar svipuð og í Vestur-Evrópu lönd-
um. En nú er þar alt með öðrum svip, sultur og vöruþurð,
svipuð og rússneska þjóðin á við að búa.
Á þessu þingi kommúnista í Tjekkóslóvakíu var það látið
í veðri vaka, að þjóðin myndi geta fengið bætt kjör sín,
með því að taka upp meiri viðskifti við Vesturveldin. En
vitaskuld eru Tjekkar ekki einráðir í þeim efnum. Þeir fá
ekki að leita viðskifta við andkommúnistiskar ríkisstjórnir,
nema að svo miklu leyti sem Moskva-stjórnin leyfir. Gefi
hún það leyfi, þá færir hún líka óbeinlínis sönnur á, að
hver sú þjóð, sem bundin verður á klafa hinna austrænu
viðskifta, sekkur í armóð.
Fulltrúi Moskva-stjórnarinnar á fundi þessum, var Malen-
kov, einn af stofnendum og stjórnendum „Kominform“.
Þetta eru nokkrar helstu frjettirnar af fundinum í Prag.
Gera þær skiljanlega þögn Einars Olgeirssonar, sem +ekið
hefur þann kost, að láta ekkert uppi um það alvarlega
ástand, er ríkir í landi Gottwalds.
tar:
'varji óbripa
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Harðger( dansfólk.
GÓÐVIÐRIÐ.brást á þjóðhátíð-
ardaginn, eins og stundum áður.
Lýðveldið var stofnað í ausandi
rigningu og það má búast við,
að afmælisins verði oft minst
í.slíku veðri.
En þrátt fyrir rigninguna
tóku menn þátt í hátíðahöldun-
um og ekki hvað sist dansinum
á malbikinu. Það var að vísu
ekki neinn listdans, en fólkið
skemti sjer vel, það var aðal-
atriðið. En harðgert dansfólk
munu Reykvíkingar vera kall-
aðir.
•
Skrautið. sem hvarf.
ÞEGAR borgarbúar vöknuðu í
gærmorgun og gengu til vinnu
sinnar sáust þess lítil merki, að
borgin hefði verið skreytt dag-
inn áður. I einstaka verslunar-
glugga voru enn skreytingar,
en flaggstengur allar af götun-
um, hljómsveitarpallur og ræðu
pallar ásamt tilheyrandi skrauti
var horfið.
Það er eitthvað vit i slíkri
framtakssemi. Oft hefir það
komið fyrir áður, er bærinn hef
ir verið skreyttur, að flagg-
stengurnar hafa staðið dögum
saman.
Dugleg hátíðancfnd.
ÞAÐ er bráðdugleg hátíðanefnd
sem sá um þjóðhátíðarhöldin
að þessu sinni og hún á lof skil-
ið fyrir hve vel henni fór allur
undirbúningur og stjórn hátiða
haldanna úr hendi.
Sumir nefndarmenn hafa ver
ið í hátíðanefndinni í nokkur
ár. Það verður að skipa þá í
nefnd á ný, ef guð lofar þeim
og okkur að lifa.
•
Smekklegir versl-
unargluggar.
ALLMARGIR verslunarmenn
gerðu þá sitt til að lífga upp
á heildarsvipinn í bænum. Að
visu er ekki hægt að segja, að
það hafi verið alment, en við-
leytni margra var virðingar-
verð.
Jeg vil ítreka tillöguna um
verðlaun fyrir smekklegustu
þjóðhátíðarskreytinguna i versl
unarglugga næsta ár.
•
Lygasagan um
klámmyndirnar.
MARGA mun hafa rekið í roga-
stans er þeir sáu frjettina frá
dómsmálaráðuneytinu um nið-
urstöður rannsóknarinnar í
klámmyndamálinu svo nefnda.
Mánuðum saman hafa gengið
sögur um ólifnað islenskra
kvenna á Keflavíkurflugvelli.
Skrifaðar hafa verið greinar í
blöð og tímarit, þar serri full-
yrt hefir verið, eða gengið út
frá því sem heilögum sannleika,
að á Keflavíkurflugvelli eyði
starfsmennirnir frístundum sín
um m. a. í að taka Ijósmyndir
af nöktum íslenskum stúlkum.
Jafnvel presturinn í stólnum
hefur lagt orð í belg í þessu
sambandi.
Og svo er þetta bara lýgi!
•
Mættum vift fá
meira að heyra?
ALMENNINGUR vill gjarna fá
meira að heyra um þetta mál.
Hvaða menn eru það, sem gáfu
út klámmyndirnar og í hvaða
tilgangi? Hverjir breiddu út
sögurnar og hvað kom þeim til?
Var það gert í ákveðnum til-
gangi?
Hvaða hegningu fá lygalaup-
arnir, ef nokkra?
Að þessu og ýmsu fleiru
spyr almenningur og þætti vænt
um að fá svör við.
Og loks. Eru fleiri siíkar lyga
sögur i umferð.
•
Fugladráp um
varptímann.
ÓVIÐKUNNANLEGT er það að
sjá nýdrepna fugla til sölu í
I matarverslunum um varptím-
ann. Það má vel vera, að erfitt
sje um þessar mundir að afla
j nýmetis á borð manna. en hing-
:að til höfum við bjargast af án
þess að lifa á fugladrápi rjett
á meðan varptíminn stendur
sem hæst.
Gæti ekki Dýraverndunar-
fjelagið beitt sjer fyrir, að þessi
ósómi verði afnuminn9
*
Alþingishús-
garðurinn.
