Morgunblaðið - 24.06.1949, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.06.1949, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐiÐ Föstudagur 24. júní 1949. Tóviitnuskóiinii á Svulburði og norsk listuverk úr togi Halldóra Bjarnadóttir ritstjóri „Hlínar“ var hjer á ferð nýlega og hafði blaðið þá tal af henni. Hún kom úr 6—7 vikna ferða lagi um Norðurlönd. Tóvinnuskólinn á Svalbarði barst í tal. Þessi sjerstæði skóli, er fyrst og fremst hennar verk og dafnar hann undir hand- leiðslu hennar. Halldóra skýrði svo frá: Á Svalbarði Skólinn starfar í sex mánuði, en nemendur voru þar níu í vet- ur. Ekki er hægt að hafa þar f 1: iri. Stúlkur hafa komið í sl.ólann af Vesturlandi, Norð- urlandi og Austurlandi og einn nemandi kom úr íslendinga- byggðum vestan hafs. En eng- inn hefir komið af Suðurlandi ennþá. Tóvinnuskólinn hefir hús- næði í hinu mikla íbúðarhúsi, er Björn heit. Líndal reisti á Svalbarði við Eyjafjörð, en nú- verandi eigandi Svalbarðs, Stefán Stefánsson, fyrrum bóndi á Varðgjá, leigir skólan- um nauðsynleg húsakynni fyrir lágt verð. Aðal kennari skól- ans er Rannveig Líndal, en jeg sje um útvegun til skólans, kem þangað við og við og gisti þá nokkrar nætur. Skólinn fær oft heimsóknir til fróðleiks *og skemmtunar. Vinnubrögð nem- enda voru kvikmynduð 1948. I skólanum er kennd öll venjuleg tóvinna, að taka ofan af ull, kemba og spinna, prjóna og vefa, kennt að lita úr íslensk um jurtum o. s. frv. Þar er bæði kennd togvinna og að vinna úr þeli. I vetur og fyrravetur kenndi frú Kristín Halldórsdótt ir frá Hlíð í Kinn allskonar jurtalitun, og í fyrra kom frú Þórdís Egilsdóttir frá ísafirði og sýndi ýmiskonar vinnu úr togi. . í fyrrahaust var fengin spuna vjel til skólans frá Villingaholti í Flóa. Það er von mín, segir Hall- dóra, að stúlkur þær, sem koma í Tóvinnuskólann gleymi því ekki, sem þær þar læra. Þekk- ing á ullarvinnunni og sú smekkvísi, sem henni hefir fylgt frá fornu fari, breiðist með þeim út um landið, til ómetan- legs gagns fyrir hollan heim- ihr.iðnað. Heimilisiðnaður fer vaxandi Frá ferð sinni til Noregs og Danmerkur, sagði Halldóra m. a. þetta: A síðustu árum hefir áhugi almennings í þessum lönd um fyrir heimilisiðnaði farið mjög vaxandi, og virðist nú vera þar mun meiri og almennari en hjer. Ekki aðeins að þar sje lögð áhersla á að vinna úr ull, til daglegra þarfa, heldur og dýr- indis listaverk.^- í Oslo sá jeg t. d. að tvær stúlkur unnu að veggteppi, sem á að vera í ráðhúsi borgarinnar. Það er 4x6 m. á stærð. Dýrindis myndvefnaður er á teppi þessu. Myíidir teppisins eiga að tákna atvinnuvegi þjóðarinnar. Allt bandið er handspunnið og kembt út togi og jurtalitað í ótal litum. Frásögn Halidóru Biarnadóffur Tog þetta er fengið af fjár- stofni, sem ræktaður er á af- skektum eyjum við Noreg, og er togmikið álíka og íslenska fjeð. En ekki er þetta togband eins gott og það sem best er unnið hjer enda þótt það reynd- ist að vera áferðarfallegt í teppinu. Það gladdi mig mikið, er jeg kom til Danmerkur, að sjá hve miklar framfarir hafa orðið þar í landi í vefnaði, en þangað hefi jeg ekki komið í 15 ár. í Danmörku Þar er unnið mjög að út- breiðslu og framförum 1 heim- ilisiðnaði. Formaður hins danska heimilisiðnaðarfjelags er yfirarkitekt í Höfn, Svend Möller, áhuga og dugnaðarmað ur hinn mesti. Hann kom hing- að á heimilisiðnaðarráðstefn- una í fyrrasumar og eins skóla- stjórafrú Anna Terkelsen. Mað- ur hennar er skólastjóri við lýð- háskóla á Suður-Jótlandi. Dvaldi jeg hjá þeim hjónum um tíma og hjelt þar sýningu á ýmsum íslenskum heimilis- | iðnaðarmunum. Heimilisiðnað- arfrömuðir í Danmörku hafa mikinn stuðning af lýðhúskól- lunum, en þeir eru alls 60—70 'í landinu. í Askov á Jótlandi eru 2 meikar heimilsiðnaðarkonur að setja á stofn dálítla kembi- og spunaverksmiðju. Vjelarnar voru komnar til Esbjerg, þegar jeg heimsótti Askov. Verksmiðj an á að framleiða gott band til heimilisiðnaðar. Vjelarnar eru fengnar