Morgunblaðið - 20.06.1949, Síða 12
REYKJAVÍKURBRJEFIÐ er
$florötmWaí>ií>
135. thl- — Sunnudagur 20. iúní 1949.
á blaðsíðu 7. —
Stúdentamótið sett með
virðulegri athöfn
Pað er annað norræna sfúdentamóíið hjer
K3REÆNA stúdentamótið var sett með virðulegri setningar-
.alhötn í hátíðasal Háskólans að viðstöddum öllum hinum er-
terdii: stúdentum, sem hingað eru komnir og fjölda íslenskra
stúdenta: Bergur Sigurbjörnsson cand. oecon formaður mót-
nefndarinnar bauð gesti velkomna og prófessor Alexander jó-
og ræðu, en íslenskir tónlistarmenn ljeku á hljóðfæri.
Cand oecon. Bergur Sigur-
björnsson bauð hina erlendu
stúdenta velkomna og lýsti því,
tive fslendingar virtu mjög
fcc'im'sókn stúdentanna, sem
hefðu þrátt fyrir mikinn kostn-
að og erfiða ferð lagt á sig að
heimsækja okkur. Hann sagði,
að Islendingar gætu ekki eins
og hinar Norðurlandaþjóðirnar
sýnt háreistar, fornar bygging-
ar e'ða aðra svo dýrðlega list-
muni. Það væri þó von manna,
heimsókn stúdentanna gæti
orðið tii þess, að erlendu gesí-
n '+i.r kyntust landi og þjóð eins
og það væri nú og hefði dagskrá
mótsins verið hagið með tilliti
ti! þess.
Satneiginleg menning
Narðurlanda.
Próf. Alexander Jóhannesson
flutti. setningarræðu á skandi-
naviska tungu. Hann benti m. a.
á það í ræðu sinni, hve menn-
ing Islendinga væri skyld
)')‘i ningu hinna Norðurland-
atma A3 hinar Norðurlanda-
þjóðirnar hefðu sótt menning-
arverðmæti í fornbókmentir ís-
Jc-udinga, en nýtísku bókméntir
Islendinga væru einnig mikils-
v rðar í sameiginlegri menn-
ingu Norðurlandanna.
A.-dii'i á föðurlandinu.
Próf. Alexander sagði, að hið
dýrrnætasta með hverri þjóð
værl ástin á föðurlandinu Próf.
Alexander sagði og að á und-
anförnum styrjaldarárunum
hcfðu rnargar Norðurlandaþjóð
ii' orðið þess varar, að meðal
þeirra fundust menn, sem vildu
fórna sjálfstæði þjóðar sinnar
fyrii: persónulegan hagnað. —
Bað hann stúdenta að standa
vörð um sjálfstæði Norðurlanda
þjóöanna. Að lokum lýsti hann
Norræna stúdentamótið sett.
Til kyimingar og vináttu.
. Mentamálaráðherra, Eysteinn
Jónsson talaði og benti m. a. á
hve þýðingarmikil slík stúd-
cntamót væru til kynningar og
vinát’tu þjóða í milli.
V veðjur og ávörp.
Þá voru lesnar kveðjur frá
rrientamálaráðherrum Norður-
lahda og að lokum fluttu for-
menn erlendu stúdentahópanna
ávörp og þökkuðu fyrir allar
móttökur hjer á landi. Á milli
ræðannaj voru flutt tónverk á
pí j.nó og blásturshljóðfæri, en
áð lokum söng öll samkoman
EÍudentasönginn Gaudeamus
igi tur.
WASHÍNGTON — Mirza, her-
málaráðherra Pakistan, hefur að
uridanförnu átt viðræður við
ýmsa fulltrúa í bandaríska her-
r< '■!;>: 'ðuneytinu.
