Morgunblaðið - 21.06.1949, Page 9
Þriðjudagur 21. júní 1949
MORGUlSBLAÐiÐ
9
Sfútienfamáfið 2. o§ 3. tiagur
Ánægjuleg oy viiburiarík fer
ai Gulifossi og Geysi
ANNAR DÁGUR stúdentamótsins, sunnudagurinn. var notaður
til hópferðar, austur að Gullfossi og Geysi. Þátttaka íslenskra
stúdenta var mikil, en ferðin stóð yfir frá því snemma morg-
uns og fram á nótt. Á mánudag skoðuðu stúdentar, fyrir há-
degi, háskólann og umhverfi hans, en eftir hádegi sýndu
stúdentar úr ninum einstöku deildarfjelögum erlendu stúd-
entunum bæinn. Læknisfræðinemar sáu helstu „læknisfræði-
lms“, svo sem sjúkrahús og rannsóknarstofur. Lögfræðinemar
helstu ,,lögfræðistofnanir“ svo sem hæstarjett, dómsmála-
ráðuneytið og Alþingishúsið, o. s. frv.
Stórkostlegur foss
Klukkan hálf níu á sunnudag
var lagt af stað í ferðina til
Geysis og Gullfoss. Einkum var
skemmtilegt, að auk hinna er-
lendu gesta tók mjög mikill
fjöldi íslenskra stúdenta
þátt í förinni. Fyrst var komið
að Gullfossi; himinninn var
skýjaður svo að fossinn var ekki
í sínum fegursta skrúða en
Hvítá var mjög vatnsmikil og
voru allir hinir erlendu gestir
sammála um að fossinn væri
stórkostlegur.
Biðin var vel launuð
Þá var farið að Geys-i. Þurfti
að bíða eftir gosi í þrjá tíma og
var ekki laust við, að sumir gest
irnir væru orðnir óþolinmóðir
og teldu ekki þess vert að bíða
eftir gosi. En loksins gaus hann
og sagði einn af þeim sem óþol-
ínmóður hafði verið. Úh-, ef
jeg hefði vitað að hann var
svona, hefði mjer verið sama
þó jeg hefði beðið í 10 klukku-
tíma.
Eftir þetta var farið til Laug
arvatns, borðað þar og ýmsar
íþróttir þreyttar. Komið var til
bæjarins um tvö leytið um nótt-
ina.
Stúdentum sýnd Reykjavík
Á mánudag var erlendu stú-
dentunum sýndur háskólinn fyr
ir hádegi, svo sem allar kenslu
stofur, bókasafn, kennaraher-
bergi, leikfimishús og Nýi Gavð
ur. Eftir hádegi sýndu hin
ýrnsu deildarfjelög það mark-
verðasta i bænum, svo sem Al- y
þingishúsið, Landspítalann,
Landsbókasafnið, Landsbank-
ann og Dömkirkjuna. Og sum-
um gestunum var sýnt yfir bæ-
inn úr turninum á kaþólsku
kirkjunni. Verkfræðinemar
fóru suður í Krysuvík. — Á
þessum ferðalögum var vissu-
lega stofnað til margra kynn-
íngar- og vináttubanda milli
íslenskra og erlendra stúdenta.
Er rússneski leiðang-
urinn kominni
TALIÐ er að rússneskur síld-
veiðileiðangur, sje kominn til
Norðurlandsins, en þar hefur
orðið vart við stórt móðurskip,
og í samfloti með því voru
þrjár skonnortur.
Þessa skipa varð vart austur
af Grímsey síðastliðinn laugar
dag og telja þeir er sáu til
móðurskipsins þá, að það sje
8000—10000 smál. að stærð.
Frjettaritari Mbl. á Raufar-
höfn símaði í gær, að sjest hefði
til móðurskips þessa á Þistil-
firði í gærdag og hefði það
varpað festum þar í firðinum
á sama stað og rússneska móð-
urskipið lá í fyrra.
Þess skal getið að samkvæmt
frásögnum erlendra blaða, þá
hafa Rússar ákveðið að senda
síldveiðileiðangur hingað til
lands í sumar_ Eiga að sögn að
vera í honum, auk móðurskips
ins 50 veiðiskip. Alls eiga að
því að sagt er, um 140 karlar
og 50 konur að starfa á þess-
um rússnesku síldveiðiskipum.
Vilja ekki láfa rífa
fleiri verksmiðjur
Þýsku verkamennirnir, sem
undanfarið hafa reynt að
hindra, að fleiri verksmiðjur
verði rifnar í Ruhr hjeraði
fengu í dag mörg skeyti frá rúss
neska hernámssvæðinu þar
sem þeir |eru hvattir til að
halda áfram mótþróa sínum
gegn niðurrifssveitum hernáms
liðsins. Skeyti kómu m. anh-
ars frá bæjarstjórninni i Rat-
henau í Meckelnbúrg, frá járn
brautarstarfsmönnum í Þyring
aríki og kennurum í Saxlandi, 'Akureyrar sá um mótið
Ármann íslands-
meistari í hand-
knallleik
\KUREYRI, 20. júni — Hand-
knattleiksmót Islands í meist-
araflokki karla utanhúss 1949
hófst á Akureyri 18. þ. m. For-
maður ÍBA, Ármann Dalmanns
son, setti mótið og íþróttaflokk-
arnir gengu með Lúðrasveit
Akureyrar um bæinn áður en
keppni hófst.