frá Englandi. Þetta er gömul uppfinning, sem hefur lengi verið í notkun í Englandi. Frakklandi og víðar. Þessar viel ar hafa lengi verið óskadraum- ur okkar íslenskra heimilisiðn- aðar fólksins. Nú vilja dönsku konurnar gera tilarun með ís- lensku ullina (þelið) og hafa þegar fengið sýnishorn af því. Verðlagsbrot dæmt í Hæstarjetti í HÆSTARJETTI hefur verið kveðinn upp dómur í málinu Valdstjórnin gegn Stefáni Thor arensen, Sóleyjargötu 11, hjer í bæ. Mál þetta er höfðað gegn Stefáni fyrir brot gegn lögum um verðlag nr. 3 frá 13. febrúar 1943, samanber tilkynningu verðlagsstjóra nr. 2, 6. febrúar 1946, um hámarksálagningu á þar tilgreindum vörum. Málavextir eru í stuttu máli á þá leið, að nokkru fyrir jól byrjaði Laugavegs Apótek sem er eign Stefáns Thorarensen, að selja möndlur í litlum pökkum, 100 gr. af möndlum í hverjum, fyrir kr. 2,50, en nokkru áður hafði verðið á möndlunum á sama stað, verið kr. 15 pr. kg í undirrjetti var Stefán Thor- arensen dæmdur í 2000 kr. sekt til ríkissjóðs og gert að greiða málskostnað. í Hæstarjetti var greiðsla sektar lækkuð nokkuð og segir svo m.a. í forsendum dómsins: Það er ljóst, að möndlur þær, er í málinu getur, hefur kærði selt í lyfjabúð sinni sem al- menna verslunarvöru, enda aug lýst hana þannig. Og þar sem álagning kærða á vöru þessa fór fram úr því, sem heimilað er í auglýsingu verðlagsstjóra frá 6. febr. 1046, þá ber að dæma kærða sekt samkvæmt 2. mgr. 9. gr. laga nr. 3, 1943. Með hlið- sjón af 51. gr. laga nr. 19, 1940, þykir sektin, er renna skal til ríkissjóðs, hæfilega ákveðin kr. 1200.00, og komi 5 daga varð- hald í stað hennar, ef hún greið ist ekki innan 4 vikna frá birt- ingu dóms þessa. Ákvæði hjeraðsdóms um máls kostnað í hjeraði á að vera ó- raskað. Kærði greiði allan áfrýjunar- kostnað sakarinnar, þar með talin laun skips sækjanda og verjanda fyrir Hæstarjetti. verjanda fyrir Hæstarjetti, Ragnars Ólafssonar og Theódórs B. Líndal. Ford-jeppi ; Með nýrri yfirbyggingu og í ágætu standi til sýnis og : sölu á Hringbraut við Vífilsgötu á morgun kl. 2—3. Blómoáburður 7 cjífert ~JJriátján$$on (J? (Jo. íi.j. írossviður Ijtvega leyfishöfum frá Finnlandi og Frakklandi fyrsta flokks krossvið (birki, eik mahogny, hnotu og gaboon) og margar tegundir af spæni- Ennfremuf furu og húsgagnabirki. Sýnishorn og aðrar upplýsingar fyrir hendi. Pd(( pc orcjeiróóon Hamarshúsinu — Sími 6412 «■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Afgreiðslustúlku : Áreiðanleg og lipur stúlka óskast i sjerverslun. Þær Sem • ■ ■ ; hefðu hug á þessu, sendi nafn og heimilisfang í lokuðu : ■ ■ ; umslagi merkt: „Áreiðanleg — 216“ til afgreiðslu Morg : ■ ■ ■ ■ | unblaðsins fyrir 26- þ.m. * ! Heilnæmt sturf ; : : Unga og þrifna stúlku vantar við veiðiá í Borgarfirði, ; j sem annast matreiðslu og annað umhyggjuverk í veiði- : j húsinu. Ekki erilsöm staða, en vel launuð. Aðeins 2—3 : ; gestir. Upplýsingar gefur : I ! : SIGBJORN ARMANN ; í Varðarhúsinu — Simi 3244. : ■ ■ ! Ellaður óskast ! ■ ■ ■ ■ ■ ■ ; til eftirlitsstarfa við veiðiár í Árnessýslu um 4 mánaðar ; ; tíma- Þeir sem áhuga hafa fyrir starfinu, sendi nöfn sin ; : og heimilisfang ásamt upplýsingum um fyrri störf og : • menntun til skrifstofu Veiðimálastjóra,’Tjarnargötu 10, : ; Reykjavík, fyrir þann 28. þ.m. j ÚTBOÐ ■ Tilboð óskast í að steypa upp og gera fokhelt tvilyft j j íbúðarhús hjer í bænum. Uppdrætti og útboðslýsingu j ; má sækja á teiknistofu Kjartans Sigurðssonar, Garða- j : stræti 6, laugardag og mánudag milli kl. 9 og 12. ! H IJ S IM Æ Ð I : . . , j : 2ja—5 herbergja ibúð óskast til leigu nú þegar eða siðar ; ■ i sumar. Má vera í úthverfi bæjarins. Til greina geta j j komið kaup á húsi eða ibúð. Uppl- í sima 4334. I Jeppaeigendur athugið ■ ■ ■ ■ ■ Góður jeppi óskast strax, helst landbúnaðarjeppi, þarf j J ■ j ekki að vera yfirbyggður. Upplýsingar í 'síma 1066 j j frá kl. 5—7 í dag. :

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.