Morgunblaðið - 05.08.1949, Síða 6
6
M O R G V N B L A Ð / Ð
Föstudagur 5. ágúst 1P49.
JHwgntdHnMfr
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands,
kr. 15.00 utanlands.
í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók.
Þrælahald nútímans
UMRÆÐUR þær, sem að undanförnu hafa farið fram í
efnahagSr og fjelagsmálanefnd Sameinuðu þjóðanna um
stórkostlegt þrælahald í „ríki verkalýðsins“, Rússlandi, hafa
að vonum vakið mikla athygli. Hafa Bretar lagt fyrir nefnd-
ina mjög eftirtektarvert skjal, sem geymir reglur um fram-
kvæmd þrælkunarvinnu í Ráðstjórnarríkjunum, og er skjal-
ið tahð útgefið af rússneskum stjórnvöldum sjálfum. Hafa
Bretar afhent ljósprentun á frumtexta skjalsins á rússnesku.
Því hefur lengi verið haldið fram, að í paradís kommún-
ísta i Rússlandi væru milljónir manna í fangabúðum. Þetta
hafa kommúnistar ætíð talið svívirðilegan róg um Ráðstjóm-
arríkin, og margir aðrir hafa skiljanlega átt erfitt með að
trúa því, að þetta gæti verið satt — að nú á tuttugustu öld-
inni væri við lýði stórkostlegt þrælahald og það hjá þjóð,
sem að dómi stjórnenda sinna býr við fullkomnasta ’ýð-
ræðisskipulag í heimi.
En því miður verður ekki betur sjeð, en ásakanir lýðræð-
isríkjanna á hendur Rússum um þrælahald í Rússlandi sjeu
á sterkum rökum reistar. Rússar hafa reynt að draga at-
hyglina frá þessari alvarlegu ákæru með því að bera harð-
orðar sakir á Breta fyrir þrælahald í nýlendum þeirra. Bretar
hafa svarað því til, að þeir væru reiðubúnir að leyfa rann-
sóknarnefnd frá Sameinuðu þjóðunum að rannsaka þetta
mál í nýlendum þeirra, ef Rússar leyfðu samskonar nefnd
að rannsaka sannleiksgildi kæru Breta á hendur þeim. Rúss-
neski fulltrúinn svaraði þessari tillögu Breta með eintóm-
um vífilengjum.
Skjal það um þræikunarvinnu í Ráðstjórnarríkjunum,
sem Bretar hafa lagt fram, er í 147 köflum, og er þar að
finna ítarleg ákvæði um þrælkunarvinnu í stórum stíl, eins
og það væri sjálfsagður hlutur. Telur rússneska stjórnin
skipulag þetta fullkomlega eðlilegt til þess að „vernda ríkið
og endurfræða einstaklinga, sem villst hafa af rjettri slóð“
og kenna þeim „þjóðfjelagslega nytsama“ vinnu. Ennfreinur
er í tilskipunum þessum sagt, að tilgangurinn sje að koma
afbrotamönnum þannig fyrir, að „þeir sjeu hindraðir í að
geta framið verknaði, sem skaði hið sósíalistiska skipulag.“
Það er ömurlegt að hugsa til þess, að milljónir manna
skuli verða að sæta þrælameðferð á vorum tímum, en þó
er enn sorglegra, að til skuli vera hópar manna, sem veg-
sama slíkt skipulag og telja það æskilegt fyrir verkalýðinn
Fólk átti að vonum erfitt með að trúa frásögnunum um
þýsku fangabúðirnar, en allir vita nú, að þær eru sannar.
En fregnir þær, sem tugir og hundruð sjónarvotta hafa sagt
af fangabúðum Rússa, eru engu fegurri. Og að lokum eru
svo þessar rússnesku tilskipanir, sem Rússar hafa jafnvel
orðið að játa, að hefðu við rök að styðjast. Hefur fulltrúi
Rússa í fjelagsmálanefndinni haldið því fram, að „endur-
fræðslan“ í fangabúðunum væri mannúðarmerki.