Fyrsti leikur var milli Ár-
manns og Vals úr Reykjavík og
sigraði Ármann með 12:10 eftir
mjög harðan og tvísýnan leik.
2. leikur: KA vann Þór með
18:6. Þriðji leikur: Ármann
vann KA með 19:11. Fjórði
leikur: Valur vann Þór með
16:8. Fimmti leikur: Valur vann
KA með 18:8. Sjötti leikur: Ár-
mann vann Þór með 20:3.
Ármann varð því Islands-
meistrai 1949 og hlaut 6 stig.
Valur hlaut 4 stig, KA 2 en
Þór ekkert.
Veður var mjög gott og áhorf
endur margir. Eftir mótið var
keppendum haldið kveðjusam-
sæti að Hótel KEA og dansleik-
ur var haldinn í samkomuhúsi
bæjarins fyrir starfsmenn og
keppendur. Handknattleiksráð
IÐNO-MALIð I
HÆ5TARJETT!
í GÆRMORGUN var í Hæsta-
rjetti kveðinn upp dómur í svo-
nefndu ,,Iðnó-máli“, en mál
þetta höfðuðu 11 stjettasamtök
hjer í Reykjavík gegn Alþýðu-
húsinu h.f. og fleirum.
Málavextir.
I stuttu máli eru málavextir
þeir, að 12. ágúst 1940, seldi
þáverandi stjórn Fulltrúaráðs
verkalýðsfjelaganna í Reykja-
vík hlutafjelaginu Alþýðuhús
Reykjavíkur, húseignina nr. 3
við Vonarstræti (Iðnó) hjer í
bæ, ásamt meðfylgjandi eignar-
lóð að stærð 1158.2 ferm. og
mannvirkjum á henni, svo og
útbúnaði þeim og áhöldum, sem
húsið átti og notuð voru til
reksturs þess og starfsemi þeirr
ar, er fram fór í húsinu og
Ingólfs cafe, hverju nafni sem
nefnist svo og öllu því öðru sem
reiknislega tilheyrði eigninni,
að engu undanskyldu.
Kaupverðið var í afsalsbrjef-
inu talið 130.400.00 en í kaup-
unum fylgdu kr. 30.000.00 í
hlutabrjefum kaupenda sjálfs.
Fjelögin sem málið höfðuðu.
Eins og fyrr segir voru það
11 stjettafjelög hjer í Reýkja-
vík, sem höfðuðu mál þetta, en
fjelög þessi: Bifreiðastjórafjel.
Hreyfill, Fjelag blikksmiða,
Fjelag járniðnaðarmanna, Fjel-
agið Skjaldborg, Iðja fjelag
verksmiðjufólks, Bakarasveina-
fjel. Reykjavíkur, Starfsstúlkna
fjel. Sókn, Sveinafjelag hús-
gagnasmiða, Sveinafjel. skipa-
smiða, Verkamannafjel. Dags-
brún og Þvottakvennafjelagið
Freyja. — Ragnar Olafsson
flutti málið fyrir þessa aðila
gegn Alþýðuhúsi Reykjavíkur
h. f., Jóni Axel Pjeturssyni,
Jónasi Guðmundssyni, Guðgeiri
Jónssyni, dánarbúi Sigurðar
Olafssonar og Jónínu Guðjóns
dóttur. Fyrir þessa aðila flutti
Guðmundur í Guðmundsson
málið.
Dómurinn.
Um það bil fimm og hálfu
ári eftir að sala Iðnó fór fram,
var dómur í máli þessu kveðinn
upp í undirrjetti og hljóðaði
dómur sá, að Alþýðuhús Reykja
víkur h.f. var sýknað. Dómur
Hæstarjettar í gærmorgun var
á sama veg og málskostnaður í
hjeraði og fyrir Hæstarjetti feld
ur niður.
Setudómarar í málinu voru
Einar B. Guðmundsson hrl. og
próf. Olafur Jóhannesson,
stað hæstarjettardómaranna
Gisurar Bergsteinssonar og
Þórðar Eyjólfssonar.
17. júní háttðahöld
íslentiinga í Oslo
Einkaskeyti til Morgunblaðsins.
OSLO, 18. júní — íslensku
sendiherrahjónin i Oslo, Gísli
Sveinsson og frú hans, mintust
17. júní með heimboði að heimili
sínu á Bygdö. Var þar saman-
komið um 70 manns, Islending-
ar og Islandsvinir.
Dvöldu gestir í besta yfirlæti
á heimili sendiherrahjónanna
og rómuðu allir gestrisni og mót
tökur allar.
—Skúli.
Ungir sem eldri Hafnfirðingar fjölmenntu s.I. sunnudag í skóg-
græðslugirðingu Skógræktarfjel. Hafnarfjarðar í Lækjarbotn-
um. Var þar unnið lengi dag af hinu mesta kappi, en stutt kaff i-
hlje var, og tók ljósmyndari Mbl. þá þessa mynd.