Skógardaguf
Reykvíkinga
HINN árlegi skógardagur Reyk
víkinga er í dag. Skógræktar-
fjelag Reykjavíkur efnir til
skóggræðslufarar í land sitt við
Rauðavatn. Þetta er þriðja árið,
sem efnt er til skógræktardags
og hefur áhugi manna fyrir þátt
töku í skóggræðsluförinni vaxið
með ári hverju og í fyrra sumar
varð þátttakan mest.
í dag er í ráði að gróður-
setja birki, norskt rauðgreni og
furu. Grenið og furan er frá
Norður-Noregi.
Alt það fólk, sem hyggur til
þátttöku í skógardeginum, þarf
að vera mætt við Ferðaskrif-
stofu ríkisins kl. 1,30, hafi það
ekki til umráða annan farkost_
Norsku skógargesf-
irnir farnir norSur
NORSKA skógræktarfólkið fór
frá Þingvöllum snemma í gær-
morgun áleiðis til Akureyrar,
og er ætlunin að það gisti á
Akureyri í nótt. Það verður
sennilega um kyrt þar í dag,
en fer síðan austur í Vaglaskóg
og heldur gróðursetningu áfram
þar.
Hákon Bjarnason skógræktar
stjóri stjórnar ferðinni sem
fyrr.
Hjer sunnanlands höfðu Norð
mennirnir gróðursett í allt
23,300 plöntur.
Aðalfundur
Ppresfafjel. fslands
19. júní
AÐALFUNDUR Prestafjelags
íslands, verður haldinn á morg-
un, mánudag, í Háskólanum.
Fundurinn hefst þar með
morgunbænum kl. 9.30, en
því næst hefjast venjuleg aðal
fundarstörf og önnur þau fje-
lagsmál, sem upp kunna að
verða borin.
Sr. Björn Magnússon flytur
erindi á fundinum um rjettindi
og skyldur embættismanna. —
Þá verður rætt um nauðsyn á
fræðslu presta um sálsýki. Dr_
Helgi Tómasson yfirlæknir, hef
ir framsögu í málinu og sr.
Jakob Jónsson. Einnig mun
verða flutt guðfræðilegt orindi
en aðalfundinum á að ljúka um
kvöldið, með kvöldbænum.
Skrúðganga íþróttamann 17. júní.
Hluti af fylkingu íþróttamanna a Íþróítaveijinum þann 17. júní. (Liósm. Mbl.: Ól. K. Magnúss.lj
Fullveldisins aninst
í 200 m hlaupi
i New York Times
17. JÚNÍ-MÓTIÐ hjelt á-
fram í gær og hófst það með
keppni í 200 metra hlaupi.
Finnbjörn Þorvaldsson bar
sigur úr býtum. Hijóp hann
vegalengdina á 21,9 sek sem
er mjög góður tími. Annar
varð Guðmundur Lárusson
úr Ármanni á 22,0 sek. og
þriðji Haukur Clausen á
sama tíma. Hörður Haralds-
son, Ármanni, varð fjóvði í
mark á 22,6 sek.
Keppni í fleiri greinum
var ekki lokið, er Mbl. fór í
prentun.
Blómum slolið í Elll-
heimilisgarðinum
GARÐURINN við Elli- og
hjúkrunarheimilið Grund er nú
í fullum skrúða, þakinn hinum
fegurstu túlípönum. En sem
kunnugt er, er garður þessi einn
hinn fallegasti blómagarður
bæjarins.
Tvær nætur í röð hefur verið
farið ránshendi um garðinn og
stolið þar blómum. I bæði skift
in hefur tekist að hafa hendur
í hári þjófanna. í fyrra skiftið
voru það tvær stúlkur og í hið
seinna tveir nýbakaðir stúd-
entar.
