Morgunblaðið - 13.07.1949, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.07.1949, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 13. júlí 1949. Guom. Eigerfsson skólasfi. Minningarorð F.R IEG heyrði andlátsíregn Guð- mundar Eggertssonar. skólastjóra, hvarflaði hugur minn tæp fimm ár aftur i tímann, þá er við sáumst f.yrst. Þá vorum við báðir að hefja starf, á okkur ókunnum stað. Það vildi svo til að jeg var kommn þar á undan Guðmundi, og varð þess vegna til þess að taka á mótx honum, er hann stje út úr bifreið þeirri, er flutti hann á staðinn. Mjer finnst að fyrsta handtak hans hafi markað skoðun mina á því, hver persóna hann var. Alúðin og hinn hlýi hugur, er fylgdi handtakinu, brást aldrei síðan. Þeir. sem kynntust Guðmundi náið, í starfi hans og daglegri umgengni, kynntust um leið sönnum drerig, x orðsins fyllstu merkingu, manni er leysti af hendi hvert ve.-Kefni, er honunx var falið, með einstakri sam- viskusemi og dugnaði, sönnum mann- kosta manni. Guðm. Eggertsson var fafrdur 26. mars 1903 í Hjörsey á Mýrum. For- eldrar hans voru Eggert Magnússon, bóndi, og kona hans, Guðriður Guð- mundsdóttir, Magnús, faðir Eggerts, var Magnússon Andrjess nar, al- þingismanns í Syðra-Langholti. Var hann því af góou bergi brotinn. For- eldrar Guðmtmdar fluttu úr Hjörsey, er Guðm. var barn að aldri, en bjuggu eftir það í Einholti í Hraun- hreppi. Þar ólst Guðmundur upp og þar búa nú bræður hans tve ', Kjart- an og Gunnlaugur og hjá þenn móð- ir þeirra bræðia, nú háöldriij. Aðrir bræður Guðmundar eru Oskar bú- stjóri í Kópavogi og Magnú; yfirlcg- regluþjónn við rannsóknarlögregluna í Reykjavik. Faðir þeirra bræðra ljest fyiir tuttugu árum síðan. Kvæntur var Guðmundx .r eftirlif- andi konu sinni Ragnheiði Öiafsdótt- ur, frá Dröngum á Skógarströnd. Snemma hneigðist hugur Guðmund ar til mennta, átján ára fór hann fyrst að heiman í Hvítárbakkaskól- af starfi hans. Við samkennarar hans söknum hans mjög. Við höfðum gert okkur vonir um að njóta for- ustu hans og samstarfs, enn um langt skeið, enda þó okkur væri kunnugt um að hann hefði lengi ekk gengið heill til skógar. Rörnin sakna líka góðs kennara og leiðtoga. Þau, sem þroskuðust voru, fundu innilega velvild hans og áhuga fyrir velferð þeirra. Við fundum öll inn á hvað honum var „stói-málið stærsta“, eins og ann- ar kennari og uppeldisfræðingur kemst að orði: „Manngullið nema, móta, skýra. 1 manndómsátt hverri hönd r.o stýra. Að þá hverju auga framtíð bjarta, fylla samúð hvert mannlegt hjarta. Já, það er stórmálið stærsta". Með slíkri hugsun í veganesti mun gott að ganga á Guðs síns fur.d. Gunnar Guðmundsson. Bandaríkin felja Kyrrahafsbandalag ann. En ári síðar fór hann í Sam- vinnuskólann og lauk þar prófi eftir eins árs nám. Þá hefur hann það starf, sem ótti eftir að verða æfistarf hans. Hann varð kennari í Hraunhreppi a Mýr- um, árið 1926 og hjelt þvi sta: fi óslit- ið áfram ’.) ávsins 1933, en fór þá i KennaiasVilarin og lauk þar prófi eftir einn vetur. Hvarf hann þá aftur heim i átthaganna og kenndr þar til ársins 1944, en næsta ár var hann kennari i Stykkishólmi, og það var þar som fundum okkar bar saman. Vorið 1945 fluttist hann suður i Kópavog, því þá um hausrið hófst þar barnakennsla í fyrsta smn og var Guðmundur ráðinn til þ.'SS starfs. 