Morgunblaðið - 25.08.1949, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.08.1949, Blaðsíða 6
6 MORGUISBLAÐIÐ Fimmtudagur 25. ágúst 1949. Útg.: H.f. Árvakur, ReykjavQc. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Rmtjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.X «’rjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlanda, kr. 15.00 utanlands. 1 lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbðí. Þjódnýting, sem segir sex! i HJER í BLAÐINU var fyrir um það bil 9 mánuðum síð- an vakin athygli á hinum hrapalega rekstri hinna þjóðnýttu samgöngutækja, sem ganga milli höfuðborgarinnar og Haín- arfjarðarkaupstaðar. Var jafnframt beint fyrirspurn til sam- göngumálaráðherra um orsakir þess taps, sem varð á rekstri aætlunarbifreiða þeirra, sem halda uppi fólksflutningum á þessari leið, árið 1947. Ekkert svar hefur ennþá borist við þessari fyrirspurn hvorki frá yfirmanni þessa þjóðnýtingarfyrírtækis eða póst- stjórninni, sem hefur stjórn þess með höndum. Er það að verða tíska hjá ýmsum ráðamönnum hjer í landi að láta sem ekkert sje þótt beint sje til þeirra fyrirspurnum um rekstur almenningsfyrirtækja, sem þjóðin á fulla heimtingu á að vita, hvernig sjeu rekin. ★ En það er ástæða til þess að rifja sögu Hafnarfjarðarsam- gangnanna upp að nýju. Þær hafa ekki alls fyrir löngu ver- ið þjóðnýttar. Áður var þeim haldið uppi af einstaklingum í Reykjavík og Hafnarfirði. Þessir einstaklingar högnuðust á þeim og greiddu tugi þúsunda króna í opinber gjöld af þeim til ríkis og bæja. Niðurstaðan af rekstri ríkisins varð allt önnur. Árið 1947 varð nær 300 þús. kr. rekstrarhalli á áætlunarbifreiðum póst- stjórnarinnar á leiðinni Reykjavík—Hafnarfjörður. Ekki nóg með það. Þann 31. okt. 1948 voru heildarskuldirnar vegna þessara ferða orðnar 3,5 milj. kr. Þar af var skuld við póst- sióð sjálfan 625 þús. kr. en við ríkissjóð vegna ógreiddra tolla 691 þús. kr. Hvernig stendur á þessum niðurstöðum? Hefur leiðin milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar virkilega lengst einhver ó- .sköp síðan að samgöngutæki hennar voru þjóðnýtt? Hvern- ig stendur á því að atvinnufyrirtæki, sem einstaklingar högn- .uðust á og greiddu af há opinber gjöld er allt í einu orðinn þungur ómagi á ríkissjóði? ★ Almenningur á kröfu á því að forráðamenn þessara mála gefi skýringar á þessu fyrirbæri. Hverjar eru orsakir þessa dæmalausa reksturs? Eru þær ef til vill m. a. þær, að ekki alls fyrir löngu voru fargjöld með áætlunarbifreiðum þess- um hækkuð mjög verulega? Heldur er það ótrúlegt. ★ I þessu sambandi verður ekki komist hjá að ræða nokk- uð um þjóðnýtingu almennt. Ríkisrekstur, þjóðnýting ýmsra fyrirtækja og stofnana, sem almenningur á hag sinn mjög undir kominn, getur verið sjálfsögð og eðhleg. En því að- eins á hún rjett á sjer að hagsmunum almennings sje bet- ur borgið á þann hátt en með því .að einstaklingarnir eða fjelagasamtök þeirra annist rekstur fyrirtækisins. Það er eina rjettlæting ríkisrekstrarins. Hagsmunir almennings, þjóðarheildarinnar verða þessvegna algeriega að skera úr um það, hversu langt skuli ganga í svokallaðri þjóðnýtingu á hinum ýmsu sviðum athafnalífsins. Það eru þessvegna bein ;,vik við almenning og þjóðarhagsmuni þegar ráðist er í rík- isrekstur til þess eins að fullnægja fræðikenningum sósíal- ismans án minnsta tillits til þess, hvort hagsmunum fólks- • ins er betur borgið með slíkrí tilhögun á rekstri almenn- ingsstofnunar eða atvinnufyrirtækis en það er sú megin- ‘ villa, sem sósíalistar, hvort sem þeir kalla sig kommúnista ’ eða jafnaðarmenn hafa iðulega gert sig seka um. Sagan um rekstur áætlunarbifreiðanna milli Hafnarfjarðar og Reykja- víkur er einnig gott dæmi um þá villu. Hver trúir því að hagsmunum