Morgunblaðið - 29.07.1949, Page 7

Morgunblaðið - 29.07.1949, Page 7
Föstudagur 29. júlí 1949 MORGUflBLAÐíÐ l OMIÐ Á KYNIMISFERÐLM LOFTLEIÐIS ILLI AUSTUR- OG VESTUR ÍSLENDINGA FYRIR nokkrum dögum átti jeg tal við Guðmund Grímsson dómara á heimili Steingríms Jónssonar rafmagnsstj. frænda hans. En Steingrímur er bróð- ursonur Guðmundar. Var sr. Jón Steingrímsson prestur í Gaulverjabæ elstur barna Steingríms Grímssonar. En Guð mundur yngstur, fæddur 1878,' og fór með foreldrum sinum! I vestur um hafa harðindavorið 1882. Systir Steingríms, Guðrún og maður hennar Þórður Árna- son, voru farin vestur nokkr- ur árum áður. Þau áttu heima í Dakota. Þau voru foreldrar Hjartar rafmagnsfræðings í Chicago. Þangað fór Steingrím- ur Grímsson með barnahópinn sinn. Þar festist Grimsson nafn ið sem ættarnafn eftir þarlend- um sið. Þegar maður hittir Vestur- Islendinga sem alið hafa aldur sinn fjarri ættjörðinni, en bera þó íslensk svipeinkenni í fram- komu og fasi, þá fer ekki hjá því, að manni sárni nokkuð, að starf þeirra og mannkostir hafa ekki komið þjóðinni að notum Nema að því leyti, að í þeim hefir íslensk þjóð átt ágæta full- trúa, hvar sem þeir hafa farið. Og ósjálfrátt getur maður ekki annað en spurt sjálfan sig hvað ^ þessir menn hefðu afrekað hjer heima, hvaða stöðu og starf þeir hefðu fengið í okkar fá- menna þjóðfjelagi. ísa- og/ harðindavorið 1882 misti heimaþjóðin af Guðmundi Grímssyni, því fjölgáfaða göfug menni. Þannig tel jeg honum best lýst í fáum orðum. Hjelt landið væri hrjóstugra. Jeg er ákaflega þakklát- ur fyrir þetta heimboð, segir Guðmundur með sitt hýra góð- lega bros. Að hafa fengið tæki- færi til að kynnast landinu, eins og við höfum fengið, i þessari ferð. Og tækifæri til að njóta þeirrar gestrisni og hjarta hlýju, sem alstaðar hefir mætt okkur hjónunum og vestan- gestunum yfirleitt. Aldrei hafði jeg getað hugsað mjer, að á Islandi væru þau flæmi af ræktunarhæfu landi, sem jeg nú hefi sjeð. Mjer finnst nærri því einkennilegt, að hugsa til þess nú, hve lítið jeg hefi vdtað um landið alla mína ævi. Landið sem mjer hef- ir þókt vænt um, frá því jeg var barn, frá því jeg man eftir mjer, er alt öðru vísi en jeg áleit, það vera. Þegar jeg kom hingað sum- arið 1930, sá jeg ekki nema lít- ið af landinu. Og 1932 kom jeg að vetri til, og sá þá ekkert að heitið gat. Jeg hjelt að vest- urfararnir, sem flúðu hjeðan á öldinni sem leið hefðu farið frá miklu hljóstrugra landi, en raun er á. Mjer þykir ánægju- legt að hafa fengið þenna mis- skilning leiðrjettan. Kynnisferðir loftleiðis. Jeg gæti trúað því, að fleir- um færi einsog mjer, sem alið bafa aldur sinn vestra. Að þeim tuyndi bregða í brún, er þeir seeju þá landkosti, og mögu- Seciir Guðmundiir Grímsson dómuri leika, sem ónotaðir eru enn, er þeir kæmu hingað í heimsókn, að sumarlagi. Mjer finnst að þið ættuð endilega að koma þeirri hugmynd í framkvæmd, að senda einhverja af vkkar ágætu flugvjelum vestur til Ameríku með sumargesti er vildu heimsækja Islendinga- bygðirnar. Svo gæti flugvjelin tekið íslendlnga með ‘hingað heim, er yrðu hjer á meðan hópurinn sem vestur flygi, yrði þar að heimsækja vini og ætt- ingja. Þetta ætti helst að vera í júlí mánuði. Þá er einmitt oft nokkurt hlje á sumarönnum í sveitunum vestra, áður en upp- skerustörfin byrja fyrir alvöru. Það er altítt að bændur taki þátt í hópferðum til fjarlægra fylkja innfen Bandaríkjanna, og þá einkum á sumrin, til að kynnast búnaðarháttum og því um líku. Mjer þætti trúlegt að Islendingar eða bændur af ís- lenskum ættum vildu heldur bregða sjer til ættlandsins, en að fara slíkar sumarferðir inn- an Ameríku. Islensku kennsla í N. Dakóta. Er mikil samheldni og fjelags skapur meðal íslendinga í Dakota? Þar er deild úr Þjóðræknis- fjelaginu starfandi. Og unnið er að því, að kenna ungu kyn- slóðinni íslensku. Margir sýna áhuga á því. Einkum er það vin sælt, að kenna unga fólkinu ís- lenska söngva. Um tíma var Ragnar H. Ragnars söngkennari hjá okkur. En hann er nú sest- ur að á ísafirði Nú er Hólm- fríður Daníelsson tekur við af honum. 