Morgunblaðið - 24.06.1949, Blaðsíða 8
8
MORGUNfíLAÐlÐ
Föstudagur ú-í. júní 1949.,
1
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands,
kr. 15.00 utanlands.
í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók.
s. u. s.
í DAG hefst tíunda þing Sambands ungra Sjálfstæðismanna
hjer í Reykjavík, og er það haldið í Sjálfstæðishúsinu.
Landssamtök ungra Sjálfstæðismanna voru stofnuð í sam-
bandi við Alþingishátíðina á Þingvöllum 1930. I fyrstu voru
fjelögin' ekki mörg, sem mynduðu þetta landssamband
ungra Sjálfstæðismanna, en áræði og bjartsýni einkenndu
samtökin frá upphafi. Það væri ekki rjett að segja að þessi
samtök hefðu frá stofnun sinni verið í stöðugt jöfnum
vexti, því að eins og gengur í fjelagsmálum blæs byrlegar
eina stundina en aðra. Samt sem áður má fullyrða, að sam-
tökin hafi alltaf verið sterkt og áhrifaríkt afl innan Sjálf-
stæðisflokksins og flokknum ómetanlegur styrkur.
Fyrir Sjálfstæðisflokkinn nú skiptir það mestu, að hin
pólitísku samtök unga fólksins innan vjebanda flokksins
hafa ekki í annan tíma verið eins öflug og nú. í því felst
hin öruggasta forspá um framtíð flokksins.
Síðustu árin hafa samtök ungra Sjálfstæðismanna stöðugt
vaxið. Fyrir síðustu kosningar var sem ný vakningaralda
færi um samtökin. Þessi vakning hefur ekki dvínað, heldur
leitt af sjer mörg ný fjelög og hjeraðasambönd, þannig að
hlekkir samtakanna ná nú um alla landsfjórðunga, bæði
til sjávar og sveita.
Þetta kemur m. a. fram í hinni miklu sókn fulltrúa á
Sambandsþingið nú, sem er hið fjölmennasta, sem haldið
hefur verið fram til þessa.
Ungir Sjálfstæðismenn hafa alltaf sett markið hátt. Starf
þeirra og stefna hefur verið mótað af sóknarhug og frjáls-
lyndi. Forusta Sjálfstæðisflokksins hefur kunnað að meta
þann liðstyrk, sem æskan hefur veitt flokknum. Heim-
d.allur, fjelag ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, er elsta
og stærsta fjelag samtakanna. Það er jafnframt fjölmenn-
asta stjórnmálafjelag landsins. Á 20 ára tímamótum þess
fjelags ljet formaður Sjálfstæðisflokksins, Ólafur Thors,
svo um mælt: „Er ekki ofmælt, að hin frjálslynda fram-
farastefna Heimdallar hafi í ríkum mæli fest og aukið
fylgi flokksins.“ Eins og þessi orð eiga með sanni við um
Heimdall eiga þau einnig með rjettu við um heildarsam-
tök ungra Sjálfstæðismanna, sem hafa haldið og halda nú
uppi skeleggri baráttu fyrir málstað sjálfstæðisstefnunnar
um gjörvallt landið.
Ungir Sjálfstæðismenn hafa á ýmsan hátt orðið braut-
ryðjendur í stjórnmálastarfseminni hjer. Fyrir þeirra til-
verknað hóf Sjálfstæðisflokkurinn skólastarfsemi og fræðslu-
námskeið, sem miðaði að því að gera hina ungu liðsmenn
hæfari til baráttu með aukinni þekkingu. Jafnframt var
tekin upp tilsögn og æfingar í ræðumennsku. Þetta hafa
aðrir flokkar síðan reynt að taka upp innan sinna vjebanda.
