Morgunblaðið - 27.08.1949, Qupperneq 7
Laugardagur 27. ágúst 1949.
M ORGV NBLAÐIÐ
7
iregiir til harðra ótakö milli
og kirkju í
Eftir VINCENT BUIST,
frjettaritara Beuters.
VARSJÁ — Örlög pólsku kirkj
unnar um nána framtíð kunna
að verða ráðin á kirkjustefnu,
sem haldin verður í þessum ar ósleitilega til föðurlandsást-
mánuði til að fjalla um hina1 arinnar og snertir þannig við-
Þar er æskufólki kennt
að hatast við kirkjuna
mýju löggjöf stjórnarinnar um
samvisku- og trúfrelsi.
Lögin biturt vopn gegn
kirkjunni.
Lög þessi, sem gefin voru út
7. ágúst, búa stjómina ægi-
vopnum gegn kirkjunni. Það er
i ð miklu leyti komið undir því,
hvernig pólsku biskuparnir
bregðast við, hvort vopni þessu
verður nokkurn tíma beitt.
Þeir geta komist hjá árekstri
við ríkisvaldið með því að fall-
ast á, að kirkjan sje hlýðin
stjórninni í Varsjá og segi skil-
:'ð við áhrif páfastólsins. En ef
þeir verða ekki við þessari
kröfu, heldur hafa hin nýju lög
í flimtingum, eru þeir ofurseld-
ir fjölaahandtökum og fangels-
un.
Hlutverk þeirra er að sætta
tvær stefnur, sem virðast ósam-
þýðanlegar. Þeir verða að finna
leið til að breiða út kenningar
kaþólsku kirkjunnar án þess að
tálma með því viðgengi hinna
veraldlegu kenninga Marxism-
ans.
En tilskipun páfa þar, sem
kommúnistum er ógnað með
bannfæringu, hefir ýtt undir
leiðtoga þeirra í Póllandi til að
krefjast stefnuyfirlýsingar frá
kirkjuvaldinu þegar í stað.
Lögin, sem að einhverju
leyti hafa orðið til fyrir bann-
færingartilskipun páfa, tryggja
kristnum mönnum og trúleys-
ingjum jafnt frelsi. Þau leggja
varðhald, fangelsi og jafnvel
dauðarefsingu við að misnota
rjett sinn til samvisku- og trú-
frelsis. Sautjár. greinar laganna
skýra, hvað við sje átt með að
,,misnota“ trúfrelsið.
Lögin eru víðtæk.
Gera verður ráð fyrir, að þar ar greiðslu frá ríkinu fyrir
eð kirkjan og kommúnisminn
eru í eðli sínu á öndverðum
meiði, þá brjóti hver sá prestur,
sem af eldmóði kennir hina
kaþólsku trú, að einhverju leyti
í bága við hin nýju lög.
En enn sem komið er, verður
ekki örugglega sagt um, að hve
miklu leyti stjórnin muni halda
þeim til streitu. Hingað til hef-
ir ríki og kirkja í Póllandi ver-
ið ófúsari til að stofna til átaka
fyrir opnum tjöldum en í ýms-
um öðrum löndum.
kvæmustu strengi Pólverjans.
Hún hefir vítt það, að páfinn
reyni að sundra þjóðinni, á tím-
um, þegar eindrægni allra
stjetta er nauðsynleg til að end-
urreisa eyddar borgir og hrinda
í framkvæmd stórkostlegum
iðnaðaráætlunum.
Stjórnin trauð að leggja
til atlögu.
Framtakssemi stjórnarinnar
hefir vakið nokkra aðdáun með
Pólverjum. Með verkamönnum,
sem afkastað hafa ótrúlega
miklu við endurreisnina, hafa
flokksforsprakkarnir vakið upp
ákafa keppni eftir vexti pólskr-
ar verslunar og iðnaðar.
Allt um vaxandi tiltrú stjórn
arinnar mundi hún leggja mik-
ið í hættu með því að leggja
ok á kikrjuna. Af þessum sök-
um kann að vera nokkur hæfa
í því, sem sumir halda fram,
að stjórnin hafi með góðum ár-
angri farið þess á leit í Moskvu,
að hún fengi betra tóm til að
leggja á ráðin um, hvernig bar-
áttunni gegn áhrifavaldi páfa-
stólsins skuli hagað í landinu.
