Morgunblaðið - 29.07.1949, Side 4

Morgunblaðið - 29.07.1949, Side 4
4 Föstudagur 29. júlí 1949 Haraldur Andrjesson forsfióri MinnlngarorS: „og vinir berast burt með tímans straumi og blómin fölna á einni hjelu nótt“. VINI og vandamenn Haraldar Andrjessonar, forstjóra, setti hljóða, er þeir svo óvænt heyrðu andlátsfregn hans. Hann andaðist hjer í bænum aðfaranótt 25. þ m. eftir stutta legu og verður jarðsunginn í dag. Hann veiktist skyndilega og eftir fárra daga legu varð að flytja hann á Lands spitalann : og þar gátu æfðar læknishendur enga björg veitt, því stundin var komin eins og forlögin höfðu ákveðið hana. Haraldur var fæddur hjer í bænum 8. október 1894 og var því ekki nema rúmlega 54 ára, er hann ljest. Foreldrar hans voru hjónin Andrjes Andrjesson, þá verslunarmaður við Brydes- verslun í Reykjavík, og Kristín Pálsdóttir. Föðurætt hans er úr 'Árnessýslu — hin kunna Lang- holtsætt — en móðurættin úr Borgarfirði. Er Haraldur hafði aldur til, var hann settur til mennta og lauk hann gagnfræðaprófi, en síðan lærði hann vjelfræði og var um nokkur ár vjelstjóri á togurum. Þegar til lengdar ljet, þótti hon- um það starf full tilbreytingar- lítið og ekki fullnægja þeirri at- hafnaþrá, sem hann var gæddur í svo ríkum mæli og ennfrem- ur mun hann snemma hafa orðið þreyttur á sjóvolkinu, svo að hann fór í land fyrir fullt og allt og stofnaði Nýju Blikksmiðjuna með Einari Pálssyni, blikksmíða- meistara. Voru þeir fjelagar sam- hendtir og jafnan var samvinna þeirra eins og best verður á kos- ið, enda dafnaði fyrirtækið og stækkaði ár frá ári og er nú orðið stórt fyrirtæki á íslenskan mælikvarða. Laust eftir að hann var kominn i land og hafði kvatt sióinn, varð hann fyrir þungu áfalli. Hann veiktist af mænuveiki og um tíma leit út fyrir, að hann mundi ekki ná sæmilegri heilsu aftur. En það rættist þó betur úr þessu en á horfðist, og þótt hann hafi aldrei borið sitt barr eftir þessi veikindi þá fannst mörgum það ganga kraftaverki næst, hversu vel hann komst til heilsu aftur. Haraldur var gáfaður maður og hafði til að bera skarpa dóm- greind. Honum var eiginlegt að leita kjarnans í hverju máli og var oft ánægjulegt að ræða við hann um ýms vandamál. Af þess- um sökum var honum ljett um að fá rjetta yfirsýn yfir þær fram kvæmdir, sem hann hafði með höndum, án þess að láta glepjast af aukaatriðum. Hann hafði því þá eiginleika í ríkum mæli, sem einkenna hinn raunhæfa athafna mann og brautryðjanda í verk- legum framkvæmdum, enda hygg jeg að hann hafi lagt ó- venju mikinn skerf til íslensks athafnalífs. — Samfara þessu var Haraldur hið mesta góð- menni, tillögugóður, ráðhollur og traustur vinur vina sinna. Auk áhuga síns í verklegum efnum, átti Haraldur sjer hugð- arefni, sem hann leitaði til í tómstundum sínum, svo sem bók menntir og tónlist. Hann hafði aflað sjer óvenju mikillar þekk- ingar við lestur góðra bóka og hafði hið mesta yndi af tónlist. Haraldur var kvæntur Lauf- evju Einarsdóttur. Einar faðir hennar var bróðir Guðmundar heitins í Nesi á Seltjarnarnesi og er það kunn ætt. Þau hjónin eisrnuðust tvö börn, Hrafnhildi, sem hefir verið heima hjá for- eldrum sínum og Andrjes, sem hefir dvalið við vjelfræðinám erlendis. Hið