Morgunblaðið - 21.06.1949, Page 1

Morgunblaðið - 21.06.1949, Page 1
16 síður 36. árgangur. 136. thl. — Þriðjudagur 21. júní 1949. Prentsmiðja Morgunblaðsins SAMKOMULAG FJÓRVELDAIMISIA I PARÍS Ðngsbrúnnrverkiallinu lokið Akvarðanir um efnahags- mál Þýskalands og friðar- i vinutiiwEtti iu imV Lw uuiii iiwnnuii VERKFALLI Dagsbrúnarmanna er lokið og hef ja þeir vinnu í dag. Verkfall þetta hefur staðið í sex sólarhringa. Vinnu- veitendasamband íslands og verkamannafjelagið Dagsbrún, samþykktu í gær hinn nýja kaup- og kjarasamning, en sam- kvæmt honum verður tímakaup í almennri verkamanns- vinnu kr. 3,08 á klukkustund, en var áður 2,80. 17 klst. fundur. ‘ Sáttasemjari ríkisins í vinnu- deilum. Torfi Hjartarson. er fjallaði um þetta mál, hefur und anfarna daga átt marga fundi með deiluaðilum. Síðasti fundur hans með þeim hófst á sunnu- dag kl. 4 síðd., en hann stóð til kl. 9 í gærmorgun, en þá skrif- uðu fulltrúar vinnuveitenda og verkamanna undir hinn nýja samning, með þeim fyrirvara, að samþykki beggja fjelaga þyrfti til staðfestingar á sam'n- ingnum. Aðilar samþykkir. Síðdegis í gær hjelt stjórn Vinnuveitendasambandsins fund, svo og verkamannafjelag- ið Dagsbrún. Var samningurinn nýi samþykktur af báðum aðil- um. Samningurinn. Samkvæmt kaup og kjara- samningi þessum, hækkar kaup verkamanna í hinum ýmsu flokkum verkamannayinnunnar frá kr. 0,20 til kr. 0,28. Eins og fyrr segir verður tímakaup í almennri verkamannavinnu kr. 3,08, en var áður kr. 2,80. Verkamenn sem laun sín fá greidd mánaðarlega fá nú 580 krónur, en fengu áður 530 kr. Kaup bifreiðastjóra hækkar úr 580 í 630 krónur á mánuði. Má telja að launahækkun þessi nemi að meðaltali um 7%, þegar tekið er tillit til hækk- ananna í hinum ýmsu launa- flokkum. Kröfurnar. Þegar stjórn Dagsbrúnar sagði samningunum upp og gerði Vinnuveitendasambandinu kunnugt um kröfur sínar, voru þærKá þá leið, að tímakaup í almennri verkamannavinnu skyldi hækkað um 45 aura, eða um það bil 16%. Greinargerð vinnuveitenda. I sambandi við lausn þessarar vinnudeilu, hefur Vinnuveit- endasambandið beðið Mbl. að birta eftirfarandi greinargerð: Vinnuveitendasamband ís- lands óskar að láta þess getið, að samkvæmt hinum nýja kaup og kjarasamningi, er það gerði í gær við Verkamanafjelagið Dagsbrun í Reykjavík, þá nem- ur hin umsafnda kauphækkun að meðaltali um 7%, sjö af hundraði. Jafnframt vill Vinnuveitenda sambandið geta þess, að aðstaða þess við samningsgjörð þessa var gerð mun erfiðari vegna þess að netagerðin Höfðavík h.f. (Sigurður B. Sigurðsson) samdi þann 27. maí s. 1. og Netastofan h.f. (Frímann Olafsson) samdi um síðastl. mánaðarmót, um 18% hækkun á kaupi netavinnu fólks og þann 10. þ. m. samdi Fjelag ísl. iðnrekenda um ca. 15% kauþhækkun við Iðju, fjel. verksmiðjufólks. Nefnd fyrirtæki eru ekki fjel agar í Vinnuveitendasambandi Islands. ^ FLESTIR akvegir landsins eru nú opnir fyrir allri umferð, eftir óvenjulega langan vetur_ Enn er þó ófært yfir Jökul- dalsheiði og vestur á Snæfells- nesi er Fróðárheiði enn ófær, en einhver von er um að úr rætist bráðlega. Hraðferðirnar milli Akraness og Akureyrar eru hafnar fyrir nokkru. Anna Pauker fallin r r /,A» ionao LONDON, 20. júní — Breska dagblaðið Daily Telegraph birtir í dag skeyti frá frjettaritara sínum í Búkarest, þar sem því er haldið fram, að í Rúmcníu sjcu í vændum stórkostlegar ,,hreingern- ingar“ í kommúnista- flokknum. Virðast allar líkur henda til, að jafn- vel Anna Pauker verði rekin úr flokknum og kærð fyrir njósnir, vegna þess, að hún hefur ekki verið algjörlega leiðitöm Rússum, en viljað sjá hag lands síns í sumum atrið- um. — Reuter. samninga við Austurríki Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. PARÍS, 20. júní: — Ráðstefnu utanríkisráðherranna fjögurra í París lauk í dag. Eftir síðasta fundinn var birt sameiginleg skýrsla frá ráðherrunum um störf ráðstefnunnar. Segir í henni, að ráðherrarnir hafi náð samkomulagi