16 ára kennari. — Var ekki hálf harðinda- legt i íslensku bvggðunum í uppvexti þínum? — Eigum við ekki heldur að kalla það frumbýlingslegt. En fólkið þekti ekki annað. Jeg fjekk í ungdæmi mínu ágæt tækifæri til að afla mjer nient- unar. Svo jeg hafði yfir engu að kvarta í þeim efnum. Komst fyrst í barnaskóla. Síðasta árið mitt þar, þurfti jeg að vísu að ganga 4 mílur í skólann dag lega. Að afloknu námi þar, varð jeg kennari við barnaskóla, þá 16 ára. Hafði það starf á hendi i 3 ár. Eftir þann tíma hafði jeg safnað mjer 150 dollurum til framhaldsnáms. Fór með það fje til háskólans í Grand Forks til að taka þar stúdentspróf, og lesa lögfræðina. Átti 700 dollara þegar jeg átti eftir eitt ár til lögfræðiprófs. En var það ár í Chicago Ög eýddi þeim þar. Fyrsta árið mitt í Grand Forks bjuggum við saman Viihjálmur Stefánsson, Jón nokkur Gunnlaugsson og jeg. Guðmundur Grímsson og frú Við leigðum okkur lítinn kofa, og bjuggum þar. Vorum í sjálfs mensku. Jeg fjekk kæfu að heiman sem jeg lagði á borð með mjer í matarfjelaginu okk- ar. En til þess að standast náms- kostnaðinn sókti jeg póstinn á járnbrautarstöðina fyrir skól- ann fyrsta árið og fjekk borgun fyrir það. og varð seinna ,,póst- meistari“ í skólanum, seldi líka námsbækur þar o. þ. h. og græddi sem sagt svo mikið, að jeg átti meiri afgang þegar jeg fór, en er jeg kom. Ritstjóri og lögfraeðingur. Skömmu éftir að jeg var orð- inn lögfræðingur, gifti jeg mig. Konan mín er dóttir hveitikaup manns í Milton, N. D. þar sem við áttum heima þá. Hún gekk í skóla samtímis mjer. Jeg keypti lítið vikublað og gerðist ritstjóri þess í nokkur ár í smá- bæ, sem heitir Munich. Stund- aði lögfærðistörf með ritstjórn- inni. Árið 1910 var jeg kosinrt op- inber ákærandi í hjeraði sem heitir Cavalier Countv og dþm- ari í Norður Dakota árið 1926, með aðsetri í Rugby N. D. Tabertmálið. Þetta er mín saga í aðal- atriðum. — Og Tabert málið, sem varð til þess að gerð var breming á meðferð fanga í öllum Banda- ríkjunum. :— En frá því hefir þú sagt áður, ef jeg man rjett. — En hvernig atvikaðist það að þú tókst að þjer mál þessa veslings Martin. Taberts. Það kom til af því, að ætt- ingjar piltsins voru búsettir skamt frá heimili mínu. Dreng- urinn hafði laumast upp í járn- brautarvagn. án þess að hafa nokkurt fargjald. En samkv. gildandi lögum var hann fyrir það dæmdur í 25 dollara sekt. En gæti hann ekki borgað sektina, skyldi hann taka út 90 daga fangelsisrefsingu, sem vitaskuld var vitleysislegá þung fyrir ekki meira afbrot. Auk þess sem íjölskylda hans hafði boðist til að greiða sekt- ina fyrir hann, En þá var búið að taka hann fastan og búið að ,,leigja“ fangann í skógar- vinnu, eins og siður var suður á Florida og víðar. Þar sætti hann illri meðferð, fekk lungna bólgu og dó. Upp úr því kom jeg af stað rekistefnu, er siðar varð til þess, að tekið var fyrir þann leiða sið, að leigja fanga til vinnu. Við þokumst í áttina. Þú ættir að segja okkur ögn um vinnudómstólana ykkar þarna íyrir vestan, grípur raf- magnsstjóri fram í. En Guð- mundur var skipaður í þess- háttar dómstól á styrjaldarár- unum. Hafði dómstóll sá aðset- ur í Chicago. — Við höfum ekki komið á reglulegum vinnudómstólum ennþá, segir Guðmundur. Að- ferðir okkar eða tilraunir til að komast hjá verkföllum og vinnustöðvunum eru nokkuð líkar og hjer hjá ykkur. Við höfum sáttasemjara. er reyna að koma á samkomulagi. Ef sættir takast ekki og