Morgunblaðið - 21.06.1949, Page 8

Morgunblaðið - 21.06.1949, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 21. júní 1949 JttOTgtuiHaMb [ Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, kr. 15.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. Norræna stúdentamótið SÍÐASTLIÐINN laugardag var hið norræna stúdentamóí sett í háskólanum, með virðulegri athöfn. Alla þessa viku stendur mótið yfir. Tilgangur þess er, að efla gagnkvæm kynni milli íslenskra stúdenta, og jafnaldra þeirra frá öðr- um Norðurlandaþjóðunum. Stúdentarnir, sem sækja þetta mót, og farið hafa um lang- an veg, til þess að hitta stallbræður sína og kynnast landi og þjóð, eru vissulega hinir mestu aufúsugestir, eins og fyrir- rennarar þeirra voru, er komu á það eina norræna stúdenta- mót er áður hefir verið haldið hjer. En það var í sambandi við þúsund áaa hátíð Alþingis 1930. Þá var hjer svo óvenju- lega mikið um að vera, að mót stúdentanna hvarf að miklu leyti, í öllum þeim hátíðahöldum og mannfagnaði. Nú heimsækja norrænir stúdentar okkur, til þess að sjá og kynnast, hvernig hið hversdagslega líf er hjer hásumar- dagana. Veri þeir velkomnir. ★ Margt hefir breyst, jafnt hjer sem annarsstaðar í heim- inum, frá því árið 1930. Við erum að vísu frumbýlingar í landi voru, einsog þá. Þó nokkuð höfum við þokast áfram, á hinu verklega sviði. Enn sem fyrr höfum við engar háreist- ar hallir að sýna gestum okkar, er bera vott um gamla og rótgróna menningu í landinu. Við höfum að vísu kornið upp liú’si fyrir Háskólann, sem sniðið er við hæfi fámennrar þjóðar. Og bústaður fyrir menningarsöfn þjóðarinnar er vel á veg kominn. Alt þokast þetta í áttina. Sú breyting er hjer líka á orðin, frá því fyrir tæpl. tveim áratugum síðan, að landið hefir verið hrifið út úr einangrun sinni. Og ýmsar breytingar hafa af því hlotist. En vera má, að einmitt þess vegna sje ennþá almennari og eindregnari vilji þjóðarinnar, að okkur megi takast í framtíðinni, að rækja frændsemi okkar sem best við hinar Norðurlanda- þjóðirnar. Að hlú að menningartengslunum. Að leita sam- vinnu við menningarfrömuði Norðurlanda, og benda frænd- um okkar á það sem kynni að geta komið þeim að gagni, og gerist, eða gerst hefir, á þessu norræna smábýli úti í hafinu. ★ Það mætti kannski benda gestum okkar á, að forráða- mönnum Háskólans leikur hugur á, að fá hingað stúdenta til námsdvalar, er leggja stund á norræn eða íslensk fræði. Til þess að gera erlendum stúdentum auðveldara að sækja hingað nám, hefir því verið komið svo fyrir, að í Stúdenta- garðinum nýja eru herbergi, sem ætluð eru Norðurlanda- stúdentum, sem koma hingað til námsdvalar. Er þeim jafn- framt ætlaður ofurlítill námsstyrkur. Hjer er praktiskur þáttur í norrænni samvinnu, sem íslenski Háskólinn vonast eftir, að komi að sem bestu gagni. Viljinn til menningarkynna, og tengsla við frændþjóðirnar er sýndur hjer í verki. En stærra spor væri stigið til menningartengsla milli allra þessara skyldu þjóð, sem Norðurlönd byggja, ef sú hugmynd kæmist í framkvæmd, sem rektor Háskóla vors, Alexander prófessor Jóhannesson hreyfði í setningarræðu sinni, ef háskólar Norðurlanda samræmdu svo kenslu sína, að stúdentar gætu á námsferli sínum skift um háskóla og notið kenslu í fleiri en einu landanna, án þess að það ylli nokkurri truflun á námsferli þeirra. Með því móti myndu norrænar þjóðir, í sameiningu styrkjast ag styrkja hvora aðra í því hlutverki, að sýna heiminum, hvernig menning og hollusta getur dafnað, með smáþjóðum ekki síður en hinum, sem máttugastar eru á heimsmælikvarða. ★ En hvað sem þessu líður, þá er það ósk og von íslend- inga, að á þessu stúdentamótið sem hjer stendur yfir, megi starfsglöð æska frá Norðurlöndunum tengjast kynningar- og vináttuböndum, er bera kunna mikla ávexti í norrænu sam- starfi í framtíðinni. Mætti þeir