Morgunblaðið - 24.06.1949, Blaðsíða 1
i
16 síður
fltomijiWPite
36. árgangur.
139. tbl. — Föstudagur 24. júní 1949.
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Á Parísarráðstefnunni
*
Olafur Thors ræðir við Breta um
Aðalfulltrúar Bandaríkjanna á Parísarráðstefnunni voru John
Foster Dullas. Dean Acheson utanríkisráðherra og Dr. Phiiip
Jessup og eru þeir taldir upp eins og þeir sjást á myndinni,
talið írá vinstri.
33 farast i
i Miðjariarhaiimi
Hollensk flugvjel hrapar í sjé níður
Einkaskeyti til Morgunbíaðsins frá Reuter.
HAAG, 23. júní —- Þrjátíu og þrír ljetu lífið, er hollensk
Konstellation-flugvjel hrapaði í sjó niður, undan suðurströnd
Ítalíu í dag. Flugvjel þessi var á leið frá Batavíu til Hollands.
Talsmenn Lockheed-fjelagsins, er smíðaði flugvjelina, ljetu svo
um mælt í kvöld, að allar líkur bentu til þess, að kviknað
hefði í flugvjelinni út frá sprengiefni, er einhver farþeganna
hefði haft meðferðis í farangri sínum.
27 lík.
Er síðast frjettist til í gær-
kvöldi, höfðu alls fundist 27
lík. Meðal farþeganna var for-
seti hollenska flugfjelagsins
KLM og nokkrir fleiri af for-
ráðamönnum þess fjelags. Þrjú
ungbörn voru einnig meðal far-
þeganna, sem allir voru Hol-
lendingar, að einum Breta und-
aitskildum.
Rannsókn hafin.
Rjett áður en slysið vildi til,
háfði flugmaðurinn samband
við land og sagði þá, að allt
væri í besta lagi. Sjónarvottar
segja, að eldur hafi skyndilega
gosið upp úr vjelinni og hún
hrapað síðan í sjó niður. sem
íyrr segir.
Stór flugvjel lagði af stað
hjeðan frá Haag í dag, áleiðis
til Bari. Um borð í henni var
hqpur sjerfræðinga, sem rann-
saka á orsök slyssins.
Þrjár árásir á
bresklskip
HONGKONK 23. júní —
Þriðja loftárásin hefir nú verið
gerð á breskt flutningaskip,
skammt frá Shanghai- —
Brcska sendiráðið í Kanton
hafði áður mótmælt árásum
þessum og kínverska stjórnin
þar hafði beðist afsökunar. —
Reuter.
Hjálpa Aröbum.
LONDON: — Bevin hefur til-
kynnt, að Bretar muni nú hætta
að styðja barnahjálp S. Þ., en í
þess stað hjálpa arabiskum flótta
mönnum, sem mest sjeu hjálpar
þurfi.
Sendinefnd fil London
LONDON 23. júní — Austur-
rísk sendinefnd er fyrir
skömmu komin hingað til Lond
on og á hún að vera viöstödd
viðræður varautanríkisráðherra
fjórveldanna um Austurríki —
Réuter.
Verslunarviðræður
OSLO 23. júni. — Fulltrúar
Bretlands og Noregs hófu versl
unarviðræður hjer í dag. Munu
þeir ræða um væntanleg við-
skipti Bretlands og Noregs
næstu sex mánuði. — Reuter.
ramkvðömd Þýskalandssamningsins
Gerf var nýlf samkomufag
ÓLAFUR THORS kom heim í gærkvöldi frá London. Hann
fór utan þ. 7. júní á vegum utanríkisráðuneytisins, til þess,
ásamt með sendiherra íslands í Bretlandi, Éfö ræða við utan-
ríkisráðuneytið breska um ýms vandkvæði, sem fram að þessu
hafa verið, á framkvæmd hins svonefnda Þýskalandssamnings,
þ. e. samnings þess, er stjórn íslands gerði á síðastliðnu hausti,
við stjórn Bretlands um sölu á fiski til Þýskalands á árinu 1949.
Seint í gærkvöldi átti blaðið
tal við ólaf Thors, og spurði
hann að því, hvaða horfur
sagði hann, við einn af ráð-
samnings.
Við ræddum um þetta mál,
sagði hann, við einn af áð-
herrum Breta, og auk þess við
þann skrifstofustjóra í utanrík-
isráðuneytinu breska, sem mál
þetta fellur undir, og sjerfræð
inga hans.
A síðasta stigi málsins kom
einnig sá maður til London,
frá Þýskalandi, sem aðallega
hefi. haft með mál þetta að
géra, fyrir hönd Þjóðverjanna,
ásamt meðsjerfræðingum sín-
um, og tók þátt í þessum um-
ræðum, og ákvörðunum.
Nýtt samkomulag
Að síðustu var gert nýtt
samkomulag um framkvæmd
eldri samningsins_ Vildi jeg að
óreyndu vona, að þessi funda-
höld leiði til meira öryggis fyr
ir íslendinga, í þessum efnum,
en reyndin hefir verið fram til
þessa. '
Ei' það að sjálfsögðu mikið
hagsmunamál fyrir okkur Is-
lendinga.