Ef stjórnin gengi beint til
verks nú, kynni hún að missa
tök sín á verkamönnunum.
Mundi það stofna í voða iðn-
aðarframförum og efnahag
landsins. Það tekur og tíma að
koma á ýmsum stefriumálum
kommúnista í sveitum lands-
ins, en þar er höfuðvígi ka-
þólskrar trúar.
Kirkjan nýtur
forrjettinda enn
En kirkjan heldur enn mörg-
um forrjettindum sínum, sem
hún kynni að glata, ef hún tæki
upp meiri baráttustefnu.
Eftir því, sem talsmenn
flokksins hafa sagt, fá 600 prest
ð
veita kristindómsfræðslu í ríkis
skólunum. Ríkisútvarpið send-
ir út guðsþjónustur á sunnu-
dögum. Kirkjur, sem eyddust í
st.yrjöldinni, eru endurreistar
jafnhliða öðru og það með styrk
af almannafje.
Breytingar á jarðeignaskipu-
laginu ná ekki til kirkjujarða,
en þær eru 450.000 ekxur að
stærð.
Pi-estar, munkar og guðfræði-
nexnar við kaþólskar guðfx-æði-
deildir eru undanþegnir her-
þjónustu.
Þjóðin og kirkjan.
Engu verður með sanni spáð
um afstöðu pólsku þjóðarinnar,
ef kirkjan einrjeði að. heyja
heilagt stríð.
Hina einlægu fylgispekt við
kirkjuna má glöggt marka af
því, hve helgidagaguðsþjónust-
Uppeldisstarfsemi
kirkjunnar
Stjórnarskýrslur sína, að
kirkjan á'yfir að ráða 40 al-
þýðuskólum, 600 barnaleikvöll-
um og 300 barnaheimilum. —
Hæstan sess í hinu kaþólska
ur eru vel sóttar. Margir Pól- uppeldiskerfi skipar svo háskól
verjar, sem höfðu Iagt það nið-
ur, sækja kirkju nú reglulega
eins og til að sýna Varsjástjórn-
inni mótþróa.
Bændur Póllands eru stöðug-
ir í trúnni, en stjórnin skírskot-
inn i Lublin.
Blöðin, sem eru háð ritskoð-
un, hafa skýrt frá því, að trú-
málafjelögum hafi fjölgað á
seinustu 5 árum. Sagt er, að nú
sjeu í Póllandi 2010 munka- og
nunnuklaustur á móti 1742 fyr-
ir styrjöldina.
Sagt er ennfremur, að í engu
landi Evrópu gefi kaþólskir út
jafnmikið af blöðum eða 63 út-
gáfur í 700.000 eintaka. Kaþólsk
blöð eru ritskoðun háð, og mörg
hinna 63 blaða eru gefin út fyr-
ir eina sókn aðeins.
Gengið á rjett kirkjunnar
Beinar stjórnarráðstafanir í
andstöðu við kirkjuna hafa hing
að til verið þær, að 1945 rauf
stjórnin sáttmálann við páfa-
stólinn og skömmu seinna gaf
hún út tilskipun þar, sem mönn
um var gert að ganga í borgara-
legt hjónaband. Hjónavíxlur
kirkjunnar eru afskiptalausar
látnar og kaþólsk hjón í Pól-
landi láta gefa sig saman bæði
í borgaralegt og kirkjulegt
hjónaband.
Margir Pólvei'jar játa hrein-
skilnislega, að þeir hefði látið
sjer vel líka, að vera skyldaðir
til borgaralegrar hjónavíxlu, ef
tilskipun hefði komið frá ann-
arri stjórn. Nokkru fyrir stríð-
ið voru margar stjettir þeirrar
skoðunar, að óhæfa væri, að
kaþólsku kirkjunni væri einni
heimilt að gefa menn saman í
hjónaband.
Þögnin mikla
En viðhorf klerkastjettarinn
ar til stjórnarstefnunnar i Pól
landi er hjúpað þögn. Pólski
erkibiskupinn hefur gefið þá
skipun frá höll sinni, sem er
aðeins 30 stikur frá rússneska
sendiráðinu í Varsjá, að klerka
stjettin megi ekki umgangast
menn frá V-Evrópu nje ræða
kirkjumál.