,NÚ HEFIR Alþingishúsgarður-
inn verið opnaður fyrir alroenn-
ing. Það er strax bót i máli,
þótt hitt hefði verið betra, eins
og bent var á hjer í vor, að rífa
niður eitthvað af hinum háu
múrveggjum, sem hylja fegurð
þessa skrautgarðs og sem er
einn af fegurstu görðum bæjar-
ins.
En Reykvíkingar ættu nú að
nota tækifærið á góðviðrisdög-
um og skoða garðinn og þá
munu kröfurnar um, að hann
verði alveg opnaður verða há-
værari.
Það fer að lokum eins með
Alþingishúsgarðinn og t. d Bæj
arfógetagarðinn gamla við Aðal
stræti, Austurvöll á sínum tíma
og aðra skrautgarða, sem lokað-
ir voru, að hann verður almenn
ings eign.
•
Vel unnið í skraut-
görðum bæjarins.
ÞAÐ er til sóma fyrir okkur
hvað bæjaryfirvöldin láta hugsa
vel um bæjargarðana- Nú er
verið að setja niður blóm í þá
og innan skams standa þeir í
fullum skrúða. Unglingar vinna
mest að gróðursetningu og við-
haldi garðanna.
Reykvíkingar taka þessu með
þökkum og nú kemur það varla
fyrir lengur, að skemdarverk
sjeu unnin í skrautgörðum og
það sýnir hve vænt mönnum
þykir um blómskrautið.
IIMHMIItlllllllMIMIIIMIMIIIIi
IMMMMIMIIIMMIMIMMtllB <
MEÐAL ANNARA ORÐA . . . .
IHHHIIHHIHItHHHHIHHHHHHHHHIIHHHHHHHHHHHHHHHHIIIHHIHIIHHHIIHIIHHIIHHHHIHHHHHIIt ttllll/í
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Belgíu.
Eftir ERIC KENNEDY,
frjettaritara Reuters.
KNOCKE — Kvikmyndafólk
fiá 20 löndum, þar á meðal
þremur ,,járntjaldslöndum“,
mun koma saman í Knocke,
Belgíu, 18- þessa mánaðar, en
þá hefst þar í borginni önnur
alþjóðlega kvikmyndahátíðin,
sem haldin er í landinu.
Hátíðin mun standa yfir í 28
daga samfleytt.
Það voru Frakkar, sem aðal-
verðlaunin hlutu á, fyrstu
belgisku kvikmyndahátíðinni,
sem haldin var í Brussel 1947.
Verðlaunin hlutu þeir fyrir
myndina „Le Silence est D’or“,
en Maurice Chevalier fór með
aðalhlutverkið.
SENDA ATTA
MYNDIR.
NÚ þykir sýnt, að Frakkar
ætli aftur í ár að reyna að kló-
festa fyrstu verðlaun. Þeir hafa
tilkynnt, að þeir muni álls
senda átta myndir á sýning-
una. Frá Hollandi koma sex
myndir og fimm frá Bretlandi
og Ítalíu.
Onnur lönd, sem myndir
senda, eru: Argentína, Ástralía,
Belfíía, Danmörk, Grikkland,
Holland, Indland, ísrael, Júgó-
slavía, Kanada, Mexico, Pólland
Portugal, Suður Afríka, Sví-
þjóð og Tjekkóslóvakía.
FYRSTA FLOKKS
MYNDIR.
KVIKMYNDIR verða sýndar
belgiskum dómurum og gagn-
rýnendum frá fjölda landa tvisv
1 ar á dag, allan þann tíma, sem
kvikmyndahátíðin stendur yf-
j ir. Sýningarnar fara fram í
. geysistórum sýningarsal í aðal-
skemmtistaðnum í Knocke, en
! margir telja, að hann sje sá
| íburðarmesti í allri Evrópu og
þótt víðar væri leitað. í sýn-
ingarsalnum eru sæti fyrir
1,200 manns_
Myndirnar, sem sendar verða
á hátíðina, hljóta undantekn-
ingarlaust að vera ívr-ta flokks
myndir, þar sem mjög ströng
dómnefnd velur þær í hverju
(landi. Einstaklingar geta þó
sent framleiðslu sína, en mynd-
ir verða ekki teknar frá þeim,
nema belgisk gagnrýnenda-
nefnd fyrst gefi þeim viður-
kenningu sína.
HEIMSÞEKKTAR
„STJÖRNUR“.
MARGIR af þekktustu kvik-
myndaleikurum heimsins komu
á hátíðina, sem haldin var 1947.
Brussel varð þá um skeið nokk
urskonar paradís kvikmynda-
dýrkenda.
I ár er búist við því, að
fjöldi breskra og franskra leik-
ara flykkist á hátíðina, enda
eiga þeir stutt að sækja.
! Á hinn bóginn er ekki búist
við öðrum bandarískum kvik-
myndastjörnum en þeim, sem
nú eru starfandi í Englandi.
DÝR HÁTÍÐ.
ÁÆTLAÐ er, að þessi kvik-
myndahátíð muni kosta belg-
isku stjórnina um eina miljón
Ifranka (um ein og hálf miljón
króna). Borgarstjórnin í Kno-
cke hefur auk þess ákveðið að
leggja tvær miljónir franka
fram til hátíðahaldanna og versl
unarmenn og gistihúsaeigendur
á staðnum hafa lofað tveimur
og hálfri miljón.
Sýning myndanna og starf
dómnefndarinnar verður eina
,,álvarlega“ hliðin á kvikmynda
hátíðinni. í undirbúningi eru
allskonar skemmtanir, svo sem
hljómleikar, útisamkomur,
dansleikir og fþróttamót.
Pierre Vermeylen, innanríkis
ráðherra Belgíu, er forseti há-
tíðarinnar.