1 Kópavogi var þá ekkert skóla- hús og fátt, sem ljett gæti starfið. Guðmundur lagði þá fram al!a krafta sina, til þess að yfirstiga bjrjunar- örðugleikana og vann að því með eld- legum áhuga, að allt gæti farið sem best úr hendi. Guðmundur sá fljótt að kennsluski)yrðin á þcssum nýja stað vox u ærið ófullkomin og yrði eigi úr því bætt, nema með nýju skóla- húsi. Hann vann ótrauður að þeirri hugsjón sinni, og lifoi það að sjá hana rætast. Nú er hann fallinn fró og aðrir eiga eftir að njóta ávaxtanna ófímabært WASHINGTON — Einn af tals mönnum bandaríska utanríkis- ráðuneytisins hefur skýrt frjettamönnum frá því, að Bandaríkjastjórn sje þeirrar skoðunar, að enn sje ekki tíma- bært að stofna til Kyrrahafs- bandalags í líkingu við Atlants hafsbandalagið. Dean Acheson, utanríkisráð- herra, sagði í viðtali 18. maí, að ekki yrði hægt að mynda varnarbandalag fyrir Kyrra- hafssvæðið fyr en ýmiskonar alþjóðleg vandamál hefðu verið leyst. — Reuter. Mótmæli. BELGRAD — Júgóslavuesku blöðin skýra frá þvi, að stjóm Titos hafi tvívegis á skömmum tíma mótmæit árásum albanskra landamæravarða á júgóslavneska hermenn. Blöðm bæta því við, að mótmælin hafi ongan ár- angur boi ið. Somsæti á morgun fyrir vesturíslensku heiðursgestinu Hinum opinberu móifökum er þá lokið VESTURlSLENSKU gestirnir voru þreyttir eftir fet ialagiö umhverfis land, svo að þeir hvíldu sig á mánudaginn. En í gær var þeim sýnd handíða- sýning S. 1. B. S. í Lisb manna skálanum og dáðust þetr mjög að henni og ljetu í ljós ósk um að mega skoða hana betur seinna- Annars voru þeir i einkaheimboðum í gær og eins mun verða í dag, því að margir óska eftir slíkum gestum á heim ili sín. En á morgun verður þeim haldið samsæti að Hótel Borg og mun forsætisráðherra halda þar aðalræðuna. Með því sam sæti lýkur hinum opinberu móttökum hjer á landi. Samsæt ið he'fst kl. 6 síðdegis og geta þeir, sem vilja, fengið aðgöngu miða að þvi í dag í Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonai. Skal íslenskum vísindamönnum bent á, að þetta er eina tækifærið fyrir þá til þess að sýna þessum góðu gestum og frægu lóndum virðingu og heiður með návist sinni. Því að þann tíma sem gestirnir eíga eftir að dveljasí hjer á landi, munu þeir nota til þess að heimsækja átthaga foreldra sinna og frændfólk ’ Borgarfirði og norðanlands, og munu þeir því hafa litla við- dvöl hjer í Reykjavík hjeðari af. Slæmur kostur í Síberíu Rússnesk rjeffarhöld taka skamman fíma Einkaskeyti til Morg-unblaðsins frá Reuter. VÍNARBORG. — Þrjátíu austurrískir ríkisborgarar, sem verið hafa í haldi í rússneskum fangabúðum voru nýlega látnir lausir. Þeir hafa verið í fangabúðum í Rússlandi í fjögur ár, en þeir vilja sem minnst tala um dvöl sína þar og hefur enda komið í ljós, að þeir hafa undirskrifað loforð um að segja ekkert frá því, sem þeir hafa sjeð og heyrt í Rússlandi. Það hefur þó fengist nokkur lýsing þeirra á dvölinni í fangabúðunum. Einn af föngunum var áður þingmaður fyrir Amstetten og heitir Franz Gruber. Talið er að Rússar hafi enn mörg hundruð Aust- Austurríkismenn í haldi. Ólögleg vopn. Austurríkismenn þessir voru flestir dæmdir fyrir að hafa vopn undir höndum ólöglega. en nokkrir fyrir að neita að hlýðnast fyrirskipunum rúss- neskra hermanna og lögreglu. Það er sameiginlegt fyrir þá alla, að þeir hurfu skyndilega. án þess að skyldmenni þeirra hefði nokkra hugmynd um, hvað af þeim hefði orðið. Rússnesk rjettarhöld. Þeir voru dregnir fyrir rúss- neskan dómstól og engmn þeirra fjekk að hafa verjanda fyrir dómstólnum. Aðeins rúss- neska var töluð fyrir dómin- um, sem enginn hinna ákærðu skildi og þess virtist heldur ekki þörf, því að það tók rússnesku dómarana aðeins kortjer eða svo að