í ýmsum atriðum Þýska- landsdeilunnar og að fundið væri samkomulag í aðalatriðum um friðarsamninga við Austurríki. -----------------------s> Efíirmaður Irygve Lei! TORRES BODET, framkvæmdastjóri UNESCO er mexikanskur. Talað er um hann sem væntanlegan eftirmann Trygve Lie, aðalframkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna, en ráðningartími hans, 5 ár renn- ur út á næsta ári. Dagskrá sfúdsnfamófsins í dag STÚDENTAMÓTIÐ heldur á- fram í dag með ferð um ná- grenni bæjarins og til Hafnar- fjarðar kl. 9. Steingrímur J. Þorsteinsson, dósent, flytur kl. 2 e. h. erindi í hátíðasal Há- skólans, sem hann nefnir: Tvö íslensk alþýðuskáld frá 19. öld. Kl. 4 e- h. verður farið í Iheimsókn til forgetabústaðar- ins að Bessastöðum, en kl. 8 veiður leiksýning í Iðnó. Fundurinn í dag var hinn 23 í röðinni. Var það lokaður fundur, haldinn í Rósahöllinni í París og lauk honum kl. 8. Fyrsti ráðherrann, sem kom út af fundinum.var Vishinsky og var hann brosandi út að eyrum. Hann kvaddi helstu starfsmenn ráðstefnunnar, enda var þetta síðasti fundur inn. Vishinsky fer í kvöld flug- leiðis til Rússlands og Bevin með járnbraut og skipi til Bretlands. Að ráðstefnunni lokinni var gefin út sameiginleg skýrala um störf ráðstefnunnar. Varð ljóst af henni, að stórveldun- um hefur miðað mikið áleiðis í áttina til samkomulags í Þýskalandsmálunum, og til friðarsamninga við Austurríki; Þýskalandsmálin Samkomulag hefur náðst í viðskipta- og efnahagsmálúm og munu hernámsveldin gera allt sem í þeirra valdi stendur til að auka flutning fólks, varnings og ekki hefta flutn- ing tímarita og hinis frjálsa otðs milli hernámssvæðanna_ Varðandi Berlínardeiluna verð ur haldið fast við New York samkomulagið frá 4. maí 1949 um afljettingu samgöngubanns ins. Ráðherrarnir munu á næst- unni koma sjer saman um aðra ráðstefnu utanríkisráð- herra, þar sem reynt verður að sameina allt Þýskaland undir eina fjárhags- og þjóð- ernislega stjórn. Norrænt kominform stofnnð í Helsinki Einkaskeyti frá frjettaritara Morgunblaðsins. KAUPMANNAHÖFN, 20. júní: — Blaðið Socialdemokraten skýrir frá því, að ákveðið hafi verið að yfirstjórn kommúnista á Norðurlöndum skuli eftirleiðis vera í Helsinki og það sje verið að undirbúa stofnun kominform fyrir Norðurlöndin undir stjórn finska kommúnistaleiðtogans Ture Lehen. Hlutverk nor- ræna kominform verði fyrst og fremst: 1) Koma upp nafnaskrá yfir forystumenn andkommún- ista á Norðurlöndum, og Moskvavini, 2) Gæta þess, að ábyggilegir kommúnistar sjeu fyrir hendi á öllum stöðum, sem þýðingarmiklir geta kallast á Norðurlöndum, 3) Sjá um skiptingu fjárstyrkja, sem veittir eru komm- únistaflokkum Norðurlanda. Helsinki aðsetursstaður * Kominform. Helsinki eigi þannig að verða höfuðborg kominforms á Norð- urlöndum. Stafi það af því m. a. að finskir kommúnistar hafi nánast samband við Moskva og einnig vegna þess, að finskir kommúnistar sjeu að ýmsu leyti öflugri en kommúnistar annara Norðurlanda. T. d. hafi finskir kommúnistar til taks, 30,000 manna framvarðalið. Kynna sjer nafnáskrár-kerfi í Prag, Forystumenn kommúnista í Frh. á bls. 12. Kommúnistar hafa náð suðvestur Kina KANTON, 20. júní — Þjóð- stjórnin í Kína hefur að mestu misst yfirráð sín yfir suðvest- urhluta Kína, þar sem hjeraðs- stjórnirnar hafa hver eftir aðra viðurkennt stjórn kommúnista. Einkanlega er athyglisvert, að kommúnistar hafa Yunnan við landamæri Burma og Indo- Kína á sínu valdi. Friðarsamningar við Austurríki Samkomulag hefur náðst í öllum aðalatriðum varðandi friðarsamninga við Austur- ríki, en fulltrúar utanríkis- ráðherranna eiga að gera full- komið uppkast að samningun- um og hafa lokið því fyrir 1. september. Aðalatriði samn- inganna: Landamæri Austur- ríkis, skulu vera eins og 1938 og ekkert verður sinnt landa- kröfum Júgóslava. Austurrjkis menn greiða 135 milljón doll- ara í stríðsskaðabætur til Rússa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.