Framkoma Breta
mjög vingjarnleg.
Mjer þykir rjett að taka það
fram, að enn sem fyrr, var fram
koma bresku stjórnarinnar og
starfsmanna hennar í garð ís-
lendinga mjög vingjarnleg. Er
enginn vafi á, að Bretar hafa
ríkan hug á, að vandkvæðin í
framkvæmd samningsins verði
sem allra minst.
En hitt verður að játa, að
samkvæmt anda og orðalagi
samningsins, veltur að sjálf-
sögðu mest á því, að Þjóðverj-
ar hafi þörf fyrir fiskinn —
eins og líka eðlilegt er.
Jeg hef ekki áður hitt þá
Þjóðverja, sem komu til Lon-
don, til að taka þátt í samn-
mgum þessum. En mjer fjell
ágætlega við þá.
Mjer þykir ástæða til að
benda á, að brátt mun líða að
því að Islendingar taki upp
beina viðskiptasamninga við
Þjóðverja. Er óhætt að full-
yrða, að slík vinsamleg við-
skifti verði mikið hagsmuna-
mál, fyrir báðár þjóðirnar.
Ölafur Thors.
Að öðru leyti er ekki .rjettl
að gefa frekari upplýsingar uml
þetta mál, þar eð jeg hef ekkT
enn afhent utanríkisráðherran-
um skýrslu um starf sendiherr-
ans og míns og þær niðurstöður,
sem fundahöldin í London
leiddu til.
Veðurbreyting
í aðsigi
HEITA þurra loftið, sem vald-
ið hefir hlýindum hjer á landi
undanfarna daga er nú farið
framhjá og hefir þokast anstur
á bóginn. I staðinn hefir gömul
lægð komið upp að landinu og
önnur ný er á leiðinni austur
yfir hafið.
Búast veðurfræðingar Veður-
stofunnar því við suðaustan átt
með rigningu í dag og er það
vota suðaustan áttin, sem við
eigum að venjast hjer sunnan-
lands. — Er því hætt við að
góðra veðrið sje búið í bili.
áukin viðskiffi rædd
BRUSSEL, 23. júní — Ráð-
stefna hófst hjer í dag um auk-
in viðskipti Marshall-landanna
í Evrópu, og verður henni hald-
ið áfram í París n. k. miðviku-
dag. Fundinn sátu fulltrúar
Frakklánds, Bretlands og
Belgíu. Averill Harriman mætti
á fundinum. Paul Henri Spaak,
forsætis- og utanríkisráðherra
Belgíu, var í forsæti. — Cripps
mætti fyrir hönd Bretlands og
Maurive Petsche, fjármálaráð-
herra Frakklands. — Reuter.
Glæsileg eyjaferð
íslendinganna
í Troffis
FRÁ Garðari Jónssyni, farar-
stjóra Islendinganna, sem fóru
til Tromsfylki, fjekk Morgun-
blaðið eftirfarandi skeyti í
gær:
— Á miðvikudaginn vorum
við í boði ungmennafjelagsins
Örninn í Finsnesi. Þar voru
fluttar ræður og sungnir ætt-
jarðarsöpgvarar á báða bóga,
bæði af Norðmönnum og Is-
lendingum.
Á fimtudagsnótt lögðum við
af stað til Björkeyjar, í glamp-
andi miðnætursólskini_ Fólkið
svaf í hásetaklefa, í lest og á
þilfari. En þeir, sem vöktu,
horfðu hugfangnir á skógvaxn
ar eyjar, sem siglt var fram-
hjá.
Til Björkeyjar komum við
kl. 7 í morgun. Tekið var á
móti okkur með kórsöng og
kaffiveitingum. Björkeyjarbú-
ar eru um þúsund að tölu. —
Þeir eru ættfróðir mjög, og
rekja ættir sínar til landnáms-
manna.
Skógræktarfjelag þeirra hef
ur komið sjer upp skógargirð-
ingu, sem er 60 hektarar að
stærð. Hafa þeir gróðursett þar
100,000 trjáplöntur, af greni,
furu og lerki.
Öll hefur ferðin verið hin
ánægjulegasta. En eftirminni-
legust verður öllum eyjaferðin.
Því hjer höfum við fenrið
tækifæri til að sjá, hve hægt
er að rækta skóg við vond og
erfið skilyrði. — Garðar.
25,000 manns
sáu Hamlet
RÚMLEGA 25.000 manns sáu
stórmyndina ensku Hamlet, sem
Tjarnarbíó hefur sýnt undan-
farnar vikur. í gærkvöldi var
myndin sýnd í síðasta sinn og,
var það 76 sýning á Hamlet.
Aldrei fyrr mun það hafa
gerst hjer á landi að ein kvik-
mynd væri sýnd svo oft. Skýr-
inguna er vafalaust að finna í
því, að íslenskur skýringatexti,
hin meistaralega þýðing Matth-
íasar Jochumsonar var með
myndinni, þannig að allnyung-
ir sem gamlir, gátu haft full
not af.
Til Póllands.
WASHINGTON: — Eiginkona
kommúnistans Gerhard Eislers
hefur nú verið flutt til Póllands
frá New York með flugvjel.