rannsaka málið og kveða upp dóm. Slæmur kostur í Síberíu. Eftir dómsuppkvaðningu var þeim tafarlaust komið fyrir í járnbrautarlest, sem flutti þá til Síberíu. Þar voru þeir látnir strita við margskonaar erfiðis- vinnu, en fengu alls ófullnægj- andi næringu, svo að þeir þjáð- ust af sulti og efnaskorti. Al- drei fengu þeir að hafa hið minnsta samband við ættmenn sína í Austurríki, sem töldu þá látna, eða minnsta kosti horfna fyrir fullt og allt. ifiniiintinniM M«rk*V MiiiiiMiiiiimiiiimiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiifiiiiiiiiiiiiniiiii WAIT, GEORGE... SOMETHI NG'S WHONe...LOOK AT ANOV/ Eftír Ed Dodd ■ItllllllllllllinillllUllSNMMIIIIIIIIItllllllllllllllllllllMIMIUIIIIIIIIIII — Bíddu við Towne. Það er eitthvað í veginum. Sjáðu, hvernig Andi hegðar sjer. — Læðstu til þessarar hlið- ar, Towne. Jeg ætla að fara í ikyns er. hina áttina. Markús kemur baka til að svefnskálanum og sjer hvers- Þeir bíða eftir okkur við hornið á svefnskálanum, en jeg er alls ekki tilbúinn að mæta þeim. Við skulum lofa þeim ; bíða þarna í alla liðlanga nó Við förum inn í hlöðuna i sofum þar. islambmet í 4x100 m. boðhlaupi kvenna Á SAMEIGINLEGU innanfje- lagsmóti KR. ÍR og Umf.R, i gærkveldi setti A-sveit KR nýtt Islendsmet í 4x100 m. boð- hlaupi kvenna. Tími sveitar- innar var 55,9 sek., en fyrra met hennar var 56,7 sek. Hinir nýju methaf-jr eru: Elín Helgadóttir, Margræt Mar geirsdóttir, Sesselja Þorsteins- dóttir og Hafdís Ragnarsdóttir. 60 m. hlaup kvenna vann Hafdís Ragnarsdóttir á 8,4 sek-, en Margrjet Marge;rsdóttir vann kúluvarpið með 7,88 m, Frarnh. af bls. 1 Kommar á bakvið, George Isaacs atvinnumála- ráðherra, sagði í neðri mál- stofu þingsins í dag: „Sumir verkamanna mættu ekki til vinnu í dag, vegna þess að þeir hjeldu, að þeirra væri ekki þörf, þar sem neyðar- ástandi hefur verið lýst yfir“. Erkibiskupinn af Canter- bury, dr. Geoffrey Fisher, lýsti í kvöld yfir, að kommún- istar meðal hafnarverkamanna hefðu beitt sjer fyrir verkfall- inu. Hann kvaðst vona. að mennirnir, sem í hlut æt,tu, hefðu bæði þær gáfur og hug- rekki til að bera að taka upp vinnu á ný. (Framh. af bls. 2) berum hafa verið framkvæmd ar hópskoðanir í bæjum og byggðarlögum með stórkost- legri árangri, en dæmi eru til í nokkru landi öðru. Þeir, sem kunnugir eru þessum málum vita, að hlutdcild dr. Hjalte- steds í þessu starfi er meiri en almenningi er kunnug. Dr. Hjaltested lauk embættis prófi í læknisfræði við Háskóla Islands árið 1934 með mjög hárri 1. einkunn. Næstu 5 ár stundaði hann framhaldsnám í Danmörku og lagði aðaláherslu á lungnasjúkdóma. Hann varð sjerfræðingur í berklalækníng um árið 1939 og sama ár að- stoðarlæknír við berklavarnar stöð Reykjavíkur og hefur hann gegnt því starfi síðan^ Dr. Hjaltested er að góðu kunnur sjettarbræðrum sínum bæði hjerlendis og erlendis fyr ir afskipti sín af berklamálum bæði í ræðu og riti. Eftir hann hafa birst ritgerðir í erlend- um læknaritum, en fyrir aðal- rit sitt, sem fjallar um berkla- rannsóknir, ,sæmdi Háskóli Kaupmannahafnar hann dokt- orsnafnbót árið 1941. Enginn vafi er á því, að undir hans stjórn mun berklavarnarstöð Reykjavíkur njóta hins sama trausts bæjarbúa og verið hef- ur til þessa. PARÍS 12. júlí — Frjettst hafði að franskir bankar ætluðu að veita 15 þúsund milljónum franskra franka til nýsköpunar á Spáni. Franska utanríkisráðuneýtið neitaði þessum orðrómi í kvöld. Ilefir Spánverjum ekkert lán verið veitt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.