almennings sje betur borgið með því að rík- |ið tapi 300 þús. kr. á rekstri þeirra á ári en að einstakling- ar annist hann og borgi tugi þúsunda í opinber gjöld af honum? — Enginn, nema staurblindir þjóðnýtingarpostular jog ]?jkisrekstrarmenn. Flan ríkisvaldsins inn á svið, þar sem .einstaklingsframtakið tryggir hagsmuni almennings betur, á engan rjett á sjer. Það er ein af kórvillum sósíalismans. — iVilla, sém ýmsar þjóðir hafa rekið sig á, við íslendingar [einnig. En til þess eru vítin að varast þau. XJdwerji óhrijar: TJR DAGLEGA LÍFINU Hjá „Bláu stjörnunni“ ÞAÐ þarf eigi að kvarta undan deyfð og drunga í skemmtana- lífi höfuðborgarinnar þegar „Bláa stjarnan“ fer af stað. í fyrrakvöld var frumsýning á nýjum skemmtiatriðum hjá „stjörnunni“ í Sjálfstæðishús- inu og gleði bjó þar í höll allt kvöldið. Næstu vikurnar fá Reykvík- ingar tækifæri til að skemmta sjer og skemmta sjer vel hjá stjörnunni og enginn hætta er á, að það tækifæri verði látið ónotað. • , ,-Svífur að hausti“ ÞEIR, sem stjórna „Bláu stjörn unni“ fylgjast vel með árstíð- unum. Á miðjum vetri fóru þeir að undirbúa fólkið undir sumarkomuna með því að sýna ,-Vorið er komið“ og nú heitir sýningin ,,Svífur að hausti“. Skemmtiatriðin eru mörg — næstum því of mörg, því áhorf endur hafa ekki við að hlægja og skemmta sjer. Af þeim á- stæðum mun vera haft 20 mínútna hlje i miðri sýningu og í fyrrakvöld að minnsta kosti var fylgt hinni gullvægu reglu frá danspallinum á „Fánadagurinn" forðum, „að næsti hálftími verður þrjú kortjer“. • Skemmtilegir karlar ÞAÐ er erfitt að segja hvaða skemmtiatriði hafi verið best. Erlendu farfuglarnir eru á- gætir, en þó trúi jeg, að Alfred og Haraldur Á. beri sigur úr býtum í baráttunni um almenn ingshyllina, eins og svo oft áður. Það er ekki nokkur vafi á að Alfred Andrjesson er okkar besti gamanleikari. Það er nóg að sjá hann, þótt hann segi ekki neitt, til þess að menn komast í gott skap. Hann hef- ur flesta kosti gamanleikarans. • Óþarfj að skjóta hvíslarann ÞÁTTUR Haraldar og Alfreds um „Daginn og veginn er bráð skemmtilegur og vel saminn. Að sjálfsögðu eru þeip með nefið ofaní hvers manns koppj. eins og vera ber í slíkum þætti. Þættinum líkur með þvi að Haraldur tekur upp hunda- byssu og „fírar“ á suflörinn, eða hvíslarann. , En það var alveg óþarfi, að skjóta þann veslings náunga. sem hlýtur að vera atvinnu- laus, áður en langt er liðið á haust, því leikararnir í ,.Bláu stjörnunni“ þurfa ekki á þeim aðstoðarmanni að halda. Þeir kunna að lesa af blöð- um og nota þá kunnáttu óspart. • Minnisseðlarnir DANSLAGASÖNGVARINN ungi syngur nokkur dægurlög, sem hann virðist kunna að mestu utanað, en hefur þó blaðastranga svona til vonar og vara. Kynnirinn les af bláu blaði og tekur líka fram, að hann þurfi að nefna útlend nöfn. Svo ekki er hægt að heimta af honum, að hann læri þau utan að. Alfred er með vasana fulla af minnisseðlum og fer ekkert leynt með, að hann hefur ekki lært sínar bráðsmellnu gaman- vísur. Já, mönnum fannst synd að Haraldur skyldi skjóta hvisl- • arann, alsaklausann. • Þegar Wöðin hverfa ÞEGAR Bláa stjarnan gefur.. hvíslaranum líf og veitir hon- um fasta og örugga atvinnu, mætti brenna minnisblöðin — og bá verður hlegið lengi og innilega. Og hinir góðu hæfileikar okkar ágætú gamanleikara : nióta sín til fulls og best blaða- laust. Þegar svningum ..Nú svífur að hausti“ lýkur, sem vonandi >ærður ekki fyr, en undir há- t.íðar, vonast menn eftir, að ný- ir þættir komi, sem kalla , mætti: , „Nú er vetur í bæ“ (minissneplalaust, og með bráð lifandi hvíslara). „Fundahöld“ FELULEIKUR forstióranna og háttsettra embættismanna í skrifstofum þeirra, hefur lengi verið efni í brandara og um- kvartanir. bæði hjer á landi og erlendis. Það hefur lönf?um verið við- kvæðið hjá símastúlkunum: „Því miður, hann er ekki við“. eða: ..Nei, hann hefur ekki komið í skrifstofuna í dag“. En nú er komið alveg nýtt svar, sem er miklu betra. Það er: ,.