sviplega fráfall Haraldar var mikið reiðarslag fyrir konu hans, sem hafði hjúkrað honum með sjerstakri alúð og fórnfýsi, er hann veiktist af mænuveik- inni á sinum tíma og svo að segja gengið á hólm við veikindi hans þá og æ síðar reynst honum hin besta stoð í lífinu og einnig fyr- ir börn hans, sem eiga á bak að sjá ástríkum föður, sem með reynslu sinni og víðsýni var þeim ómetanlegur ráðgjafi. Við, sem kynntumst Haraldi Andrjessyni, minnumst hans með söknuði og þökkum í hljóði á- nægjulegar og fræðandi samveru stundir og trausta vináttu. Jón Ólafsson. Bjarni Jóhannes Jónsson áttræóur HINN 22. júlí s. 1. varð áttræð- ur Bjarni J. Jónsson verka- maður í Vík í Mýrdal. Hann er fæddur í Vestmannaeyjum, en ólst upp að mestu í Varmahlíð undir Eyjafjöllum. Eftir tvítugs- aldur fluttist hann austur í Skaftafellssýslu og var þar í vinnumensku á ýmsum stöðum. 2. nóv. 1907 kvæntist hann Sig- urveigu Vigfúsdóttur, ættaðri úr Meðallandi, góðri konu. Voru þau fyrst vinnuhjú, en fluttust síðan til Víkur og komu sjer þar upp litlu og snotru íbúðarhúsi og bjuggu þar æ síðan. Sigurveig andaðist haustið 1946 eftir iang- varandi vanheilsu. I banalegunni naut hún framúrskarandi að- hlynningar og umhyggju eigin- manns síns, er nú varð einn eftir í litla húsinu, með söknuð og trega. Lífsferill Bjarna Jóhannesar Jónssonar hefir ekki verið marg-1 brotinn eða viðburðaríkur. En j trúmenska og skyldurækni hefir einkent hans starf. Enginn get- ur merkt það, að Bjarni Jóhannes sje áttræður. Hann er teinrjett- ur og svo ljettur á fæti, að sex- tugir standa honum ekki á sporði. Margir heimsóttu hann á j áttræðisafmælinu og glöddu á ýmsa lund. Vinur. MORGUTSBLAÐIÐ Cl Cý 210. dagur ársins. Ólafsmessa hin fyrri. Tungl rtæst jörðu. Árdegisflæði kl. 8,50. Siðdegisflæði kl. 21,10. Næturlaíknir er í lækne.varðstof- unni, síiii 5030. Næturvdrður er i Lyfjabúðinni Ið unni, síifii 7911. NæturaJfstur annast Hreyfill, sími 6633. | I.O.O.F. \ 3=1217291=-I-Þ. Afmæli! 85 ára ýerður í dag frú Guðrún Jónsdóttir, fFramnesveg 40. Hjónaefni Flinn 27|þ.m. opinberuðu trúlofun sína ungfrfi Rannveig Magnúsdóttir og Ragnaí V. Georgsson kennari, Víðimel 32f. Ungir Sjálfstæðismenn efna til sumarhátíðar i Ö'ver um næstu helgi. Upplýsingar á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins. Sagður of gamall 1 frásögninni af skemmtiferð gamla fólksins til Þingvalla, í þriðjudags- blaðinu, var Ólafur Ólafsson sagður vera um áttrætt. Þar átti að standa ,,á áttræðisaldri". Hann verður 75 ára í haust. Flugferðir Loftleiðir: 1 gær var flogið til Isafiarfar, Pat reksfjarðar, Bíldudals, Sands og Vest mannaeyja (2 ferðir). I dag er áætlað að fljúga til Vest- mannaeyja (2 ferðir), Isafjarðar, Ak ureyrar, Þingeyrar og Flateyrar. Hekla fór til Prestwick og Kaup- mannahafnar kl. 08,00 í morgun með 40 farþega. Væntanleg um kl. 17,00 á morgun fullskipuð farþegum. Geysir fer á morgun til New York. I Oft er hætta á því, að niaður herði og niikið á, þegar maður festir hnapp. Gott ráð við því er að sauma yfir tvo títuprjcna, þvi þegar þeir eru teknir úr slaknar á þræðinum. 