Morgunblaðið - 20.06.1949, Side 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Synnudagur 19. júní 1949.
Áttræð
Mnrgrjet Guðnadóttir
Lýðveldishútíðin
HINN 11. þ .m. fyllti Marg’jet
Guðnadóttir fra Miðkoti í Fljóts-
hlíð áttugasta áratuginn. Hún
er fædd að Hallgeirseyjarhjá-
leigu í Austur-Landeyjum 11.
júní 1869. Foreldrar hennar vcru
Guðni Guðnason og kona hans
Elín ísleifsdóttir.. Þriggja ara
missti hún föður sinn, en hún
var yngst af tólf systkinumím.
Þar af dóu fimm í æsku en nú
er Margrjet ein á lífi af hinum
stóra hóp. Margrjet dvaldi með
móður sinni til tvítugsaldurs. —
Rúmlega tvítug heitbast hún
sveitunga sínum Jóhanni Krist-
mundssyni frá Syðrí-Úlfsstöðum,
en eftir skammar' en ástríkar
samvistir mátti hún sjá á bak
ástvini sínum, seín drukknaði í
sjóróðri við Vestmannaeyjar. Jó-
hann var óvenju.vel að sjer eftir
því sem þá tíðkaðist um alþýðu-
menn. Minnist jeg ekki að hafa
sjeð fegurri rithönd en hans
Missi unnusta síns bar Margjjet
með þeirri stillingu'og skapfestu
sem svo mjög einkéhna hana.
Nokkrum árum síðar gekk hún
að eiga Svein Jónsson frá Lamba
læk í Fljótshlíð. Hófu þau hjón-
in bússkap að Skíðbakka í Aust-
ur-Landeyjum og bjuggu þar um
skeið. Frá Skíðbakka fluttu þau
eftir fárra ára bússkap að M^ð-
koti í Fljótshlíð. Þar bjuggu pau
til ársins 1922 en þá ljest Svernn
eftir langvarandi og erfiðan sjúk
dóm. Miðlaði Margrjet mar.ni
sínum af sinni miklu fórnfýst í
veikindastríði hans og veitti hon
um þá hjúkrun og umönnun, sem
hún framast gat í tje látið. Fkki
voru þáu Miðkotshjónin efnuð
en til þeirra var þó oft leitað.
Sveinn var hinn mesti hagleiks-
maður í handbragði sínu og var
jafnvígur á trje og járn. Voru
þeir margir sem Miðkotsbónd-
ann þurftu að finna og láta hann
laga það sem úrhehdis fór. Frá
honum fór enginn synjandi ef
möguleikar voru til úrbóta. Cft-
ast vann hann án endurgjalds.
Þau hjónin voru samanvalir. í
greiðvikni og góðvild og ljetu
ef svo bar undir sín störf sitja á
hakanum til þess að verða öðr-
um að liði.
Innan húss setti Margrjet sinn
svip á. Allt var þar í röð og
reglu, hver hlutut á sínum sfað
og staður fyrir hvern hlut. Hirðu
semi og iðjusemi skipuðu þar
hinn æðsta sess. — . .
