Morgunblaðið - 24.06.1949, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.06.1949, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 24. júní 1949. 75 ára í dag Flosi Sigurðsson trjesmíðameistari FLOSI SIGURÐSSON trje- smíðameistari, einn af nýtustu borgurum þessa bæjar, er 75 ára í dag. Hann er hugljúfi hvers manns, sem honum hefir kynst og nýtur almenns trausts og virðingar. Starfssamur at- orkumaður sem hefir tim lang- an áldur staðið framarlega í iðnaðarmannastjétt lardsins. Fjelagsmál hefir Flosi látið nokkuð til sín taka um ævina og verið ötull starfsmáður Góð- templarareglunnár. Hann var einn af hvatamönnum að stofn un Elliheimilisins • Grund og hefir átt sæti í stjórn þess frá upphnfi. Hann átti hið ágætasta he'im ili með hinni þjóðkunnu sæmdarkonu sinni, Jónínu Jónatansdóttur, sem liest fyrir nokkrum árum- Flosi er jafnan glaður og reif ur og munu honum- í dag berast hugheilar árnaðaróskir frá fjölda mörgum vinum fjær og nær. - . ÁNAMAÐKAR til sölu, Höfðab. 20. Yilborg Þorsfeinsdóffir Minningarorð í DAG verður til moldar borin ekkjan Vilborg Þorsteinsdóttir er andaðist á heimili sínu, Hverfis- götu 28, Hafnarfirði 17. júní s.l. Vilborg heit. var fædd að Marð arnúpi í Skagafirði 14. sept. 1876 og varð því nær 73 ára gömul. Foreldrar hennar voru Vilborg Benediktsdóttir og Þorsteinn Jónsson, ólst hún upp að mestu leyti með móður sinni. Árið 1899 giftist hún Sigurði heitnum Bjarnasyni sem þá var að ljúka skipstjóraprófi, og sem síðar varð skipstjóri á þilskip- um í Rvík og Hafnarfirði, en síð- ustu ár æfi sinnar var hann kaup fjelagsstjóri og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði þar til hann andaðist 16. maí 1915. Vilborg og Sigurður bjuggu mest allan sinn búskap á Hverfis götu 28 í Hafnarfirði, var sam- búð þeirra hin ástúðlegasta og allir heimilishættir svo fagrir og góðir, að af bar; þau eignuðust þrjú börn sem öll eru á lífi: Jón Sigurðsson verksmiðjustjóra í Hafnarfirði, Jakob A. Sigurðsson skrifstofustjóra á Akranesi og Guðrúnu Sigurðardóttir kaup- konu í Hafnarfirði. Nutu þau öll hins besta uppeldis á heimilinu, en þar sem fyrirvinna heimilisins fjell frá meðan börnin voru enn í æsku, varð Vilborg ein að halda áfram uppeldisstarfinu, og kom þá best í 1 jós, hve mikil dugnaðar og mannkosta kona hún var, hjelt hún heimili fyrir börnin sín með sama hætti og áður og sá um að þau fengju hið besta veganesti út í lífið sem var gagnleg og góð menntun. Heimili Vilborgar á Hverfis- götu var ætíð í nánu sambandi við börnin eftir að þau giftust og þeirra annað heimili. Vilborgu var eiginlegt að fórna öllu starfi sínu, meðan kraftar entust, fyrir ástvini sína og vini. Hún var rausnarleg og glöð heim að sækja, einörð og hreinskilin, talfróm um aðra menn, vinföst svo að af bar og tryggðartröll hið - íþróflir mesta. Hún virti kristni og kirkju og treysti góðum guði umfram alt Hún var bókhneigð og las mik ið bæði um andleg og veraldleg efni, enda fylgdist hún vel með þjóðlegum málum svo sem sjálf- stæðisbaráttu þjóðarinnar sem kom svo mikið við