Ungir Sjálfstæðismenn hófu erindrekstur fyrir flokk sinn
með því að ferðast um landið milli fjelaga flokksins og
trúnaðarmanna. Aðrir hafa einnig tekið það eftir. Ungir
Sjálfstæðismenn hafa lagt sjerstaka áherslu á útgáfustarf-
semi pólitískra fræðslurita og hefur Heimdallur einkum
haft forustu í þeim efnum. Þeir hafa öðrum fremur lagt
stund á víðtæka kynningarstarfsemi meðal meðlima fjelags-
samtakanna, með gagnkvæmum heimsóknum fjelaganna,
ferðalögum og kynningarsamkomum.
Margoft hafa ungir Sjálfstæðismenn haft forgöngu um
eða tekið þátt í pólitískum umræðufundum eða útvarps-
umræðum milh hinna pólitísku æskulýðsfjelaga. Þeir hafa
þar jafnan borið djarflega fram merki Sjálfstæðisflokksins
og komið heilir af hólmi.
Þeir hafa fyrr og síðar gegnt hinum ábyrgðarmestu störf-
um fyrir flokk sinn, bæði á Alþingi, í bæjar- og sveitar-
stjórnum og víðar — og innt þar skyldur sínar af höndum
með trúmennsku og kostgæfni.
Augu Sjálfstæðismanna hjer í höfuðstaðnum munu hvíla
á þingi hinna ungu flokkssystkina þessa dagana. Eftir þingið
munu straumar þess berast út um landið.
Sjálfstæðismenn vita þá að flokkslegur vorblær fer um
landið.
Morgunblaðið vill mega bjóða hina ungu flokksmenn
velkomna til þings og óskar þeim heilla í störfum.
XJílwerjl áírij^ar:
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Óvarleg meðferð
fornmenja
VID þjóðminjasafnið nýja á Mel
unum stendur skúrræfill, held-
ur ómerkilegur útlits, en þar
sem það er ekki. óvanalegt, að
skúrar sjeu við nýbyggingar,
munu menn ekki alment hafa
amast við þessu hreysi, nje talið
það sjerlega mikilsvert.
Forvitinn kunningi minn, er
þarna var á ferð, tók samt eftir
því, að ein fjöl í skúrnum hafði
verið rifin og leit hann inn í
skúrinn. Varð hann heldur for-
viða er hann grilti þar í fornar
altaristöflur og fleira, sem hon-
um virtist vera dýrir listmun-
ir. —
•
Kannaðist við
gripina
ÞÓTTIS’Í hann þekkja þar
nokkra gripi úr Bessastaða-
kirkju, eíns og hún var, áður
en henni var breytt í funkishús
fyrir hálfa miljón, eða hvað það
nú var, sem það kostaði, að um-
turna því húsi.
•
Áhyggjur á rökum
reistar
KUNNINGI minn varð áhyggju
fullur vegna þessarar gáleysis-
legu meðferðar á sögulegum
gripum. Hann mintist þess, að
ekki er langt síðan, að stráka-
óvitar kveiktu í skúrræfli eins
og þessum, sem geymir forn-
menjarnar og honum datt í hug
að ef til vill gæti eins farið á
þessum stað, áður en gripunum
yrði komið fyrir á öruggari
stað.
Þessar áhyggjur hans eru
ekki ástæðulausar og ef sams-
konar kvíði grípur þá menn,
sem eiga að varðveita listmun-
ina gömlu í skúrnum, þá er til-
ganginum með þessum línum
náð.
Vaxmyndasafnið
hans Óskars
FYRIR nokkru rakst jeg á Ósk-
ar Halldórsson útgerðarmann.
Hvað líður vaxmyndasafninu
þínu? spurði jeg. Það hefir ekk-
ert heyrst um það lengi.
„Það er tilbúið, alt saman
úti í London“, svaraði Óskar.
„En það er ekkert húspláss til
fyrir það hjer í bænum og á því
stendur.“
En Þjóðminja-
safnið?
ÓSKAR hefir sem kunnugt er,
lagt mikið fje og fyrirhöfn í
þetta vaxmyndasafn. Hafði
hann hjer breskan sjerfræðing
til þess að móta myndir af merk
ustu mönnum okkar. Keypti föt
á stytturnar. Yrði þetta safn hið
merkilegasta, því vaxmyndirn-
ar eru vel gerðar, flestar.