Því miður, hann er á fundi“. Og mikið hefur fundahöld- unum fjölgað í bænum, síðan þetta svar var fundið. MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . I9IIIIIIIIIIII 111 ■ III■111111•I■111111II1111■>111 Ekkert vifað um afdrtf 80,009 mantta frá Vestur-Evrópu. Eftir frjettaritara Reuters. BERLÍN — Um 80,000 manna úr löndum Vestur-Evrópu er enn saknað í sambandi við fjöldahandtökur Þjóðverja á ófriðarárunum og hið nasis- tiska fangabúðakerfi. Það er deild úr alþjóðlegu flóttamannastofnumnni, sem stendur fyrir leitipni að þessu fóíki, en aðalskrifstofa deild- arinnar er í Arolsen á banda-’ ríska hernámssvæðinu í Þýska landi. • • BÖRN OG FULLORÐNIR STARF - deildarinnar fellur undir þrjá aðalflokka: 1. Leit að börnum, sem hurfu á . ófriðarárunum. 2. Leit, að uppkomnu fólki, sem ekkert samband hefur haft við ættingja sína frá ó- friðarlokum. 3. Leit að þeim mönnum, sem skAðir eru í fangaskýrsl- ur Þjóðverja frá stríðsárunum og semækki hefur sannast að sjeu látnir, en enginn veit þó hvar eru niðurkomnir. • • TEKIN í FÓSTUR VITAÐ er, að mörg þeirra barna, sem saknað er, voru flutt tií Þýskalands, með það fyrir augum, að þau yrðu tekin þar í fóktur. í þessu starfi nýt ur fltótamannastofnunin þess, að finna má nöfn allmargra þessara barna í þýskum skýrsl- um, enda hefur það oft orðið til þess. að hægt hefur verið að skifa foreldrunum barni sínu, eftir margra ára aðskiln- að. , • • ÞEIR FULLORÐNU ÞEGAR leitað er að uppkomnu fólki, er byrjað á því, að brjef lee fyrirspurn er send yfir- yöldunum á þeim stað í Þýska landi, þar sem síðast vár vitað, að viðkomandi dvaldist. — Ef þetta ber .neikvæðan árangur, er einhverjum fulltrúa leitar- deildarinnar falið að rannsaka málið á staðnum. Auk bess er lýsing, á'.þeim, sem leitað er að, send í allar flóttamannabúðir, en það hefur oft borið ágætan árangur. • • AÐ HÆTTA ÞAR sem nú er talið líklegt, að þess verði skammt að bíða, að alþjóðlega flóttamannastofn unin hætti störfum, hefur vinnu leitardejldarinnar mjög verið hraðað. Starfslið deild- arinnar í Vestur-Þýskalandi hefur verið aukið, og íögð er áhersla á að reyna að safna öllum þeim upplýsingum um eftirlýst fólk, sem frekast er hægt. • • NOKKRAR TÖLUR SAMKVÆMT upplýsingum þeirra landa, sem hjer eiga hlut að máli, er enn ekkert vitað um afdrif 25,000 Frakka, 20,000 ítala 15.000 Belgíu- manna og 11000 Grikkja. Enear tölur eru fyrir hendi frá löndunum í Austur-Evrópu. að talið er, að þar sje tala þeirra manna mjög há, sem ekkert hefur frjettast af frá því á ófriðarárunum. August Griebel {perusöngvari Söngskemfun í Gl. Bíó HJER > ER í heimsókn : óperuspngyari . frá óper- : Unni í Köln. að nafni August ; Griebel. Hjelt hann söngskemt- : un i Gl. bíó í fyrrakvöld, við ; sæmilega aðsókn og mikla hrifn ' ;ingu áheyrenda. Á söngskránni voru Aríur • eftir Mozart og Lotzing og lög eftir Schubeft. Schumann. Lö- • . ewe og Hugo Wolf. Glæsiíeg* (söngskrá og skemtileg. j August Griebel. er framúr- : skarandi snjall söngvari, gagn- : mentaður og mjög músíkalsk- ; ur, með hreimfagra, fremur ' ;bjarta bas-baryton rödd, sem Aann beitir af mikilli kunnáttu og mikilli smekkvisi. | Þó Griebel syngi lyrisku lögin eftir Schubert. Schumann 4 og Wolf prýðilega, já, éftir- minnilega vel, og arnsúgurinn í bállöðum Loewe nyti sín á- . gætlega, leyndi sjer þó ekki, að óperan er Véttvangur hans. Aríurnar úr óperum Mozarts, : svo og „O sancta justitia“, úr : j Zar og. Zinimermann, eftir Lortzing, voru snilldarlega vel 1 Framn. á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.