STÓRBLAÐIÐ ,,The New York Times“ birti ritstjórnargrein
þann 17. júní í tilefni 5 ára afmælis lýðveldis á íslandi, undir
fyrirsögninni: „ísland fagnar“. Þar segir á þessa leið, í laus-
legri þýðingu:
„Elsta núverandi lýðræðis-'
ríki heimsins, sem nú er, ásamt
Bandaríkjunum, aðili að Norð-
ur-Atlantshafsbandalaginu,
heldur sjálfstæðisdag sinn há-
tiðlegan í dag. Þetta lýðræðis-
ríki er ísland, sem þann 17.
júní 1944 sleit á.friðsaman hátt
| tengslin við konungsríkið Ðan-
mörku, með samþykki Dana-
konungs og með miklum fögn-
uði þjóðarinnar. Þá var stofn-
að frjálst og fullvalda lýðveldi
á íslandi.
Ávalt, hvort sem þar ríkti
höfðingjavald, konungdæmi
eða lýðveldi, hefur ríkt lýðræði
,á íslandi, frá því landið var
byggt fyrir rúmlega þúsund ár-
um af Norðurlandabúum, sem
blandaðir voru írsku blóði.
Þar hefur aldrei þekkst éin-
ræði og þar hefur ekki verið
stjórnað án laga og rjettar. Þar
var stofnað elsta þjóðþing
heimsins, sem setti eigin stjórn-
arskrá og stofnsetti Alþingi,
sem enn stendur, árið 1930. eða
rúmlega fimm hundruð árum
áður en Ameríka fanst.
Saga þessa lýðræðislands hef
ur ekki liðið án erfiðleika og
myrkvana um stundar sakir. En
það er langt síðan, að þjóðin
hefur náð þroska og staðfestu.
— Hin trausta mentaða þjóð
hefur skapað nútíma ríki.
Flugöldin hefur valdið því að
landið er orðið óvenjulega hern
aðarlega mikilvægt og þjóðini
hefur komist í nánara samband
við Bandaríkin og Bretlahd.en.
nokkru sinni áður.
Vjer óskum ríkisstjórninnpog
íslensku þjóðinni til hamingju
á þjóðhátíðardeginum og ósk-
um hamingju og auðs í fram-
tíðinni.“
17. júní minnsf í
London
SENDIHERRA íslands í Lon-
*don hjelt mjög virðulega mót-
|tökuhátíð 17 júní í tilefni þjóð
j hátíðardagsins
j Var þar mættur hinn mesti
fjöldi íslendinga og breskia ís-
landsvina, og skemmtu menn
sjer hið besta.
Síðustu ísfisksölur mjög
Ijelegar í Bretlandi
í SÍÐASTL. viku seldu 12 íslenskir togarar ísvarinn fisk á
markað í Bretlandi og Þýskalandi. Seldu sex í Þýskalandi og
sex í Bretlandi. Alls seldu togararnir, sem lönduðu í Bretlandi,
fyrir um kr. 1.180.485. Þeirra söluhæstur var Elliði. Mars var
með mestan afla þeirra togara, sem lönduðu í Þýskalandi.
Þýskaland.
Alls fluttu togararnir á mark
að í Þýskalandi um 1982 tonn.
Þar var togarinn Mars með 314
smál., Júlí 252 smál., Askur 291
smál., Jón forseti 302 smál.,
Bjarni Ólafsson 255 smál.,
Karlsefni 283 smál. og Geir var
með 285 smálestir.
Bretland.
Sölur togaranna á Bretlands-
markað voru yfirleitt heldur
Ijelegar í síðastl. viku, eins og
fram kemur hjer á eftir. Sem
fyrr segir var togarinn Elliði
frá Siglufirði með hæsta sölu.
Hanrt seldi 5009 kit fyrir 14.313
sterlingspund. Helgafell Re var
með 3727 kit og seldi fyrir
10.101 pund, Bjarni riddari var
með 4706 kit af fiski og seldi
fyrir 6332 pund. Garðar Þor-
steinsson 4712 kit og seldi fyrir
4937 pund, Fylkir 4400 kit fyrir
5837 pund og Haukanes, sem
var með 2730 kit, seldi fyrir
3747 sterlingspund.