stúdentar, sem að þessu sinni sækja okkur heim hverfa hjeðan, með vingjarnlegar endurminningar um frum- býlingsþjóð, sem ann frelsi og rjettlæti, engu síður en frænd- þjóðirnar, aðrar þjóðir hins norræna ættbálks. \Jíhverji óhripar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Morgunsvæf borg. REYKVÍKINGAR eru morgun- svæfir. Aldrei tekur maður eft- ir því jafnvel og á góðviðris- morgni lað sumarlagi, eins og t d. í gærmorgun. Um fóta- ferðartíma í gærmorgun var stafalogn og sólskin og svo kyrt, að það heyrðist suður í Skerjafjörð þegar Dómkirkju- klukkah sló sex. En fáir sáust á ferli um það leyti á götun- um. Klukkan var orðin 9 áður en nokkúð líf færðist yfir borg- ina. Ef til vill hefur þessi deyfð yfir mannfólkinu í bænum staf- að að einhverju leyti af Dags- brúnarverkfallinu. En þó er það ekki nóg skýring á því hve seint menn rísa úr rekkju í Reykjavík. Missa af miklu. BÆJARBÚAR, sem sofa frá sjer slíka sumarmorgna, missa af miklu. Það mega vera góðir draumar, og þægilegir, sem bæta upp slíkan morgun. Morgunþungir Reykvíkingar ættu að xeyna það við og við, að vakna fyr á sólfögrum sum- armorgni. Ganga um borgina og nágrennið, eins og í klukku- stund, áður en þeir hefja dags- verkið. Flestir munu komast að þeirri niðurstöðu, að það borg- ar sig. Skemmtiferðir í miðnætursólina. FERÐAFJELÖG og flugfjelög- in okkar hafa ekki komið auga á sjerkennilega og raunar ein- staka skemmtiferð, en það er að fljúga með skemmtiferðofólk norður yfir íshaf og horfa á miðnætursólina. Varla þarf að efa, að mikil þátttaka yrði í slíkum ferðum, ef fargjaldi yrði í hóf stillt. Og það er eínmitt tilvalið að efna til slíkra skemmtiferða núna um sólstöðurnar. Til gamans mætti gefa út skírteini til ferðafólks, þar sem þess væri getið, að viðkomandi hefði ferðast norður fyrir heim- skautsbaug. Tilvalið fyrir útlendinga. VAFALAUST má segja, að slík skírteini sjeu hjegómi einn, en það er svo margur hjegóminn, sem menn hafa þó gaman af. Og víst er, að erlendir ferðamenn, sem hjer eru, myndu hafa á- nægju af því að fá tækifæri til að skreppa norður í íshaf og sjá miðnætursólina. Hjer virðist vera tilvalið verk efni fyrir Ferðaskrifstofuna. • Dauft yfir sumarbústöðum. KULDINN í vor hefur valdið því, að menn fara seinna en venja er í sumarbústaði. Þeg- ar ekið er hjá sumarbústaða- hverfunum hjer í nágrenninu má sjá, að enn eru hlerar fyrir gluggum og lítið farið að dytta að bústöðunum. En fari að hlýna í veðri, eins og menn vona, má búast við, að konur og börn flytji í sveitina og fríherrunum fjölgi að sama skapi á götum bæjarins og í veit ingahúsum. • Fríherraskarinn. FRÍHERRARNIR, eða „gras- ekkjumenn“, eins og þeir eru stundum kallaðir upp á dönsku, eru fyrirbæri, sem vekja at- hygli á sumrin. Fyrst í stað eru þeir ósköp auðnuleysislegir ,með óburst- aða skó og í harmonikubuxum, margir hverjir. En það fer venjulega eins og eftir fráfærurnar í gamla daga í sveitinni, að þeir venja sig við einstæðingsskapinn og ná sjer furðu fljótt. Vinsælasti blettur bæjarins. ARNARHÓLLINN er án efa vinsælasti blettur Reykjavikur á sumrin. Jafnskjótt og það kemur sólarglæta fyllist blett- urinn af fólki, sem flatmagar i grasinu og hefur það gott. Það var sannarlega lán á sín- um tíma, að þessi blettur var ekki tekinn undir byggingar og ræktun haldið þar við. Á þeim bletti má aldrei setja upp skilti um, að bannað sje að ganga á grasinu. Keflvíkingar kunnu lagið. VEÐURFARIÐ gerði Keflvik- ingum grikk á lýðveldisdaginu eins og fleirum, sem höfðu und- irbúið útihátíðahöld þann dag. Það varð að aflýsa flestum at- riðum dagskrárinnar, sem úti áttu að haldast. En Keflvíking- ar voru ekki af baki dottnir og kunnu á því lagifí að bæta sjer þetta upp. Þegar góðviðrið kom daginn eftir, var fyrirhuguð hátíð hald in og Keflvíkingaar fengu sína lýðveldishátíð, þótt ekki væri fyr en degi síðar, en fyrirhugað hefði verið. Því miður er ekki hægt að laga sig þannig eftir aðstæðun- um hjer í höfuðstaðnum.