Morgunblaðið - 13.07.1949, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.07.1949, Blaðsíða 8
8 MORGUNItLAÐIÐ Miðvikudagur 13. júli 1949-, JHwgtutMftfeib Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. ^ar: 'uerji áhripa ÚR DAGLEGA LÍFINU Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. ‘ Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: \ Austurstræti 8. — Simi 1600. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, - kr. 15.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbólc, Umbötavilji og fjárhags- legt Öryggi EF ATHUGAÐ er, hvað það sje, serrr mest ber á í bar- áttu hinna þriggja vinstri flokka hjer á landi gegn Sjalf- stæðisflokknum, kemur það í ljós, að það sem um skeið hefur einkennt baráttu kommúnista er hið ósvífna hræsnis- tal fimmtuherdeildarinnar um frelsismál þjóðarinnar. Þessi auðsveipu þý Kremlvaldsins og Kominform þykjast nú cinir vera þjóðhollir íslendingar og berjast fyrir öryggí og sjálfstæði landsins. Líklega er þessi „þjóðvarnarbarátta" kommúnista greini- legasta dæmi allra alda um algera fölsun á raunveruiegri stefnu stjórnmálaflokks. Er af þeirri ástæðu ekki ástæða til þess að fjölyrða um þetta herbragð kommúnista. Allir andlega heilir íslendingar hafa sjeð í gegn um svikavefinn og gera sjer það ljóst, að kommúnistar bíða þess eins að nota fyrsta tækifæri til þess að ræna þjóðina frelsi og af- henda hana kúgunarvaldi því, sem mörg ríki Austur Ev- íópu stynja nú undir. ★ Baráttuaðferð Alþýðuflokksins og Framsóknar er nokkuð á annan veg eins og að líkum lætur. Hún er í dag svipuð og hún hefur verið mörg undanfarin ár. Þessir flokkar eiga fyrst og fremst eitt lag og það spila þeir í tíma og ótíma. Það er lagið um að Sjálfstæðisflokkurinn berjist á móti öllum umbótum, hafi allt af gert það og muni alltaf gera það, hann sje flokkurinn braskaranna pg samnefuari allarar óreiðu, sem til sje í þessu landi. En þetta lag er orðið svo gatslitið, að það sætir hmni mestu furðu, að þessir flokkar skuli halda að almenningur í landinu hlusti á það. íslendingar vita og þekkja það af reynslunni, að Sjálfstæðisflokkurinn er raunhæfasti um- bóta- og framfaraflokkur landsins. ★ Er litið er á sögu flokksins frá upphafi, verður þetta mjög vel ljóst. Hún er í fáum dráttum þessi: Þegar flokkurinn tekur við völdum nokkru eftir að full- veldi íslands var viðurkennt, leggur hann á það höfuð- áherslu að efla hið fjárhagslega fullveldi. Stjórn flokksins hafði þá meirihlutaaðstöðu á Alþingi og gat framkvæmt þessa stefnu sína með því að borga niður erlendar ríkis- skuldir og ljetta byrðum af ríkissjóði. Jafnhliða var þó haldið uppi allvíðtækum verkleg'um framkvæmdum. Fjár- málaráðherra flokksins, Jón Þorláksson, var auk þess að vera frábær fjármálamaður, dugandi verkfræðingur og á- hugasamur um verklegar framkvæmdir. Lagði hann grund- völlinn að ýmsum merkustu framkvæmdum, sem síðar hafa verið unnar, t. d. í raforkumálum, byggingu vega og brúa o. s. frv. Hjá Jóni Þorlákssyni hjelst í hendur raunsæi, víð- tæk fjármálaþekking og ákveðinn vilji til þess að fram- kvæma margskonar verklegar umbætur í landinu. Þessi arfur frá hinum eldri forvígismönnum Sjálfstæðis- flokksins hefur reynst þjóðinni drjúgur til giftu. Nýir menn hafa komið og baráttan fyrir stöðugt víðtækari þjóð- lífsumbótum hefur haldið árfam. Jafnan þegar þjóðin hef- ur stigið stór skref í áttina til betri lífskjara og bæítrar aðstöðu í lífsbaráttunni, hefur Sjálfstæðisflokkurinn síaðið í íarabroddi. ★ Þjóðin hefur sjeð þetta. Það er ekki hægt að dylja hana þess með því að spila gamla lagið um „íhaldið", sem ekki hafi áhuga fyrir neinu nema braski og sjerhagsmunum fá- mennra klíka. Verkin sína merkin, ekki aðeins í áhrifum Sjálfstæðisflokksins á stjórn landsins, heldur fyrst og fremst þar, sem hann hefir ráðið einn, eins og t. d. í höfuðborg