Ógnir þýsku fangabúðanna vöktu hrylling um allan hinn
siðmenntaða heim, og allir vonuðu, að slík villimennska
ætti ekki eftir að endurtaka sig. Ef það er rjett, að í dag
sjeu tíu milljónir þræla í ríki, sem auglýsir sig sem „ríki
verkalýðsins“, þá er það dæmi um meiri villimennsku og
hræsni en nokkru sinni hefur áður þekkst í heiminum.
Þetta þjóðskipulag kalla kommúnistar fagnandi hinn
„nýja heim“, sem alþýða allra landa eigi að sameinast uii; að
skapa sjer til handa. Og það er talin smámunasemi að hika
við að fórna einstaklingsfrelsi sínu til þess að komast í
þessa „paradís“ á jörðu. Það er sannarlega merkilegt verk
efni fyrir sálfræðinga að rannsaka sálarlíf manna, sem
þannig geta hugsað. Manna, sem eru svo haldnir sjálfs-
blekkingu, að þeir neita að sjá eða heyra óvjefengjanlegar
staðreyndir.
Kommúnistar hafa til þessa getað blekkt allstóran hóp ís-
lensku þjóðarinnar til fylgis við stefnu sína. Sem betur fer,
eru sífellt fleiri teknir að sjá úlfshárin undan sauðargær-
únni, er erindrekar hins austræna valds hafa varpað yfir
sig. Þótt fólk kunni að vera óánægt með ýmislegt í stjórnar-
fari voru nú, getur enginn maður óskað að fá einræðisskipu-
lag og þrælahald miðaldanna í stað þeirra mannrjettinda
og frelsis, er þjóðin nú nýtur.
\Jil2ar áíriíar:
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Þúsundir sækja
í sundlaugarnar
SUNDLAUGARNAR eru uppá
haldsstaður margra Reykvík-
inga, að sumrinu til að minsta
kosti. Þangað koma árlega þús
undir gesta — ungbörn, sem
rjett eru byrjuð að ganga, ungl
ingar og æskufólk og gamal-
menni.
Þar þykir mörgum gott að
vera, því vatnið í laugunum
er eitthvað svo notalega heitt
og hitinn mikill í sólskýlunum
og í skotum bárujárnsgirðing-
arinnar.
•
Brotin brú
EN ÞÓ verður ekki betur sjeð
en að þessi samkomustaður
Reykvikinga hafi að ýmsu
leyti orðið útundan upp á síð-
kastið. Honum er í fám orðum
sagt ekki nógu vel haldið við;
það er meir að segja svo kom-
ið, að brúin yfir laugarnar
miðjar er brotnuð, og ekkert
er líklegra en nokkur hressi-
leg handtök nokkurra lífsglaðra
stráka geti þá og þegar steypt
henni ofan á baðgestina.
•
Betri engin brú
en biluð brú
UM ÞAÐ má að sjálfsögðu
deila, hvort brúin yfir sund-
laugarnar sje nauðsynleg. Hitt
munu flestir þó geta verið
sammála um, að betii sje eng-
in brú en stórbiluð brú, sem
svo er orðin ,,farlama“, að
spýtur hafa verið negldar
þvert yfir brúarsporðana og
yfir þær spýtur er öllum harð-
bannað að fara.
En þarna stendur brúar-
garmurinn, eða hímir öllu
heldur, engum til ánægju eft
mörgum til furðu mikillar
mæðu. Sundlaugarnar hafa að
vísu aldrei fallegar verið ....
en fyr má nú rota en dauð-
rota.
•
Rabbað um sildina
JEG heyrði þrjá menn tala um
síldveiðarnar núna á dögun-
um. Jeg er hræddur um. að
jeg 'hafi verið að hlera, en hjá
því varð eiginlega ekki kom-
ist, þeir töluðu svo hátt, bless
aðir mennirnir.