sögu á hennar lífsleið, og gladdist innilega yfir unnum sigrum og velmegun lands ins. — Guð gefi að ísland ætti margar slíkar konur sem Vilborg var. Far þú í friði, friður guðs þig blessi Hafðu þökk fyrir alt og alt. Blessuð sje minning þín. A. (Framh. af bls. 2) Sigurður Guðnason IR, 4.39,2 mín. og 4. Benedikt Árnason, Á, 4.39,6 mín. 80 ni. grimlalilaup kvenna: — 1. Hafdis Ragnarsdóttir KR, 15,6 sek. 2. Edda Björnsdóttir KR, 15,6 sek., 3. Ásthildur Eyjólfsdóttir Á, 16,0 sek. og 4. Þóra Guðmundsdóttir Á, 16,6 sek. Langstökk; — 1. Torfi Bryngeirs son, KR, 7,01 m., 2. örn Clausen lR, 6,64 m., 3. Stefán Sörensson IR, 6,60 jm. og 4. Þórir Bergsson FH, 6,53 m. Kúluvarp: — 1. Gunnar Huseby KR, 15,44 m., 2. Sigfús Sigurðsson, KR, 14,30 m., 3. Friðrik Guðmunds- son KR. 14,26 m. og 4. Bragi Frið riksson KR, 13,90 m. 1500 m. hlaup: — 1. H. Posti, Finnlandi, 4.06,0 min., 2. Þórður Þorgeirsson, KR, 4.17,4 mír.. og 3. Stefán Gunnarsson Á, 4.27,0 mín. 4x100 m. lioðlilaup: — 1. Úrvals sveit (Hörður Haraldsson, Finnbjörn Örn Clausen og Guðm. Lárusson) 43,0 sek. og 2. KR, 44,2 sek. — Meðal annara orða Frh. af bls. 8. 29. maí, en fyrir stríð fluttu Bretar inn 111,460 smálestir smjörs árlega frá Dönum. Þrátt fyrir þetta er ekki gert ráð fyrir, að danskur landbún- aður eigi fyrir höndum neina gullöld á næstunni. — Þýski markaðurinn er svo að segja horfinn og Danir eiga mikið erf iði fyrir höndum við öflun nýrra markaða fyrir landbún- aðarafurðir sínar. En Marshallaðstoðin hefir hinsvegar gert Dönum kleift að rjetta sig úr kútnum fyrr en þeir hefðu annars megnað. — Tíminn og Frams.fl. Frh. af bls. 10.. eða að hlátursefni um land alt eins og áramótagreinar Her- manns. Þessir menn halda uppi vonlausri baráttu". 6. „Frumástæðan til hins and lega dauða í liðsafla Hermanns og Eysteins er ófullkomleiki þeirra sjálfra: Áköf sókn eftir persónulegum vegtyllum og fjárhagsaðstöðu, samfara al- gerðu áhugaleysi um almenn mál og frámunalega vöntun á skapandi gáfum. En í ofanálag á þessa eiginleika og vöntun líf- vænlegra hæfileika, býr í þeim cfjúpsettur ótti við hugsanlega keppinauta". Það leynir sjer ekki að kunnugur maður gefur þessar lýsingar. En þetta er aðeins sýn ishorn. Menn þurfa að sjá það alt og fyrst og fremst þeir, sem enn eru svo lítilsigldir að kalla sig Framsóknarmenn. Bezta oí/ tiltöluleya ódýrasta sumarleyfisbóhin: V. hindið kemiir í héknhnðir í dag! 13 leynilöyreylusögur, á 5. hundrað bis.9 fyrir aðeins hr. 30 .......................................................»l»lllllml(l||||t»(||flimlll|(^|i||||||l|(||»((|(M••^lli•*(••Mmm•Ml(*•*lnl(''mmlmm,M•,,,*,",,,,,,,""M,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,l,,m,,,,,.11,1 '= Markúú Eftir Ed Dodd immmmimmmiimiim.mmiiimmmiiiimmiimiimmmmim ' OKAX 1 wmat is rr voui /AÖP.LE............. .. Vv'ANT ME. TO DO? miiiiiiiimmiMiiiiimimiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiimiiimiiiimimim MARK, VOU'RE J I'VE DONE 1 CRA2Y... y- 50ME 4 you CAN'T VCUMBING^ do rr.