landsins. Reynslan hefur sýnt íslensku þjóðinni að til þess að tryggja framtíð sína þarf hún ekki aðeins að vilja fram- farir og umbætur. Hún þarf að sameina umbótavilja og raun sæjan skilning á gildi fjárhagslegs öryggis. Þar. sern að j Sjálfstæðisflokkurinn ræður einn, hefur hann framkvæmt stefnu sína á þeim grundvelli. Gaf sig fram. í GÆR VAR minst á mann- inn, sem bauðst til að gefa verð launagrip fyrir fegursta skrúð- garðinn á hverju sumri hjer jí bænum og var þess getið. að I jeg hefði gleymt hver hann j var. En hann ljet ekki standa á að gefa sig fram. Að vísu kær- ir hann sig ekki um, að láta nafn síns getið. En hann stend- ur við loforð sitt, enda er betta mesti sómamaður, sem hefur mikinn áhuga fyrir fegrun borgarinnar. Var ncitað um gjaldeyri. SAGA HINS væntanlega verð launaveitanda er á þessa leið: — Það mun hafa verið í hitteð fyrra, að hann hringdi og bauðst til að gefa verðlauna- grip. Reyndi hann að fá ein- hvern fagran bikar hjer á landi, en fekk engan, sem honum leist nógu vel á- Hann sótti þá um innflutn- ingsleyfi, en fekk neitun. • Sendi 500 kr. ÞEGAR Fegrunarfjelagið var stofnað, 17. júní 1948, sendi hann fjelaginu 500,00 krónur, sem nota átti til kaupa á verð- launagrip, því hann gerði ráð fyrir, að Fegrunarfjelagið myndi fá betri áheyrn hjá við- skiftanefndinni, en hann hafði sjálfur fengið. Það verður ekki betur sjeð, en að þetta mál sje nú í góðum höndum. Laun cmbættismanna úti á landi. HÖFUNDUR brjefsins úm launagreiðslur til embættis- manna úti á landi hefir sent nokkrar línur til viðbóta. og þar sem þær varpa nokkru ljósi á þetta mál, þykir rjett að birta þær: „Kæra þökk fyrir birtingu kvartana minna um kaup- greiðslur embættismanna úti á landi og 2000 kr. póstávísana- hámarkið. Mjer virðist þjer draga það hálfgert í efa, að rjett sje hermt hjá mjer, að embættismenn úti á landi burfi að hafa umboðsmenn hjer í Reykjavík, til þess að hirða laun sín. Slíkt embætti hef jeg haft í 6 ár fyrir einn embætt- ismann og í tvö ár fyrir annan. • Ohjákvæmilegt. SÍÐAN hefi jeg þurft að hnýta hnút á vasaklútinn, til þess að muna nú eftir, um hver mánaðamót, að hirða launin og koma þeim i póst. Þessir tveir embættismenn hafa fullyrt við mig, að óhjákvæmilegt sje að einhver taki þetta ómak á sig fyrir þá. • Rök póstsins. GOTT VAR að þjer náðuð tali af póstmeistara, Sigurði Baldvinssyni, til þess að ræða um 2000 kr. póstávísanirnar. — Póstmeistarinn færir rök fyrir því, að ekki sje hægt að senda hærri póstávísanir en 2000 kr. til smástaða úti á landi. Rökin eru þessi: „Að póst- sjóður geti ekki látið handbært fje liggja á smábrjefhirðinga- stöðvum úti á landi“. — Að vísu ekki tæmandi rök í þessu máli. Nú fæ jeg ekki sjeð að póst- stöð sú, sem tekur við tveim ávísunum, segjum á kr. 2000 og kr. 500, þurfi að hafa minna handbært fje, en sú, sem tskur við einni ávísun á kr. 2,500.00. • Til hvers er póst- þjónustan? AÐ SKRIFA tvær ávísamr kostar sendanda meiri fyrirhöfn og meiri útgjöld. Sömuleiðis kosta þær afgreiðslumennina méiri tíma og. fyrirhöfn en skrifa eina. Til hvers er póstur? Áreiðanlega til þess að spara mönnum tíma og fyrirhöfn, Ijetta viðskifti og örfa. En hvað á að segja um það, ef hann ekki einu sinni getur annast flutning peningabrjefa milli sinna eigin brjefhirðingastoðva eftir þörfum? • Hraðinn eykst. HRAÐINN í flutningum lief- ur vaxið mikið á síðustu árum. Þarna á pósturinn að fylgjast með tímanum, og geta Hutt fjárfúlgur póstsjóðsins milli stöðva eftir þörfum. Bankar eða sparisjóðir og sími eru í hverri sýslu. Með því að nota sjer aðstoð þessara fyrirtækja, er það í raun og veru ekki nema skiplagsatriði, að hægt sje að senda nokkur þúsund króna til hvaða staðar sem er á landinu í pósti. Það er gott og blessað með allar tæknilegar framfarir í landinu að þær sjeu samkvæmt kröfu tímans, en að gamlar og