Þeim kom öllum þremur
saman um, að það þýddl víst
lítið að vera bjartsýnn á síld-
ina úr þessu.
Einn var þó augljóslega
þeirra fróðastur. Hann kvaðst
hafa ímigust á öllum síldarspá-
mönnum, því það væri löngu
vitað. að spádómar þeirra væru
út í bláinn.
•
Okkur dreymir
sífelt um stór ,.köst“
ÞESSI sami náungi sagðist líka
vera handviss um, að það væri
éitthváð bogið við þær aðferð-
ir, sém við íslendingar notuð-
um við síldveiðamar. Við vær
um of heimtufrekir. Við vær-
um allir í stóru ,,köstunum“ og
um annað væri ekki talað.
Það væri nú eitthvað annað,
bætti hann við, með erlendu
síldveiðimennina. Þeir væru
altaf að, — notuðu bæði rek-
net og snyrpinætur og væru
altaf á eftir síldarskömminni.
Og með þessu tækist þeim oft
að ná í það aflamagn, sem þeir
hefðu einsett sjer.
•
Lífið er eintóm von
ÞEGAR líða tók á samtalið,
gleymdi þessi síldarspekúlant
því reyndar, að hann var þeg-
ar búinn að fordæma alla síldar
spámenn. Hann fór að spá
sjálfur, blessaður. Hann sagði:
Það hefir að vísu komið fyrir,
áð síldin kæmi á þessum tíma
árs, en sjaldan þó. Jeg leyfi
mjer nú samt að fullyrða, að
hún komi als ekki í sumar. En
jeg er jafnviss um, að hún
gengur í Hvalfjörðinn í vetur
og það svo um munar.
— Já, lífið er jú eintóm von,
svaraði annar fjelagi hans. Með
það fór jeg.
Bílastæðin til
umræðu
TALSVERÐAR umræður hafa
orðið um það að undanförnu,
hvar hentuga'st væri að korna
upp bílastæðum í bænum. Verð
ur ekki betur sjeð en menn
sjeu ekki alskostar sammála
um þetta, en við því var víst
varla að búast. Það eru sem
sje ennþá til bíllausir menn í
þessum bæ .... og guði sje
lof fyrir, liggur mjer við að
seg’a. Þessir ,,bílandi“ verða
oft svo uppteknir af farartækj
unum sínum, að þeir vilja
helst öllu ofra á altari þeirra.
Á öllu átti jeg von
EFTIR blaðafrjettum að dæma,
mun meira að segja einhvers-
staðar hafa komið fram tillaga
um að taka sneiðar af Tjörn-
inni og Austurvelli og nota þær
sem bílageymslur. Mörgum
mun hafa komið þetta á óvart
og hugsað sem svo: Á öllum
fiandanum átti ég von, en þó
ekki þessu!
Sá, sem þetta rÞar, er þeirr
ar skoðunar, að það sje jafn
,,eðlilegt“ að tala um að gera
bílageymslur í anddyri Alþing
ishússins eins og á Austurvelli
eða einhverri Tjarnaruppfyll-
ingu.
Bílastæði leigð
EN hversvegna hefir það ann-
ars aldrei verið athugað, hvort
Reykvíkingar geti ekki farið
að dæmi útlendra og leigt bíla
eigendum bifreiðastæði í eða
við Miðbæinn til dæmis? Þetta
er víða gert erlendis, og það í
engum stórborgum, og leigan
mun meðal annars ákveðin
með þeim rökum, að þeir, sem
bílana eiga, eigi einir að bera
kostnaðinn af geymslu þeirra.
Þessi bifreiðastæði, sem leigð
eru í hálftíma, klukkutíma eða
lengur, eru ýmist opinber eign
eða í eigu einstakra manna.
MEÐAL ANNARA ORÐA . . . .