Hinum mörgu gestum sem að
garði bar, var veitt af rausn, þó
ef til vill hafi ekki altaf veiið
af miklu að taka. Þeim Margrjeti
og Sveini var tveggja barna auð-
ið. Þau eru Jóhanna, sem búsett
er í Vestmannaeyjum og ísleif-
ur trjesmiður í Hvolsvelli, en
auk barna sinna ólu þau upp að
miklu leyti tvö börn. Skömmu
áður en Margrjet ljet af búskap
tók hún á heimili sitt Kristínu
systur unnusta síns, sem fyrr er
getið. Með þeim hafði snemina
bundist órjúfandi vináttu- og
tryggðaband. Eftir lát Sveins
bónda í Miðkoti tók sonur hans
ísleifur við búskap. Hjá honum
hafa þær vinkonurnar dvalið æ
síðan. Fyrst um tvo áratugi í
Miðkoti, en hin síðari ár í Hvols
velli. ísleifur og kona hans hafa
gert alt til þess, að sem best
færi um gömlu konurnar. Kristin
er nú 88 ára gömul, þrotin að
líkamskröftum, en les enn án
gleraugna. Margrjet hefur til
þessa að miklu leyti annast um
Kristínu sem hefur verið rúm-
liggjandi að mestu mörg undan-
farin ár. Margrjet frá Miðkoti
tekur altaf daginn snemma, oft
er hún þegar aðrir rísa úr rekkju
búin að afkasta miklu starfi. E:gi
ósjaldan tekur hún sjer penna í
hönd á morgnana og skrifar sin-
um mörgu vinum og kunningj-
um. Enn er skrift hennar hrein
og skýr, þó hún hafi lítillar til-
sagnar notið á uppvaxtarár m-
um.
Margrjet frá Miðkoti hefur
ekki gerst víðreist um dagana.
Starf hennar hefur að mestu vcr-
ið bundið við heimilið, en af
móðurlegri umhyggju hennar
hafa margir notið. Hennar æðsta
gleði er að gera öðrum gott. Fnn
er hún sí starfandi frá morgni
til kvölds. Iðjusemin er henni í
blóð borin. Það er naumast nóg
að segja að hún sje sístarfandi,
því hún er jafnan að keppast
við að koma einhverju af. Þann-
ig hafa árin liðið í miklu starfi
og mikilli starfsgleði. Hún er
kona heilsteypt og hreinlynd.
hennar vináttu er gott að eiga.
Á þessum merkilegu tímamótum
árna jeg þjer allra heilla, Mar-
grjet mín og óska þjer þess að
aftanskinið verði sem bjartast og
fegurst. P.
-Fundur
Framh. af bls. 1
Parísarráðstefnunni frestað
einn dag
Bevin og Schuman sitja ráð
stefnu þessa og verða því engir
fund(ir á Parísarrá^ðetefnunni
í dag. Ætlunin hafði verið að
þeirri ráðstefnu lyki í gær-
kveldi en svo varð þó ekki og
verður fundum haldið áfram á
sunnudag_
(Framh. af bls. 2)
þvingað Pjetur Einarsson, er
hann fór fram úr honum).
Úrslitin.
Helstu úrslit urðu þessi:
100 m. hlaup: — l.»Finnbjörn
Þorvaldsson, ÍR, 10,8 sek., 2.
Haukur Clausen, ÍR, 10,9 sek.,
3. Guðmundur Lárusson, Á, 11,0
sek. og 4. Ásmundur Bjarnason,
KR, 11,2 sek.
Kúluvarp: — 1. Gunnar Huse-
by, KR, 15,59 m., 2. Friðrik Guð-
mundsson, KR, 14,26 m., 3. Sigfús
Sigurðsson, Selfossi, 14,01 m. og
4. Ástvaldur Jónsson, Á, 13,77 m.
800 m. hlaup: — 1. Óskar Jóns
son, ÍR, 2.00,9 mín., 2. Pjetur
Einarsson, ÍR, 2.01,9 mín., 3.
Stefán Gunnarsson, Á, 2.03,1 mín.
og 4. Eggert Sigurlásson, KR,
2.03,3 min.
Spjótkast: — 1. Jóel Sigurðs-
son, ÍR, 56,69 m., 2. Halldór Sig-
urgeirsson, Á, 51,58 m., 3. Magn-
ús Guðjónsson, Á, 48,13 m. og 4.
Gunnlaugur Ingason, Á, 47,40 m.
5000 m. hlaup: — 1. Njáll Þór-
oddsson, Á, 17.24,6 mín. og 2.
Victor E. Múnich, Á, 18.07,8 mín.
1000 m. boðhlaup: — 1. Ár-
mann 2.08,2 mín., 2. ÍR 2.13.2
mín. og 3. Á (drengir) 2.14 4
mín.