hefð- bundnar stofnanir eins og póst- urinn, setji svona vafasörn á- kvæði í þjónustu sinni við al- menning, eins og 2000 k.vona hámarkið, finnst mjer fráleitt, frá hverri hlið sem athugað er“. • Hundadagar byrja. í DAG byrja hundadagarnir. Það er gömul trú, að með hundadögunum breytist veðr- áttan og víst er, að Sunnlend- ingar og þá einkum bæjarbúar, sem um þessar mundir eri: að hefja sumarfríin sín, hefðu ekki á móti því, að svo væri. ÚÍDAI -W'XAlÍA OHDaV::: Daiukir tóbaltunenn eru fiármáluráðherranum reíðir Eftir Charles Croot, frjettaritara Reuters. KAUPMANNAHÖFN — Svo getur farið, að gamanyrði sem H. C. Hansen, fjármálaráðherra Dana, ljet sjer um munn fara um tóbaksskattinn í Danmörku, komi til með að kosta ríkið mil- jónir króna. í ræðu, sem Hansen flutti ný- lega, skýrði hann frá því, að sjerhver maður, sem reykti 20 sígarettur á dag, greiddi árlega um þúsund krónur í tóbaks- skatt. „Guði sje lof fyrir mennina, sem sígaretturnar reykja“, — bætti hann við. „Jeg veit ekki hvað við gætum gert án þeirra. Þeir eru einn af máttarstólpum landsins. Rjettast væri að reisa þeim líkneski“. • • GRAMUR FORSTJORI. DÖNSK blöð voru fljót tii að uppgötva kýmnina í orðum ráðherrans. Ýms þeirra birtu viðeigandi skopmyndir. En Hu- go Abel, forstjóri tryggingafyr- irtækis í Kaupmannahöfn, fanst ekkert fyndið við þetta. Hann birti stóra auglýsingu í öllum morgunblöðum Kaupmanna- hafnar. Hún var á þessa leið: „Útfyllið þessa úrklippu, sem notuð verður í sambandi við mótmæli, sem send verða fjár- málaráðherranum. „Samtímis þessu munum við. (reykingamenn) gera tíu daga verkfall, frá 1. til 10. júlí, en á þessu tímabili munum við ekki reykja eina einustu sígar- ettu“. • • ÞUNGIR SKATTAR. DANSKIR reykingamenn, sagði ennfremur í auglýsingu Abels, mundu krefjast þess, að tóbaks- skatturinn yrði lækkaður. Auk þess sagði Abel meðal annars í viðtali við frjettamenn: „Það er hjákátlegt, að byggja efnahag landsins á sköttum á tóbaki, bjór og öðrum hlutum. Við getum ekkert látið eftir okkur þessa dagana, án þess að ríkið komi til og leggi á okkur þyngri skatta en við fáum bor- ið. Hjer er algerlega rangt að farið“. Abel greiðir sjálfur kostnað- inn af mótmælaherferðinni. — Þegar hann talaði við frjetta- mennina, höfðu margir þegar svarað auglýsingu hans, og hann kvaðst vera þess fullviss, að undirtektirnar yrðu góðai . • • HÁR SKATTUR. SVO MIKIÐ er víst, að hug- myndin fjell dönskum almenn- ingi vel í geð. Dyravörður sagði við mig: „Jeg geri ráð fyrir, að jeg gæti verið sígarettulaus í tíu daga, ef það gerir þær ó- dýrari í framtíðinni“. Embættismaður í fjármála- ráðuneytinu skýrir svo frá, að ríkið taki kr. 2,70 í skatt af hverjum 20 sígarettum, sem seldar eru í verslununum á kr. 3,80. Síðastliðið fjárhagsár nam tóbaksskatturinn alls um 328 miljónum króna, eða um það bil jafn hárri upphæð og ætlað er að tekjuafgangurinn verði á yf- irstandandi fjárhagsári. • • REYKIR VINDLA. HANSEN fjármálaráðherra vill fátt eitt að segja um mótmæla- herferðina. „Jeg get ekkert við því sagt, þótt menn vilja mótmæla tó- baksskattinum“, sagði hann í viðtali við eitt dagblaðanna. — „Jeg hef heldur ekkert að segja við hinu fyrirhugaða „verk- falli“. Ekki þarf fólk að revkja til þess að þóknast mjer“. Hann skýrði öðru blaði svo frá, að sjálfur vildi hann heldur reykja vindla en sígarettur. Þessu blaði reiknaðist svo til, að fjár- málaráðherrann greiddi um 800 krónur í tóbaksskatt á ári. Froskur veldur verkfalli. RÓMABORG — Froskur olli þvi fyr ir skömmu, að nokkur hundruð verk smiðjustarfsmanna í Novara í Italiu gerðu verkfall. Einn fjelagi þeirra var rekinn frá vinnu í þrja daga, er eftirlitsmaður kom að honum, þar sem hann var að leika sjer að froski í vinnutimanum. Hinir verkamenn- irnir gerðu verkfall í mótmælaskyni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.