Ekki er talsmaður stjórnar-
innar síður hljedrægur. Heiur
hann látið af að ræða við frjetta
menn um samband ríkis og
kirkju með þessum ummælum:
,,Við þekkjum af reynslunni, að
afskifti V-Evrópublaðanna af
|þessum málum verða aðeins til
tjóns.“
Markmiðið er
tortíming kirkjunnar
En meðan kommúnistaflokk
ur Póllands talar um umburð
arlyndi í trúmálum opinberlega
þá er ungum nemum stjórn-
málaskólanna kennt allt annað
Fregnir frá þessum hreiðrum
marxistiskrar fræðslu benda
eindregið til að tortíming ka-
þólsku kirkjunnar, sem grund-
vallist á rómverskri og engil-
saxneskri heimsveldisstefnu,
sje það helsta, sem þar sje um
fjallað.
Þegar teljast yfir milljón Pól
verjar á æskuskeiði til fjelags-
skapar, sem er undir stjórn
kommúnista. Er þeir komast á
manndómsárin og stjórnmála-
áhrifa þeirra tekur að gæta,
munu þeir Pólverjar, sem vaxið
hafa upp við trúarsiði kirkjunn
ar verða komnir að fótum fram.
Með dauða þeirra þverr kirkj-
Framn. á bls. 8.
orræna landskeppn-
íxlendingar fá þar sex fil áfta menn
I ÍÞRÓTTADÁLKUM Norður-
iandablaðanna er nú um fátP
meira rætt en norræna lands-
leikinn í frjáls-íþróttum, sem ,
fram fer í Stokkhólmi 9.—11.1
næsta mán. Sem kunnugt er, er
aetta keppni á milli Sviþjóðar !
annai'svegar og hinna Norður-
landanna fjögurra hinsvegar. !
Þrír menn keppa frá hvorum
aðila í hverri grein.
Keppni sem þessi hefir einu
sinni farið fram áður, 1947, og
unnu Sviar hana með 35 stiga
mun, 248 gegn 213.
Sennilegt er, að Svíar vixmi
einnig að þessu sinni, en
keppnin verður áreiðanlega
jafnari og stigamunurinn ekki
eins mikill og þá.
Svíar eiga tiltölulega auðvelt
með að velja sitt lið. Meistara-
mótið hjá þeim er nokkurs-
konar úrtökumót. Undantekn-
ingarlítið munu þrír fyrstu
menn á því verða valdir til
keppninnar.
Lið „bandamanna“.
Oðru máli gegnir aftur á móti
með hin Norðurlöndin. Valið hjá
þeim er erfiðara. Meistaramótin
fara að vísu fram samtímis hjá
þeim öllum, en aðstæðurnar eru
misjafnar, þannig að samanburð-
ur á tíma og stökklengdum er
ekki óbrigðult.
Síðast þegar valið var í lið
„bandamanna“ gerðu það þrír
menn, þáverandi form. norska,
danska og finnska frjálsíþrótta-
sambandsins. íslendingar áttu
þar engan fulltrúa og var það
miður, þótt við getum ekki á-
sakað þessa vini okkar um, að
hafa gengið fram hjá í slensku
iþróttamönnunum. Þá var valið
að vísu auðvelt hvað ísland
snerti: Aðeins tveir menn, sem
ómögulegt var að ganga fram
hjá, komu til greina. Að þessu
sinni mætir fulltrúi frá FRÍ til
að taka þátt í vali liðsins. Er
það einn stjórnarmeðlimurinn,
Sigurpáll Jónsson. Norðurlör.d-
in fjögur eiga að koma fram, sem
ein heild, í vali liðsins gegn
Svíþjóð, og það sjónarmið eitt
að ríkja að fá liðið sem sterk-
ast, hvort sem maðurinn er
Dani, Finni, Norðmaður eða ís-
lendingur, eða frá stærsta eða
minnsta landinu. — Full ástæða
er til að ætla að þannig veiði
það einnig.
SSex til átta íslendingar.