-.vou'RE) george. NO HIGH J COOKING CUMBER/ d FOB. BIBOS ■ — Jæja, V’'gbjörn-. Segðu, j Og nú vil jeg, að þú komir í hvað það er, sem þarf að gera. staðinn fyrir hann og verðir — Klifrarinn minn meiddist nýr rósamagj. Öxin er tilbúin. nýlega — í -slagsmálum Þú átt að höggva króntma af. — Nei, Markús. Nú gengur það of langt. Þú ert enginn klifrari — Jeg hef stundunj klifrað upp í trje áður. Þegar jeg hef verið að leita að fugls- hreiðrum. Uppeldismálaþingið hefsl í dag UPPELDIMÁLAÞING Sam- bands íslenskra barnakennara og Barnaverndarráðs Islands, lefst hje’r í Reykjavík í dag. Setning þingsins fer fiam í Kennaraskólanum kl. 10 árd. og mun Ingimar Jóhannesson. formaður sambandsins flytja setningarræðu og bjóða fulltrúa velkomna- Giskað er á, að háít á annað hundrað kennarar og barnaverndarnefndarstarfs- menn taka þátt í störfum þings- ins. í fjarveru menntamálaráð- herra flytur Bjarni Ásgeirsson ráðherra ávarp til þingfuiltrúa. Klukkan 11 árd. verður fyrsti fundur þingsins settur. Þá flyt ur dr. Matthías Jónasson erindi um Manngildi afbrotabarna, sem er annað aðalerindi á þing inu. Hitt erindið verður flutt á fundi er hefst kl. 2 í dag. Það flytur dr. Símon Jóh. Ágústs- son og mun hann gera grein fyrir starfi og starfsskiiyrðum barna verndarnef nda. - Kosningar í Belgíu (Framh. af bls. 9) stærsti flokkurinn í landinu, krefjast þess eindregið að kon- ungurinn segi af sjer. Þeir líta svo á, að konung-' urinn hafi verið skilinn frá þjóð inni að fullu og öllu síðan hann gafst upp fyrir þýska hernum í maí 1940. — Hann gafst upp af frjálsum vilja, í stað þess að fara til Englands, og halda á- fram baráttunni þaðan, segja þeir. Jafnaðarmennirnir, og hinir vinstri flokkarnir, saka konung inn um það sem þeir kalla „per sónulega stjórnmálastefnu“ hans fyrir styrjöldina, í styrjöld inni og að henni lokinni, og þeir saka hann ennfremur um, að hafa samið við nasistana með an Belgía var hernumin. Þeir líta svo á, að snúi hann aftur heim, þá muni skella á borgarastyrjöld í landinu. Öfgamenn meðal vinstrisinna ganga jafnvel svo langt, að vilja samvinnu við kommúnista um að efna til pólitískrá allsherjar- verkfalla um allt land, ef svo skyldi fara að konungurinn snúi aftur heim. Hægfara jafnaðarmenn, sem frábitnir eru svo róttækum að- gerðum, óttast það að svo mikil ólga kunni að koma upp með þjóðinni, að það kunni jafnvel svo að fara, að það muni ekki verða nein lausn á málinu, þótt Leopold segi af sjer og sonur hans taki við konungdómi —■ Þeir segja að slíkt myndi hafa það í för með sjer, að úti væri um konungdóm í Belgíu. Afstaða frjálslyndra Frjálslyndir, sem ekki eru fjölmennir, en samt áhrifamikl- ir, eru klofnir í konungsmálinu. Hægri-sinnar innan flokks- ins, eru annað hvort fylgjandi því, að konungurinn snúi heim, ellegar að þeir eru „hlutlausir“ í málinu, en í þeirra hópi eru mestmegnis liðsforingjar í hern um og auðugir kaupsýslumenn. Vinstri-sinnar innan flokks- ins eru jafn andvígir því, að konungur snúi heim, og jafnað- armenn og kommúnistar, en í hópi þeirra eru aðallega mennta menn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.