„F" er táhn barátlunnar gegn ofbeldinu
ÞAÐ VAR fyrir skömmu á
rússneska hernámssvæðinu í
Austur-Þýskalandi, að dr. Bec-
ker, háttsettur maður undir
yfirstjórh Rússa, settist niður
við stóra skrifborðið sitt. Hann
fór að opna póstinn, sem til
hans hafði borist. Efst í brjefa
hlaðanum var stórt umslag. —
Þegar hann opnaði það var
ekkert í því, nema hvítur
pappírsmiði, sem á var skrifað
ur bókstafurinn „F“.
Þennan sama dag urðu menn
varir við það í borginni Rost-
ock, eirinig á rússneska her-
námssvæðinu, út við Eystra-
salt, að út um allar gangstjett-
ir var stráð effum, sem klippt
höfðu verið úr dagblöðum. í
Leipzig, Weimar, Potsdam og
í rússneska hluta Berlínar var
bókstafurinn „F“ krítaður á
rústir af sprengdum húsum og
gangstjettir. F-ið var þarna
sem tákn fyrir þýska orðið
„Freiheit,1 — frelsi undan rúss
nesku áþjáninni.
• •
F-IÐ ER TÁKN
ÞÝSKRAR
SAMEININGAR
ÞETTA er upphafið að frelsis-
baráttu Þjóðverja undan Rúss-
um og kommúnistum. Foringi
frelsisbai áttunnar er Rainer
Hildebrandt, 34 ára Þjóðverji.
Hildebrandt útskýrði nýlega
tilganginn með F-baráttunni.
„Rússar fá að sjá F-ið viða á
hernámssvæði sínu. Það sýnir
þeim, að Þjóðverjar hafa enn
kjark til að heimta rjett sinn.
Þá eru það flugumenn Rússa.
sem fiam að þessu hafa unnið
að því að skrifa upp á svartan
lista þá Þjóðverja, sem eru
kommúnistum andstæðir. Slík-
ir flugumenn fá að sjá F-ið og
vonandi verður þeim þá ljóst.
að einhverntíma fá þeir að upp
skera laun sín eins og þeir eiga
skilið. Aðrir óbreyttir borgar-
ar fá með F-inu tryggingu fyrir
því, að þeir standa ekki einir
uppi gegn ofbeldi Rússa, heldur
fylgir öll þýska þjóðin þeim“.
• •
MÓTI NASISMA
OG KOMMÚNISMA
Á UNGLINGSALDRI barðist
Hildebrandt á móti nasistum.
Hann sat 17 mánuði í fanga-
búðum Gestapo. Hann játar
það, að flestir Þjóðverjar sjeu
með aðgerðarleysi sínu, með
því að loka augunum fyrir
hinu ljóta, samsekir nasistun-
um. Eftir stríðið varð hann þess
var, að önnur tegund ofbeldis
og einræðis var komin á í Aust
ur-Þýskalandi. Hann ákvað að
berjast jafnt gegn því ofbeldi.
Hann stofnaði fjelagsskapinn
Kampfgruppe gegen Unmensch
lichkeit (Baráttan gegn
grimmdarverkum ).
• •
UPPLÝSIN GAR
UM HÖRMUNGA-
FANGELSIN
Nokkrir sjálfboðaliðar starfa
með honum, en aðalaðsetur fje
lagsskaparins er heimili Hilde
brandts í Vestur-Berlín. Á
hverjum degi koma milli 40 og
60 gestir þangað og koma með
nýjar upplýsingar um mannúð-
arleysi Rússa. Þannig hefir
fjelagsskapurinn komist yfir
nákvæmar lýsingar af hörm-
ungunum í fangabúðum Rússa
og hafa sumar þeirra birtst í
þýskum blöðum.
• •
UPPLÝSIN GAR
UM TÝNT FÓLK
EN BRÁÐLEGA fóru upplýs-
ingarnar að hafa þýðingu á
annan hátt. Fangar, sem slopp
ið höfðu úr rússneskum fanga
búðum gáfu Hildebrandt upp
lýsingar urn hverjir hefðu lát-
ist í fangabúðunum og hverjir
Framti. á bls. 8.