100 m. hlaup kvenna: — 1.
Hafdís Ragnarsdóttir, KR, 13,6
sek., 2. Sesselja Þorsteinsdóttir,
KR, 14,2 sek., 3. Elín Helgadótt-
ir, KR, 14,6 sek. og 4. Margrjet
Margeirsdóttir, KR, 14,6 sek.
Mótið hjelt áfram í gær, en
vegna þess hve blaðið fer
snemma í prentun á laugardög-
um, er ekki hægt að skýra frá
þeim úrslitum hjer.
Hátíðahöldin á Arnarhóli
Hátíðin á Arnarhólstúni hófst
klukkan 8.30. Þar var einnig
margt um manninn. Hjálmar
Blöndal, formaður hátíðarnefnd
arinnar setti samkomuna- Guð
mundur Ásbjörnsson, forseti
bæjarstjórnar flutti skörulega
ræðu, en Karlakór Reykjavík-
ur, Tónlistarfjelagskórinn og
Þjóðkórinn skemtu með söng.
Einar Pálsson leikari las upp
og Guðmundur Jónsson óperu
söngvari söng við mikinn fögn
uð áheyrenda.
Tvö heillaóskaskeyti bárust
samkomunni- Annað var frá
Gunnari Thoroddsen borgar-
stjóra en hitt frá Verslunar-
skólastúdentum, sem staddir
eru um borð í Dr. Alexandrine
á leið til Danmerkur. — Er-
lendur Pjetursson las skeytin
og fagnaði mannfjöldinn kveðj
unum.
Dansinn hófst
Að samkomunni á Arnarhóls
túni lokinni hófst dáns á Lækj
artorgi. Palli hafði verið kom-
ið fyrir á torginu, þar sem
hljómsveitirnar voru. Tóku
menn brátt almennan þátt í
dansinum og áður en langt leið
varð að tvískifta dansfólkinu
og þá einnig dansað á Ingólfs-
stræti. Margar hljómsveitir
skiftust á að leika fyrir
dansinum, sem var hinn fjör-
ugasti á köflum_ Alfred Andrés
son skemti með gamanvísna-
söng.
Útvarpsþulur sagði frá há-
tíðahöldunum, en Erlendur
Pjetursson stjórnaði dansinum
af miklum skörungskap. Við og
við var þulur beðinn að aug-
lýsa eftir fólki. sem hafði orðið
viðskila við vini og kunningja
og bar sú auglýsingastarfsemi
góðan árangur í flestum tilfell-
um.
Dansinn dunaði fram til kl.
2 án afláts og með mikilli þátt
töku-
Lauk hátíðinni með því, að
Erlendur Pjetursson bað menn
að hrópa ferfalt húrra fyrir
Reykjavíkurborg og var það
gert vel og kröftuglega.
Þrátt fyrir óhagstætt veður,
þótti háúðin takast hið besta.
Nýir fiskar á
Fiskasýninguna
FISKASÝNINGUNNT við
Freyjugötu, átti í gær að bæt-
ast nokkrar nýjar fisktegundir.
Eru það vatnafiskar hverskon-
ar frá meginlandi Evrópu.
Fiskarnir áttu hingað að
koma með flugvjel frá Kaup-
mannahöfn í gærkvöldi.
Sýningin hefur verið mjög
vel sótt, bæði af börnum og
fullorðnum.
Rudolf Hess
fyrir rjetti
MUNCHEN, 18. júní: — Rud-
olf Hess fyrrum staðgengill
Hitlers og Sepp Dietrich fyrrum
yfirmaður SS sveitanna hafa
verið dregnir fyrir lög og dóm
og eiga þeir að svara til saka
fyrir þátttöku í „hreingerning-
unum“ í Þýskalandi 1934, þeg-
ar meðal annars Ernst Röhm
hershöfðingi var myrtur af
sveitum nasista. — Reuter.