Nú ætti ekki að líða á löngu
þar til Þjóðminjasafnið verður
opnað og væri ekki út vegi, ef
hægt er að koma því við, að
safnið hans Óskars Halldórsson
ar fengi þar inni.
Þar á það heima, frekar en
í geymslu suður í Lóndon.
•
Miðnætursólarflug
EF VEL viðrar í kvöld verður
sennilega farið í fyrsta mið-
nætursólarflugið norður í íshaf,
en eins og lesendur kann að
reka minni til var slíkt flug orð
að hjer í dálkunum fyrir
skömmu.
Ekki er það þó beint fyrir
mín orð, að þetta flug er ráð-
gert, þótt það hafi vakið áhuga
margra fyrir sliku flugi, að á
það var minst.
Það er hópur útlendinga,
sem hefir leigt „Gullfaxa“ til
ferðarinnar og það fór eins og
mig grunaði, að þeir heimta vit
anlega skírteini upp á, að þeir
hafi farið slíka ferð.
Vafalaust koma fleiri miðnæt
ursólaferðir á eftir þessari.
•
Háskalegar
slúðursögur
í FYRRADAG gekk háskaleg
slúðursaga um bæinn, sem olli
mörgum áhyggjum. Ein útgáfa
sögunnar var á þá leið, að ís-
lensk flugvjel í utanlandsflugi
hefði nauðlent á miðju Atlants-
hafi og óvíst væri um björgun
farþega. Önnur útgáfa var sú,
að eldur hefði komið upp í vjel-
inni.
Sannleikurinn er sá, eins og
blaðalesendur vita nú, að ,.Gull
faxi“ lenti á Suðureyjum af ör-
yggisástæðum, vegna bilunar í
einum af fjórum hreyflum vjel-
arinnar. Það var engin hætta á
ferðum. Vjelin hefði getað hald-
ið áfram til Prestvíkur i Skot-
landi á þremur hreyflum, en
flugmennirnir gerðu rjett i að
lenda á næsta flugvelli sem þeir
náðu til eftir að bilunarinnar
varð vart.
Óþarfa ótti
SLÚÐURSÖGUR eins og þessar
valda óþarfa ótta, hvort heldur
er um að ræða flugvjelar, skip
eða önnur farartæki, sem marg
ir menn eru í og ætti fólk að
gæta fylstu varúðar, að breiða
eki út sögur um að farartækj-
um hafi hlekst á, nema að þeir
sjeu vissir um, hvað þeir eru
að segja.
Hitt ættu svo þeir, sem hafa
skip, flugvjelar, eða hvaða flutn
ingatæki sem er, í förum, að
gera sjer að fastri reglu, að
tefja ekki að segja blöðun-
um alt hið sanna og rjetta und
ir eins. Það fyrirbyggir óþarfar
og háskalegar slúðursögur.
Sóðaleg meðferð
ÞAÐ ER langt frá því, að nógu
þrifalega sje farið með matvæli
hjer á landi. Matvælaeftirlitið
hefir mann í Englandi um þess-
ar mundir, sem er að kynna sjer
meðferð matvæla og hreinlæti
alt í því sambandi og vonandi
stendur þetta því til bóta.
Verða að þessu sinni ekki
nefnd einstök dæmi, en almenn
ingur mun fylgjast vel með því,
hvaða ráðstafanir yfirvöldin
gera til þess, að bæta úr í þess-
um efnum.
I MEÐAL ANNARA ORÐA .... !
I i
?|j IIMMIIIIIMIIIIItlllllllMMIIIMIIIIIIIIIIMMMMIIIIMIIMIIIMIMMMIMMIIMIIMIMIIIMIMMIIIMMIIIIMMIIIIMIIIIIMIMIIIHlllj
Marshall-hjálpin og landbúnaður Dana
Eftir Charles Croot,
frjettaritara Reuters
KAUPMANNAHÖFN: — Á-
rangur er nú farinn að koma í
ljós af Marshallaðstoðinni, sem
Danir hafa notið og kemur það
fram bæði í aukningu landbún-
aðarafurða og auknum innflutn
ingi.