54 stúdentar ferautikráöir ím
MenntaskófaEium á Akureyri
Hjónin frá Hvilff heiðruð við skólaslif
AKUREYRI, 18. júní: — Menntaskólanum á Akureyri var slil.ttl
17. júní kl. 11 f. h. í hátíðasal skólans, að viðstöddu fjölmenni.
Skólameistari, Þórarinn®'
Björnsson, bauð samkomugesti |
velkomna og gat þess sjerstak-
lega að hjer væru nú stödd
hjónin frá Hvilft í Önundar-
firði, þau Guðlaug Sveinsdótt-
ir og Finnur Finnsson. Þau
hefðu sent hingað í skólann 10
börn, sex pilta er allir hefðu
orðið stúdentar, og 4 stúlkur.
er allar hefðu lokið gagnfræða-
prófi, og hefðu engin hjón sent
hingað svo stóran hóp. Yngsti
bróðirinn, Guðlaugur og átta af
systkinunum væru hjer við-
stödd.
Sjóður stofnaður
Elsti bróðirinn, Sveinbjörn,
tók síðan til máls og gat þess
að þau systkinin hefðu stofnað
sjóð, er bæri nafn foreldra
þeirra og nemendur skólans
skyldu njóta góðs af.
Gjafir
Þá gat skólameistari þess, að
fyrir nokkrum dögum hefðu 20
ára stúdentar fært skólanuin að
gjöf íslenska fánann, saumað-
an af frú Unni Ólafsdóttur, á
stöng, útskorinni af Guðmundi
Kristjánssyni, mvndskera. Einn
ig gat hann þess, að 10 ára stú-
dentar hefðu ætlað sjer að vera
við skólaslitin, en það hefði far
ist fyTrir. Fulltrúi þeirra, Egill
Sigurðsson, hefði fært skólan-
um að gjöf frá þeim radiogram
mofón, dýrindisgrip.
Starfsemi i skólanum kvað
skólameistari hafa verið með lík
um hætti og áður. Þó hefði
fyrsti bekkur starfað eftir hin-
nm nýju fræðslulögum og gert
væri ráð fyrir, að nemendur
þess bekkjar gengju undir lands
próf næsta vor.
95 gagnfræðingar
Undir gagnfræðapróf gengu
100 nemendur og luku 95 prófi.
Hæsta einkunn hlaut Gunnar
Baldvinsson, frá Akureyri, 7,40.
Undir stúdentspróf gengu 55 og
luku 54 prófi, og eru það fleiri
en nokkru sinni fyrr. Af þeim
voru 37 í máladeild, 30 innan-
skóla og 7 utanskóla, í stærð-
fræðideild 13 innanskóla og -4
utanskóla. í máladeild hlutu 25
fyrstu einkunn og 11 aðra ein-
kunn. í stærðfræðideild hlutu
11 fyrstu einkunn og 5 að.ru
einkunn og 1 þriðju einkunn.
Hæstar einkunnir í máladeiM
hlutu Örn Friðriksson frá Hús.t
vik, 7,36; Sigurjón Björnssorv
frá Sauðárkróki, 7,26 og Guð-
rún Stefánsdóttir, Akureyri,
7.21. — í stærðfræðideild hlutu
hæstar einkunnir Steingrímur
Arason, Suður-Þingeyjarsýslu,
7,45, Baldur Ingimarsson, Ak-
ureyri, 7,21 og Ríkarður Stein-
bergsson, Ak., 7,13. Er gefið
eftir Örstedseinkunnastiganum.
og er hæsta hugsanleg einkunu
átta.
2 mánuðir f jellu úr
Þá gat skólameistari um smíð*
heimavistarhússins. Taldi hann
öruggt, að suðurendi hússins
yrði fullger í haust og tæki 30
—40 nemendur. Þá ræddi harm
lausn gagnfræðadeildarmálsins
og taldi þá lausn ekki allsko t
ar heppilega. Taldi betra, eink-
um fyrir sveitafólk, að deildin
hefði verið með óbreyttu sniði.
Einnig fór skólameistari nokkr-
um orðum um áhrif mænuveiM
faraldursins á skólalífið. Var
skólanum lokað í 5 vikur en
hann sagði að telja mætti að 2
mánuðir hefðu raunverulegn
fallið úr vegna veikinnar.
Að lokinni brautskráningn
gaf skólameistari nýbökuou
stúdentum holl ráð og brýndi
fyrir þeim að bregðast vel og
drengilega við erfiðleikum, er
að þeim kynnu að steðja.
Samkomunni barst skeyti frá
þeim skólameistarahjónunum,
frú Halldóru Ólafsdóttur og Sig
urði Guðmundssyni. Söngstjórh
annaðist Björgvin Guðmunds-
son, tónskáld. — H. Vald.
Skip í heimsókn
WASHINGTON: — Eitt bandn-
rískt móðurskip og tveir tundur-
spillar munu heimsækja Oslo 16.
—21: júní og Kaupmannahöfn'22,
—27. júli.