100 bandarískir dollarar______ 650,50 100 kanadískir dollarar_______ 650,50 100 sænskar Krónur__________181.00 100 danskar krónur__________135,5» 100 norskar krónur__________131,10 100 hollensk gyllini_________ 245,51 100 belgiskir frankar_________14,86 1000 fai.skir frankar------------23,90 100 svissneskir frankar_______152,20 Söfnin Landsbókasafnið er opið ki. 10— 12, 1—7 cg 8—10 alla virka dagt nema laugardaga, þá kl. 10—12 og *—7. — Þjóðskjalasafnið kl. 2—7 ' alla virka daga. — Þjóðminjasafnið kl. 1—3 þriðjudaga, fimmtudaga ov sunnudaga. — Listasafn Einart 1 Jónssonar kl. 1,30—3,30 á sunnu dögum. — Bæjarhókasafnið kl 10—-10 alla virka daga nema laugar daga kl. 1—4. Nátúrugripasafnið opið sunnudagw kl. 1,30—3 og þriðjv daga og fimmtudaga kl. 2—3. Flugfjelag fslands: I dag verða áætlunarferðir til Ak- ureyrar (2 ferðir), Vestmannaeyja, Keflavíkur, Austfjarða, Kirkjubæjar- klausturs, Fagurhólsmýrar, Horna- ifjarðar og Siglufjarðar. 1 gær voru farnar 5 ferðir til Vest Imannaeyja og 1 ferð til Keflavíkur. Siglufjarðar og Ólafsfjarðar, I Gullfaxi er væntanlegur til Reykja vikur í dag kl. 17,00 frá ósló og Stavangri. Flugvjelin fer í fyrramál- ið kl. 8,00 til Kaupmannahamar með 40 farþega. Skipafrjettir Eimskíp. Brúarfoss fór í gærkvöldi frá Reykja- vik til Gautaborgar og Kau; manna- hafnar. Dettifoss er á leið til Ant- werpen. Fjallfoss er á Siglufirði. Goðafoss er á Isafirði. I.agaifoss er í Reykjavík. Selfoss er á leið til Antwerpen og Köge. Tröllaíoss er í New York. Vatnajökull er í Reykja- vik. E. & Z.: Foldin er í Reykjavík. Lingestroom er í Færeyjum. - jBSEsærm Ríkisskip: Hekla er á leiðinni frá Glasgow til Reykjavíkur. Esja fór frá Reykjavík kl. 20 í gærkvöld austur um land til Siglufjarðar. Herðubreið ler frá Reykjavík í kvöld til Vestfjarða. Skjaldbreið er í Reykjavík og fer það an á morgun til Vestmannaeyja. Þyr- ill var á Vestfjörðum í gær. Eimskipafjelag Reykjavíkur: Katla kom til Álaborgar i gær. í frásögn af úthlutun styrkja úr Menningar- og minningarsjóði kvenna, ei’ birtist hjer í blaðinu í gær, var það rang- hermt að Gerður Helgadóttir hafi tekið þátt í sýningu í Paris. Standa átti að hún hefur tekið þátt í sýning um í Florens og Feneyjum. Þá hafði upphæð styrksins, sem voru 1500 kr. misritast í greininni. Gengið Sterlingspund____________ 26,22 Ungbarnavernd Líknar í Templarasundi, er opii þriðjudaga og föstudaga frá kl. 3,1? til 4. Til bóndans í Goðdal Sveinbjörg 50, Dóra 100. (Jtvarpið: 8,30—9.00 Morgunútvarp. — 10,10 Veðurfregmr. 12,10—13,15 Hádegis- útvarp. 15,30—16,25 Miðdeg sútvarp — 16,25 Veðurfregnir. 19,25 Veður- fregnir. 19,30 Tónleikar: Óperulög (plötur). 19,45 Auglýsingar. 20,00 Frjettir. 20,30 ÍJtva rpssagan: „Cata- Iína“, eftir Somerset Maugham; 18. lestur (Andrjes Björnsson). 21,00 Tónléikar: „Feneyjar og Napoli", pí- anóverk eftir Liszt (plötur). 21,15 Frá útlöndum (Benedikt Gröndal blaðamaður). 21,30 Einsöngur: Elsa Sigfúss og Einar Kristjánssou syngja (nýjar plötur). 20,00 Frjettir og veð urfregnir. 22,05 Vinsæl lög (plötur) 22.30 Dagskrárlok. Erlendar útvarps- stöðvar Bretland. Til Evrópulanda. Bylgju lendgir: 16—19—25—31—49 m. — Frjettir og frjettayfirlit: KI. 11—13 —14—15,45—16— 17,15 —18—20— 23—24—01. Auk þess m. a.: KI. 14 15 Fiðlu koncert i a-moll eftir Schumann. Kl. 15,45 Heimsmálefnin, fyrirlertur. KI. 8.30 Lundúna-symfón’uhliómsveitin lcikur frá Albert HnlJ. K’. 