Hvað hafa íslendingar svo
möguleika á að fá marga menn
í lið „bandamanna"? Við getum
vænst þess að fá að minnsta
kosti sex, en átta koma fylliiega
til greina. Örn Clausen er þó
ekki talinn þar með, þar sem
að tugþrautarkeppnin, sem fram
fer í sambandi við mótið, telst
ekki til landskeppninnar, en er
„Norðurlandameistarakeppni í
tugþraut“. FRÍ mun tilkvnna þátt
töku Arnar þar sjerstaklega.
Haukur og Finnbjörix.
Haukur Clausen og Finnbjörn
Þorvaldsson eru sjálfsagðir kepp
endur í 100 og 200 m. blaupi og
4x100 m. boðhlaupi. Þótt þeir
hlypu „aðeins“ á 10,9 og 11,0 sék.
á meistaramótinu í sterkum mót-
vindi, haggar það ekki þeirri
staðreynd, að hin Norðui'löndm
geta ekki boðið upp á menn,
sem eru betri en þeir. NorðmaS-
urinn Peter Bloch verður þar
sennilega þriðji maður.
|Guðmundur, Ásmundur
og Huseby.
Guðmundur Lárusson er jafn
sjálfsagður í 200 og 400 m. hlaup
og mun ísland með því fá alla
200 m. hlauparana. í 400 m. verð
ur Norðmaðurinn Henry Johan-
sen að sjálfsögðu með Guðmundi
og annað hvort Ármundur
Bjarnason eða Finninn Holm
|berg. Ásmundur hljóp á 49,7 sek.
á meistaramótinu hjer en Holm -
berg á 49,9 sek. En sá þeirra,
'sem ekki verður valinn í 400 m.,
| ætti að vera öruggur með að kom
ast i 4x400 m. boðhlaupið.
| Gunnar Huseby var ekki mcð
á meistaramótinu, en hann er
eini Norðurlandamaðurinn, sem
hefir mikla möguleika á að vinna
Svíana, svo að fram hjá honum
verður ekki gengið.
Torfi Bryngeirsson.
Torfi Bryngeirsson verður á-
reiðanlega valinn bæði til keppni
í stangarstökki og langstökki,
Norðmaðurinn Erhng Kaas og
Finninn Kataja eru nr. 1 og 2
af „bandamönnum“ í stangar-
|stökkinu, en Torfi hefur unnið
jkeppnina við Finnann Olenius
um þriðja sætið. Báðir stukku
þeir 4.00 m. á meistaramótinu, en
Torfi hefir stokkið 4,12 í sumar
en Oleníus 4,10. Þar að auki er
Torfi svo mikill keppnismaður,
að það er enginn kominn til að
segja að hann skipi „jumbo“ sæt-
ið í Stokkhólmi. — Torfi er yfir
7 m. maður í langstökki og hinir
,bandamennirnir‘ geta ekki boðið
upp á þrjá menn, sem eru betri
en hann.
Skúli, Óskar Jónsson og Jóel.
Skúli Guðmundsson var að því
leyti óheppinn með að fara „að-
eins“ yfir 1,88 m. á meistaramót-
mu, að hugsanlegt er að hann
verði ekki valinn, þar sem einn
Norðmaður, Leirud og þrír Finn
ar stukku yfir 1,90. Hinsvegar
; hefir Skúli stokkið hærra en þeir
í sumar, 1,95 m. Sú hæð sýnir
hvers hann er megnugur, og að
hann getur orðið Svíunum erfið-
ur viðureignar — erfiðari en
hinir.
Óskar Jónsson var óheppinn á
meistaramótinu. Hann er nú í
góðri æfingu og ætti að geta
ráðið við 1.54 mín. í 800 m.,
en það hefði vel nægt honu.m
Itil þess að komast í lið „banda-
manna“. Hann hefði jafnvel
ekki þurft að hlaupa á svo góð-
um tíma. Besti tími hans í ár
er 1.55,5, en vafasamt er, að það
,nægi. Vafasamt er líka að nær
67 m. dugi Jóel Sigurðssyni í
spjótkastinu, þar sem Finnar
eru svo góðir í þeirri grein.
En við sjáum hvað setur. Á
mánudaginn verður „taúgastríð-
:ið“ meðal íþróttamanna Norður-
landanna fjögurra á enda. Þá
hafa þeir fengið annað umhugs-
unarefni, — sjálf átökin við Sví-
þjóð. — Þorbjörn.