Danmörk er fyrst og fremst
nautgriparæktunarlandj sem
byggir afkomu sína á mjólkur-
framleiðslu. Danir eiga um tvær
miljónir nautgripa og danska
stjórnin hefir lagt aðaláhersl-
una á að kaupa olíukökur til
fóðurbætis fyrir kýr sínar, fóð-
urbæti fyrir svín og grísi og nýj
ar landbúnaðarvjelar.
Frá 3. apríl 1948 til 30. júní
1949 hlulu Danir dollara, sem
svara til 528.000,000 króna, frá
Viðreisnarstofnun Evrópu (ER
P). Þann 1. apríl s. 1. höfðu inn-
flutningsleyfi verið veitt fyrir
upphæð, sem nam 478.000,000
króna, þar með talinn innflutn-
ingur, sem þegar var kominn
til landsins er nam 300.000,00
krónum.
ÁHERSLA LÓGÐ Á
FÓÐURBÆTIS-
KAUP
AF síðari upphæðinni var um
helmingur veittur til landbúnað
arvara:
Kornfóðurbætir fyrir 46,9
milj. kr.
Olíukökur fyrir 80.9 milj. kr.
og landbúnaðarvjelar fyrir 31,6
miljónir kr.
Þannig var um heiming
Marshallaðstoðarinnar á þeim
tíma notað til stuðnings land-
búnaðinum og þar af um 30 pró
sent fyrir fóðúr.
Landbúnaðarsjerfræðingar
hjer telja, að fje, sem veitt er til
fóðurbætiskaupa veiti góðan
hagnað. Þegar nægjanlegt er
flutt inn af fóðurbæti aukast
landbúnaðarafurðirnar í hlut-
falli við það og þar með evkst
útflutningur og gjaldeyri til
kaupa á öðrum nauðsynjúm al-
mennings.
VJELAR í STAÐ
VINNUMANNA
FYRIR Marshallaðstoð hafa
danskir bændur eignast nýjar
og fleiri landbúnaðarvjelar en
áður. 1944 áttu danskir bændur
4.500 dráttarvjelar. En nú eru
þær samtals 12,000. Hefir þessi
aukning landbúnaðarvjela bætt
bændum mjög upp straum
manna til borganna og mink-
andi vinnukraft í sveitum.
Síðustu 10 árin hefir þeim,
sem vinna landbúnaðarstörf
fækkað um 30—35 af hundraði,
en aukin vjelanotkun hefir bætt
mjög úr og valdið því að fram-
leiðslan er síst minni.
• •
AUKNING
ÚTFLUTNINGSINS
AUKIN útflutningsverslun
Dana sýnir best hve Marshall-
hjálpin hefir komið að góðu
gagni. Frá 1. janúar til 29. maí
þ. á. fluttu Danir út 50.161 smá
lest af smjöri á móti 38 609 á
sama tíma í fyrra. Sama er að
segja um aðrar mjólkurafurðir.
Ostaútfhitningurinn jókst á
sama tímabili úr rúmlega 3,5
þúsund smálestum í 10,8 þús.
smálestir. Búist er við að mjólk
urframleiðslan aukist um 25%
á þessu ári, bæði vegna góðrar
beitar í ár og vegna betra fóð-
urbætis.
Mikil hluti mjólkurinnar fer
til smjörgerðar og er gert ráð
fyrir að smjörframleiðslan
verði það mikil á þessu ári, að
Danir geti ekki selt alt, sem
þeir eiga afgangs frá eigin
þörfum til útlanda. En þetta
mun þó vart skapa erfiðleika
þegar í stað. Bretar fengu að-
eins 29,120 smálestir af smjöri
frá Danmörku frá áramótum til
Framh. á bls. 8.