20,15 Hljómleikar frá hinu konunglega leikhúsi. Kl. 0,15 Lund ú’ia-svmfóniu hljómsveitin leikur Lundúnasyfón- íuna eftir v. Williams. Noregur. Bylgjulengdir 11 >54 452 m. og stuttbylgjur 16—19—25 —31,22—41—49 m. — Frjettir kl 07,05—12,00—13—18,05— 19,00 — 21,10 og 01. Auk þess m. a.: Kl. 16,25 Laugar- »Ia gskvökl, eftir Ingeborg Refling Hagen, upplestur. K1 16,40 ðtephan ■ Barrat Due leikur einleik á fiðlu, KI. I 19,00 Frá íþróttakeppni Norðurlanda og USA. Kl. 19,30 Dagskrá th minn- ingar um fall Ólafs helga i orust- unni við Stiklastaði. Danmörk. Bylgjulengdir 1250 og '31,51 m. — Frjettir kl. 17,45 og kl, 21,00. Auk þess m. a.: Kk' 16.40 Frá skemmtiferð KFUM. Kl. 17,10 Noel Coward syngur lög úr „Cavalcade". Kl. 19,55 Leikrit eftir Peter Koch. Kl, 21,40 Músik frá Tivoli. Auk þess m. a.: Kl. 18,30 Olle Johnny leiltur á harmoniku og solo- vox. Kl. 19,15 Symfóniuhljómleikar. Kl. 20,50 Frá Atlantshafi til Ind- landshufs. Kl. 21,30 Genéves jazz- symfóniuhljómsveitin leikur. • Jeg er að velta því fyrir mjer Hvort kolamokari e gi ekki illt ineft að malda í móinn. <♦----------------------------f I gær og á morgun 4——------—----------------- '•> UMHUGSUNAREFNI Lífsreynd kona segir í „Dagens Nyhefer“; Sannarlega vil jeg heldur lifa ■ haniingjusömu hjónabandi nieð manni, sem jeg er ekki hrifin af, en að vera óhamingjusöm meö manni sem jeg elska. KI.ASSISK VERK Mark Twain komst þannig aö oröi: Klassisk ritverk eru þau sem allir óska eftir að liafa lesið en fáir nenna aö hafa fýrir að lesa. EINN RÆÐUR EIGNUM, LÍFI OG DAUÐA Margir á Vesturlöndum fyrirgefa stjórn Eovjetríkjanna stórsyndir hennar, vegna þess, að hún hefir afnumið eignarjett einsiakling- anna. En vert er að minnast þess að þetta er ekki rússnesk uppfinn- ing. I hinum fornu keisaradæmum Austurlandi átti einvaldurinn alt. En þetta varð til þess, að hinn ein- valdi keisari, sem hafði allar eign irnar í sínurn höndum, fjekk líka uiuráð yfir lífi og dauða þegnanna, segir Stefan Osusky fyrv. ráðherra í Tjekkóslóvakíu, nú prófessor í Bandaríkjunum. Fyrirspurn út ai Ling- för glímunanna Hr. ritstjóri! í MORGBL. 27. júlí, er frá því skýrt, að 12 glímumenn frá Glímufjel. Armann, undir stjórn Þorgils Guðmundssonar, hafi farið til Ling-fimleikahá- tíðarinnar í Stokkhólmi, til að sýna þar íslenska glímu. Glímu mennirnir eru allir nafngreind- ir í umræddri grein. Við athugun kemur i ljós, að þar er að finna kunna glímu- menn, sem þó ekki hafa þá ^límukunnáttu, að þeir sjeu hæfir til að sýna glímu erlend- is. Hinir eru enn kunnáttu- minni, auk þess sem margir hafa ekki æft glímu að und- anförnu. Það má telja þrjá af þessum tólf glímumönnum góða, t. d. Grjetar Sigurðsson, sem hlotið hefur góða dóma. Mig langar til að leggia þá fyrirspurn fyrir glímuráðið, hvort það hafi lagt blessun sína á þetta val glímumannann. Jeg tel hættu á því, að það geti spillt fyrir að íslensk glíma verði eftirspurð iþrótt til sýn- inga erlendis, ef menn, sem ekki kunna Þá íþrótt, eru látn- ir sýna hana. Með þökk fyrir birtinguna. Reykjavík, 28. júli 1949. Unnandi glímunnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.