— Fá- mennið getur líka haft sína kosti. • Á götunni Á LAUGARDAGINN heyrði jeg á tal tveggja smápatta á götunni. „Á jeg að vera með þjer, Nonni?“ spurði annar. „Ja-á, komdu þá,“ svaraði sá sem nefndur var Nonni, heldur dræmt. „Eigum við að koma í skipa- leik?“ spurði sá fyrri. „Ertu frá þjer, ansaði Nonni veistu ekki að það er verkfall og það má ekki vinna neitt.“ <itiiiiiitiiiiiiiiiiiiaiiiiiiii«iiaiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii*iiiiiii*ia(iiiiiiiii«(iiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiirin iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiii,ni|l|l||M|ll|l|m, mM m(un | MEÐAL ANNARA ORÐA .... | 7u iiiiiiiimiiitiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMMiMiiiiiiiiiiiMiimitiHiiiiiciiiiiiMiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiMt^ ** iafnvel skólapiltar í Ástralíu leita nú að uraníum fær sá, sem fundið hefur, 2,000 sýnishornum úr bergtegundun- sterlingspund til viðbótar. En um. alls getur hann hlotið 25,000 punda verðlaun. Eftir Alan Reid, frjettaritara Reuters. CANBERRA — í dag er svo' komið, að fleiri menn leita að uraníum en gulli í Ástralíu. Loforð áströlsku stjórnarvald- anna um há verðlaun fyrir fundið uraníum hefur þegar haft það í för með sjer, að menn úr öllum hugsanlegum stjett- um — og jafnvel skólapiltar með — eru byrjaðir að leita að þessu efni, sem notað er við framleiðslu atomorkunnar. • • VEÐMÁL ,VIÐ ÞJÓÐINA VERÐLAUNAKERFI stjórnar- valdanna hefur verið líkt við veðmál, þar sem stjórnin veðj- ar 25.000 áströlskum sterlings- pundum um það við þjóðina, að meðal hennar finnist enginn maður, sem fundið geti ótak- markaðar birgðir af uraníum í Ástralíu og á yfirráðasvæðum landsins. Flestir Ástralíumenn eru mik ið gefnir fyrir veðmál. Ef Ástralíumaður finnur ur- aníumnámu, sem talin er geta haft efnahagslega þýðingu, hlýt ur hann þegar í stað 1,000 ster- lingspunda verðlaun. Ef í Ijós kemur, að hægt sje að vinna úr námunni 25 tonb eða þar yfir af uraníum oxide, • • VÍÐA AÐ FINNA EIN afleiðingin af þessu verð- launakerfi er sú, að sýnishorn- um af „uraníum“ rignir nú yf- ir rannsóknarstofur ríkisins. Til þessa hafa þessi sýnishorn hins vegar ekki reynst undan- farar mikilsverðra uraníum- funda. Þó er það þegar vel vitað, að uraníum er að finna á ýmsum stöðum í Ástralíu, meðal annars í Mount Painter í Suður-Ástralíu, Wodgina í vest urhluta landsins og Mount Isa í Queenslandi. • • MISJAFN ÚTBÚNAÐUR ÞESSI vitneskja hefur auðvit- að orðið til þess að örfa þátt- tökuna í uraníumleitinni. Vit- að er, að jafnvel námsfólk tek- ur þátt í þessari leit, auk stórra leitarflokka, sem gerðir eru út af ríkum áströlskum námufje- lögum. Sumir leiðangrarnir eru mjög vel búnir öllum tækjum, aðrir, og þar á meðal námsfólkið, hafa aðeins nauðsynlegustu verkfæri eins og hamra til þess að ná SKAMMT FRÁ CANBERRA ÞAÐ er þegar orðið vinsælt meðal íbúa Canberra, höfuð- borgar Ástralíu, að eyða frí- dögum sínum í leit að uraníum. Borgarbúar sækja einkum til fjallanna, sem eru aðeins í um 30 mílna fjarlægð frá höfuð- borginni. Þeir hafa með sjer viðleguútbúnað og einföldustu ,,nánfutæki.“ Enda þótt þessi fjöll sjeu að heita má á dyraþrepi höfuð- borgarinnar, eru þau enn að ýmsu leyti ókönnuð. Hjer er um mikið landflæmi að ræða. og menn hafa aldrei fæti stigið í suma dýpstu og óaðgengileg- ustu dalina. Þó hafa nokkrar af auðugustu gullnámum Ástralíu fundist í þessum fjöllum. AÞENA: Grísk farþegaflugvjel sem var að fljúga frá flugvelli í Norður Grikklandi til Aþenu fórst nýlega. Er talið að kom- múnistískir skemdarverkamenn hafi komið sprengju fyrir i henni, áður en hún lagði af stað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.