vmnu- stöðvunin snertir hag rikisim og vqlferð í heild sinni, þá hefur stjórnin rjett til að banna verkföll í vissum starfsgrein- um, um takmarkaðan tíma. — • Með þessu móti tókst t. d/ ntf koma í veg fyrir verkföll í kola námunum í fyrra. Verkamenn eru mjög á móti þessum lögum, og stendur yfir deila um þau í þinginu nú. En almenningsálitið mun* vera því fylgjandi. að einhver leið verði fundin, "til þeffi—áí) ráða fram úr deilum, sem rísa á milli verkalýðs og framleið- enda, svo hlutdeild hvers aðila verði jafnan sanngjörn í af- rakstrinum af framleiðslunni, án þess til verkfalla komi. Vinnustöðvanir verða alltaf til truflunar og tjóns fyrir al- menning, en einkum fyrir verkafólkið eða fullt svo mik- ið og fyrir vinnuveitendurna. Það á vafalaust langt í land, að þessi mál komist í varan- legt lag til frambúðar. En aðal1 atriðið er, að við þokumst í átt- ina. sagði Guðmundur og brosti' með þeirri bjartsýni á sigur I-Aðs málefnis, sem hp-”T- er, í brjóst borin. ^ V, SÁ 'f Merk pólsk listakona í heimsókn á íslandi FYRIR um það mánuði síð- an kom hingað til lands mikil listakona, pólskur píanósnill- ingur, sem ekki á afturkvæmt til fósturjarðarinnar um sinn. Þegar stríðið hófst, var Hel- ena Morsztyn, en svo heitir þessi kona, á hljómleikaaferð um Bandarikin. Ekki var það fyista sinni, sem listakonan var utan heimalands síns, því að segja má að hún hafi kynnt list sína um víða veröld, m_ a. í flestum löndum Evrópu, Eg- j’ptalandi, Indlandi, Burma og víðar. Á Norðurlöndum hefur hún þó ekki haldið hljómleika annars staðar en í StokkhóImi.| Kendi belgískri prinsessu. Á Italíu kenndi hún belgísku prinsessunni, Maríu José, sem síðar varð drottning þar, og einmitt á Ítalíu hlaut hún fyrstu fræðslu sína um ísland. Það var í þá daga, er Balbó var hjer á ferð með sæg blaða- manna í fylgd með sjer. ítölsk blöð birtu þá rækilegar frjettir hjeðan í sambandi við leiðang- urinn. M. a_ fluttu þau ítölsk- um lesendum þann fróðleik, að Geysir væri í miðii höfuð- borginni, og þar tækju bæjar- búar heitt vatn sjer til mikilla þæginda. Er á skemtiferð hjer. Hingað til lands kom lista- konan sjer til hvíldar og skemt unar og dvelst á heimili frú Jórunnar Viðar, sem er eini ís- lenski nemandinn, er hún hef- ur kennt. Hefir Helena Mors- ztyn stundað kennslu í píanó- leik, jafnframt því, sem hún hefir haldið hljómleika. Mun hún t. d. hafa kennt yfir 3000 nemendum síðan hún kom tU Bandaríkjanna. Fyrsti kennari Morsztyn var amma hennar, en hún var nem’ andi Chopins. Ellefu ára fór hún svo frá Varsjá til Vínarý þar sem Emil Sauer varð kenn • ari hennar. Þar lauk hún námi1 16 ára að aldri og hlaut þá' æðstu verðlaun, sem píanóleik- ari gat fengið við listaháskól- ann í Vín. Listakonan á til góðra So telja_ Sumir forfeður hennar voiu mikilsvirt skáld og stjórn' málamenn í Póllandi á 17. og' 18. öld. Afi hennar var náinn vinur Chopins, og enn ma segja að náin tengsl sjeu milli' ættanna, því að eftirlætis tón- skáld Morsztyn er Chopin. Heldur Chopin-hljómleika í Bandaríkjunum. I október nk. eru hundráð ár liðin frá því tónskáldið leið. Fer Moorsztyn senn vestur um haf til að undirbúa hljómleika, sem hún mun halda á ýmsum' stöðum í Bandaríkjunum í minn ingu þessa atburðar. Heldur hún þá m. a. ferna hljómleika í Minneapolis, en þar hefur hún aðallega dvalist, síðan hún flutt ist til Bandaríkjanna. svo og i New York_ Næst komandi sunnudag gefst íslendingum kostur á að hlýða á leið listakoonunnar, en hún mun leika í útvarpið þann dag. Þjóðír í UINESCO PARlS: — Með inngöngu Burma og Monaco i UNESCO — uppeldis- og menntastofnun S.Þ. — verða þátt takendur 48 þjóðir. Sviar kveðjást jnunu ganga i samtökin um n.k. ára- I mót.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.