Markúú
£
y, ifiiiiiiiniiimimii
■ miiitiiffiiimiiimmmmmmmi
Eftir Ed Dodd
Niimimmmiiiiiiiimiiiiiimiiiiiiimiiiiimimimmimiiiiiiimmi
I nc. rULLU»V»ll>IV3 Mwni’n'^w |-
Markús hafði einu sinni rjett horf.
kent Tov/ne lífgunaraðferðir og i — Já, það var Vígbjöfn og
nú kemur það að góðu haldi.: hans menn. En jeg f jekk högg-
Markús fer brátt að anda og ið í hnakkann áður en jeg gat
hjartslátturinn að komast í fengið sannanir fyrir því, að
þeir voru að stela við frá rík-
ínu.
— Vígbjörn. Það var verið
að segja mjer, að þessi Markús
vær^kominn aftur eins og ekk-
ert hefði ískorist. — Já, þá
verðum við að fara að vara
okkur.
Áttræðisafmæli
JÓN BJÖRNSSON fyrrum-
bóndi á Hvoli í Olfusi, er átt-
ræður í dag. Hann fæddist í
Bakkarholtsparti í Ölfusi 19.
júní 1869 og dvaldi í fæðing-
arsveit sinni fram á árið 1926.
Hann kvæntist 11. júlí 1897,
Guðrúnu Gottskálksdóttur frá
Sogni í sömu sveit. Þau hófu
búskap í Króki og bjuggu þar
í níu ár. Þaðan fluttust þau að
Hvoli og bjuggu þar á hálfrí.
jörðinni fram á árið 1926. Þá
fluttust þau til Hafnarfjarðar og
þar hafa þau dvaliðst lengst af
síðan.
Þau eignuðust 12 börn^ sem
komust til fullorðinsárá, 10
þeirra eru nú á lífi. Þau hjón
hófu búskgp eignalítil eða eigna
laus. Þau bjuggu á rýrum jörð-
um. Þau áttu og ólu upp þenna
stóra barnahóp. Af því má ráða
að oft hafa þau átt erfitt upp-
dráttar, og að þau hafa verið
samhent og dugleg
Búskapurinn gaf að sjálf-
sögðu ekki nægilegt til þess, að
fæða og klæða þenna stóra
barnahóp. Annara fanga þurfti
að leita. Jón stundaði því sjó-
inn auk búskaparins. Hann reri.
út flestar vertíðir meðan hann
var eystra, suður með sjó.og i
Þorlákshöf/i. Hann þótti góður
sjómaður og mun hafa kunnað
öllu betur við sjórnennskuna en
önnur störf.
Jón Björnsson getur nú litið
yfir langa æfi. Hann á margs
að minnast. Oft hafa boðar ris-
ið fram undan, bæði á landi og
legi. Oft hefur róðurinn verið
þungur og lending óviss. En
hann þarf ekki eingöngu að
minnast erfiðleikanna, því að
þrátt fyrir þá, hefir hann verið
lánsmaður. Hann eignaðist góða
konu og hc fur búið með henni
í hamingjusömu hjónabandi yf-
ir 50 ár. Hann eignaðist mörg
efnileg börn, sem öll urðu dug-
andi menn og hlúa nú að hon-
um í ellinni. Hann sigraðist á
öllum erfiðleikum. Hann máttí
ekki vamm sitt vita. Hann get-
ur því horft rólegur yfir runnið
æfiskeið. —- Þau hjón dvelja
nú hjá Birni syni sínum, Öldu-
torgi 1, í Hafnarfirði. G. B„
Uppíinnlngamsnn
í æffínni
LONDON — Edith Shand, sem
er engu minni uppfinninga-
maður en faðir hennar og afí
voru, vinnur þessa dagana að
því að smíða barnavagn. sem.
aðeins á að vega 4V2 pund og
hægt verður að brjóta saman
og bera undir handarkrikanum.
Áður hofur hún fundið upp
ýmis önnur tæki. — Reuter.